Alþýðublaðið - 10.03.1976, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.03.1976, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR Miðvikudagur 10. marz 1976 bÍartA1 Engin ölvun á samninga- fundum MSá aldrei vín á samningamönnum” -segir Björn Jónsson Sú ákvörðun dómsmálaráð- herra, að loka fyrir alla sölu áfengra drykkja i verkfallinu, — vakti að vonum umtal. Brátt komust á kreik sögur um að þessi ákvörðun hafi verið tekin til að stemma stigu við vinneyzlu samningamanna, sem átti að hafa verið allmikil. Orðrómur þessi hefur frekar farið vaxandi en hitt, þótt nokkuð sé um liðiö frá þvi, að samningar voru undir- ritaðir. „Þetta er sá auðvirðilegasti rógur, sem ég hefi heyrt. Ég sat samningafundi allan timann og sá aldrei vin á nokkrum samningamanni, hvorki fyrr né siðar meðan á viðræðunum stóð”, sagði Björn Jónsson forseti ASt, er Alþýðublaðið bar þennan orö- róm undir hann. Sagði hann, aö allar sögur um truflun á samningafundum vegna vin- neyzlu algjörlega úr lausu lofti gripnar og visaöi þessum sögu- burði til föðurhúsanna. —SG SJALDGÆF VEIRA HERJAR A ÞJÖDINA Það hefur liklega ekki farið fram hjá neinum, að inflúensa herjar á tslendinga um þessar mundir. Hún hefur reyndar angrað okkur meginhluta vetr- ar, en nú viröist hún ver i há- marki. Heilu fjölskyldurnar liggja af völdum þessarar bakteriu og vinnustaðir verða illilega fyrir barðinu á ófögnuð- mum. En hvaða veiki er þetta raun- verulega? Orðið inflúensa segir ekki mikið án nánari skýringa. Við hringdum i Skúla Johnsen, borgarlækni og leituðum svara við þeirri spurningu og öðrum, þessu viðvikjandi. Sjaldgæf tegund „Þessi inflúensa er af svoköll- uðum A-stofni, sem gengið hef- ur næstum árlega hér á landi. Trúlega hefur þessi tegund stofnsins þó ekki borizt hingað áður. Við höfum þess vegna ekkert virkt bóluefni gegn þess- ari tegund. Við báðum um bólu- efni frá Sviþjóð og Englandi, þegar þessi inflúensa stakk nið- ur kollinum fyrir nokkrum mánuðum, en okkur var sagt, að þeir yrðu ekki tilbúnir með bóluefni fyrr en i vor, þegar þeir hefðu unnið það.” Skúli sagði, að seld hefðu ver- ið um 10 þúsund bóluefni i vetur. Þeir hefðu hins vegar notað al- mennt bóluefni, sem notað væri gegn A- og B-stofni. Bóluefni það.hefði verið selt eldra fólki og sjúklingum og veitti nokkra vörn gegn flensunni. Landlæknir sagði, að menn lægju vanalega i tvo til þrjá daga vegna veikinnar og fylgir henni nokkuð hár hiti. Flensunni fylgdu oft beinverkir, höfuð- verkur og hósti. Flensan legðist þó mjög misjafnlega á fólk. Vit- að væri að menn hefðu látið lifið vegna sýkingar. Skúli tók það skýrt fram, að þar hefði verið um að ræða fólk sem veikt var fyrir, og mótstöðuaflið i likam- anum i lágmarki. „Ég held, að ég megi segja að flestir fái snert af flensunni. Hún er bráðsmitandi. Hins veg- ar verða ekki nánda nærri allir veikir, sem smitast, heldur kannski aðeins slappir, einn dag eða svo.” Flensan í hámarki þessa dagana Skúli Johnsen kvaðst hafa fengið þær fréttir frá nágranna- löndunum, að flensan væri i rén- un. Flestar pestir af þessu tagi bærust upprunalega frá Austur- löndum fjær og þaðan til Evrópulanda. „Hérlendis virðist flensan hins vegar vera i hámarki þessa dagana. Ég tel þó, að með hækkandi sól og hlýnandi veðri ætti hún að fjara fljótlega út,” sagði Skúli Johnsen landlæknir að lókum. —GAS Bráðabirgða-heilsugæzlu- stöð rís í Breiðholti INNLENT LÁN RÍKISSJÓÐS ÍSLANDS 1976 1.FL. VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI Samkvæmt heimild í fjár- lögum fyrir árið 1976 hefur fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, ákveðið að bjóða út verðtryggð spariskírteini, að fjárhæð 500 milljónir króna. Skírteinin eru með sömu kjörum og á s.l. ári og eru þau í aðalatriðum þessi: Meðaltalsvextir eru um 4% á ári, þau eru lengst til 18 ára og bundin til 5 ára frá útgáfu. Skírteinin bera vexti frá 10. mars og eru með verðtrygg- ingu miðað við breytingar á vísitölu byggingarkostnaðar, er tekur gildi 1. apríl n.k. Skírteinin, svo og vextir af þeim og verðbætur, eru skatt- frjáls og framtalsfrjáls á sama hátt og sparifé. Þau skulu skráð á nafn. Skírteinin eru gefin út í þremur stærðum, 10.000, 50.000 og 100.000 krónum. Sala skírteinanna stendur nú yfir og eru þau til sölu hjá bönkum, bankaútibúum og sparisjóðum um land allt svo og nokkrum verðbréfasölum í Reykjavík. Sérprentaðir útboðsskilmál- ar liggja frammi hjá þessum aðilum. Mars 1976 SEÐLABANKI ÍSLANDS - eftir mikinn drátt á fjárveitingu Fram til þessa hafa ibúar Breiðholts þurft að sækja alla almenna læknis- þjónustutil Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur. En nú er fyrirhugað að reisa heiIsugæslustöð í Breið- holti. Alþýðublaðið hafði sam- band við Skúla G. Johnsen, borgarlækni og innti hann eftir því, hvernig undir- búningur byggingarinnar gengi. Sagði borgarlæknir, að árið 1973 hefðu teikningar legið fyrir, og var þá sótt um fjárveitingu til framkvæmda, en hún fékkst ekki. Siðan hefði verið leitað eftir fjárveitingu á hverju ári, en allt farið á sama veg. Af þessum sökum hefði undir- búningur byggingarinnar legið niðri að mestu leyti, þar til i vetur, en þá fékkst samþykkt hjá Fjármálaráðuneytinu varðandi stærð og þjónustu stöðvarinnar. Borgarlæknir sagði ennfremur, að til stæði að taka húsnæði á leigu i efra-Breiðholti til slfkrar þjónustu. Slik ráðstöfun yrði þó aðeins til bráðabirgða og engan veginn fulfnægjandi. Samningamál opinberra af stað ,,Mér er óhætt að segja, " sagði Kristján Thor- lacius, formaður BSRB í samtali við blaðið, ,,að viðtöl okkar um samnings- réttarmál opinberra starfsmanna, hafa þokazt talsvert fram á leið. Þó er því ekki að neita, að nýlega hefur komið fram hjá viðsemjendum okkar hug- mynd, réttara væri ef til vill að kalla það f leyg, sem er þess eðlis, að þessvegna gæti málið auðveldlega strandað. Að minnsta kosti getur brugðizt til beggja vona um framhaldið. Þá höfum við nýlega lagt fram kröfur um endurskoðun á núgild- andi samningum, sem eiga að renna út 1. júli, þess eðlis, að opinberir starfsmenn fái upp- bætur i samræmi við nýgerða kjarasamninga ASl, sem ættu þá að gilda frá 1. marz núna.” Blaðið reyndi árangurslaust að ná sambandi við forsvarsmenn BHM, sem^eins og kunnugt er, gerðu kjarasamninga á s.l. ári. Guðmundur Einarsson, deildarstjóri i fjármálaráðu- neytinu, tjáði okkur hins vegar, að samingaumleitanir væru nú i gangi um endurskoðun kjara- samnings BHM með hliðsjón af ASl samningunum. Taldi Guðmundur, að sam- komulag um uppbætur þeim til handa frá 1. marz, væru vel á vegi, eftir þvi sem honum sýndist. Tveir fundir hafa þegar verið haldnir um málið og hinn þriðji væri framundan. qHHIIllllllllllF^ gS|>€tM TEXTR.ON iúfðb«i\d| ÞÆGILEG 0G ENDINGARGÓÐ « ÚRSMIÐg llllllllllllllll

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.