Alþýðublaðið - 10.03.1976, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 10.03.1976, Blaðsíða 11
bia&fð1 Miðvikudagur 10. marz 1976 SVART ER ENHVfTT ________UTLÖND 11 FALLEGT - ER FfNT! □ Mótsagnir í þjóðfélagi hinna nýfrjálsu Afríkuríkja Black is beautiful! — Svart er fallegt! Þetta slagorð hljómaði meðal bandariskra blökku- manna um gervöll Bandarikin fyrir nokkr- um árum, og var liður i viðleitni ýmissa félaga- samtaka þeldökkra þar i landi til að skapa sam- stöðu i réttindabaráttu þeirra. Ýmsir fleiri hafa orðið til að taka undir þessi slagorð, og siðar kom röðin að indjánum, og þá urðu aðrir til að taka upp hanzkann fyrir þá, likt og þegar Marlon Brando afþakkaði Ósk- arsverðlaunin, en lét indjánastúlku veita þeim viðtöku og nota tækifærið og halda smá barátturæðu. En slagorð hinna þeldökku hef- ur náð yfir til Afriku og lætur dægilega i eyrum fólks þar. Þar eru þó að visu skiptar skoðanir um það, og eins má segja að þótt til sé afskaplega fallegt svart fólk, þá eru negrar eins misjafnir og þeir eru margir, og það á bæði við um útlitið og innrætið. I grein sem norski blaðamað- urinn Jan Askelund hefur ritað i Arbeiderbladet norska frá ferð- um sinum um Afriku nefnir hann að þetta slagorð hafi komið til umræðu,,er hann ræddi við af- riska vini sina. Þessir vinir hans eru úr hinum ýmsu stigum þjóð- félagsins, margir vel menntaðir ogleiðandi menn i sinum löndum, — og yfirleitt voru þeir sammála um gagnsemi slagorðs þess vegna þess gildis sem það hefði fyrir sjálfstraust hins þeldökka kynstofns. Nýlendurikin, sem nú eru að öðlast sjálfstæði hvert á fætur öðru, bera þess að sjálfsögu svip að þarna hafa hvitir herrar ráðið rikjum um langan aldur. Minni- máttarkenndin gagnvart hvita kynstofninum er mörgum i blóð borin, og að sjálfsögðu er það betra aö efla sjálfstraust hinna innfæddu og rækta með þeim trú Almennur lífeyris- sjóður iðnaðarmanna Umsóknir um lán úr sjóðnum skulu hafa borizt sjóðstjórninni fyrir 1. april n.k. Há- mark lánsfjárhæðar er sem hér segir, enda sé gætt ákvæða reglugerðar sjóðsins um veð eða rikisábyrgð: a. Sjóðfélagar, sem greitt hafa fullt ið- gjald til sjóðsins i full 2 ár, geta fengið kr. 250.000.00 b. Sjóðfélagar, sem greitt hafa fullt ið- gjald til sjóðsins i full 3 ár, geta fengið kr. 400.000.00 c. Sjóðfélagar, sem greitt hafa fullt ið- gjald til sjóðsins i full 4 ár, geta fengið kr. 600.000.00 d. Sjóðfélagar, sem greitt hafa fullt ið- gjald til sjóðsins i full 5 ár, geta fengið kr. 1.000.000.00, enda hafi þeir ekki áður notfært sér lántökurétt sinn hjá lifeyr- issjóðnum. Sjóðfélagi, sem notfært hefur sér rétt sinn til lántöku hjá sjóðnum, öölast ekki rctt til viðbótarláns fyrr en fullnægt er umsóknum um lán frá öðrum sjóðfélöguni og eigi fyrr cn 5 ár eru liðin frá þvi að hann fékk siðast lán úr sjóðnum. Umsóknareyðublöð og lánareglur má fá á skrifstofu Landssambands iðnaðar- manna, Hallveigarstig 1, Reykjavik, skrifstofu Meistarafélags iðnaðarmanna, Strandgötu 1, Hafnarfirði og skrifstofu Iðnaðarmannafélags Suðurnesja, Tjarnargötu 3, Keflavik. Stjórn Almenns lifeyrissjóðs iðnaðar- manna. Heilsíðuauglýsing um fegurð og hamingju i tímariti, sem lesið er víðs vegar i Af- riku. Lífshamingjan er i því fólgin að hafa Ijósa húð, og slikt öðlast maður með Ambi húðbleikinum. á eigin gildi og mátt i stað þess að láta hatur og hefnigirni verða hið eina sameiginlega tákn. Svart er fallegt! Þetta slagorð má ekki taka bókstaflega. Það eru margir ljótir negrar — og það er margt hvitt fólk fallegt. Þessu gera menn sér grein fyrir. En slagorðið er af nokkurs konar ameriskum popp-uppruna, — það gripur og það hljómar eins og sameiningartákn. Askelund segir sögu af hálffer- tugum manni i Kenya. Faðir hans hafðí unnið sem landbúnaðar- verkamaður hjá hvitum bónda, og er hann hafði sparað saman peninga i mörg ár til að geta sent son sinn, þann sem segir frá, i skóla, þá fór hann til bóndans til að leita ráða hjá honum hvernig hann gæti bezt hagað sér i þvi máli. — Hvað, senda hann i skóla? Ég gæti þá eins sent - hundinn minn! Hið einkennilega og ef til vill mest sláandi við þessa sögu er það að sögumaðurinn gat sagt hana, að þvi er virtist, án þess að bæri á nokkurri biturð út i hvita manninn. En sagan sýnir vel þörf þessa fólks, sem þar til fyrir ára- tug siðan var meðhöndlað eins og skepnur, á að öðlast sjálfstraust og lita á sig sem jafningja ann- arra kynstofna. Hvorki verri menn né betri — en jafningja. Vilja vera hvitir! En svo sterk eru þó enn áhrif hinshvita mannsi Afriku, jafnvel löngu eftir að þeir eru fluttir burtu, aö viða má finna, ótrúlega viða, fólk, sem á sér þá ósk heit- asta að verða ljóst á hörund og likjast evrópska fólkinu, sem búið hefur i landi þeirra lengi. Evrópskir siðir verða fyrirmynd hinssvarta manns, og það má enn lifa góðu lifi þar á þvi að selja hvers kyns lyf og efni, sem eiga að gera hörundið ljósara. Þetta er ekkert ósvipað þvi og þegar okkur hér norður undir heimsskautsbaug eru seldar sól- kremsdósir, sem eiga að gera okkar húð dekkri. Þegar flett er i gegn um tima- ritið DRUM, sem kemur Ut viku- lega og er mikið selt viða um Af- riku má sjá að þrjár siður af 36 siðum blaðsins eitt skiptið voru heilsiöuauglýsingar frá framleiö- endum hvers kyns húðbleikiefna. Þetta er dæmi um áhrif auglýs- inganna — og i þessu tilviki eru'á- Tirifin grátlega sorgleg. Þau eru dæmi um hve fólk leggst óafvit- andi lágt i sjálfsfyrirlitningunni. Það fyrirverður sig fyrir hör- undslit sinn og reynir að likjast herrakynstofninum, sem rikt hef- ur og ráðið i landinu um aldur. Sólaroliunotkunin hér norður frá er þó sprottin af þeirri fölsku trU, að sólbrúnn likami sé hraust- leikamerki. Mótsagnir I þjóðfélaginu Þessar auglýsingar, og sú stað- reynd, að árlega seljast mörg tonn af þessum húðbleikikremum eru dæmi um hinar miklu þjóðfé- lagsmótsagnir sem er að finna i mörgum hinna nýfrjálsu rikja. Margar þessar þjóðir eru nú að stiga sin fyrstu skref á braut sjálf stæöis og efnahagsuppbyggingar, en meðan þar má lita betlara og konur sem leggja fyrir sig vændi til að eiga til hnifs og skeiðar, þá eru nú til i sömu rikjum stéttir eða hópar fólks, sem er komið til nokkurra efna, og ver miklum tima og fjármunum i að reyna að lita sig ljósa á hörund.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.