Alþýðublaðið - 28.03.1976, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.03.1976, Blaðsíða 2
8 VETTVANGUR Sunnudagur 28. marz 1976 2!! alþýöu- blaöið Sunnudagur 28. marz 1976 9 Hvort er hvort? A efri myndinni sjáum viö likan aö borgarleik- húsi Reykvikinga væntanlegu — en á þeirri neöri þjóöieikhúsiö brezka. Tilviijun eöa eftirliking? Þaö skyldi þó aldrei vera...? Sem gamall vinur Leikfélags Reykjavikur hef ég fylgzt með undirbúningi leikhúsbyggingar félagsins og skoðanaskiptum um teikningarnar af áhuga. 1 fyrstu virtist mér þarna um for- vitnilegt ef til vill frum legt og skemmtilegt hús að ræða, sem Reykjavik yrði feng- ur, þótt það hefði vaxið nokkuð i meðförum frá þvi „intima” húsi, sem ég tel, að Leikfélagið eigi að halda sér við. Nýlega fékk ég i hendur tima- ritið TIME með grein um hið nýja þjóðleikhús Breta. Rak mig i rogastanz, er ég sá mynd af þvi merka leikhúsi, þvi að það virðist að ytra búningi nauðalikt hinu nýja borgarleik- húsi okkar. Þar sem brezka húsið hefur verið lengi i smið- um, eru öllu meiri likur á, að teikningin okkar sé beint af- kvæmi þess — svo likt að linum og ytri svip, að mér varð ekki um sel. Bretar hafa og valið sömu meginstefnu og LR: aðal- salur er hefðbundin sena, minni salur opin sena. Fróðlegt væri að heyra álit sérfróðra manna á þvi, hvort mér hefur missýnzt um, að borgarleikhúsið okkar sé að byggingarsvip kopia enska þjóðleikhússins. Leikhúsgestur Við þurfum sjálf að borga verk- fallsreikninginn B.B. (eiginkona rikisstarfsmanns) hringdi* Eftir þáttinn hjá hon- um Páli Heiðari og Kára fréttamanni i út- varpinu i gærkvöldi sést nú bezt að það er ekkert eftir af þeirri þjóðarköku, sem búið er að eyðileggja. Þeir sem hafa hrund- ið okkur út i verkföll, hvað eftir annað eru búnir að vinna slikt tjón, að þeir eru engir borgunarmenn fyrir. Og hverjir græða svo á svona verkföllum? Að minnsta kosti ekki lág- launafólkið, sem endar alltaf verst sett, þvi að það fær minnstar hækkanir. Nú ætla svo einhverjir smá- kóngar i BSRB, sem ekki gátu orðið smákóngar i Framsóknar- flokknum að reyna að reka áróður fyrir þvi að opinberir starfsmenn fái verkfallsrétt. Svo að þeir sjálfir, þessir smá- kóngar, fái völd til að ráðskast um með hótanir um að stöðva allt atvinnulif þjóðarinnar. Hver er afrakstur okkar af svona verkföllum? Þeir bezt settu fá mestu. hækkanirnar að krónutölu. þeir lakast settu fá minnst. Og svo er kostnaðinum af verkföllunum hlevpt út i verðhækkanir og aukna skatt- lagningu, og þá stendur lág- launafólkið enn verr að vigi en þegar verkfallið hófst. Opinberir starfsmenn! Þið skuluð athuga það að verkfalls- réttur i höndum smákónganna færir vkkur enga gæfu. Það er kannski hægt að stöðva vinnu á sjúkrahúsum og lama atvinnu- lifið — en verkföll eru þjóðarbú- inu dýr, og þann skaöa greiða engir fyrir okkur. Við þurfum að borga hann sjálf. Hún er ekki par dömuleg í klæðaburði hún Karólína (litla) Kennedydóttir Það hefur verið gert mikið verður útaf klæðaburði Caro- line Kennedy og hef ur hún ver- ið gagnrýnd harðlega fyrir vikið. í Hollywood var hún meir að segja útnefnd verst klædda konan sl. ár ættingjum sinum til mikillar gremju. AAóðir hennar, Jacqueline Onassis, hef ur gert ítrekaðar tilraunir til að fá stúlkuna til að klæðast skárri fötum, en þær hafa allar reynst árangurslausar. Þrátt fyrir allt má kannske segja að Caroline falli inn í «umhverfið hvað klæðaburð snertir, því hún gengur í menntaskóla i London. 1 framhaldi af þessum orðum tek ég mér það Bessaleyfi að taka hér upp nokkrar setningar úr grein eftir Þórð Jónsson á Látrum þann greinda og vel hugsandi alþýðumann, er horfir með ugg á upplausn þá i sam- félagi okkar, sem viða blasir við. Hann ritar svo I nóv. sl.grein sem birtist i Mbl. „...Um hitt verður ekki deilt, að þegar svo er komið, að þjóðin virðir ekki þau lög og reglur sem Alþingi setur henni, eða Alþingi setur henni svo heimskuleg lög, að hún sér ekki annað fært en risa gegn þeim,aðþá er henni vandi á höndum. Sá vandi verður ekki leystur með þvi að hver hrifsi þann bita, sem hann hefir sjálfur bolmagn til að ná, eða krefja af öðrum, án tillits til annarra. Heldur vonmeira til árangurs með þá sterku og æskilegu sið- gæðisvitund að bakhjarli, sem gerir fólki svo létt að viröa með bræðursina, virða þeirra rétt til lifsins, og lifsgæðanna, og hjálpa þeim til að ná honum.” Svo mörg eru hans orð, sem ég vil taka undir og fá ykkur til að hugleiöa f alvöru. Viö erum öll háð einhverju á meðan viö ekki hefjum okkur upp yfir ytri skilyrði eöa með oröum meistarans meðan við látum ekki hverjum degi nægja sina þjáningu en það er ein af þessum gullvægu setningum heil.ritn. er hefur dýpri þýðingu en við komum auga á i fljótu bragði. Finnst þér, hlustandi góðui; þetta vera ströng prédikun af vörum vesæls bróður, sem ekki hefir minni flis i auga en þú? Ef svo er, eigum við þá litla stund að hverfa saman til Ihug- unar um þessa eilífu þrá mannsins og leit eftir hamángju. Þessa sifellduleit að gæfu eða sælu sem einkennir alla andlega viöleitni mannkynsins. Gætiþað verið aö hugsun okkar sé háð annarlegum hugmyndum, sem hindra betri liðan, og tefji leit- ina? Fram hjá þvi verður ekki gengið að miklu hefir verið til kostað að telja okkur trú um aö við búum i tára-og eymdadal, og þvi fylgir talsveröur þungi að ekki sé á góðu von, þar sem við séum ofurseld svonefndri synd. Þar er I reynd átt við það sama og hér hefir veriö gert að um- talsefni, þ.e. ósamræmi I skap- gerð mannsins, er orsakar alis- konar óþægindi i lifinu, árekstra við náungann og óánægju með sjálfan sig. Mannlifið væri svipminna ef við ekkert væri að glima. Sem betur fer telja margir aö þessi skoðun sé bölsýni, sem ekki hæfi uppeldi mannssonar- ins. Lita þeir hinir sömu svo á m.a. að lifsandi sá sem lagður var I brjóst mannsins á sinni tið, sé ekki þeirrar ættar, að honum fylgi áþján eins og andleg niður- læging og andlegt getuleysi. Hitt mun sönnu nær að mannlif- ið væri svipminna, ef ekkert væri við að glima, en glimutökin þessieru vandnumin og ekki öll gefið að jafnast á við Jakob Isaksson um úthald og þol en góð fyrirmynd er hann og betri en vælukjóar þeir, sem gefast vilja uppfyrir erfiöleikunum, og telja manninn óforbetranlegan betlara á auðnuleysisflakki um jarðkringluna. Viðfangsefni mannsins er ekki að eigra stefnulaust.kasta áhyggjum sinum upp á aðra og tönglast á eymd og gráti vera háöur vilinu, heldur mun honum við hæfi og það ætlað að rækta sjálfan sig, til þess bendir og boðskapar allra helstu trúarhöf- unda og ekki sist hins kristna meistara, þó að súrdeig það sem hann gaf andlegu lifi hafi meng- ast af mannlegum ófullkom- leika. Við höfum stundum gaman af setningu eins og þeirri að freistingar séu til að falla fyrir þeim, þar felst hálf- gildingsafsökun fyrir þeirri breytni sem innri maður dckar segir að sé röng. Þetta er nefnt mannlegt viö- horf af þvi aö þarna kemur f ram ófrelsi.þessi hugsunarháttur er afleiðing þess „að hafa magann fyrir sinn guð”, vera háöur löngunum sinum og girndum i stað þess að vera herra þeirra, þvi að freistingarnar eru til að sigrast á þeim, það er karl- mannlegra i munni karlmanna, en ætti fremur að vera nefnt mannlegt. Hversvegna? Vegna þess að maðurinn vill telja sig æðstu skepnu jarðar, herra alls lifs á jörðu, og i krafi þeirrar eigingjörnu skoðunar eyðir hann gróðri og lifi I öðru hvoru spori eöa oftar, og jákvæðir ræktunarmenn hafa ekki við að græða sárin. Vel má vera að ein hver hlustandi segi nú sem svo að þetta tal hnigi allt að þvi, sem oftast er nefnt andlega hlið- in á lifinu, en gengið sé framhjá hinu efnislega. Grunntónnin var bræðraiag Allir sæeu háðir viðhaldsþörf sinni til fæöis og klæða, hús- næðis og hjúskaparlifs, af þvi leiði aö menn verði háðir þeim, sem ráði yfir atvinnutækjum og fjármagni. Stéttarfélög og stjórnmálaflokkar eru stofnuð ogstarfa til þessaðhafa hemilá hömlulausri eigingirni er oft hefir heltekið hölda auðs og vaids. Innihald og meginþáttur i samtökum launafólks var aö bæta efnaleg lifskjör félag anna. Þar meö var hættunni á vissan hátt boðið heim. Boð- skapurinn sem hreif þann um- komulausa fjölda, sem hóf þetta félagsstarf i þjóðfélögunum var samstaða, samheldni, eining I baráttu fyrir frelsi og jafnrétti. Grunntónninn var bræðralag. Með aukinni fjölbreytni atvinn- unnar fjölgaði stéttarfélögun- um. Möguleiki myndaöist fyrir starfshópa eða starfsgreinar að pota sér fram fyrir hina fá áð eins betri samninga, og þá reyndist stutt i pyttinn, vilpu sérhyggjunnar, og höfum viö hérlendis nærtæk dæmi og öll- um kunn hvernig þeir sterkari innan launþegasamtaka taka sig til og knýja fram hærri laun og meiri friðindi en aðrir geta fengið, sem þó eru bræður i bar- áttunni éins og kall er á hátiðastundum. Enginn kemst þó i sæiurikið fyrir aurana eina, haröviðar- klæðningin I ibúðinni opnar ekki tjaldið sem skiiur milli himins og jarðar i likingum talað. Þúsundkróna sérgreiösla fyrir flugtimann gildir ekki sem aögöngumiöi að gæfusömu lifi. Vandamálið um verölagningu vinnuaflsins leysir ekki af hólmi vanda einstaklingsins, sem leit- er hamingjunnar heldur er það aðeins einn þátturinn i hamingjuleitinni, en af mörgum ástæðum er betri vettvangur fyrir samstöðu og samheldni þau láta ekki leiðast til olnboga- skota og ýfinga innbyrðis um skiptingu á kökubitanum, heldur hafa fullar gætur á sam- hyggjunni, sameiginlegum hagsmunum á öllum sviðum, samhjálpinni sem er nauðsyn- legur undafari þess að veröa óháður þá er vel þegar einingar- vitund ér vakandi. Lærum af þeim sem lögðu allt í sölurnar Veikleikinn fyrir valdinu er allsstaðar fyrir hendi, þeir sem meta valdiö meira en samhugun félaga sinna eru hættulegir þeir sem ganga til starfa af löngun til að þjóna meöbræðrum sinum eru oft hlédrægir. Það er skylda okkar að taka eftir þeim. Skylda okkar er aö læra af þeim, sem lagt hafa allt i sölurnar fyrir málstaöinn óháð- ir öllu nema hugsjóninni, ein- lægir boðberar frelsis og fram- fara. Það er mikill sannleikur og ætti að vera öllum hugfastur sælla er að gefa en þiggja, þ.e. óhæði að lifa eftir þvi spakmæli. Við forðum okkur frá fjötrum ófrelsis með þvi að viðurkenna einingu með þvi að leitast ávalt við að muna eftir þvi hver er mestur i heimiKærleikurinn. — Við tveir gerðum okkur skyldu — komum þeim inn i Efnahagsbandalagið. Nú er það hinna að koma sér þaðan Þannig lita Otto Ludwig og teiknarinn Eskestad hjá danska blaðinu Aktuelt á afsögn Wilsons. Að baki þeim stendur þriðji krataleiðtoginn, sem lét af em- 'bætti áður en kjörtimabii hans var út- runnið, Tryggve Bratteli, forsætisráð- herra Noregs, en eins og menn muna var aðild að EBE hafnað i þjóðarat- kvæðagreiðslu I Noregi meðan meiri- hluti Dana sagði JÁ. Jens Otto Krag sagði svo af sér skömmu siðar for- sætisráðherradómi. Einkaklubburinn FLUGLEHIIR TENGJAST FAR- SKRARTÖLVUNNI GABRÍEL 33 fjarvinnslustöðvar á Islandi á beinni línu við móðurtölvuna í Atlanta í Georgíufylki í Bandaríkjunum Þann fimmta aprfl verður meirihluti allrar farskráningar á vegum FTugleiða tengdur stórri farskráningartölvu sem heitir Gabriel og er staðsett i Atlanta i Bandarikjunum. öllu stjórnað héðan. 1 haust verður svo allri far- skráningu fy rir tækisins stjómað frá Reykjavik, en eins og er sér Reykjavik um skráningu farþega sem fara með vélum félagsins vestur um haf og til Nassau á Bahamaeyj- um, skrifstofa Flugleiða i New Yoik sér um skráningu farþega sem leggja leið sina frá Banda- rikjunum og Nassau austur um haf til Evrópu. Farskráningartölvan Gabriel sem Flugleiðir tengjast nú við erieiguSITA.sem er alþjóölegt hlutafélag i eigu flugfélaga og hefur annast fjarskiptaþjónustu fyrir þau. Fjarvinnslustöðvar terminalar) verða staðsettar hér á landi, 23 verða á skrifstofum Flugleiöa á Reykjavikurflugvelli, en þaðan verður allri stjórnun og þjónustu við farþega stjórnaö, 1 verður á afgreiðslu hótelsins, 5 verða á söluskrifstofum Flugieiða á Keflavikurflugvelli. Fjarvinnslustöðvarnar verða tengdar við tölvu i London um sæsímastrenginn SCOTICE, en sú tölva er I sambandi við tölvu I New York, og sú er tengd móöurtölvunni i Atlanta. Tekur 2,5sek. að fá upplýsingar. Flugleiðir eru ellefta flugfélagið sem tengist við þetta tölvunet, og er hægt að fá upplýsingar um hvort er laust sæti og þá hvað mörg, i hverri einstakri ferð hvers flugfélags. Það tekur svipaðan tima að kaupa sér eða breyta ferð milli einhverra staða t.d. i Suð ur-Amerlku og tekur nú að kaupa farmiða milli Akureyrar og Reykjavikur. Þá tekur um 2,5 sek. að fá umbeðnar upplýsingar og jafnlangan tima tekur að ganga frá farmiðapöntun. Til dæmis um hve þetta tölvukerfi er viðtækt má geta þess að á þessu ári verða pantanir 9 milljón farþega skráðar I kerfinu, og er þá ein- ungis reiknaö með þeim farþeg- um sem fara í þær feröir sem þeir hafa pantað, en ekki eru taldar með pantanir sem siðan er hætt við. Starfsfólk á námskeiði. Nú standa yfir námskeið fyrir starfsfólk Flugleiða og starfsfólk á sölu- skrifstofum þeirra i Evrópu. Fólk frá Evrópuskrifstofum Flugleiða er hér á landi á kynningarfundum, og tvö námskeiö standa nú yfir. Annars vegar er 8 daga námskeið fyrir fólk sem vinnur að þjónustu við farþega, og hins vegar 2 vikna námskeið fyrir þá sem vinna munu við stjórnun farþegaskráningarinnar. Auk þessa stendur yfir námskeið i New York, og áformað er námsk. fyrir þá sem starfa á Keflavikur- flugvelli, en Keflavik mun tengjast inn á kerfið i sumar. Dýrt kerfi en margt sparast. Svona kerfi er dýrt I notkun og dýrt er að tengjast inn á það, en á móti kemur að margt sparast. Starfsliði fækkar, og t.d. verður ekki bætt við sumarfólki eins og gert hefur verið löngum til þess aö mæta mesta álaginu yfir há- annatimann. Kerfiðermun hraðvirkara en það sem nú er, sæti sem losnar kemst strax til endursölu, og það ætti að tryggja betri nýtingu á ferðum. I dag tekur það 2 til 3 klukkutfma að koma sæti sem losnar, afeinhverjum ástæðum, I sölu á ný. Þá minnkar notkun fjarrita um 75%, m.a. vegna þess að nú sérkerfiðumað senda öll skeyti um skráningu farþega, það sendir einnig farþegalista sjálfkrafa til fiugvalla. Allar upplýsingar eru nú i einum stað, en það tryggir að hægt er að fá þær með 2.5 sekúndna fyrirvara. Þetta tryggir að hægt er að veita farþegum betri og fljótvirkari þjónustu, og siikt er erfitt að meta til fjár. Til viðbótar þessu sparast auðvitað sá tækjakostur sem nú er notaður til þess að anna þeim verkefnum sem kerfið tekur við. Ef eitthvað bilar. Tengslin við móðurtölvuna eru, eins og áöur sagði,gegnum London um sæstrenginn SCOTICE. Sá strengur bilaði nokkuð oft i fyrstu, aðallega vegna þess að togarar drógu vörpur sinar yfir hann en það heyrir núorðið til undantekninga og gerist æ sjaldnar. Vilji þó svo óliklega til, hafa Flugleiðir fengið loforð um varaleið gegnum sæsimastrenginn sem > liggur||vestur til Kanada, ICECAN. Bilanar á honum voru nokkuð tiðar, en i ágústmánuði sl. var legu hans breytt og hefur ekki borið á neinum bilunum siðan. Það verður að teljast óliklegt að báðir strengirnir bili samtimis, en fari svo, er ekkert annað að gera en biða þess að úr verði bætt. EB. BSHHHnnHHHBBI Þriðji og síöastí hluti erindis (íuújóns B. Baldvinssonar deildarstjóra »Um daginn og veginnu LÁTOM EKKILEIÐAST TIL YFINGAIIM HMBVRBIS SKIPTIHGU - EN HÖFUM GÆTUR Á SAMHYGGJIMNI

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.