Alþýðublaðið - 28.03.1976, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.03.1976, Blaðsíða 4
ÍO Sunnudagur 28. marz 1976 biaiiiö1 BILASALINN v/VITATORG Opið öll kvöld til kl. 10 Símar 12500 og 12600 RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPÍTALINN AÐSTOÐARLÆKNIR óskast til starfaá taugalækningadeild frá 1. mai n.k. i sex mánuði. Vaktaþjón- usta læknisins verður samkvæmt vaktaþjónustu lyflækningadeildar. Umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri störf ber að senda skrifstofu rikisspitalanna fyrir 20. april n.k.. Nánari upplýsingar veitir yfirlæknir taugalækninga deildar. AÐSTOÐARLÆKNIR óskast til starfa á lyflækningadeild hið fyrsta. Upplýsingar m.a. um ráðningar- tima og umsóknarfrest veitir yfir- læknir deildarinnar. MEINATÆKNAR óskast til starfa á rannsóknardeild nú þegar eða eftir samkomulagi. Einnig óskast meina- tæknir til afleysinga i vor og sumar. Nánari upplýsingar veitir yfirlæknir deildarinnar, simi: 24160. KÓPAVOGSHÆLIÐ IÐJUÞJÁLFI (ergotherapeut) óskast til starfa nú þegar eða eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður hælisins. KRISTNESHÆLIÐ , SJÚKRALIÐAR óskast til starfa nú þegar eða eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir forstöðu- maður hælisins. KRISTNESHÆLIÐ SJÚKRALIÐAR óskast til starfa nú þegar eða eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir forstöðu- konan, simi: (96) 22300. KLEPPSSPÍTALINN FÉLAGSRÁÐGJAFI óskast á deild spitalans fyrir áfengissjúklinga, Vifilsstaðadeild, frá 1. mai n.k., eða fyrr. Nánari upplýsingar veitir yfir- læknirinn, simi: 16630. Umsóknum, er greini aldur, menntun og fyrri störf, ber að senda skrifstofu rikis- spitalanna fyrir 20. april n.k. Reykjavik, 26. marz 1976 SKRIFSTOFA • RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5.SÍM111765 HAFIB ÞID ALLSENDIS ÚÞARFAR AHYGGJUR? Menn segja, að „timinn lækni öll sár” og það er dálitið óþægilegt að heyra slikt, þegar maður er að verða „gráhærður” af áhyggjum. Samt er dálitið rétt við þessi gömlu orð, þvi að við getum ekki lifað lifinu áhyggjulaus, en fjöldinn allur hefur áhyggjur að nauðsynjalausu. Þeir. sem þannig eru gerðir eru bæði nei- kvæðir og þreytandi fyrir þá, sem umgangast þá. Svo ekki sé nú minnst á allar hrukkurnar, sem gera alla gamla fyrir aldur fram. Hvernig liður yður? Eruð þér i jafnvægi eða hættir yður til öfga? Svarið eftirfarandi spurningum og vitið svarið! 1) Þér finnið skyndilega til. Hvað gerið þér? a) Hringið i lækni strax? b) Hugsið ekkert um sársauk- ann? c) Ætlið til læknis, ef þetta endurtekur sig? 2) Flestir óttast að fljúga, þó að það sé sannað, að ekki sé öruggara að ferðast öðruvisi. Hvað mynduð þér gera, ef þér færuð i flugferð á morg- un? a) Ekki hugsa um það? b) Fá fiðring i magann? c) Vera hálfdauð(ur) úr hræðslu? 3) Þér eigið að fara á mikilvæg- an fund á morgun. Hvað ger- ið þér? a) Eruð andvaka heila nótt og hugsið málið? b) Svarið aftur og aftur þeim spurningum, sem þér haldið, að þér verðið spurðir? c) Leggist til svefns og leysið vandamálin á leiðinni á morgun? 4) Þér fáið skeyti. Haldið þér strax að það séu: a) Góðar fréttir? b) Slæmar fréttir? c) Eða opnið þér það án þess að hugsa? 5. Maðurinn yðar eða elskhugi kemur of seint. Hvað gerið þér? a) Óttist þér, að eitthvað hafi komið fyrir hann? b) Haldið þér, að hann sé i eftir- vinnu? c) Eða eigið þér svo annrikt og hafið um svo margt að hugsa, að þér veitið þvi enga eftir- tekt, að honum seinkar? 6. Yður er boðið i veizlu. Hvað gerið þér? a) Farið og kaupið ný föt? b) Eruð alltaf á báðum áttum? c) Hugsið ekki um fötin fyrr en á siðustu stundu? 7. Þér hafið fitnað iskyggilega mikið. Hvað gerið þér? a) Farið i matarkúr? b) Ákveðið að spara við yður mat? c) Eða viktið yður aldrei? 8. Maður yðar eða elskhugi þarf að fara i stutta verzlunar- ferð. Hvað gerið þér? a) Hringið til hans á mismun- andi timum á kvöldin til að fullvissa yður um, að hann sé heima? b) Biðjið hann um að hringja til yðar og segja að sér liði véí? c) Njótið þess að vera ein nokkra daga og hugsið ekki alltof oft til hans? 9) Þér rekist óvænt á kumingja, sem þagna skyndilega, þegar þeir vita, hvað þér heitið. Hvað haldið þér? FRAMHALPSSAGAN himninum, og þau höfðu ekið i nærri þvi klukkustund, þegar hún tók eftir þvi, að þau voru á leið til Sainte Marie.... ekki á leiðinni, sem hún hafði komið eftir fyrr um daginn, heldur leiðinni, sem lá hærra og bugðaðist á milli fjallanna og loks framhjá veggjum Chateau Rosalet, lá síð- an aftur niður i móti og endaði í hringvegi við spitalann, — Ég hélt, að þér ætluðuð að aka meðfram sjónum, sagði hún til að rjúfa þögnina. Hann hló. — Það hafði ég eiginlega líka hugsað mér, en svo langaði mig allt i einu að fara hærra. Ég er nýbúinn að fá bilinn úr skoðun. Hann var i sérstillingu. Finnst yður hann ekki góður hér i brekk- unum? Einmittþegarhannsagði þetta, komu þau að sérlega krappri beygju. Flestar aðrar stúlkur hefðu verið smeykar við hraöann og djarflegt aksturslag hans, en Phillida sýndi þess engin merki, og aðdáun hans á henni óx hröð- um skrefúm. Þau voru komin á tiltölulega beinan vegarkafla, þar sem brattinn var ekki svo mikill, og hann hægði á sér, ók til hliðar á veginum og stanzaði bilinn. — Eigum við ekki að fá okkur sigarettu? spurði hann. Hún játti þvi, og þau kveiktu sér i sigarettunum. Phillida hallaðiséraftur á bak i sætinu, og Arliss sat þannig, að hann sneri hálfur að henni með annan handlegginn á stýrinu, — Eruð þér ekki hræddar við neitt? spurði hann svo skyndi- lega. Hún leit á hann með daufu brosi. — Alla vega ekki við hraðan akstur, sagði hún. Hún gat eiginlega ekki sagt: Þegar lif manns hættir að skipta máli, þá erekkerteftir að óttast . ...... En skyndilega gerði hún sér grein fyrir þvi, að það var rétt. Hún var ekki hrædd við að lenda i hyldýpinu fyrir neðan og deyja i fallinu niður i dalinn, þvi i rauninni hafði hún ekkert að lifa fyrir. Hann sat um stund, og reykti sigarettuna þegjandi, á meðan hann fylgdist náið með henni. Kæruleysið, sem haföi komið henni til að fara meö honum hing- að, var alveg horfið. Henni fannst hún tóm og hræði- lega einmana, og það gerði hana hrædda. Skyndilega rétti Sinclari Arliss fram hendina og snerti hönd hennar létt. Það var ósegjanlega blið og létt snerting, sem aðeins var stutta stund, en þegar hún sneri sér við og leit á hann, sagði hann: — Komið aftur, Phillida, við er- um á uppleið! Þér-verðið að haida yður frá djúpinu mikla i kvöld . . . — Hvað eigið þér við? spurði hún og var brugðið. — Þér eruð langt niðri i djúpum eymdardal núna, ekki satt? spurði hann. — Hvað er að. . . hvers vegna eruð þér svo óham- ingjusöm? — Ég er ekki. . . hún komst ekki lengra. Hvort sem hann hafði hugsað sér það eða ekki, þá hafði honum tekizt að rjúfa varnarmúr hennar. Á einhvem furðulegan hátt hafði bein spurning hans verið eins og lykill að læstu hjarta hennar, svo að hún sá allt i einu inn i það og sá alla þá sorg og örvæntingu, sem þar var inni fyr- ir. Skyndilega fylltust augu henn- ar af tárum. Óreyndari maður hefði þegar i stað þrýst henni að sér, en hann snerti ekki einu sinni á henni. Þess i stað hallaði hann sér aft- ur á bak i sætinu og sagði hinn ró- legasti: — Stundum hjálpar það, að . . . tala út um hlutina. En þér skulið ekki vera að þvi, nema yður langi sjálfa til þess . . . ég hef engan áhuga á þvi að snuðra i einkamál- um yðar. Hún heföi neitað þvi frammi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.