Alþýðublaðið - 02.04.1976, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.04.1976, Blaðsíða 2
2 STJORNMÁL Föstudagur 2. april 1976. /ðu- blaðíð alþýðu' blaðiö Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og óbyrgðarmaður: Árni Gunnars- son,. Ritstjóri: Sighvatur Björgvins- son. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggs- 50". Aðsetur ritstjórnar er i Siðu- múia 11, simi 81866. Auglýsingar: simi 28660 og Í4ööb. r re.lí- un: Biaðaprent h.f. Askriftarverð: 800 krónur á mánuði og 40 krónur i lausasölu. Gott mál Nú á dögunum lagöi rikisstjórnin fram á Alþingi frumvarp til laga um f jölbýlishús. Frumvarp þetta gerir m.a. ráð fyrir því, að nýjar reglur séu settar um sambýlishætti i fjölbýlishúsum. Merkustu nýmælin í f rumvarpinu eru þó þau að þar á að kveða á um nákvæma eignaskiptingu íbúðareigenda bannig, að hver eign fyrir sig standi að veði fyrir skuldbindingum íbúðareigenda s.s. eins og fast- eignagjöldum, en ekki f jölbýlishúsið í heild. Sam- kvæmt þessu á því ekki lengur að vera hægt að aug- lýsa uppboð á heilu f jölbýlishúsi eða ,,stigagangi" fyrir vanskil eins íbúðareiganda, en það hef ur valdið mörgum skilamanninum leiðindum þegar eign hans er auglýst á uppboði vegna vanskila nábýlismanns. Eins og tekið er f ram í greinargerð þessa stjórnar- trumvarps á þessi lagfæring rætur sínar að rekja til þingsályktunartillögu, sem einn af þingmönnum Alþýðuf lokksins— Eggert G. Þorsteinsson — flutti. Þingsályktunartillaga þessi var um það, að sú breyt- ing yrði gerð á lögum, að f jölbýlishúsum yrði skipt samkvæmt eignahluta hvers og eins íbúðareiganda og að aðeins séreign viðkomandi en ekki fjölbýlis- húsið allt stæði i veði fyrir greiðslu opinberra gjalda af viðkomandi íbúð. Þessi þingsályktunartillaga Eggerts G. Þorsteinssonar vakti mikla athygli á sinum tíma, enda um að ræða mál, sem íbúar fjöl- býlishúsa hafa lengi haft áhuga á að fá framgengt. Tillaga Eggerts var samþykkt á Alþingi og af rakstur hennar er frumvarp það, sem ríkisstjórnin flutti á dögunum. Frumvarpið mun að öllum líkindum eiga greiða leið í gegn um þingið, enda um að ræða mál, sem menn eru almennt mjög sammála um að af- greiða þurfi. Loðn uvertíði n n i er ii svo gott sem lokið „Aðeins fimm bátar hafa til- kynnt um loðnuafla frá þvi i fyrradag”, sagði Andrés Finn- bogason hjá Loðnunefnd, i sam- tali við Alþýðublaðið i gær. „Afli ■ þeirra var samtals 1330 tonn, og hafa þeir verið að skrapa þetta saman úr eftirstöðvunum siðustu daga. Mér skilst að 10 bátar séu eftir á loðnunni, og eru þeir alveg óráðnir um áframhaldið. Hver báturinn á fætur öðrum hefur lagt niður loðnuveiðar að undanförnu, og margir skipt yfir á net. Það er þvi óhætt að segja, að þessi loðnu- vertið sé alveg i ándarslit- runum”, sagði Andrés að lokum. Sigurður efstur Sigurður RE 4. var aflahæstur loðnubáta á þessari vertið með rúm 13 þúsund tonn. Sigurður var einnig aflahæstur á vertiðinni i fyrra, en vert er að geta þess, að hann er nokkuð stærri en aðrir lopnubátar, og getur hann borið um 1000 tonna farm. Guðmundur RE var annar aflahæsti báturinn, en Börkur NK. var i þvi sæti i fyrra. Heildaraflinn á þessari vertið er 332 þúsund lestir, en i fyrra var hann 457 þúsund lestir. Orsökina fyrir þessum samdrætti má ef- laust rekja til verkfallsins, sem lamaði loðnuveiðar um nokkurn tima. Dregur að lokum. ,,Ég er anzi hræddur um að óhætt sé að setja punktinn aftan við þessa loðnuvertið”, sagði Hjálmar Vilhjálmsson fiski- fræðingur er blaðið spurði hann hvort vertiðinni væri lokið. ,,Við leituðum um daginn við Suður- og Suð-vesturland, og einnig út af Vestfjörðum og þar norður af, en fundum engin merki um nýja loðnugöngu. Ég hef ekki trú á að ný ganga eigi eftir að birtast héðan af. HITAVEITUFRAMKVÆMDIRI FIRÐI TEFJAST - EN STÖÐV Slæm tíðindi I blöðunum í gær var frá því skýrt, að landhelgis- gæzluflugvél hafi tekið 8 íslenzka togbáta að ólög- legum togveiðum aðeins steinsnar f rá landi. Að sögn skipherrans á vélinni var einn landhelgisbrjóturinn að toga aðeins 800 metra frá landi, þegar hann var tekinn. Þá sagðist skipherrann einnig sannfærður um, að miklu f leiri togbátar haf i verið þarna að ólög- legum veiðum en þeir átta, sem teknir voru. Spáði skipherrann því, að ekki færri bátar hefðu komizt undan. Landhelgisbrot eru veiðiþjóf naður hver sem í hlut á — hvort heldur það er Breti eða íslendingur. Eins og nú standa sakir með fiskistofnana á íslands- miðum er slíkur verknaður ekki aðeins alvarlegur, heldur glæpsamlegur. Þeir, sem þann verknað stunda, eru í raun réttri að stela úr hendi framtíðar- „Hitaveituframkvæmdir hér i Hafnarfirði stöðvast ekki algjörlega, þótt svo að Hitaveita Reykjavikur, framkvæmdaaðili verksins, hafi ekki fengið nægi- lega hækkun á gjaldskrá sinni til þess að unnt sé að halda áfram vinnu við dreifilagnir eins og áður hafði verið ákveðið,” sagði Kristinn Ó. Guðmundsson, bæjarstjóri i Hafnarfirði, i samtali við Alþýðublaðið. Eins og flestum er kunnugt, hækkaði Hitaveitan gjaldskrá sina um 27% ekki alls fyrir löngu. Reyndar fór Hitaveitan fram á 32% hækkun, en fékk ekki. 1 framkvæmdaáætlun Hitaveitunnar er gert ráð fyrir að lagning dreifikerfisins i Hafnarfirði ljúki á þessu ári. Sýnt þykir nú, að sú áætlun standist ekki vegna fjármagns- leysis. Kristinn Ó. Guðmundsson sagði, að ekki yrðu fleiri Ihita- veituverk boðin út að sinni, en hins vegar yrði væntanlega samið um viðbótarverkefni til handa þeim verktökum, er ÚTFLUTNINGUR ULLAR- VÖRU EYKST VERULEGA innar því með veiðiþjófnaðinum er yfirleitt verið að vinna fiskstofnum tjón. Eigi íslenzkir sjómenn hlut að sliku má segja, að þeir séu að ræna brauðinu frá börnum sínum og barnabörnum. Það eru undarlega skapi farnir menn, sem slíkt athæfi stunda í skjóli þess, að landhelgisgæzlan getur ekki fylgzt með þeim þar eð hún á í stríði við Breta. Að íslenzkir skip- stjórar skuli undir slíkum kringumstæðum laumast með troll upp að landsteinum er svo ámælisverður verknadur og ábyrgðarlaus að engu tali tekur. Því hefur verið haldið fram og það stutt vísinda- legum rökum að hvað sem liður landhelgisbaráttu okkar við aðrar þjóðir séu landsmenn sjálf ir neyddir til þess að draga úr sókn sinni í fiskinn við íslands- strendur á næstu tveimur árum ef ekki á illa að fara. Gerðar hafa verið tillögur til stjórnvalda um slíkan samdrátt. Tillögurnar byggjast á því að takmarka veiðar með tilskipunum, jafnvel með því að banna ákveðin veiðarfæri hluta ársins. Ekki er vitað, hvort nauðsynlegt sé að grípa til jaf n harkalegra ráðstafana. En að undir slíkum kringum- stæðum og þegar íslenzkir varðskipsmenn hætta lífi sinu við að reyna að halda Bretum frá veiðum skuli islenzkir skipstjórar gerast gróflega brotlegir um veiðar er þannig athæf i aðþaðkemur meira en vel til greina að breyta refsingum fyrir slík brot á þann veg að auk sektargreiðslna verði viðkomandi bátum og skipstjórum bannaðar veiðar um ákveðinn tíma. Slíkt veiðibann myndu menn í fyrsta lagi taka alvar- iega og i öðru lagi yrði það þá til þess að minnka sóknina i fiskinn með þvi að halda þeim frá veiðum öðrum fremur, sem stunda þær af ábyrgðarleysi. Útflutningur íslenzkrar virðast þessar vörur njóta ullarvöru hefur aukizt sivaxandi vinsælda verulega á siðustu árum og erlendis. Símaskráin: Engar auglýsinga- kápur leyfðar — Við höfðum haft spurnir af þvi, að verið væri að bjóða auglýsingar á hlifðarkápu simaskrár. Þvi þótti okkur rétt að vekja athygli á því með auglýsingu, að það er óheimilt aö hylja upplýsingar sem prentaðar eru á forsíðu — og baksiðukápur simaskrárinnar, sagði Hafsteinn Þor- steinsson, bæjarsimstjóri,i samtali við Alþýðublaðið. Fyrir nokkrum árum vár keppzt um að framleiða hlifðárkápur utan um simaskrár og voru kápur þessar þaktar auglýsingum frá ýmsum fyrirtækjum. A útsiður simaskrárinnar eru hins vegar prentaðar mikilsverðar upplýsingar eins og t.d. simanúmer sjúkraliðs og lög- reglu. Þvi var sett reglugeröarákvæði, sem bannar notkun ógagnsærra hlifðarkápa og ættu menn ekki að leggja út i kostnað við siíka fram- leiðslu. Byrjað verður að afhenda nýju simaskrána strax eftir páska eða þriðjudaginn 2«. april. Rétt er að vekja athygli á, að hún tekur þó ejtki gildi fyrr en l.maí _ Forráðamenn prjónastofunnar Hildu h.f. stefna að þvi að auka útflutning prjóna- og ullarvöru um allt að 100 millj. króna á þessu ári. Útflutningur fyrirtækisins nam samtals 48 millj. króna árið 1975 og 73 millj. króna árið 1975. I ár er áætlað, að útflutningur nemi allt að 170 milij. króna. Otflutningur Hildu h.f., er tvenns konar: Annars vegar eru handprjónaðar peysur og smá- vörur, sem seldar eru I birgðum. Hins vegar er prjóna- og ofinn fatnaður, sem seldur er i umboðs- sölu fyrir ýmsa framleiðendur. Þá hefur fyrirtækið hafið út- flutning regnfatnaðar frá sjóklæðagerð Reykjavikur og virðist hann ætla að gefa góða raun. Hilda h.f. tók i siðasta mánuði þátt i IGEDO vörusýningunni i Þýzkalandi, og vakti sýningar- svæði fyrirtækisins mikla athygli sýningargesta. Þótti skreytingin frábær og vörurnar óvenjulegar, og hafa pantanir streymt inn frá erlendum fyrirtækjum. Fyrirhugað er að Hilda taki þátt i annarri slikri sýningu i lok aprilmánaðar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.