Alþýðublaðið - 02.04.1976, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.04.1976, Blaðsíða 3
FRÉTTIR 3 alþýðu- blaðíð Föstudagur 2. apríl 1976. r BHM: SAMN- INGADRÖGIN ÓAÐGENGILEG — Bandalag háskólamanna telur að drög þau, sem samkomu- lag hefur orðið um milli BSRB og rikisins séu óaðgengileg og i heild feli ekki i sér framför frá núgild- andi lögum. — Þetta er skoðun Bandalags háskólamanna á þvi, hvers vegna slitnað hafi upp úr viðræðum BHM við samnings- réttarnefnd rikisins ura samningsrétt opinberra starfs- manna. Ennfremur kemur fram i fréttabréfi frá BHM, að fjöl- margir gallar eru á drögum þeim vatnsveitu Reykjavikur, eins og rikisstjórnin hafa gert. bar sé fyrst að telja lögbundinn samningstima. Hann er of langur (2 ár) og enginn endurskoðunar- réttur tryggður á samningstima- bilinu. Þá telur BHM, að of fjölmennur hópur hafi ekki verkfallsrétt og þar á ofan sé skertur lifeyris- sjóður opinberra starfsmanna. Loks telur BHM ekki rétt, að fresta endurskoðun laga um rétt- indi og skyldur opinberra starfs- manna, þvi nauðsynlegt sé að endurskoða þau lög um leið og iög um kjarasamninga. —GAS HflFNAR- flST EKKI þegar hefur verið samið við og eru nú að ljúka við umsamin verkefni. „baðer ljóst,” sagði Kristinn að lokum „að hitaveitufram- kvæmdir stöðvast ekki i bráð, þótt fleiri verk verði ekki boðin út. Framkvæmdum verður haldið áfrani á meðan fjármagn fæst.” —GAS ÞÆR MEXI- KÖNSKU KOMNAR Urriðafoss, skip Eimskipa- félags islands, kom til Reykja- vikur i morgun með 150 tonn af kartöfluin. Lestaði skipið þennan kartöfiufarm i Rotterdam í Hol- landi, cn það var siðasti viðkomu- staður skipsins á leið tii isiands. Hér er um að ræða kartöflur frá Mexikó, sem Hollendingar keyptu, og eru þær ekki háðar sömu útflutningsreglum og hol- lenzkar kartöflur. Blaðið hafði samband við Jóhann Jónasson, forstjóra Grænmetisverzlunar landbúnaðarins, og spurði hann hvort þessar kartöflur yrðu komnar i búðir fyrir helgi. „Fyrsti bilfarmurinn var að koma rétt i þessu, og verður byrjað á að pakka þeim strax. Kartöflunum verður skipað upp til klukkan 10 i kvöld, og verður pakkað alveg fram að þeim tima. Annars gengur pökkunin það fljótt fyrir sig, að þeir hafa varla undan að afferma. Það verður einnig haldið áfram til klukkan 10 annað kvöld, og á laugardaginn til hádegis. Það sem þá verður sett i umbúðir, á að fara i verzl- anir á mánudag. Annars verður pakkað eins mikið og hægt er. Það verður byrjað að dreifa i verzlanir þvi magni sem verður pakkað inn i dag, þannig að eitt- hvað af kartöflum ættu að vera til i verzlunum fyrir helgi”, sagði Jóhann að lokum. —GG Kostnaöurvið vegatilraunir Sverris Runólfssonar er nú kominn i 27 milljónír króna, en verkinu er enn ekki lokið. Til tilrauna á vegagerð hafði vegasjóður yfir að ráða 14,1 millj. króna á siðasta ári. Fjárveiting í vegaáætlun nam 13 millj. og 1.100 var geymt fé frá fyrra ári. Hér á eftir verður getið helztu atriða i tilrauna- og rannsóknar- starfsemi Vegagerðar- innar á s.l. ári. Haldið var áfram að fylgjast með sigi nokkurra vegarkafla sem eru byggðir á mýri. Er gert ráð fyrir að mælt verði nokkur ár i viðbót og hönnunarfor- sendur siðan endurskoðaðar. Unnið var áfram að söfnun upplýsinga um helztu eiginleika islenzkra jarðefna og er gert ráð fyrir áframhaldandi rann- sóknum á næstu árum. Haldið var áfram lei.t að heppilegum steinefnum til framleiðslu oliu- malar. Enn eru mörg svæði ókönnuð að mestu og verður reynt að leggja áherzlu á könnun svæða næst þéttbýli og meðfram aðalvegum. Rannsóknir á burðarþoli Haldið var áfram við sam- norrænt verkefni, sem stefnir að þvi að finna einfaldar aðferðir til hönnunar á burðarþoli vega með tilliti til umferðamagns og þunga, veðráttu og jarðvegs. Lokið er undirbúningi verksins og flestir þættir eru komnir vel á veg. Hér á landi hefur aðal- kostnaðurinn verið við sér- stakar tilraunafyllingar úr rauðamöl og hrauni. Ætlunin er að athuga islenzk gosefni, en hvert Norðurland- anna hefur fengið ákveðið jarð- efni tilrannsóknar. t júni i fyrra var skilað áfangaskýrslum um verkið, en gert er ráð fyrir^ að verkefninu ljúki i lok þessa árs. Malarslitlög Með siaukinni umferð hafa mismunandi akstursgæði veg- anna orðið æ meira áberandi, enda þótt malarslitlög séu gerð á sama hátt og hafi sams konar kornadreifingu. betta þekkja allir sem aka þjóðvegi landsins og sumir vegarkaflar virðast alltaf slæmir hvað sem gert er. í skýrslu samgönguráðherra um framkvæmd vegaáætlunar kemur fram, að valdir voru til rannsókna nokkrir mismunandi góðir malarvegir i hverjum landsfjórðungi. Lokaskýrslu um verkið var skilað i april 1975. bar kemur fram, að einfaldar prófanir geta verið til leiðbein- ingar um val á malarslitlögum og er gerð tillaga að útbúnaði i færanlega tilraunastofu. f fyrrahaust voru keypt nauðsyn- leg tæki fyrir eina stofu og er stefnt að þvi, að hún komist i gagnið i vor. Tilraunir Sverris Ekki er farið mörgum orðum um tilraunir Sverris Runólfs- sonar. Orðrétt segir: „Sverrir Runólfsson hélt áfram með nýbyggingu 1.200 m vegarkafla á Kjalarnesi. sem hann hóf siðla sumars 1974 til að kynna aðferð til að byggja ódýra vegi. Hann lauk ekki verkinu, en kostnaður er kominn i 27 m. kr.” Þá má geta þess, að til- raunum með mosarækt er lokið og leiddu þær i ljós, að ekki er hægt að fiýta henni nema um eitt ár umfram það sem gerist með sjálfsáningu. —SG 14 MILLJONUM EYTT TIL TILRAUNA (VEGAGERÐ KAUPMENN KAUPA MJÓLKURBÚÐIRNAR „Við hérna hjá Mjólkursamsöl- unni sitjum, nánast, eins og illa gerir hlutir og biðum þess sem verða vill, þ.e. að Alþingi taka afstöðu til frumvarpsins um breytta skipan mjólkursölu- mála,” sagði Stefán Björnsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar i Reykjavik, i simtali við Alþýðu- blaðið i gær. Stefán sagði, að meginefni frumvarpsins væri að Mjólkur- samsalan hætti smásölu og verði einvörðungu heildsölufyrirtæki. Smásala mjólkur færðist yfir i hendur kaupmanna. Mjólkur- samsalan yrði siðan skyldug að dreifa mjólk til þeirra kaup- manna, sem standast kröfur borgarlæknis. „Eftir þvi sem ég bezt veit,” sagði Stefán, ”þá mun frumvarp- ið nú vera i allsherjarnefnd Alþingis en er væntanlegt þaðan fljótlega. Afgreiðsla málsins ætti þvi ekki að vera iangt undan.” Ekki kvað Stefán Mjólkursam- söluna hafa tekið afstöðu til frum- varpsins sem sliks. Reyndar hefðu þeir skilað áliti fyrir löngu, en þar hefði ekki veriö gerð til- raun til þess að hafa áhrif á meg- intilgang frumvarpsins. Aðeins var um að ræða athugasemdir um hinar tæknilegu hliðar. Að lokum var Stefán að þvi spurður, hvað yrði um þær 55 mjólkurbúðir, sem Samsalan hefði yfir að ráða. „Um það verð- ur varla tekin ákvörðun fyrr en fyrrnefnt frumvarp verður að lögum. Við höfum þó leitað eftir vilja kaupmanna til að yfirtaka þessi húsnæði. Hafa þeir látið i ljós óskir sinar um kaup á búðun- um, sagði Stefán i lok máls sins. „Ég býst við að kaupmenn kaupi verzlanir Mjólkursamsöl unnar þar sem slikter hagkvæmt, þ.e. ef umrætt frumvarp nær fram að ganga”, sagði Magnús E. Finnsson, fram kvæmdast jóri Kaupmannasamtakanna. i sam- tali við blaðið. „Það verður að semja um húsnæðiskaupin i hverju tilviki fyrir sig. Sunis staðar hentar húsnæði Samsöl unnar nálægum kaupmönnum. annarsstaðar ekki. Viðræður um þessi mál hafa átt sér stað milli Kaupmannasamtakanna og mjólkursamsölunnar." Að sögn Magnúsar, er ekki enn vitað hvenær frumvarpið taki gildi, ef það verður samþykkt. ..Þess er krafizt að lágmarks- aðstaða verði fyrir hendi hjá kaupmönnunum. sem selji mjólk, og eru þau skilyrði sem uppfylla þar, allsh'öng'', sagði Magnús E Finrrsson. „Flestar nýrri matöru- verzlanir uppfylla þau skilyrði i dag. 3-GÁS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.