Alþýðublaðið - 21.04.1976, Side 1
MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL
HVER ER
ÞESSI
STÖRI
JIM?
9 SÍÐfl
FARIÐ
VEL
MEÐ
SKÍÐIN
OPNA
Sérkenni-
legur en
hentugur
fatnaður
14 SIÐA
Árásir
Tímans á
Kristján
16 SÍÐA
Deilt um
matvæla-
könnunina
2. SIÐ
Smábáta-
höfn í
Elliðavogi
OPNA
Ef við köiinun koma fram hafa framleitt slfka matvöru. skömmu. framleiðendur hcfðu nú horfið
alvarlegir gallar á matvöru á — Þetta er skoðun' Willy van Hann lét einnig þá skoðun frá ýmissa |itar. 0g
ekki aðeins að greina frá Ryekeghem, forseta Aiþjóða- sina i ljds, að vörugæði ykjust rotvarnarefna. — Sjá viðtal
niðurstöðunni, heldur einnig samtaka neytendafélaga, ^kki lengur: þau stæðu í stað. við hann ^ ðaksiðu.
að láta fylgja hvaða fyrirtæki sem hér var á ferð fyrir l»á gat hann þess að matvæia-
Ná innláns-
vextir verð-
bólgunni?
—Hækkun á vöxtum
yfirdráttar við-
skiptabankanna við Seðla-
bankann þarf ekki endilega að
þýða hækkun útlánsvaxta
bankanna. ícg lit frekar á
vaxtahækkun yfirdráttar sem
ráðstöfun til að draga úr yfir-
drætti, sagði Ólafur Daviðsson
hagfræðingur hjá Þjöðhags-
stofnun i samtali við
Alþýðublaðið.
Almenn hækkun vaxta er nú
mjög til umræðu. Jafnvel
hefur verið rætt um að árs-
vextir af bundmni innstæðu i
eitt ár verði 24%. Ölafur
Daviðsson benti á, að
Þjóðhagsstofnun gerði ráð
l'yrir 25 - 26% verðbólgu á yfir-
standandi ári. Ef vextir af
bundnum innistæðum færu
upp i 24% mætti segja að þar
með væri hagur viðkomandi
sparif járeiganda nokkuð
tryggður. llingað til hefði
verðbólgan verið mun meiri i
prósentum heldur en næmi
vöxtum og út frá þvi þætti
fólki hagur i að skulda.
Út i verðlagið?
Hækkun útlánsvaxta hefur
að sjálfsögðu kostnaðarauka i
för með sér hjá fyrirtækjum.
Þau leitast siðan við að koma
auknum kostnaði áfram út i
verðlagið.
Ólafur Daviðsson sagði, að
við vaxtahækkanir hefði
jafnan verið talað um
ráðstafanir til að bæta hag
sparif járeigenda annars
vegar og draga úr þenslu hins
vegar. En þvi væri ekki að
leyna, að fyrirtæki þrýstu á
um að koma vaxtahækkun út i
verðlagið aftur. Þá benti
Ólafur á að ef bankar hækkuðu
innlánsvexti yrðu þeir einnig
að hækka vexti á útlánum ef
hagur bankanna ætti að
haldást óbreyttur.
Óreiknað dæmi
Það kom fram i samtalinu
við Ólaf Davíðsson, að við spá
sem þjóðhagsstofnun gerði i
haust fyrir yfirstandandandi
ár var ekki reiknað með
vaxtahækkunum. Hann sagði
það óreiknað dæmi hvað slikar
hækkanir hefðu í för með sér,
enda engar tölur verið nefndar
i þvi sambandi og Seðla-
bankinn ekki gefið út neina til-
kynningu um breytingar á
vaxtaprósentu. —SG
Gleðilegt sumar
ÞÓTT ALMANAKSSUMARIÐ
heilsi á morgun - þá er enn langt
til þeirrar stundar, að þessir tveir
íiðursmenn hittist aftur undir sömu kringumstæöum inni i Laugardal,
n i dag kveður vetur og tekur vonandi með sér eitt lengsta kuldaskeið,
»m hrjáð hefur landsmenn um langt árabii. Blaðið óskar lesendum
num gleðilegs sumars.
OLJOS VIÐURLOG VIÐ
VERKFALSSBROTUM
Eins og margir muna
úr nýafstöðnu sjómanna-
verkfalli, þá gerðist sá
atburður, að tveir bátar,
Gisli Arni RE og Guð-
mundur RE héldu til
veiða, áður en verkfalliö
leystist. Skipverjarnir og
aðrir hlutaðeigandi
aðiiar, urðu þar með
uppvisir að grófu verk-
fallsbroti.
Alþýðublaðið vildi
kanna hvaða refsingum
yrði beitt i þessu tilfelli og
hafði þvi samband við
Hilmar Jónsson, formann
Sjómannafélags Reykja-
vikur, og leitaði frétta af
málinu.
Hilmar vildi sem
minnstum málið segja á
þessu stigi. Kvað hann
málið vera hjá lög-
fræðingi þessa dagana og
þar væri það kannað. -
Ekkert yrði siðan endan-
lega ákveðið fyrr en
stjórnin tæki sina
ákvörðun, hvað gera
skyldi
Var Hilmar þá spurður,
hvað það væri sem lög-
fræðingur kannaði. Hvort
ekki væri fullljóst, að
þarna hefði verið um
verkfallsbrot að ræða.
Hilmar sagði, að ekki færi
á milli mála, þarna hefði
verið framið gróft verk-
fallsbrot. Hins vegar væri
alls ekki ljóst hvaða
viðurlögum væri hægt að
beita, og þau atriði hefði
lögfræðingur nú til
athugunar.
Að lokum sagði Hilmar
Jónsson, að skriður
kæmist á þessi mál i
vikunni og hann gæti
væntanlega skýrt frá
úrslitum málsins eftir
helgi.
—GAS