Alþýðublaðið - 21.04.1976, Side 5
Hnffið* Miðvikudagur 21. apríl 1976
umrAðamenn skotvopna
ABYRGIST VÖRZLU ÞEIRRA
í núgildandi lögum um skot-
vopn er ekki að finna nokkurt
ákvæði um að umráðamenn
skotvopna ábyrgist vörzlu
þeirra. Þess vegna er það ekki
brot á lögum að hafa byssur og
skotfæri stillt út i verzlunar-
glugga þar sem auð-
velt er að ná til þeirra ef vilji er
fyrir hendi. Einstaklingar sem
eiga skotvopn hafa heldur ekki
verið skyldaðir til að ábyrgjast
aö þau séu geymd á öruggum
stað.
Bjarki Eliass. yfirlögregluþj.
sagði i samtali við Alþ.bl., að
fram til þessa hefði lög
reglan orðiö að láta nægja
ábendingar til manna um að
gæta skotvopna sinna vel. Hann
sagði ennfremur, að i Sviþjóð
300 ISLEND-
INGAR MEÐ
MÆNUSIGG
MS — félag (Multiple
Sclerosis) íslands efnir
til fjársöfnunar á sum-
ardaginn fyrsta, 22.
april nk. með Bingó-
kvöldi i Sigtúni. Er
fjársöfnunin gerð til
styrktar MS-sjúkling-
um, en það eru þeir
sjúklingar kallaðir sem
hafa sjúkdóm þann, er
nefndur er heila- og
mænusigg.
Um 300 Islendingar eru haldn-
ir sjúkdómi þessum en hið al-
þjóðlega heiti hans er Multiple
Sclerosis. Prófessor Kjartan R.
Guðmundsson, yfirlæknir, var
forgöngumaðurinn að stofnun
styrktarfélags, þessum sjúk-
lingum til handa.
Sjúkdómur þessi stafar senni-
lega af veiru, þótt ekki sé það
enn endanlega fullsannað.
Hann veldur skemmdum I heila
og mænu og herjar á fólk á bezta
aldri og veldur þvi margvislegri
fötlun. Enn er enginn sérhæfö
meðferð til við þessum sjúk-
dómi, en sjúklingar jafna sig oft
vel eftir áföll af hans völdum og
með markvissri endurhæfingu
er oft hægt að hjálpa þeim svo,
að þeir geti haldið starfsgetu
sinni að miklu leyti um langt
skeið.
Markmið MS-félags tslands
er að bæta aðstöðu þessara
sjúklinga og vill félagið nú
reyna að gera stórt átak til að
koma upp fullkominni endur-
hæfingaraðstöðu i húsi Sjálfs-
bjargar að Hátúni 12 i Reykja-
vik. 1 þeim tilgangi er fyrmefiit
Bingó haldið.
1 stjóm styrktarfélagsins eru
nú Sverrir Bergmann, læknir,
Sigriður Stephensen, hjúkrun-
arfræðingur og Ólöf Rikharðs-
dóttir, fulltrúi. —GAS.
væri n-ybúið að lögfesta ákvæði
þess efnis, að umráöamenn
skotvopna væru skyldugir til að
geyma þau i sérstökum læstum
geymsluskápum. Enda væri
talsvert um það þar i landi að
bófaflokkar brytust inn i leit að
vopnum.
Ný lög
Fyrir Alþingi liggur nú frum-
varp til laga um skotvopn,
sprengiefni og skotelda sem ætl-
unin er að afgreiða sem lög fyrir
þinglok. Núgildandi lög eru frá
árinu 1936 og i þeim er ekki að
finna ákvæði um ýmis atriði,
sem nauðsynlegt er að skýrar
reglur séu um.
I frumvarpinu segir m.a.:
Aðeins má veita þeim einstak-
lingi leyfi til þess að eignast
skotvopn, er sýnir fram á, að
honum sé það gagnlegt eða
nauðsynlegt.
Þá er tekið fram, að eig-
endum skotvopna er óheimiit að
lána þau til afnota. 1 22. gr.
frumvarpsins segir svo:
Eigendur eöa umráðahafar
-skotfæra og skotvopna skulu
ábyrgjast vörzlu þeirra og sjá
svo um að óviðkomandi aðilar
nái eigi til þeirra.
Lög þessi eiga að öðiast gildi
þann 15. júni 1976.
Ákvæði til
bráðabirgða
1 frumvarpinu segir ennfrem-
ur: öll skotvopnaleyfi, sem
gefin hafa verið út fyrir gildis-
töku laga þessara, skulu falia úr
gildi 1. júni 1977. Fyrir þann
tima skulu þeir, sem óska eftir
framlengingu leyfa, sækja um
þaö til viðkomandi lögreglu-
stjóra. Nú sækir maður eigi um
leyfi eða er synjað um það, skal
hann þá tafarlaust skila lög-
reglu þeim skotvopnum og skot-
færum, sem hann hefur undir
höndum.
Þetta frumvarp hefur hlotið
góðar undirtektir alþingis-
manna.
—SG
Byggingarframkvæmdum
Öskju hlfðarskóla verði
tafarlaust haldið áfram
Á siðustu árum hefur áhugi
almennings farið mjög vaxandi
fyrir vandamálum barna og ung-
linga, sem eiga við ýmiss likam-
leg eða andleg vandamál við að
striða. Meðal þeirra aðila, sem
hvað bezt hafa unnið að fram-
gangi þessara mála eru samtök
sem nefnast Foreldrasamtök
barna með sérþarfir.
A aðalfundi þessara samtaka,
sem haldinn var 28. mars s.l.var
gerð samþykkt um að skora á
stjórnvöld og aðra, sem fjalla um
málefni barna með sérþarfir, að
hafa foreldra þessara barna ætiö
með i ráðum um aðbúnað þeirra
og meðhöndlun.
Þá samþykkti fundurinn, að
krefjast þess, að byggingarfram-
kvæmdum við öskjuhliðarskóla
verði tafarlaust haldið áfram,
ella sé um vitaverða vanrækslu
að ræða.
Varðandi fyrra atriðið vilja for-
eldrasamtökin benda á það, aö
sérþekking á þessum málum
getur ekki falið i sér reynslu og
tilfinningar foreldranna. Má
glöggt sjá það, ef litið er yfir
farinn veg. Óraunhæft er einnig
aðákvarða meðferð barnanna án
samráðs við foreldra, eins og gert
er þegar um heilbrigö börn er að
ræða, vegna þess, að allir eiga
heilbrigð börn, en fáir hafa
reynslu af að eiga vanheilt barn.
Kröfuna um það, að bygginga-
framkvæmdir séu ekki stöðvaðar
við öskjuhliðarskóla ætti ekki að
þurfa að rökstyðja. Nægir að
minna á þann fjölda barna, sem
þurfa kennslu og þjálfunar með,
en komast hvergi fyrir. Ein-
hverjum foreldrum heilbrigðra
barna myndi þykja nóg um, ef
börn þeirra fengju ekki að fara i
skóla af þvi að ekki væru til
peningar til að byggja skóla
húsnæði.
—BJ
Söluskattur
Viðurlög falla á söluskatt fyrir marzmán-
uð 1976, hafi hann ekki verið greiddur i
siðasta lagi 26. þ.m.
Viðurlög eru 2% af vangreiddum sölu-
skatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eft-
ir eindaga unz þau eru orðin 10% en siðan
eru viðurlögin 1 1/2% til viðbótar fyrir
hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með
16. degi næsta mánaðar eftir eindaga.
Fjármálaráðuneytið,
20. april 1976.
Laust embætti er forseti
íslands veitir
Prófessorsembætti I lögfræði við lagadeild Háskóla ís-
lands er laust til umsóknar. Gert er ráð fyrir að kennslu-
greinar verði á sviöi fjármunaréttar eða réttarfars.
Laun skv. launakerfi starfsmanna rikisins.
Umsóknarfrestur er til 15. mai n.k.
Umsækjendur um prófessorsembættið skulu láta fylgja
umsókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf þau er þeir
hafa unnið, ritsmiðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn
og störf.
Menntamálaráðuneytið
12. april 1976.
Styrkir til háskólanáms
í Búlgarfu
Búlgörsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau bjóði fram i
nokkrum löndum er aðild eiga að UNESCO fjóra styrki til
báskólanáms i Búlgariu háskólaárið 1976-77. Ekki er vitað
fyrirfram hvort einhver þessara styrkja muni koma I hlut
islendinga. — Styrkir þessir eru eingöngu ætlaðir til náms
I búlgörsku, búigörskum bókmenntum, listum og sögu og
eru veittir til sex mánaða námsdvalar. Styrkfjárhæðin er
120 levas á mánuði.
Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi áöur en styrk-
tímabil hefst og hafa góða þekkingu á búlgörsku, frönsku,
ensku, þýsku eða rússnesku.
Umsóknir um styrki þessa, ásamt staðfestum afritum
prófskirteina, vottoröi um tungumáiakunnáttu, meðmæl-
um og heilbrigðisvottorði skulu sendar menntamálaráðu-
neytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 3. mai n.k. Sér-
stök umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið,
13. april 1976.
TRÉSMIÐJA
BJÖRNS ÓLAFSS0NAR
REYKJAVÍKURVEGI 68 - SÍMI 51975
HAFN ARFIRÐI
HÚSBYGGJENDUR!
Munið hinar vinsælu TI-
TU og Slottlistaþétting-
ar á öllum okkar hurð-
um og gluggum.
*
Ekki er ráð nema i
tíma sé tekið.
Pantið timanlega.
Aukin hagræðing
skapar lægra verð.
Leitið tilboða.
Riol
Volkswageneigendur
Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok —
Geymslulok á Wolkswagen i allflestum litum. Skiptum á
einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveöið verö.
Reynið viðskiptin.
Bilasprautun Garðars Sigmundssonar.
Skiphoiti 25 Simar 19099 og 20988.