Alþýðublaðið - 16.05.1976, Side 2

Alþýðublaðið - 16.05.1976, Side 2
8 Sunnudagur 16. maí 1976. blaSíö1' Eftirfarandi viðtal við Tony Knapp, þjálfara islenzka landsliðsins, var sent blaðinu og beðið um birtingu. Viðtalið birtist i hinu viðlesna knatt- spyrnutimariti World Soccer, aprilhefti—og það er ef til vill rétt að útskýra það vegna þeirra, sem ekki eru kunnugir öllum hliðum erlendrar blaða- mennsku, að hjá mörgum blöðum tiðkast svonefnd „stjörnublaða- mennska,” — og þá er hólið i engu sparað hvort sem það er með samþykki þess manns, sem rætt er við. En viðtalið við islenzka lands- liðsþjálfarann er svohljóðandi: Tony Knapp hjálpar íslendingum að komast inn úr kuldanum Tony Knapp hafði ekki áhuga á þjálfarastarfi á tslandi, þegar minnzt var á það við hann, þrátt fyrir að hann væri atvinnulaus. „Ég sagði þegar i stað: „Nei takk”, en þar sem knattspyrnu- sambandið hafði mælt með mér, fannst mér ekki saka að ræða við þá, og féllst þvi á að fara til ts- lands og athuga málin”. Starfið, sem i boði var, var hjá 1. deildar- liði i Reykjavik, K.R., og eins og Knapp sagði, virtist ekki vera á- rennilegt. Það sem fékk hann til að taka það að sér, var sú athuga- semd.að tæki hann þetta starf, þá gæti hann orðið þjálfari landsliðs- ins lika. Þetta var fyrir tveim árum. Knapp tók að sér bæði störfin, og á þeim t&na hafa Islendingar loksins komizt inn úr kuldanum, og það svo rækilega, að þeir unnu A-Þjóðverja i Evrópukeppni landsliða. A yfirborðinu virðist tsland vera óliklegasti staðurinn til að finna efnilega knattspyrnumenn. Þess ber að gæta, að tslendingar ■ hófu ekki þátttöku i alþjóðlegri knattspyrnu fyrr en árið 1946, og fáir af leikmönnum þeirra hafa vakið athygli. Þekktastur þeirra var Albert Guðmundsson, sem lék sem áhugamaður með Arsen- al,’ fór siðan til Milan, Nice og Racing Club de Paris. Þórólfur Beck, einnig framvörður, lék við nokkuð góðan orðstir i Skotlandi snemma á sjöunda áratugnum. Nú er það Jóhannes Eðvaldsson, knattspyrnumaður ársins á ts- landi, sem fór beint inn i aðallið Celtic siðastliðið haust. Það er mestmegnis Tony Knapp að þakka. . „Þegarég kom til tslands, var hann ekkieinu sinni i landsliðinu. Hann var miðvallarleikmaður hjá Val. Ég sá hann i fyrsta skipti fyrir tveimur árum, þegar ég var að leita að miðverði, sem gæti lesið leikinn, metið aðstæðurnar og byggt upp spil. Ég þurfti ekki að horfa nema í hálftima, þá vissi ég,að ég hafði fundið rétta mann- inn. Ég valdi hann í landsliðið og gerði hann strax aö fyrirliða, þvi að hann er einn af þessum leik- mönnum, sem geta drifiö hina á- fram og náö þvf bezta úr þeim i leik. Hann hefur reynzt mér mjög velogsú staðreynd, aðhann er nú orðinn atvinnumaður hjá Celtic speglar framfarir islenzkrar knattspyrnu”. fvrir góðan biálfara! Annar árangur af starfi Tony Knapp. „Viðeigum enn betri leikmann, sem fór til Standard Liege (As- geir Sigurvinsson), og hann er stórkostlegur. Þegar Jóhannes hefur öðlazt reynslu Asgeirs, gæti hann orðið jafn góður. Annar leik- maður réði sig hjá Charleroi, sá heitir Guðgeir Leifsson, svo að ég hef misst 3 beztu leikmenn mina”. Þannig hefur árangurKnapp, á vissan hátt, komið niður á honum sjálfum, og það á slæmum tima, því að i forkeppni heims- meistarakeppninnar lenti tsland í riðli með Hollendingum, Belgum og N-Irum. „Vandamál mittnúer að semja við þessi félög um að fá þessa leikmenn heim til að leika leikina i heimsmeistarakeppninni. Þar sem okkur hefur gengið svona vel, erum við að verða uppeldis- stöð fyrir aðrar knattspyrnuþjóð- ir. Ég held að 4 aðrir leikmenn hafi æftmeð ýmsum félagsliðum i Skotlandi að undanförnu, og eina ástæðan til þess, að þeir komu heim aftur, er sú, að þeir voru ekki ánægðir með tilboðin, sem þeir fengu”. Knapp hefur komið viða við á ferli sinum. Leikið með Notting- ham Forest, Leicester, South- ampton og Coventry, lék og þjálf- aði i Los Angeles, fór siðan til Bristol City. Þá var hann aðstoð- armaður Ron Saunders fijá Nor- wich, en er Saunders var rekinn, varð Knapp atvinnulaus i nokkra mánuði eða þár til boðið kom frá tslandi. Jafnvel það tækifæri að verða landsliðsþjálfari hreif hann ekki í fyrstu. „Ég sagði: — Hafið þið virkilega landslið? Við hverja hafið þið leikið?‘*Þá var mér sagt, að Hollendingar hafi unnið þá 8—0 og Danir 14—2. Svo heyrði ég landsleikjadagskrá þeirra. Þeir voru að æfa sig fyrir Evrópu- keppni landsliða. Þeir höfðu lent i riðli með A-Þjóðverjum, Belgum og Frökkum — hrollvekjandi. Þá ákváð ég að taka boðinu. Nú hef ég starfað með þeim i tvöárogá meðan hafa þeir staðið sig ótrúlega vel, sérstaklega ef maður hefur i huga, að þeir eru sennilega siðustu sönnu áhuga- mennirnir. Á þessum tima var versta tapið 2—0 fyrir Frökkum (sem ég kenni 18 tima ferðalagi fyrir leikinn um), liðið sem áður tapaði með 14,8 og 6 marka mun. Fyrra áriö lékum við tvo Evrópuleiki. Við Belgi heima og A-Þjóöverja aö heiman. Við töp- uðum 2—0 fyrir Belgum, en er við fórum til Magdeburg, gerðum við jafntefli, 1—1, viö eina liðið, sem vann V-Þjóðverja i heimsmeist- arakepjHiinni. Frábær árangur, en átti eftir að batria.” „Við byrjuðum seinna leiktima- bilið með erfiðum leik gegn Frökkum, sem endaði með markalausu jafntefli. Þetta var fyrsti leikur minna manna á grasvelli þetta timabil, en Frakk- arnir höfðu nýlokið sinu leiktima- bili. TIu dögum siðar unnum við svo A-Þjóðverja 2—1. ötrúlegt. Við gerðum jafntefli við Norð- menn og töpuðum með einu marki fyrir Rússum. Góður ár- angur, þar sem markið var sjálfsmark. Færeyinga unnum við svo 6—0 i vináttuleik. Við töp- uðum siðan, eins og áður er getið fyrir Frökkum með 2—0, og fyrir Belgum með l—O, en það tel ég bezta leik okkar. 1 Rússlandi töp- uðum við siðan með einumarki. A tslandi eru skráðir 11000 leik- menn, þar af eru i mesta lagi 20 nógu góðir fyrir mig. Berið það saman við Rússland, en þar em 4,5 milljónir leikmanna skráðir. En þótt Islendingar hafi ekki komizt i átta liða úrslit Evrópu- keppninnar, geta þeir huggað sig við það, að þeir munu senda lið til Ungverjalands i mai, i úrslita- keppni unglingalandsliða i UEFA keppninni. Versti farartálmi þjálfara á Is- landi er veðrið. Mikil rigning og stöðugt rok og jafnvel snjór. En kostirnir eru margir. Leikmenn- irnir eru stórkostlegir, leika ekki fyrir peninga, heldur vegna heið- urs. Nú ganga leikmennirnir ekki út á völlinn, hræddir um að tapa með 5—6 marka°mun, heldur á- kveðnir i aðsigra. Yfirmenn leik- mannanna sýna okkur lika mjög mikinn skilning og sumir þeirraif borga leikmönnunum meira að segja kaup, þó að þeir geti ekki mætt i vinnu vegna landsleikja og æfinga. Samstarfið við Knattspyrnu- samband.lslands er mjög gott og formaður þess, Ellert Schram, er mjög hæfur maður. Það er heldur ekkert tungumálavandamál. Ég held, að hver einasti leikmaður liðsins ácilji ensku. Ég man alltaf, að fyrir fyrsta landsleikinn sagði ég við leik- mennina: „Litið ekki á mig sem Breta. Ég er landsliðsþjálfarinn ykkar og ég er að reyna að vera tslendingur”. Og meðan ég er ekki einn þeirra, veit ég ekki hvernig þeir hugsa. Aðalatriðið hjá mér ernefnilega að verða við- urkenndur og virtur af þeim, því að það er tiltölulega auðvelt að stjórna leikmönnum með pening- um, en ég verð að stjórna minum mönnum á grundvelli þjóðar- metnaðs. Það er erfitt verk, og ég get ekki fmyndað mér, að nokkurt annað lið I heimsmeistarakeppn- inni leiki við slikar aðstæður. En ég mun reka mina menn mis- kunnarlaust áfram, þvi að heims- meistarakeppnin mun verða há punktur ferils mins.” -y Leó M. Jónsson í viðtali v§ „Við höfum búið við í tuttugu ár” „Atvinnulífsuppbyggi verið látin sitja á hakan Leó M. Jónsson heitir maður og er rekstrar-og > skrifað margt greina í blöð og tímarit, um íslenzka orð á sér f yrir að haf a nokkuð ákveðnar skoðanir og Tiðindamaður Alþýðublaðsins heimsótti Leó nú fyrir skömmu og lagði fyrir hann nokkrar spurningar. — Hver eiga, að þínu mati, að vera framtíðar- markmið í uppbyggingu íslenzks atvinnuiífs? Ég tel, að við eigum að leggja mesta áherzlu á framleiðsluiðn- að i atvinnulifsuppbyggingu næstu ára. En við þær aðstæður sem iðnaðurinn býr við i dag fæ ég ekki séð að nokkurn heilvita mann fýsi til að leggja i slika áhættu. — Hvað kemur til? Það er ekki eitt, það er allt. Tollamál, skattamál og verð- lagsmál. Við höfum oft heyrt talað um þá tollvernd sem is- lenzkur iðnaður nýtur. En sann- leikurinn er bara sá að sú vernd hefur aldrei verið fyrir hendi. tslenzk stjórnvöld hafa aldrei reist neina tollmúra til verndar innlendum iðnaði, heldur hefir þar verið um að ræða handa- hófskenndar aðgerðir stjórn- valda til tekjuöflunar i rikissjóð. Það er frekar á hinn veginn, að erlendur iðnaður sé hér verndaður með tollum. Ég get sem dæmi um það nefnt fram- leiðslu á íslenskum handfæra- vindum. Vindurnar voru hannaöar hér á landi og eru seldar út um allan heim, þær eru verndaðar með einkaleyfum i 9 löndum. Tollar á hráefni til framleiðslunnar eru 25%, á meðan eru fluttar inn norskar handfæravindur, sem keppp við þær íslenzku, tollur af þeim er 3%. Þetta dæmi er alls ekki ein- hlítt. Aðeins ein innlend iðngrein hefir verið tollvernduð, kex- framleiðslan, en kexiðnaður hér er svo smár I sniðum að þessar aðgerðir eru meira til að sýnast. Þá eru skattamál iðnaðarins i megnasta ólestri. tslenzk iðp- fyrirtæki eru með mun stærn skattbyrði en samkeppnisaðilar þeirra erlendis. í EFTA löndun- um, til dæmis, fyrirfinnst launa- skattur ekki. Þá þurfa fyrirtæki i útgerð og landbúnaði hér innanlands ekki að borga laupa- skatt. Maður heyrir oft sagt, þegar talað er um tap á fyrirtækjum hér innanlands. „O.. tapið er nú ekki svona mikið, þvi það er búið að afskrifa svo og svo háar upphæðir.” En slikt tal er hrein fjarstæða og vitnar einungis um fáfræði viðkomandi. Afskrift- irnar eru ætlaðar til endursköp- unar. Vélar og tæki hafa - akveðna lifdaga, þau slitna og það sem er ef til vill meira um vert á þessum timum hraðra tækniframfara, þau verða fljótt úrelt. Hér á landi er afskrifað af kaupverði en ekki endurkaups- verði og við hitann af verð- bólgubálinu veröa slikir fjár- munir fljótt að engu. En það er tvimælalaust ein meginfor- sendan fyrir þróaðri iðnfyrir- tækjum hér á landi, að aðstæður séu til endursköpunar fram- leiðslutækja. — Er nægileg i kvæmni í rekstri iðnfy tækja hér á landi? Það er eitt dæmið um þai dæma skipulags-og tillitsl sem rikir i málefnum isle iðnaðar, að ef þú, með aut hagræðingu, eykur framleii fyrirtæki þinu, átt þú á hætt tapa svo og svo miklu. Alagning framleiðend; iðnaðarvörur er ákveðir verðlagsnefnd hverju sinn skal hún leggjast á það nefnt er „sannanlegur fi leiðslukostnaður ”. Ef þér með hagræðingu t að auka framleiðnina um litur dæmið þannig út. út. Fyrir hagræðingu: ° Kostnaður við 1 stk. framleidda einingu 1 Leyfileg álagning 25% Söluverð til smásala 1 Eftir hagræðingu: 1 stk. framleidd eining leyfileg álagning 25% söluverð til smásala Þvi er beint tap iönrekam af hagræðingunni1 1000 ki hvert framleitt stykki. Nú einhver sagt sem svo. „En e ekki framleiðslan og þar af andisalan”? Við allar eðlili aðstæður, jú. En hér er n aðssvæðið það litið, að ekt hægt að gera ráð fyrir um verðri söluaukningu og m leikar til útflutnings eru vegtia slæmrar samkeppni stöðu á erlendum mörkuC — Nú heyrist oft tt um rekstrarf járskor iðnaði? f Það er einfalt mál, peni sem þú leggur i iðnfyrii ávaxtast ekki. Ef svo væi iðnaðinum búið sem vert e myndi almenningur sjálft leggja honum til fé, i þeirri að það ávaxtaðist. Auk þess; keppir rikið vi vinnuvegina um fjármagi landinu með útgáfu iih drættisskuldabréfa og er þvi i raun og veru að fi rekstarfé atvinnpyeganna. Hvað er til ráða Fyrst og frest að stjóri geri sér grein fyrir þvi, a ætiast er til að iðnaður v< framtiðinni sá atvinnuv sem taka á við þeirri mani aukningu sem fyrirsjáanle þá verði að búa honum beti og vaxtarskilyrði. Nú undanfarin 20 ár iandsmenn búið við það se vil kalla „viölagastjt Þjóðarskútan hefir verið g£ á þverrandi fiskistofna og hagsstjórn öll miðuð við lil stund. Framtiðin er börnunum eftir. En hvi framtið er það sem við a börnum okkar. öll skynsa uppbygging atvinnuveg: áSisssálö .. r -a

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.