Alþýðublaðið - 28.05.1976, Síða 2

Alþýðublaðið - 28.05.1976, Síða 2
2 FRÉTTIR Útge fandi: Alþýðuflokkurinn. Hekstur: Keykjaprent lif. Ititstjóri oft ábyrgðarmaður: Árni Gunnars- son,. Kitstjóri: Sighvatur Kjörgvins- son. Kréttastjóri: Kjarni Sigtryggs- son. Aðsetur ritstjórnar er í Siðu- múla ll.simi S18H6. Auglýsingar: simi 14900 og 14906. Prcnt- un: Klaðaprent h.f. Askriftarverð: 1000 krónur á mánuði og 50 krónur i lausasölu. alþýóii' Afbrot unglinga Á síðustu árum hafa afbrot unglinga færzt mjög i vöxt og þjóðfélagið hefur gert ýmsar ráðstafanir til að koma svonefndum vandræða- eða afbrotaung- lingum á sérstök heimili. Félagsráðgjafar og sér- menntað fólk f jallar um mál þessa hóps og ýmislegl er reynt til að koma í veg fyrir að unglingarnir haldi áfram eftir þeirri braut, sem þeir hafa stigið út á. Rannsóknarlögreglan fær til meðferðar mikinn f jölda mála afbrotaunglinga. Hjá sakadómi Reykja- víkur starfa aðeins tveir rannsóknarlögreglumenn, er f jalla um mál þessa fólks. Þeir eru mjög störf um hlaðnir og geta ekki sinnt hverju máli eins og skyldi. Ástæðurnar fyrir afbrotum unglinga eru margar og misjafnar. ötrúlega oft má rekja upphafið til heimilanna, þar sem unglingarnir njóta ekki þeirrar ástúðar og umhyggju, sem þeim er nauðsynleg. Hlut- verk rannsóknarlögreglumannsins er því oft hlut- verk uppalandans, en ekki það eitt að vera ,,lögga''. Hvernig til tekst með rannsóknir og umfjöllun á málef num unglinga, sem gerzt hafa brotlegir við lög, getur ráðið úrslitum um það hvort þjóðfélagið elur upp af brotamann eða stöðvar för hans þegar í byrjun með raunsæjum og mannúðlegum aðferðum. Til þess þarf mannafla og tíma. Það er mikil nauðsyn að gef a þessum þætti í starf i rannsóknarlögreglunnar meiri gaum og vinda bráðan bug að lagfæringum. Hagvöxtur og geðheilsa Halldór Hansen, yfirlæknir, ritar merkilega grein í siðasta hefti Geðverndar. Þar segir hann frá alþjóðaráðstefnu geðverndarfélaga, sem haldin var fyrir nokkru. Kjarni ráðstef nunnar var þessi spurning: ,,Er hægt eða er ekki hægt að auka hag- vöxt og tæknivæðingu hins vanþróaða heims, án þess að stefna geðheilsu hans í voða?" I framhaldi af þessu er f jallað um geðheilsu hins svonefnda þróaða heims. Á ráðstefnunni var bent á, að þrátt fyrir tiltölulega hægfara þróun mætti rekja obbann af geðrænum vandamálum hins þróaða heims til þess, að aðlögunarhæfni einstaklingsins hafi verið ofboðið og einstaklingurinn orðið að ýta eðlilegum tilf inningalegum þörfum sínum til hliðar i þágu aukinnar tækniþróunar, aukins hagvaxtar og þess hraða og spennu, sem reynzt hafi dyggir föru- ji nautar hraðfara þróunar á þessum sviðum. Ráðstefnan telur tímabært að reyna að ná taum- haldi á þeim öflum, sem valda óeðlilegum hraða og spennu, skapi gerviþarfir og ónauðsynlegt lífsgæða- kapphlaup, sem síðan leiði til hvers konar of- notkunar, sóunar og mengunarvandamála. Það þurf i með öðrum orðum að sveigja hagvöxt og tækniþróun til þjónustu við vellíðan og velferð mann- kynsins. — Ráðstefnan telur, að hagvöxtur og tækni- þróun, sem hafi það markmið eitt að spenna bogann hærra og hærra, sé á góðri leið með að knýja íbúa hins þróaða heims út í dauðakapphlaup um jafnt nauðsynlegar sem ónauðsynlegar lífskjarabætur. Því sé tímabært að staldra við og spyrja: Hvað er nauðsynlegt? Er það, sem umfram er, borgað of dýru verði? Það sé of dýru verði keypt, ef græðgi, í hvaða mynd sem hún birtist, sé farin að grafa undan hæf ileika einstaklingsins til að njóta þess að vera til. Það jafngildi í raun þvi, að hún kæfi lífið sjálft og lífsfyllinguna. Sú þróun sé að sjálfsögðu ekki síður hættuleg geðheilsu og andlegri velferð mann- kynsins en nærinqarskortur, örbirgð og örvænting. Þessar niðurstöður eru svo athyglisverðar aö hver einasti maður ætti að hugleiða þær og kanna hvort ekki komi þær heim og saman við það, sem er að gerast í íslenzku þjóðfélagi. Fimmtudagur 27. maí 1976. ýöu- bláöiö Fóstrum bætist drjúgur liðsauki Fósturskóla Islands var slitiö 22. mai 1976. Skólaslit fóru fram að Hótel Sögu aö viöstöddum kennurum, nemendum og aðstandendum þeirra ásamt nokkrum öörum gestum. Skólastjóri, Vaiborg Siguröardóttir, hélt ræöu og gaf yfirlit yfir starfsemi skólans á s.l. skólaári og ræddi einnig fyrirhugaöa breytingu á náms- fyrirkomulagi. I október s.l. flutti skólinn I nýttog betra hiisnæöi I Skipholti 37 þar sem áöur var Tækniskóli tslands. Fulltrúar 25 ára og 10 ára afmælisárganga fluttu ávörp og afhentu peningagjafir til skólans. Soroptimisklúbbur Reykja- vikur hefur undanfarin ár veitt einumnemanda viö Fósturskóla Islands verölaun fyrir félags- störf i þágu nemenda. Aö þessu sinni hlaut verðlaunin Hreina Jóhannesdóttir og afhenti þau formaöur klúbbsins Sigurlin Gunnarsdóttir. 1 Fósturskóla íslands voru á s.l. skólaári 162 nemendur. 53 luku burtfararprófi. Hæstu einkunn hlutu þær Elín Jóna Þórsdóttir og Margrét Jóhanns- dóttir, báöar úr Reykjavik, ágætiseink. 9,11. Þessar stúlkur luku burtfararprófi: Fóstrur útskrifaðar frá Fósturskóla íslands 22. mai 1976. AgnesHulda Arthúrsdóttir frá Grenivik, Agústina Jónsdóttir, frá Reykjavik, Aldis Guömundsdóttir, frá Kópavogi, Anna Egilsdóttir, frá Hornafiröi, Ásdis ólafsdóttir, frá Rangárvallasýslu, Auöur Guömundsdóttir, frá Kópavogi, Edda Margrét Jensdóttir, frá Reykjavik, Elin Jóna Þórsdóttir, frá Reykjavlk, Elinborg Kristin Þorláksdóttir, frá Noröfiröi, Emilia Ásta Júlfusdóttir, frá Akranesi, Ester Anna Ingólf sdóttir, frá Reykjavik, Guöbjörg Hugrún Björnsdóttir, frá Reykjavik, Guöbjörg Ásdis Ingólfsdóttir, frá Grenivik, Guö- björg tsleifsdóttir, frá Rangárvallasýslu, Guörún Hafdis Óöinsd., frá Akureyri, Hafdis Hafsteins- dóttir, frá Keflavik, Hafrún Róbertsdóttir, frá Vopnafiröi, Haila Sigurlln Gunnlaugsdóttir, frá Akureyri, Halldóra Garöarsdóttir, frá Akranesi, Helga Siguröardóttir, frá Reykjavfk, Hjördfs Þorfinnsdóttir, frá Seifossi, Hrefna Jóhannesdóttir, frá S-Þingeyjarsýslu, Hrönn Pálmadóttir, frá Kópavogi, Huida Eiösdóttir, frá Borgarfiröi eystra, Ingunn Ríkharösdóttir, frá Akranesi, Jóhanna Hákonardóttir, frá Reykjavik, Jónina Guöný Bjarnadóttir, frá Noröfiröi, Jónina Stefania Siguröardóttir, frá N-Þingeyjarsýslu, Kolbrún Emma Gunnlaugsdóttir, frá Hverageröi, Kristin Aöalsteinsdóttir, frá Hafnarfiröi, Kristin Guönadóttir, frá Kópavogi, Kristin Gylfadóttir, frá Mosfellssveit, Kristin S. Kvaran, frá Reykjavik, Lilja Björk ólafsdóttir, frá Dalasýslu, Margrét Jóhannsdóttir, frá Reykjavik, Ragnheiöur ólafsdóttir, frá Akureyri, Ragnhildur Hrönn ólafsdóttir, frá Borgarfiröi, Rakel Móna Bjarnadóttir, frá Hverageröi, Rannveig Þórhalls- dóttir, frá Reykjavik, Sigriöur Asta Lárusdóttir, frá Reykjavik, Sigrún Magnea Jóelsdóttir, frá Reykjavfk, Sigrún Kristinsdóttir, Sandgeröi, Sigurborg Kolbrún Kristjánsdóttir, Súöavik, Sigurlaug Einarsdóttir, frá Keflavik, Sólveig Sigurrós Ingvadóttir, frá Akureyri, Una Sigurllna Rögnvaldsdóttir, frá Akureyri, Valdfs Guömundsdóttir, frá Reykjavik, Þóra Birna Björnsdóttir, frá Reykjavik, Þóra Kristjána Einarsdóttir, frá Hafnarfiröi, Þórgunnur Þórólfs- dóttir, frá Keflavik, Þorbjörg Helgadóttir, frá Akranesi, Þuriöur Bogadóttir, frá Búöardal, Þuriöur Anna PálsdótUr, frá Húsavlk. Fer ekki út í þetta nema að hafa trú á bankanum — segir bankastjóri Alþýðubankans — Mér lizt sæmilega vel á aö taka viö þessu starfi og geri þaö i trausti þess aö eigendur bankans standi heilshugar aö baki honum. Meö þaö I huga geng ég heUl til leiks, sagöi hinn nýi bankastjóri Alþýöubankans, Stefán M. Gunnarssonar i samtali viö Alþýöublaöiö. Stefán var spurður hvort hann áliti bankann geta komizt yfir þá erfiöleika sem hann á viö aö etja. Bankastjórinn svaraöi þvi á þann veg, aö hann heföi ekki fariö út i þetta starf nema hann heföi trú á bankanum. 1 15 ár hefur Stefán Magnús Gunnarsson starfað hjá Seöla- bankanum og unniö þar lengi viö eftirlit meö bönkunum. Hann taldi þá reynslu koma sér vel i nýja starfinu. — Ég tel aö þetta starf veröi liflegra og skemmtilegra. Alla vega er einhver möguleiki á aö veröa mönnum £il gagns í stað þess að vera alltaf að finna að, sagöi Stefán og hló við. Hann tekur viö bankastjóra- starfinu 1. júni og ekki er ráögert aö ráöa annan bankastjóra til viöbótar. SG

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.