Alþýðublaðið - 28.05.1976, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 28.05.1976, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 27. maí 1976. VETTVANGUR 9 ir að u til 1.000 það kosta að hella upp á könnuna? Jú, sjálfuppáhellandi kaffi- könnur fundum við á bilinu 7.500 og upp i 17.000 krónur, allt eftir stærð og iburði. Iskápar kostuðu á bilinu 60—120.000 krónur, og frysti- kisturnar ómissandi 88—115.000 krónur. Ef einhverjum er i mun að hafa hrærivél á sinu heimili þá gæti hann þurft að láta út fyrir henni 10—40.000 krónur. Minútugrillið sem freistar svo margra fúndum við á á 15.800 krónur og stóra rafmagnspönnu með iokiá 15.300 krónur. Þvottavél og ryksuga. Þvottavél þurfa allir að eiga, og helzt sjálfvirka. Þær fást á bilinu 100—200.000 krónur. Nú og þeir sem ekki eru svo heppnir að eiga straufrian þvott þurfa að kaupa sér straujárn, sem kosta 5-6.000 krónur. Fáir vilja vera án ryksug- unnar. Þannig gripur kostar á bilinu 20—45.000 krónur. Þessi verðupptalning, sem hér er að framan, er engan veginn tæmandi né nákvæm. . Það var langt frá að við heimsæktum allar búðir 1 Reykjavik sem verzla með heimilistæki og þau verð sem við fengum uppgefin rúnuðum við nokkuð af. Er varan seld með ein- hverjum greiðsluskil- málum? Eins og sjá má á þeim tölum sem nefndar hafa verið hér að framan, er það vart á færi nokkurs meðalmanns að kaupa heimilistæki nema með greiðsluskilmálum. Viðasthvar tiðkast það að kaupanda er gefinn kostur á að borga helming andviröisins út og af- ganginn á 6mánuðum. A þessar afborganir eru lagðir einhverjir vextir. Við fengum þær upplýsingar i einni verzluninni að liklega væru það um 80% viðskiptavin- annasem notfærðu sér þetta af- borgunarfyrirkomulag. Við spurðum einnig hvort ungt fólk virtist eiga mikla peninga I dag. Svör við þvi voru á ýmsa vegu. Sumir töldu svo vera, aðrir ekki. ES. NNULAUSIR ÍARAR - PTU TRILLU FÚRU A SJÓINN! Sigurður Jóhannsson: „Gott að komast úr rykinu I hreint og tært sjávarloftið”. mikils iðnað- r trillu Þeim ast úr eint og ita um » múr- gera i Sr þvi Hafa meira upp úr fiski- riinu. Aðspurðir sögðust þeir Sigurö- ur og ölafur hafa mikið meira gaman af þvi að vera á sjónum. Það væri heldur ekki amazt viö launum þeirra eins og launum múraranna, en svo viröist, sem sumum finnist múrarar vera eitt- hvert þjóðfélagsvandamál. Þeir hafa lika meira upp úr fiskiriinu. Þær þrjár vikur, sem þeir hafa verið I þessu, hafa þeir veitt ellefu tonn og fá 65.000 krónur fyrir tonnið. Samt hafa gæftir verið slæmar. Hafa báðir verið á sjó áður. Þeir hafa verið á handfærum norður af Hrauni og vestur af Jökli i þrjár vikur og hefur aflinn verið góður, miðað við gæftir. Þeir eru engir nýliðar á sjónum, voru báðir á sjó áður en þeir lærðu múrverkið. Þar sem bátur- inn er undir tólf tonnum, þurfa þeir engin réttindi að hafa. Þeir ætla að skaka eitthvað fram á haust, og reyna þá fyrir sér i múrverkinu aftur. En batni ástandið ekki fljótlega, er liklegt, að þeir fái ekkert að gera og verði þvi að snúa sér að sjónum á nýjan leik. gek—ATA — ljósm. ATA Ólafur Pétursson: „Hér er ekki fundið aö kaupinu, eins og gert er I múrverkinu”.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.