Alþýðublaðið - 28.05.1976, Side 5

Alþýðublaðið - 28.05.1976, Side 5
alþýðu’ blaðið Fimmtudagur 27. maí 1976. VETTVANGUR 5 Viðtal við Hjalta Elíasson um mótið í Monte Carlo: Brasilíumenn hafa komið upp á bridgehimininn eins og flugeldur Öll spil voru tölvugefin og allir spiluðu á sömu spilin Bridgemenn okkar eru nýkomnir heim frá Olympiumótinu í AAonte- Carlo, og verður ekki annað sagt en að þeir komi með fullum sóma. Dvergríki eins og Island getur naumast búizt við að eiga þess almennt kost að hafna i efstu sætum, þar sem héðan eru sendir áhugamenn í keppni við atvinnumenn stórþjóða. Blaðið leitaði fregna hjá formanni Bridgesambandsins, Hjalta Elíassyni og fer spjallið hér á eftir: „Þið komuö heim með góðan árangur, Hjalti. Til hamingju með það.” „Ég þakka fyrir. Eftir atvikum tel ég að við megum una okkar hlut sæmilega.” ..Hvað telur þú sögulegast við þetta mót?” „Varla er nokkur efi á, aö sögulegast mun þykja það tvennt, að ttalir töpuðu fyrsta sætinu, sem þeir hafa haldið svo lengi sem kunnugt er. Annað er, að i þetta sinn fellur sigurinn I hlut þjóðar utan Evrópu og Norður Ameriku. Það má nærri segja að Brasilíumenn hafi komið upp á Bridgehimininn eins og flugeldur.” „Hvernig var aðbúnaður að keppnismönnum?” „Ég vil telja hann allgóðan. Þó var svona heldur þröngt um samanburð og annað, sem ekki heyrði beint spilamennskunni til. „Voru nokkrar nýjungar uppi?” „Þarna voru öll spil tölvu- gefin og allir spiluðu á sömu spil. Nú mótið var nokkuð strangt. Við spiluöum annan daginn 4 umferðir og hinn daginn þrjár. Hver sveit átti svo eina yfirsetu á mótinu. Segja má, að það sé sifellt verið að herða á reglum, sem eiga að fyrirbyggja hugsanlegt mis- ferli, og það gerir auðvitað and- rúmsloftið dálitið þvingað. Mótin vérða stirfnari.” „En hvernig unduð þið ykkar hag þarna i spilavitinu?” „Fyrir okkur íslendinga getur hitinn verið talsvert þvingandi. Mataræði er einnig okkur dálitið framandi. Allt slikt hefur sitt að segja. Þetta er eiginlega einn sprettur, og það er ekki þvi að heilsa, að unnt sé að slappa neitt, sem heitið getur, af.” „Telur þú, að ósigur ítala i þetta sinn stafi af þvi, að þeir séu að eldast og slappast, eða eru aðrir farnir að spjara sig betur?” „Hvorttveggja getur verið til, og um það vii ég ekkert fullyrða. Vel má og vera, að Italirnir lifi enn i nokkrum skugga af svindl- ákærum áður. Hitt er jafnvist, að þeir eru ekkert blávatn við spilaborðið.” „Kom ykkur nokkuð sér- staklega á óvart i mótinu?” tslenzkir bridgespilarar á Reykjavfkurmóti „Ef til vill ekki beinlinis, en segja má, að við höfum alltaf fundiö að við vorum með i leiknum, og aðrir þurftu að taka sitt tillit til okkar. Annars er talsvert margt, sem háir okkur, að minum dómi. Nefna mætti, að hér heima eru ekki spiluð að neinu ráði s.n. „standard kerfi”. Þjálfun okkar i þeim er þvi tak niörkuð, og ég hygg að um 75% þjóða iðki þau. Þarna er atvinnumönnum teflt fram, fólki, sem kalla má að hafi fæðzt meö spilin i höndunum og varla sleppt þeim siðan.” „Þvi var veitt athygli hér heima, að þið unnuð sterkar bridgeþjóðir, s.s. Svisslendinga, Brasiliumenn og Breta. Var hið siðastnefnda ekki sætur sigur?” „Jú, þó hann væri ekki stór, 11:9. Nú við unnum meistarana frá Brasiliu með 13:7 og Sviss- lendinga með 20:0.” „En hvað er svo að segja um beinleika lýöveldisins Islands við Bridgesambandið?” „Styrkur til okkar á fjár- lögum er kr. 100 þúsund. Það nægir nú alls ekki til þess að greiða gjöldin til erlendra sam- banda, og þá er allt hitt eftir. Keppnisfarir eru kostnaðar- samar, að ekki sé mikið sagt, og það er að ööru leyri i mörg horn að lita.” „Hvað veldur þessum grútar- hætti ráðamanna?” „Það er bágt að segja. Sann- leikurinn mun sá, að við eigum ekki kostá að senda iþróttasveit i Olympiukeppni, sem komi þó heim með sviplikan árangur. En það, sem mér finnst þó að mönnum sjáist meira yfir, er, að bridge er eflaust fjölmennasta iþrótt sem stundum er hér á landi, þegar með er talin heimaspila- mennska. Hér eiga þvi margir hlut að máli. Styrkur til að efla bridge meðal landsmanna væri ekki bundinn við fámenna kliku. Það er min von, að ráöamenn fari aö eygja þennan sannleika, hver, sem endanleg niöurstaöa verður af þvi,” lauk Hjalti Eliasson máli sinu. oS Höfum opnað nýja skrifstofu í glæsilegum húsakynnum í Austurstræti 12 Þar veitum við almenna og alhliða ferðaþjónustu, innanlands og utan. Seljum farseðla um allan heim og önnumst hótelpantanir. Sumarferðir til Costa del Sol. Gist á þægilegum, fyrsta flokks hótelum og ibúöum. Eigin skrifstofa í Torremolinos. Reyndir íslenskir fararstjórar. — Vetrarterðir til Kanaríeyja, þangað sem þúsundir islendinga hafa sótt sér sumarauka. Fyrsta flokks hótel og þjónusta. Pantið vetrarferðina timanlega. Samvinnuferöir Austurstræti 12 simi 27077

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.