Alþýðublaðið - 28.05.1976, Síða 7

Alþýðublaðið - 28.05.1976, Síða 7
atjþýöu- blaAíA Fimmtudagur 27. maí 1976. VETTVANGUR 7 Rætt við Ingimar Jónsson, fyrrverandi skólastjóra „Viltu segja mér, Ingimar, um upphaf og til- drög Ingimarsskólans sem hann var löngum kallaður?” ,,Það er nú saga, sem hefur nokkuð djúpar rætur, að ég kom þar við. Meðan ég var i Kennaraskólanum, en þaðan lauk ég prófi 1913, kynntist ég mætavel Jónasi Jónssyni frá Hriflu. Hann var kennari við skól- ann, og ég hafði á honum miklar mætur, sem slikum. Þau kynni héldust og jukust meðan ég var i Menntaskólanum og reyndar guðfræði- deildinni lika. Jónas vissi, að ég stundaði alltaf kennslu með náminu, og við ræddum oft saman um kennslumál og kom vel ásamt. Jónas var mikill áhugamaður um lýðmenntun eins og öll- um er skylt að vita, og héraðsskólarnir voru honum mikið hjartans mál. Kennarastarfið er heillandi. Það er mikil ánægja því samfara, að sjá og finna ungu fólki vaxa vængir og fljúga út í lífið og vorið KENNARASTARFIÐ ER HEILLANDI Kynni okkar héldust eftir að ég vigðist sem sóknarprestur að Mosfelli i Grímsnesi 1922. Eftir að hann varð mennta- málaráðherra 1927 fékk hann tækifæri, sem hann lika notaði, til að efla almenningsfræðslu. Það var svo um vorið 1928, að hann kom að máli við mig og fór þess á leit, að ég tæki að mér að standa fyrir skóla i Rvik, sem annaðistalmenningsfræðslu, að loknu fullnaðarprófi ungmenna. Þetta átti að vera hliðstæða við héraðsskólana i sveitunum, en var að öðru leyti ekki fast mót- að. Okkur kom saman um, að rétt væri aðþreifa sig áfram um hvað hentaði við aðstæður i kaupstöðunum.” „Það má þá kalla, að þetta væri upphaf almennrar almenn- ingsfræðslu?” „Já, en reyndar var stofnaður i Reykjavik annar gagnfræða- skóli haustið 1928. Það var skól- inn, sem löngum var kenndur við forstöðumann sinn, próf. Agúst H. Bjarnason. Þetta var einkaskóli, sem bærinn kostaði, og upphafs hans mun að leita að þvi, að þá var talsverðum hóp ungmenna neitað um inngöngu I Menntaskólann I Reykjavik og fyrir þá ástæðu var til hans efnt.” „Hann hefur þá starfað á öðr- um grundvelli en þinn skóli?” ,,Já. Hann steöidi að undir- búningi undir stúdentspróf, það sem hannnáði. Minn skóli hafði miklu almennara markmið.” ,,En var þetta ekki dálitið i lausu lofti?” „Jú, það má segja það, skól- inn var styrktur af riki og bæ og haföi ekki mótaða námsskrá fyrst í stað. Það var svo ekki fyrr en 1930 að lögin um gagn- fræöaskóla voru sett og fræðsl- an I kaupstööunum festist i sessi.” „Voru gagnfræðaskólalögin þá ekki að verulegu leyti byggð á reynslunni af þinum skóla?” ,,Að einhverju leyti, jú, en annars voru þau rúm og gerðu ráð fyrir ýmsum möguleikum, meðal annars þeim, að sniða mætti fræðsluna við atvinnu- hætti I hverju byggðarlagi, að talsverðumhluta. Svo voru auð- vitað einskonar kjarnagreinar, sem voru öllum skólunum sam- eiginlegar. Sammæli var einnig um, að reglugerðir væru ekki settar, nema eftir frekari reynslu, en mótuðust smátt og smátt.” „Hvað er að segja um hús- næði skólans fyrst i stað? ” „Það var talsverðum erfið- ieikum bundiðogekkiað visuað ganga. Skólinn var fyrstu tvö árin í húsnæði Stýrimannaskól- ans og siðan Kennaraskólans, sem siðdegisskóli. Einnig var efnt til kvölddeildar, þar sem fólk á ýmsum aldri gat stundað nokkurt nám, en það má kannski segja.að þetta var ekki stórt i sniðum i upphafi, aðeins tvær bekkjardeildir fyrst.” ,,0g hvað um kennslu- krafta?” „Við vorum þrir, sem að kennslunni störfuðum, Arni Guðnason og Sveinbjörn Sigur- jónsson, auk mfii.” „Þetta hefur verið einvala- lið.” „Samstarfsmennirnir voru mjög hæfir og prýðilega mennt- aðir, og það er ómetanlegt, þeg- ar verið er að leggja grunn að öðru eins og hér var um að ræða, að hafa slikum mönnum á að skipa.” „Hvenær greiddist svo úr hús- næðismálum skólans?”-^ „Það var 1935, sem við feng- um franska spitalann, sem kall- aður var, og þar starfaði skólinn i 14 ár, eða til 1949 þegar við gát- um flutt I núverandi húsnæði hans.” „Nú gengu ýmsar breytingar yfir á þessum árum. Hvað er þér efst i huga um þær að segja?” „Það gæti orðið talsvert langt mál, ef rækilega væri rakið, en til þess að nefna hið helzta, var auðvitað vöxtur og umfang skólans, sem hvorttveggja var mikið. Upptaka ýmissa nýj- unga, sem áttu að mæta breytt- um aðstæðum, en þar var við ramman reip að draga. Mjög erfitt var að sinna verkmenntun vegna skorts á sérhæfðu hús- næði, en þó var reynt að auka hana eftir föngum. Annað var, sem olli nokkrum erfiðleikum, aðfólk leit fremur á verkmennt- un sem viðfangsefni fyrir tossa, svo fráleitt sem það er. Allir vita, að okkur Islendingum er fátt sárara en að teljast ekki gáfaðir ibetra lagi, og þegar tók að greiðast úr um efnahag og fjárráð i úthalli af striðinuurðu nokkur þáttaskil. Verulegur hluti unglinganna tók að stefna á æðra nám, en svo voru aðrir, sem freistuðust af skjótfengnu fé, þegar næga vinnu var að fá og tregðuðust við nám. Þetta var meðal annars kveikjan I aukinni skólasky ldu i lögunum frá 1946.” „Taldir þú aukna skólaskyldu til bóta, eða máske nauðsyn?” „Við vorum vist margir, sem að þessum málum unnum, sem töldu það i upphafi. Okkur var ljóst þörfin á fræðslu fyrir alla, en svo kemur hitt á móti, að það er allt annað að fræða þá, sem eru fúsir og viljugir en þá, sem eru óviljugir og finnst skóla- ganga þvingun. Það gerir mik- inn glórumun. Min skoðun er hiklaust að skólaskylduaukn- ingin hafi ekki verið til bóta, þegar allt kom til alls. En það breytir ekki þvi, að rik nauðsyn er á að hafa fræðsluskyldu, þannig, að fólk eigi kost á að fá fræðslu, þegar það er tilbúið til að taka við henni. A þessu tvennu er mikill munur.” „Hvað segir þú um núverandi ástand og horfur i skólamál- um?” „Það væri ekki áhlaupaverk, þvi af mörgu er að taka. En ef ég ætti eitthvað að nefna, verða valgreinarnar einna fyrst fyrir. Nú virðist það vera tizkan, að láta fólk á æ yngri árum velja sér viðfangsefni og i stækkandi stil. Hætt er við, að menn reki sig fljótlega á, að ef námsval verður viðtækt þurfi til þess meiri þroska en unglingar hafa öðlazt fyrr en 17—18 ára al- mennt og við megum ekki miða alltof mikið við undantekningar. Vissulega er fræðsla aldrei gagnslaus. En ætti það, sem hér um ræðir að vera raunhæfur undirbúningur undir ævistarf, þarf að hafa það i huga, að h'fið og lifsferillinn er æði fjölbreytt. Þvi viðtækarisem kunnáttan er, þvi betra, og ég held, að mikd sérhæfing eigi ekki vel við okkur tslendinga. „Þeim er firða feg- urst að lifa, sem vel margt vita” stendur i okkar fomu spekimál- um. Þetta er sami sannleikur- inn og i árdaga. Enn annað er, sem nú er talið nauðsynlegt, að blanda saman fólki i námi, t.d. i bekkjardeild- um, sem er afar sundurleitt að námsgetu. Mér fannst árangur- inn beztur af, að hver bekkjar- deild væri sem samstæðust Nú er þvi haldið fram, að þeir duglegri tosi hinum máttar- minni áfram, ef þeir eru sam- vistum i bekk. En þvi miður held ég að árangurinn verði öf- ugur. Niðurstaðan verði að hinir dugmeiri dragist niður um skör fram og glati þvi, sem er hverj- um full nauðsyn-metnaðinum. Slökun á námskröfum er, að minu viti, mjög varhugaverð. Annað eins og það ýtir sannar- lega ekki undir að neyta kraft- anna til fullnustu, sem stækkar hvern og einn. Mönnum vex ekki ásmegin við að reyna aldrei á sig til hins ýtrasta. Mér sýnist einnig, að til- raunastarfsemi sé alltof viðtæk. Það er talsverður háski þvi samfara, að hafa allt kerfið á tilraunastigi. Hitt gæti verið dýrmætt, að eiga tilraunaskólá einn eða fleiri, þar sem raun- hæft er unnið að þvi að finna hvað hentar.” „Að lokum, Ingimar, ein hálf- gerð samvizkuspurning. Hvern- ig fannst þér að yfirgefa prests- starfið og taka til við kennslu og skólastarf?” „Ég kunni þvi' vel. Samt þótti mér prestsstarfið ánægjulegt, en það er bezt að gera sér það ljóst, að þessi störf eiga ákaf- lega margt sameiginlegt. Skóla- starf er ekki að svo litlu leyti einskonar sálusorgun. Vanda- mál nemenda og foreldra eru margháttuð, og prestsstarf er ekki lélegur undirbúningur und- ir aö geta sinnt þvi, að greiða úr allskonar flækjum, sem mæta manni. 1 annan stað fannst mér kenn- arastarfið alltaf vera heillandi. Ég held, að fá störf séu á borð við það, og mér fannst alltaf að ég ætti auðvelt með að nálgast unglingana. Það er mikil ánægja þvi samfara, að sjá og finna þeim vaxa vængi, til þess að fljúga út i lifið og vorið. Þetta á auðvitað ekki hvað sizt við, þegar við finnum að veik við- leitni okkar ber sýnilegan ár- angur,” lauk Ingimar Jónsson fyrrverandi skólastjóri, máli sinu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.