Alþýðublaðið - 28.05.1976, Page 8

Alþýðublaðið - 28.05.1976, Page 8
8 Fimmtudagur 27. maí 1976. alþýðu- blaðiö Hvað um ökumanninn ef hann hefði nú spennt bílbeltið...? Haraldur Ragnarsson verzlun- armaðurbendir okkur á að skoða fréttamynd af Citroen bifreið, sem hentist út af vegrnum gegn um Kópavog á dögunum og flatt- ist út eins og pönnukaka. „Ef þessi ökumaður, sem var svo lánsamur i sinu óláni, að hafa ekki spennt öryggisbeltiö, hefði verið búinn að reyra sig fastan, þá er ekki að efa að verr hefði far- ið,” segir hann og hvetur alla til að ihuga að taumlaus áróður fyrir notkun beltanna er ekki að sama skapi skynsemi. Það er að visu rétt sem Harald- ur bendir á. Okumaðurinn hefði enga möguleika átt til lifs ef belt- iö hefði verið spennt. En sam- kvæmt upplýsingum lögreglun'n: ar mun aksturinn lika hafa verið á þann hátt að maðurinn hefði eins getað týnt lifi við það að detta út úr bflnum. Það er ekki nóg að fara eftir sannfæringu sinni varðandi notkun belta og aka síöan eins og ekkert geti mann sakað. t umræðum nýverið i sjónvarpi kom það fram að bilbelti eiga mismunandi vel við eftir þvi hvar er ekið og hvernig. En með glannaakstri stefnir ökumaður sér og öðrum vegfarendum i hættu hvort sem hann notar belti eða ekki. 1 umræðum um bilbelti er gert ráð fyrir akstri ínnan ramma umferðarlaganna. Eru vandlætararnir púkar í prestsgæru? Trúleysingi hringdi: Ég heyrði sagt frá þvi i frétt- um i útvarpinu um daginn að einhver prestur hefði ritað grein i Kirkjuritið og varað alla sann- kristna menn við djöflamakki ýmissa sértrúarsafnaóa, og að svokölluð guðsbörn stunduðu það helzt að iðka frjálst ástalif, og teldu sig hafa boðskap bibliunnar fyrir þvi. Alltaf dáist ég að þvi sið- gæðismati prestastéttarinnar okkar að ráðast gegn hverri við- leitni manna til að öðlast sina trú, ef hún er ekki keypt i neyt- endapakkningum beint frá guð- fræðideild Háskólans. Það var sagt um Stalin, að enginn heföi látið drepa eins marga kommúnista og hann. Og svipað er ég farinn að halda að megi segja um suma launaða boðbera kristins orðs hér á landi, að engir fæli eins marga frá kristi- legu hugarfari og þeir. Helzt hallast maður að þeirri skoðun, að þetta séu púkar i prestsgæru. Þvi þeir láta okkur trúleysingj- ana i friði, en eru með sífellt nag og nagg utan i þá sem eru að bögglast við að öðlast einhverja trú. *>) Tekur undir með Aroni um giald fyrir herinn K.S. hringdi í hornið, og vildi taka undir þær raddir sem hafa heyrzt upp á siðkastið m.a. hjá Aroni Guðbrandssyni þess efnis, að Bandarikjamönnum verði framvegis ekki látin i té hern- aðaraðstaða á Islandi ókeypis. Sagði K.S. að i raun og veru jafn- gilti það þvi aö íslendingar borg- uöu hernaðarútgjöld Bandarikja- manna, fannst K.S. það fráleitt að við létum þetta viðgangast eftir að þeir neituöu að láta okkur i té Ashville skipin, sem nú hefur komið i ljós að þeir eiga nóg af. Var K.S. sannfærð um, að hún talaði fyrir munn fjölmargra ís- lendinga, sjálf sagðist K.S. hafa verið mótfallin þessu áður en; eftir viðbrögð Bandarikjamanna við málaleitan okkar að fá leigðl hjá þeim þessi skip, fannst K.S, mál til komið að Bandarikjamenn stæðu sjálfir straum af þeim kostnaði sem fylgdi hernaðar- stefnu þeirra án hjálpar frá Is- lendingum. Hvað kost< Á hverjum degi sjáum við i dag- blöðunum myndir af ungu og brosandi fólki sem er að stiga fyrstu sporin á hjúskapar brautinni. Þrátt fyrir alla hamingjuna fylgir oft amstur og erfiði fyrstu mánuðum hjúskapartimans. Hvað skyldi tildæmis kosta að hefja búskap? myndari Aiþýð blaðsins fóru á stúfa i gær og kynntu s verð og greiðslusl mála á hinum ýrr heimilistækjum s< ætla má að fólk v gjarnan hafa til staí á heimilum sinum Það kom i ljós að v< var m jög svipað á sa svarandi hlutum mismundandi búðu Eflaust eru margir sem gera sig ánægða með eitthvað litið og ó- dýrt til að byrja með, nú og svo hjálpa vinir og ættingjar lika upp á sakirnar með veglegum brúðkaups- gjöfum. En þeir eru lika til sem vilja allt nýtt og fyrsta flokks. Blaðamaður og ljós- t eldhúsið. Hvað kosta svona eldavéli Spurðumvið í fyrstu búöinni i við litum inn i. Nálægt 100 var svarið. Þetta var i vél af fullkomnustu gerð, i fjórum hellum grillofni og i sem þykir tilheyra. Þetta ekki eina eldavélin sem til það var hægt að fá þær ýmsum stærðum, gerðum verðum allt niður f 63 krónur. Stórir stakir grillofnar vor á bilinu 24.000 og upp i 34 krónur. Og hvað skyldi

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.