Alþýðublaðið - 28.05.1976, Qupperneq 13

Alþýðublaðið - 28.05.1976, Qupperneq 13
ÚRÝMSUM ATTUM13 ýöu- bláöid Fimmtudagur 27. maí 1976. Þeir, sem nokkuð þekkja til starfshátta i menntamálaráð- uneytinu á siöustu árum hafa sagt frá þvl sem eins konar brandara að vinnubrögö Magnúsar Torfa og Vilhjálms á Brekku séu helzt frábrugðin I einu atriöi. Þegar Magnfls var ráðherra kallaði hann á ráðu- neytisstjórann inn til sln, en nú er það Birgir Thorlacius sem kallar á Vilhjálm til að taka ákvarðanir I menningarmál- unum. Vilhjálmur hefur aldrei, svo vitað sé slegið I gegn i spurningakeppni á landsvisu eins og fyrirrennari hans Magnús. Hins vegar hafa menn lengi vitað að Vilhjálmur er bindindismaöur, vel trúaöur og Framsóknarmaður eins og þeir bezt gerast. Núverandi stefna i menningarmálum virðist vera sú, aö sýna fram á hversu langt sé hægt að komast I þjóðfélag- inu án þess að ganga i skóla eða þurfa á nokkum hátt á mennta- kerfinu að halda. Þessi stefna virðist þegar vera oröin nokkuð útbreidd. Þegar Suöurnesja- menn réöu fulltrúa, sem ekki hafði viöurkennda menntun aö dómi landlæknis, var svarið þaö, að stúdentspróf væri engin trygging fyrir þvi að maöurinn gæti unnið sitt starf. Stööuveit- ingar i fræðslustjdraembættin er annað gott dæmi um þessa stefnu, sem óneitanlega gerir hlut langskólamanna lltinn. Hingað til hafa ekki farið mörg orð um menntamála- stefnu Vilhjálms Hjálmarsson- ar. Ýmsar athafnir hans og gjöröir eru þó ef til vill mun áhrifameiri en allur almenning- ur gerir sér grein fyrir I fljótu bragði. Þeir, sem vilja komast áfram og starfa innan islenzka menntakerfisins eiga fyrst og fremst aö hlusta á alvizku og visdóm þeirra, sem valizt hafa til að stjórna þessu ráðuneyti mennta, visinda og lista. Heil- brigð skoðanaskipti eru þessum mönnum framandi orð. Valdið og ofbeldið er það einasemgildir og þess vegna er boðskapur þessara manna til ungu kyn- slóðarinnar sá, að hún eigi að vera hlýöin og auðsveip yfirboð- urum sinum og umbera heimsku og þröngsýni manna, sem einhvers staðar hafa orðiö eftir I svartnætti gamallar og úreltrar hugmyndafræöi. kosta völ, þar sem þéttfiðið járnbrautanet liggur um rikin. Eigi að síður byggja þeir ágæta vegi og leggja i stórmikinn kostnaö þar viö. En þeir hika heldur ekki viö aö leggja nokkurn skatt á þegna sina, sem hagnýta þessa ágætu vegi. Er ekki nokkurt sanngirnis- mál, að við færum eitthvaö svipað aö? Vel veit ég, að skattar eru ærnir hér á landi og meira er undan þeim stunið en svo, að hvetja þurfi til aukningar. En hér skiptir nokkuö öðru máli en um eyösluskatta i höndum misviturra stjórn- valda. Hér væri um að ræöa nokkurn tekjustofn, sem orkaði i þá átt aö jafna aöstööumun lands- manna um samgöngur, enda væri féð hagnýtt til veganna einna — skilyrðislaust. Þrátt fyrir alla sérdrægni okkar, og þrátt fyrir það, aö i hið eina skipti, sem slik skatt- heimta var upp tekin hér á landi og endaöi sem kunnugt er, er það trúa min, að við séum þó ekki viö nánari yfirvegun svo sneyddir sanngirni, að það væri ekki vel ihugandi, að hverfa aö ráðum, sem gætu bætt úr vand- kvæðum þeirra, sem verr eru settir. Oddur A. Sigurjónsson Herflugvél fyrir framan skýli. Flugstöðin á Keflavíkurflugvelli - Ömurlegt upphaf og endir ferðar - Slæm landkynning og ekki sæmandi fullvalda þjóð - Kaupum við hagsældina of dým verði? löndum. Segja má, að Is- lendingar hafibúið I fremur fríð sælu fiskimanna- og bændaþjóö- félagi fram að heimsstyrjöld- inni slöari. Þá hófst gullæðið mikla, sem hefur haft meiri áhrif á llf íslendinga en flest annað, sem gerst hefur i sögu þjóöarinnar. íslendingar fara ekki var- hluta af lifsgæðakapphlaupinu og gerviþarfirnar hafa hlaðizt upp. tslendingum hefur tekizt, meö glfurlegri vinnu, aö bæta llfsafkomuna svo aö þjóöin er I hópi þeirra þjóða á Vesturlönd- um, sem lengst haf-a náö á þvi sviöi. A hinn bóginn geta menn velt fyrir sér hvaöa verði þessi „lifs- gæði” hafa veriö keypt. Öhætt er að fullyrða að hvers konar andlegir kvillar hafi færst i vöxt. Fleiri og fleiri leita til sál- fræðinga og geðlækna, hjóna- skilnaöir verða æ tiöari, foreldr- ar hafa ekki tima til að sinna börnum sinum og mörg fleiri einkenni firringar og skorts á lifsfyllingu gera vart við sig. í ljós kemur öryggisleysi og van- máttur til að taka stefnu á annað en það að eignast meira. Þessi þróun bitnar harðast á þeim, sem minnimáttar eru. Hún birtist i yfirfullum geð- sjúkrahúsum, aukinni notkun taugalyfja og meiri áfengis- drykkju. — Það hlýtur þvi að hafa hvarflað að mörgum hvort ekki væri rétt að nema nú staöar og hugleiöa vandlega og rann- saka á hvaöa leið þjóöin er. Kanna hvort ekki væri réttara að fara ögn hægar, og reyna þess i staö aö njóta lifsins betur, njóta mannlegra samskipta og þess, sem landið hefur upp á að bjóða. Spurningin hlýtur aö vera ein- föld. Vilja menn ganga örþreytt- ir til hvilu, sljóir og hugsunar- lausir vegna of mikillar vinnu, glata samverustundum með börnum og fjölskyldu, hætta bókalestri og ástundun menningarlils, hætta aö iðka holla útiveru og jafnvel deyja fyrir aldur fram og eignast i staöinn annan bil, betri hús- gögn, snjósleöa eða hjólhýsi? Eða vilja menn fórna ýmsum munaði og gerviþörfum fyrir það, að geta lifað lifinu lifandi? Þessari spurningu verður hver og einn aö velta fyrir sér. Þaö tekur enginn snjósleða með sér yfirum! _Ar. Flugstöðin i Keflavik I mörg ár hefur flug- stöðin á Keflavikur- flugvelli mikið verið til umræðu.Það hefur:mjög verið gagnrýnt, að ferðamenn skuli þurfa að aka um herstöð á leið sinni til og frá flug- stöðinni. Það er einnig dapurlegt, að fyrstu kynni erlendra ferða- manna af íslandi skuli vera herflugvélar, stórar og smáar og hvers konar hernaðar- mannvirki. 1 Þrátt fyrir alla þá feagnrýni, sem fram hefur komiö, hefur sú ein breyting orðiö á, aö I flug- vallarhliðinu eru nú aðeins Is- lenzkir lögregluþjónar en ekki bandariskir herlögreglumenn. Það hefur verið yfirlýst stefna stjórnvalda undanfarin ár, að aöskilja skuli almennt farþega- flug um völlinn og starfsemi varnarliðsins. Einn þátturinn I þessari stefnu átti að vera smlði nýrrar flugstöðvar. Til og frá þessari flugstöö áttu farþegar að geta komizt, án þess að verða nokkru sinni varir við athafnir varnarliösins. Nú hafa mál hins vegar skipast svo, að nokkur bið veröur á smiði nýju flug- stöövarinnar og er þaö slæmt. Það er ljóst, að næstu árin verða ferðamenn að fara um svæöi varnarliösins til að komast til og frá landinu. Þetta er ekki aðeins hvimleitt ástand, heldur er það fyrir neðan virðingu fullvalda þjóðar, aö hefja og ljúka för I herstöð. Flestir tslendingar, sem um flugstöðina fara, bölva þessu ástandi og bera kinnroða fyrir, þegar útlendingar eru þeim samferða. Endurnýjun gömlu stöðvarinnar A undanförnum árum hefur ýmislegt verið gert til aö lag- færa gamla flugstöövarhúsið. Reistarhafa verið viðbyggingar og reynt að tjasla upp á garm- inn. Enn er verið að bæta við, og allt kostar þetta peninga. Þrátt fyrir þetta er flugstöðin alltof litil og starfsaðstaða léleg. Um háannatimanna fer mikill fjöldi ferðamanna um stöðina, og vart er hægt að veita þessu fólki fullnægjandi þjónustu. Og ekki er húsið aðeins of litið, heldur er það fádæma ljótt. Þetta andlit er litlu betra en sá hersvipur, sem blasir viö feröa- mönnum og eru fyrstu kynni þeirra af landinu. Þessu verður að breyta þegar i stað. Landkynningin á Kefla- vlkurflugvelli er dapurleg, og það er niöurlægjandi fyrir Is- lendinga aö búa viö óbreytt ástand. Teikningar aö nýrri flugstöð eru tilbúnar og það verður aö vinda bráðan bug að þvl aö hefja smiöina. Hagsældin of dýru verði keypt? I þessum dálki og i leiðara blaösins i dag er vakin athygli á eftirtektarverðum umræðum, sem uröu á alþjóðaráöstefnu geöverndarfélaga, sem haldin var i Kaupmannahöfn fyrir skömmu. Menn hafa velt þvl mjög fyrir sér og æ meira á allra siðustu árum, hvort hinn vestræni heimurhafi ekki keypt framfarir og tækniþróun of dýru verði. Á Islandi hefur tækniþróunin oröiö örari en I mörgum öðrum Eitt af báknum tækniþróunarinnar.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.