Alþýðublaðið - 28.05.1976, Qupperneq 16

Alþýðublaðið - 28.05.1976, Qupperneq 16
LAN DAKOTSSP ÍTALI SKILAÐI HAGNAÐI Landakotsspitali var rekinn með hagnaöi á siðastliðnu ári. Hagnaðurinn nam þó ekki meiru en 2,5 milljónum króna. Blaðið haföi samband við Loga Guðbrandsson, hæstaréttarlög- mann, en hann er talsmaður spitalans. Logisagði: „Þaðveröur varla talið. til stórtiðinda þó þessi út- koma hafi oröið Landakots spitali er fyrirtæki i einkaeign sem hafði um 700 milljón króna útgjöld á siöasta ári, þannig að útkoman hefði alveg eins getað lent neðan marksins. Snemma á siðasta ári var hallinn á rekstri spitalans þegar orðinn nokkur og var þá gripið til þess ráðs að bæta það meö sérstöku halladaggjaldi. Það sama gilti um önnur sjúkrahús. Þetta daggjald hefur þó lækk- að aftur, þó svo að reksturs- kostnaður hafi hækkað til muna. Það var áriö 1971 að gerður var samningur milii stofnunar- innar annars vegar og heil- brigðisráðuneytisins og fjár- málaráðuneytisins hins vegar, um að rikissjóður greiddi það sem á vantaði að endar næðú saman um rekstur spitalans. Spitalinn fer aðeins fram á að sú þjónusta sem hann lætur i té sé greidd á kostnaðarverði. Rikissjóður greiðir daggjöld strax, en siöan það sem á vantar eftir á. Komi það hins vegar I ljós að rikissjóður hefur greitt meira en þurfti eins og nú hefur oröið raunin á, þá mun féð renna beint inn i reksturinn og koma rikinu þannig til góða næst þegar reikningarnir verða jafnaðir.” Að sögn Loga urðu legudagar á spitalanum, á siðasta ári, um 63 þúsund, en daggjaldið fyrir hvern legudag er á bilinu 11-12 þúsund krónur. Þess má geta 'að daggjöld á Landspitala og Borgarspitala munu vera um 16 þúsund krónur fyrir hvern legudag. — EB Eigendur álversins töpuðu 2,2 milljörðum kr. í fyrra A fundi svissneska stórfyrir- tækisins Alusuisse (sem á ál- veriö i Straumsvik) i siðasta mánuði, flutti stjórnarfor- maöurinn, Emanuel R. Meyer, skýrslu, þar sem hann lýsti hörmulegri afkomu fyrirtækis- ins á siðasta ári. Hann sagði, að þetta væri i fyrsta skipti siðan árið 1967 að reikningar sýndu tap. Reikningarnir sýndu tap að fjárhæð 20.9 milljónir sviss- neskra franka, eöa liðlega 2,2 milljarða Islenzkra króna. Velta fyrirtækisins minnkaöi um 24% úr 5117 milljónum svissneskra franka i 3889 milljónir. Um 60% af þessum samdrætti má rekja til minnk- andi sölu og 15% til lægra verös á framleiðsluvörum. Sala á áli til Þýzkalands og Bandarikjanna dróst mjög saman: um 26% i Þýzkalandi og 43% I Bandarikjunum. Arö til hluthafa varö að greiða úr vara- sjóöum fyrirtækisins. Stjórnarformaöurinn gat þess, að sala á áli til Bandarikj- anna heföi aldrei dregizt eins mikiö saman i sögu fyrirtækis- ins eins og á sföasta ári. — Þá gat hann þess aö hækkandi orkuverö geröi fyrirtækinu er- fitt um vik og sagði, að i fram- tiðinniyrði að reikna með veru- legum aukakostnaði vegna Aðeins mengunarvarna. Emanuel Meyer sagði i lok skýrslu sinnar aö horfur á þessu ári væru nokkru bjartari en I fyrra, en þó ekki góðar. Búizt væri viö þvf, aö notkun á áli i Bandaríkjunum myndi aukast um 2ó—25% og I Þýzkalandi væri fyrirsjáanleg aukning á notkun þess. Einnig mætti búast viö einhverjum veröhækkunum. Hinu væri ekki að leyna, sagöi stjórnarformaöurinn, aö hefja yröi spartanskt liferni, spara á öllum sviöum, greiða niöur skuldir og lækka laun um 20% hjá þeim starfsmönnum sem heföu yfir 50 þúsund svissnesk mörk i árslaun (3,7 milljónir is- lenzkar). bjartari horfur hjá Alusuisse á þessu ári Engar samninga- leiðir reyndar Nú mun ljóst vera að humar- vinnslurnar I Vestmannaeyjum reyna ekki að leita samninga við báta þá sem hafa sigit með aflann til Þorlákshafnar undan- farið. Guðmundur Karlsson hjá Fiskiðjunni i Vestmannaeyjum sagði i samtali við Alþýðubiaðið að þessir 4 eða 5 bátar sem um væri að ræða fengju að halda áfram siglingum sinum með aflann til lands, ef þeim fyndist það borga sig. „Við höfum ekki efni á að keppa við þá á Suðurnesjunum og greiða hærra verð fyrir humarinn en viö höfum þegar - þótt humarbát- arnir í Eyjum landi áfram í Þorlákshöfn ákveðið, sagði Guömundur enn- fremur. Við munum þvl ekki reyna að fara neinar samninga- leiðir, enda fáum við nóg hrá- efni til úrvinnslu, þó þessir bát- ar haldi uppteknum hætti.”JSS FIMMTUDAGUR 9R MAÍ Í07A alþýöu blaöiö HEYRT, SÉÐ0G HLERAÐ Heyrt: Að i uppsiglingu sé stofnun borgaraflokks, eitthvað i anda Gilstrups, hins danska. Ymsir hafa verið nefndir i sambandi við þessa hreyfingu og þá einkum óánægðir Sjálf- stæðismenn. Talið er full- vist, að slikur flokkur gæti laðað að sér talsvert fylgi, einkum i Reykjavik. Heyrt: Að alvöru- Sjálfstæðismenn liti þessa hreyfingu mjög alvar- legum augum, og að undanfari hennar séu svo- nefnd Baráttusa mtök Sjálfstæðisflokksins. Frétt: Að Gunnar Thoroddsen, iðnaðar- ráðherra, sé nú á ferðalagi um Noröurland með friðu föruneyti. Tilgangur fararinnar er sagður, að ráðherrann sé að kynna sér orkuinál norðanlands og þá einkum Kröflu. Frétt: Að iðnaröarráð- herra hafi frétt á ferö sinni, að smiði stöðvarhússins við Kröflu sé nú tveimur mánuðum á eftir áætlun, og fengið það staðfest, að virkjunin verði a.m.k. einu ári á eftir áætlun vegna ,þess hver erfiðlega hefur gengið að bora. Frétt: Að nú séu Alþýðu- bandalagsmenn farnir að svipast um eftir nýju formannsefni. Ymsir harðlinumenn vilji fá Kjartan ólafsson, nú- verandi ritstjóra Þjóð- viljans, i sæti Ragnars Arnalds. Frjálslyndari Alþýðubandalagsmenn telji fráleitt aö Kjartan skipi þaö sæti, og vilji held- ur Oddu Báru Sigfúsdóttur eða Sigurjón Pétursson, sem bæði hafa staðið sig vel sem borgarfulltrúar flokksins. Heyrt: Aö Sigrún Stefáns- dóttir ritstjóri tslendings hafi hætt við að ráöa sig til sjónvarpsins sem íþrótta- fréttamaður, þar sem hún vilji heldur taka við starfi Svölu Thorlacius við almennar fréttir. Staða Svölu er nú laus til umsóknar og eins og drepið hefur veriö á áöur eru fleiri fréttamenn sjónvarps að Heyrt: Að deila Blaða- prents og Dagblaösins eigi eftir aö harðna aö mun og deiluaðilar safni nú skot- færum og verði engum hlift. Liklegustu endalok þessa máls séu þau, að Blaðaprent láti innheimta skuld Dagblaðsins með að- stoð dómstóla. Einnig, að sumir Blaðaprentsmenn vilji krefjast opinberrar rannsóknar á öllum við- skiptum Dagblaðsins og Hilmis hf. við Blaöaprent. Hlerað: Að i sumar muni skattyfirvöld fylgjast mjög náið með sölu á laxveiði- leyfum, og gjaldeyrisyfir- völd með sölu á leyfum til útlendinga.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.