Alþýðublaðið - 01.06.1976, Side 3

Alþýðublaðið - 01.06.1976, Side 3
bSSSuS1' Þr-iöjud^gur 1. júní 1976 FRETTIR 3 Samningar við Breta þegar orðnir staðreynd - fundurinn í Osló meira formsatriði en hitt Allar likur eru á þvi, að islenzka rikisstjórnin hafi verið búin að fallast á samningsdrög brezku stjórnarinnar áður en utanrikisráðherra og sjávarútvegsráðherra fóru utan i gærmorgun. Fundurinn i Osló er þvi meira til að sýnast en hitt. Rikisstjórnin hefði raunverulega getað gengið frá samningum við Breta þegar eftir fund- inn í Osló, enda búið að senda þingið heim. Vera má, að búin veröi til ein- samninga við Breta en þeir, hver ágreiningsatriði á Oslóar - fundinum, en niðurstaða hans verða samningar. Fundur for- sætisráðherra og fleiri ráðherra með utanrikismálanefnd og landhelgisnefnd á sunnudag var aðeins formsatriði og breytti engu um gang málsins. Skoðanir fólks. Skoðanir almennings á samn- ingsdrögunum eru mjög mis- jafnar. 1 Reykjav. eru þeir vafa- laust fleiri sem vilja einhverja sem algjörlega hafna samn- ingum. Þessi hópur vill aðeins að þessari deilu ljúki. Viða úti um land eru skoðanir á annan veg. Þar er allur al- menningur á móti samnings- gerðinni á grundvelli þeirra til- lagna, sem greint hefur verið frá. Þetta á einkum við um fólk i sjávarþorpum. Bæði er, að mönnum þykja Bretar hafa hagað sér á þann hátt að ófyrir- gefanlegt sé, og i sjávarþorpun- um óttast fólk mjög um lifsaf- komu sina vegna minnkandi afla. Þá eru margir litt - hrifnir af þvi, að þurfa að semja við Efna- hagsbandalagið i framtiðinni, og telja, að það muni beita Is- lendinga efnahagslegum þving- unum til að fá vilja sinum fram- gengt. Islenzka rikisstjórnin litur hins vegar svo á, að um leið og Bretar afsali sér samningsrétt- inum i hendur Efnahagsbanda- iaginu hafi þeir raunverulega viðurkennt 200 milna fiskveiði- lögsöguna. Bandalagið þurfi i framtiðinni að semja á þeim grundvelli, að 200 milurnar séu staðreynd. Hver verður afli Breta. Mikið hefur verið um það deilt hver verði ársafli Breta, ef Is- lendingar semja við þá á grund- velli samningsdraganna og að óbreyttri togaratölu. — Stjórnarandstaðan segir, að ársaflinn verði 70 þúsund tonn, en þessi tala hefur mjög verið dregin i efa. 1 raun og veru er engin leið að reikna út hver ársaflinn yrði. Allar tölur i þeim efnum eru hreinar ágizkanir. A hinn bóg- inn ber þess að gæta, að öll aukning á fiskveiðum hér við land stofnar lifsafkomu þjóðar- innar i enn meiri voða en nú er. — Ætla má, að á næstunni verði birtar tölur um ástand þorsk- stofna, sem eru ennþá alvar- legri en áður hafa komið fram. En ekki verður gengið fram- hjá þvi, að islenzka rikisstjórnin hefur vald til að semja við Breta. Mikill meirihluti islenzku þjóðarinnar veitti stjórnar- flokkunum atkvæði sitt I siðustu kosningum og ber þvi ábyrgð á þeim samningum, sem umboös- menn hennar gera. Reynslan mun siðan skera úr um hvernig að hefur verið staðið. Reikningurinn greiðist ellegar þjónustubann „Yfirlýsingar ráðherra stang- ist ekki á” íslendingar i Odense i Dan- mörku hafa sent frá sér svo- hljóðandi ályktun: Við skorum á Rikisstjórn Islands að tryggja betri og réttari fréttaflutning erlendis af landhelgismálinu. Til dæmis má nefna: Að fulltrúar Rikisstjórnar- innar (sendiráð og konsúlöt) verði virkjaðir til að dreif upplýsingum málinu tii stuðn- ings og leiðrétti mishermdar fréttir, að yfirlýsingar ráðherra stangist ekki á, að stjórnmálamenn séu vand- aðri og rökvisari i málflutn- ingi sinum við erlenda fjöl- miðla. Ástæðan fyrir þessari ályktun er sú að okkur íslend- ingum búsettum i Odense finnst að málstaður tslands i landhelgisdeilunni sé mjög fyrir borð borinn i fjölmiðlum hér i Danmörku, sérstaklega i seinni tið. Engin virðist heldur hirða um að leiðrétta mis- hermdar fréttir eða beita sér fyrir upplýsingastarfssemi, málefninu til stuðnings. Þögn um smyglið Tollverðirnir tveir sem úr- skurðaðir voru i gæzluvarðhald vegna meintrar aðildar að smygli eru enn i varðhaldi. Stöðugt er unnið að rannsókn málsins, en litlar fréttir að fá um árangur. Haraldur Henrýsson saka- dómari vildi ekki gefa upplýs- ingar um umfang þessa máls er Alþýðublaðið ræddi við hann I gær. Hins vegar gat hann þess, að innan skamms yrði væntanlega hægt að greina frá málavöxtum þótt það væri ekki timabært núna. Fleiri hafa ekki verið úrskurðaðir i gæzluvarðhald, en yfirheyrslum er haldið áfram. —SG Arbejderbladet lagði eftirfarandi spurningu fyrir fjóra norska framámenn. Svör þeirra fara hér á eftir: Reidar Nielsen, rit- stjóri Nordlyset, Tromsö. ”Mér virðast miklar likur fyrir friðsamlegri lausn. Ef dæma á af yfirlýsingum Anthony Crosland, hafa þó deiluaðilar ræðzt við.Svo litur út sem tslendingar geti hugsað sér að slaka eitthvað til, og þá vilj- um við vona aö deilan leysist. Að öðru leyti vil ég segja það, að mér finnst hin óvirðulega framkoma Breta á tslandsmiö- um hafi sannarlega staðið leng- ur en hófi gegnir.” Til þess að fyrirbyggja óeðli- lega skuldasöfnun viðskiptavina hefurSamband málm- og skipa- smiðja sett á laggirnar inn- heimtustofnun fyrir aðildarfyrir- tæki sin. Innheimtustofnunin tek- ur til starfa l.júni. Aðildar- félögin eiga þess kost að senda reikninga sem þau eiga útstand- andi til innheimtu hjá stofnun- inni. Eftir að innheimtustofnunin hefur sent reikning skuldunauts til innheimtu getur skuldareig- andi ekki afturkallað innheimtu- umboð sitt. Innheimtustofnunin starfar þannig að hún gefur skuldara 10 daga frest til að ljúka greiðslum, en að þeim tima liðnum koma dráttarvextir og kostnaður til við- bótar reikningsupphæðinni. Ef 45 dagar liða án þess að reikningur sé greiddur, verður reikningurinn innheimtur með málssókn og að auki verður fyrirtækið sem skuld- ar lýst i þjónustubann hjá öllum aði-ldarfélögum Sambands- málm- og skipasmiðja. Til þessara aðgeröa er gripið að athuganir hafa leitt i ljós að við- komandimálm - og skipasmiðjur binda sifellt meira af ráðstöf- unarfjármagni sinu i útistand- andi reikningum sem reynzt hef- ur erfitt að innheimta. Þess er vænzt að þessi nýja að- ferð muni flýta fyrir og auðvelda aðildarfyrirtækjunum innheimtu og aðhaldið sem skapast vegna hugsanlegs þjónustubanns muni skapa betri viðskiptavenjur og bæta hag fyrirtækjanna. EB.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.