Alþýðublaðið - 01.06.1976, Side 9
bialfð Þriðjudagur 1. júni 1976
VETTVANGUR 9
» t, ■ *f
xúí^h >,
in skrifar:
i a& „Henni fannst sjálfri.”—Hvaö
skki segir stjórnandi þáttarins um
eöa það?*
ld— Stjórnandi þáttarins er hús-
lega móður i Hóminum algjörlega
fom sammála: Ef ég tek fram að eitt-
Iku: hvað sé min skoðun ellegar að
>a.” mér finnist eitthvað þá er alveg ó-
^ra: þarft að nota orðið persónulega til
Oft og mikið hefur verið deilt á
málfar islenskra fjölmiðla. Hlut-
verk þeirra i málvöndun er mikil-
vægt og hefur ekki verið rækt sem
skyldi. — Alþýðublaðið vill nú
reyna að bæta úr þessu.
Það hefur orðið að samkomu-
lagi að Guðni Kolbeinsson, sem
að undanförnu hefur haft umsjón
með þáttunum „Daglegt mál” i
útvarpi, skrifi i Alþýðublaðið
tvisvar i viku um islenskt mál.
Kjarninn i greinum hans verður
það efni, sem hann hefur fjallað
um i útvarpi. Efninu hefur þó ver-
ið breytt sérstaklega fyrir blaðið.
— Guðni Kolbeinsson er 30 ára I lenskum bókmenntum við Há-
gamall og stundar nám i is- | skóla Islands. — Greinar hans
birtast framvegis á þriðjudögum
og laugardögum.
fSLENZKU ÞÆTTIR
ALÞÝÐUBIAÐSINS
áherslu; merkingin skýrist
ekkert við það. Og ástæðulaust er
að væna menn um að vera mál-
svarar einhvers fyrirtækis eða
jafnvel rikisstjórnarinnar þótt
þeir skreyti ekki mál sitt þessari
tiskufjöður.
Og bréfið heldur áfram: „ „t
dag” er farið að nota þannig i is-
lensku máli að enginn veit lengur
hvort átt er við daginn i dag eða
alla tuttugustu öldina.”
Þetta er rétt athugað. Notkun
orðasambandsins „idag” i merk-
ingunni „nú á dögum” mun
danskættuð og er islenskri tungu
enginn ávinningur að henni.
Þá segir bréfritari: „Einnig vil
ég benda á hvað mikið er um að
seinna nafn sé ekki beygt ef tvö
skirnarnöfn standa saman. Þetta
hef ég heyrt bæði i útvarpi og
máli manna. Dæmi: Til Helgu
Hrund eða Onnu Rós.”.
Þetta er ákaflega þörf ábend-
ing. Hér er um hvimleiða mál-
villu að ræða. Auðvitað á að
beygja bæði nöfnin og segja: til
Helgu Hrundar eða önnu Rósar.
Algengust eru þessi málglöp þeg-
ar um er að ræða tvinefni þar sem
siðari liðurinn er einungis eitt at-
Loks fjallar Húsmóðir i Hólm-
inum um ofnotkun orða og oröa-
sambanda eins og „meðlimur”,
„sem sagt”, „aö sjálfsögðu” og
sivaxandi tilhneigingu til að hef ja
þvi nær hverja setningu á lang-
„Persónulega finnst mér
sem áhafnarmeðlimur...”
kvæöi og eins i öllum föllum nema
eignarfalli. T.a.m. Osk, Sjöfn,
Mjöll eða Sif. En oft heyrast slik
nöfn notuö óbeygö i eignarfalli
þótt þau séu eina nafnið. Þannig
er oft sagt: Ég ætla til hennar
Osk, hennar Mjöll, til Sjöfn eða til
Sif; istað óskar, Mjallar, Sjafnar
eða Sifjar. I siðast talda nafninu
er ennfremur algengt að j falli
niður enda þótt menn beygi það i
eignarfallinu. Er þá sagt: til Sifar
i stað Sifjar.
dregnu „núúú”.
Siðastnefnda atriðið hefur all-
mjög færst i vöxt undanfarið. Á
meðan menn eru að hugsa sig um
segja þeir „núúú”. Ekki veit ég
hvort þetta er eins konar þýðing á
þeim leiða siö margra banda-
rikjamanna að segja i sibylju
„aaa aaa aaa” meðan þeir semja
næstu setningu en hitt veit ég að
heldur er leiðigjarnt að verða
áheyrsla að þessum stunum
manna i samtölum við þá.
Ég vil þakka „Húsmóður i
Hólminum” gott bréf og vonast til
að heyra oftar frá henni.
Lárus Björnsson skrifar: „I út-
varpsfréttum nýlega var talað
um sölu sildveiöibáta I Dan-
mörku. Voru nefndir þrir bátar og
sagt að tveir heföu selt afla sinn á
58 og 64 kr. hvert klló en sá þriðji
hefði fengið rúmlega helmingi
hærra verð en hinir,- eða 152 kr.
fyrir kilóið. Er þetta rétt mál? Ég
hélt að „helmingi meira” væri
50% meira og „tvöfalt meira”
væri 100% meira.”
Nú er nokkuð vant að svara.
Rökréttast væri eflaust að „helm-
ingi meira” merkti 50% meira en
„tvöfalt" 100% meira.-—En hér
riður málhefð i bága við rökvis-
ina. Samkvæmt málvenju merkir
„helmingi meira” eða „hálfu
meira” sama og „tvöfalt meira”;
þ.e.a.s. 100% meira. Treystist ég
ekki til að risa gegn svo gróinni
málvenju sem þessari og legg þvi
blessun mina yfir málfar þessar-
ar útvarpsfréttar.
IVERS1
iELSI?
mum
mun
siö I
ir 592
1 1009
?ham
núna
u er
hver
anga
rfslið
neinu
ns og
Isi?
tdið i
tdsins
5ir til
: ekki
'ggja
fleiri fangelsi, heldur fyrst og
fremst að sleppa út úr fang-
elsunum fólki, sem þar eigi alls
ekki heima.
Fangar sem settir eru i gæzlu-
varðhald voru á árinu 1974 51.422.
Að visu eru flestir þessara fanga
inni I stuttan tima. En stór hluti
þeirra er saklaus en þarf þó að
ganga i gegnum fangelsisvistina,
sem dæmdir afbrotamenn væru.
Þetta telur höfundur brjóta i gegn
öllum almennum siðgæðis-
reglum. Fyrir þetta fólk þarf að
koma upp annarskonar stofn-
unum en venjulegum fangelsum.
Fjöldi gæzluvarðhaldsfanga i dag
er alls 3.449, en þarmeð eru ekki
taldir fangar, sem fundnir hafa
verið sekir en biða dóms.
□ Áfengisafbrot
Fólk sem gerist brotlegt um
ýmiskonar afbrot undir áhrifum
áfengis þarf aö meðhöndla á allt
annan veg heldur en um væri að
vera harðsviraða glæpamenn.
Ariö 1974 fengu alls 98.990 ein-
staklingar dóm fyrir fylliriisaf-
brot og af þeim fjölda var 3.091
fangelsaður.
Nokkrar umræður hafa farið
fram að undanförnu um breyt-
ingu á meðferð þessa hóps og bent
er á, að árið 1872 hafi einmitt
komið fram tillögur i þá átt að
meðhöndla drykkjumenn sér-
staklega, er þeir komast i kast við
lögin. Arið 1972 voru reyndar sett
lög þar sem gert er ráð fyrir þvi
að drykkjufólk sé sett inn á sér-
stakar stofnanir en ekki inn i
fangelsi ef það hefur gerzt brot-
legt. Þessum lögum hefur ekki ■
verið hægt aö framfylgja enn
vegna þess að þessi sérstöku hæli
fyrir drykkjumenn hafa enn ekki
verið byggð.
□ Ekki eru
allir afbrotamenn
glæpamenn
Það er skoðun greinarhöf-
undar, að fangelsanir vegna
ölvunar séu algerlega óhæfar og
óviðunandi. Sama gildir, að mati
höfundar um þá um það bil 500
einstaklinga, sem árlega eru
settir inn I fangelsi fyrir betl og
umrenningshátt. Engum dettur i
hug að fangelsin eins og þau eru
rekin i dag séu heppilegar
stofnanir fyrir þetta fólk.
Þá er vikið að afbrotaung-
lingunum. Fjöldi unglinga á
aldrinum 14-16 ára, sem árlega
lendir i fangelsum er um 4.000.
„Hver trúir þvi að vistin i þessum
fangelsum okkar hafi bætandi
áhrif á þessa óhörönuðu unglinga.
Auk þess er stór hluti þessara
unglinga sem ekki hefur framið
neinn glæp.
Fjöldi fólks er árlega hnepptur i
fangelsi fyrir skuldir, fyrir að
geta ekki staðið i skilum með
húsaleigu eða opinber gjöld. „Þá
kemur rikisvaldið og setur þetta
fólk i fangelsi og gerir þvi alger-
lega ómögulegt að rétta við hag
sinn og standa i skilum, svo ekki
sé talað um aö halda áfram að sjá
fjölskyldu sinni farborða.
„Vændiskonur eru hnepptar i
fangelsi fyrir iðju sina. En gallinn
við framkvæmd þeirra laga er
einmitt sá, að það eru undir-
stéttarhórurnar sem lenda i fang-
elsum. Hinar, sem eru greindari
og hafa meiri hæfileika og greind
til að bera, þær sleppa. Þetta fólk
þarf sérstaka meðhöndlun og
afbrot þeirra á ekkert skylt viö
glæpi,” segir höfundur
greinarinnar.
□ Félagsleg
afbrot og glæpir
Robert Kilroy-Silk bendir siðan
á aö nauðsynlegt sé að gera
greinarmun á raunverulegum
glæpamönnum og fólki, sem gerzt
hefur brotlegt við lögin af ýmsum
ástæðum af félagslegum toga. Að
visu séu glæpir alltaf tengdir
félagslegum forsendum, en þó
muni allir þeir, sem meö þessi
mál fara greina hvað hér er við
átt.
„Endurhæfing fanga er
knýjandi nauösyn. Það á að stytta
refsivist fanga, auka reynslutima
þeirra undir eftirliti og gera allt
sem hugsazt getur til þess að gera
þá aö nýtum þegnum aftur.
Fjöldinn allur af þeim vanda-
málum, sem nú eru til meðferðar
i yfirfullum fangelsum ætti aö
meðhöndla utan fangelsismúra.
Það mundi einnig gera starfsfólki
fangelsanna auðveldara um vik
að reka fangelsin á viðunandi
hátt.”
Að lokum segir höfundur á
þessa leið: „Það er sorglegt að
vita til þess að siðmenntað
þjóðfélag okkar skuli ekki enn
hafa fundið upp neitt betra en aö
loka fólk inni i fangelsi ef það
hefur brotið eitthvað af sér. Við
eigum þess vegna að losa okkur
við það fólk út úr fangelsunum,
sem þar á alls ekki heima og
meðhöndla það á skynsamlegri
hátt en við gerum nú. Áuk þess
þurfum við að skapa nýjan
skilning á hlutverki fangelsisins
og haga aðferðum og meðhöndlun
fanga eftir þvi.”
—BJ