Alþýðublaðið - 01.06.1976, Síða 16
Elkem Soieerverket og Járnblendifélagið:
SAMN LANGl INGAR AÐU ’ UM LÍÐUR R EN 1, SEG-
IR IÐNAÐARRÁÐHERRA
„Höfum mjög mikinn áhuga á þátttöku” segir Elkem
Arbejderbladet norska hefur
þaö eftir i&naöarráðherra,
Gunnari Thoroddsen, aö hann
vonist til aö á&ur en langt liöi
veröi komiö samkomulag viö
Elkem Spigerverket um bygg-
ingu og rekstur járnblendiverk-
smiöju á Grundartanga, en
ráöherra telur aö viöræöur viö
norska fyrirtækiö hafi veriö
mjög jákvæðar.
Svo viröist sem Union
Carbide, sem samið haföi viö
tslendinga um þessa verk-
smiðju, hafi misst áhugann.
Ráöherranum fórust enn-
fremur svo orð:
„Samkvæmt siöustu áætl-
unum er gert ráö fyrir aö kostn-
aður við byggingu verk-
smi&junnar veröi 60 milljónir
dollara, og hún á að veita 140
manns atvinnu.
Upphaflegi samningurinn viö
Union Carbide kvaö svo á, að
íslendingar ættu 55% en U.C.
45% i verksmiöjunni. Viö gerum
okkur von um að þessi eignar-
hlutföll veröi öbreytt, ef
samningur næst viö Elkem
Spigerverket.
Viö höfum i huga aö leita
stuönings norræna fjár-
festingarbankans, enda er þetta
verkefni eins og sni&iö viö
reglur hans. Þar kveöur svo á,
a& aö minnsta kosti tvö Norður-
landanna séu aöilar aö fyrir-
tækjum, sem bankinn lánar til.
Min sko&un er, aö íslendingar
myndu almennt fagna því, aö
eigasamstarfviöNorðmenn um
járnblendiverksmiöjuna”,
sagöi iönaöarráöherra, Gunnar
Thoroddser.
Iönaðarráðherra lét einnig
svo ummælt, að Islendingar
leggi nú allt kapp á aö breikka
grunninn undir islenzku efna-
hagslifi meö fjölbreyttari út-
flutningsvörum, en enn um
stund veröi fiskur og fiskafurðir
buröarásinn.
Nýlegar eru tilraunir meö
ni&ursuöu steinbitshrogna, sem
fram til þessa hafa verið talin
óæti.
Ull og gærur eru einnig
þýðingarmikiar útflutnings-
vörur.
Sá vottur af stóröiöju, sem við
höfum komiö upp, er sements-
verksmiöja og áburöarverk-
smiöja og eru i tslenzkri eigu.
Alverksmiöjan er hinsvegar I
eigu Svisslendinga.
Sannleikurinn er sá, að viö
Islendingar eigum enn geysi-
mikiö óvirkjaö af orkulindum
okkar og til þess að geta virkjaö
þær þurfum viö erlent fjármagn
og stóriöju.
,,Við höfum mjög mikinn
áhuga" segja Norðmenn
Rolf Nordheim, forstjóri i
járnblendideild EÍkem Spiger-
verket telur fyrirtækiö hafa
mjög mikinn áhuga á þátttöku i
slikri verksmiðju, sem hér um
ræöir. Enn er þó eftir aö sjá
framúr fjárhagshliðinni, áöur
en viö tökum fullnaöar-
ákvörðun. Þaö hefur lengi veriö
okkur mikið áhugamál, aö ná
samvinnu viö Islendinga um
verksmiöjurekstur, og frá
okkar hálfu ér alls ekkert, sem
mælir á móti eignarhlutföllum
55:45%.
Okkur er kunnugt um orkuauð
Islendinga og þann grunn, sem
hann er, undir rekstur stóriöju.
Margir fundir hafa þegar
veriö haldnir um þetta mál, og
gert er ráö fyrir framhaldi af
þeim I þessum mánú&i.
Stöðugar samningaviðræður í Osló
Bretar vilja veiða innan 200 mílnanna eftir að samningstíminn er útmnninn
Samningafundur i landhelgisdeil-
unni hófst kl. 11.40 i gærmorgun i
Osló og ræddust þar við Einar
Agústsson, Matthias Bjarnason
og Crosland utanrikisráðherra
Breta.
Stóð fundurinn i eina kiukku-
stund, en hófst siðan aftur kl.
14.00.
Östaðfestar fregnir frá Osló
herma að einkum hafi veriö deilt
um tvö mikilvæg atriöi: annars
vegar samningstimann þ.e. hvort
samningur gildi til 1. desember
eða 1. janúar, og hins vegar hvað
taki við að honum ioknum. Er og
talið aö Bretar geti ekki sætt sig
við, að fá ekki að stunda veiðar
innan 200 milna markanna eftir
að samningstiminn er fallinn úr
gildi.
21 brezkur togari er nú eftir á
miðunum og var flotinn á sigl-
ingu i gær, enda hafa togararnir
fengið þau fyrirmæli að reyna
ekki veiðar, meðan samninga-
fundurinn stendur yfir i Osló.
Virtist flotinn vera á leiöinni á
miðin út af Vestfjörðum.
Af herskipunum er það að
segja, að þau lónuðu rétt fyrir
utan 200 milna mörkin þegar sið-
ast fréttist til i gærkvöld og verða
þau til taks við mörkin þar til vit-
að er hver árangur samningaviö-
ræðnanna i Osló —J§S
Með
kaldri
kveðju
frá
Rúss-
landi
Ekki á góðu von „úr
því svona línukommar
eru rassskelltir...”
— Þaö veröur aö segjast eins og
er, aö Rússar eru sérstaklega leiö-
inlegir i viöskiptum viö okkur. Hins
vegar cru aðrar Austur-Evrópu-
þjóöir sérlega elskulegar og gott aö
eiga viðskipti við þær á handknatt-
ieikssviöinu, sagöi Siguröur Jóns-
son formaður HSl i samtali viö Al-
þýöublaöiö.
Sem kunnugt er sögðu islenzkir
júdómenn farir sinar ekki sléttar er
þeir komu heim úr Rússlandsferö á
dögunum. Voru þeir m.a. teknir Og
baröir af rússneskum landamæra-
vöröum og aörar móttökur eftir
þvi. Nú hefur veriö rætt um aö
landsliðiö i handknattleik fari tii
Sovét, en eftir meöferöina á þeim
júdóköppum hafa runniö tvær
grimur á menn.
— Ja, ég veit ekki hverju viö
megum eiga von á fyrst svona linu-
kommar er rassskelitir viö kom-
una, sagöi Siguröur. A hann iiklega
viö Eystein Þorvaldsson formann
Júdósambandsins og fyrrum
fréttastjóra Þjóöviljans, en
Eysteinn var einmitt barinn i Rúss-
iandsferöinni. En Siguröur sagöi
jafnframt, að enn heföi ekki borizt
formlegt boö frá Rússum. Burtséö
frá hugsanlegum barsmiöum væri
útilokaö aö fara þangaö austur ef
HSt þyrfti aö borga ferðirnar.
Um slðustu áramót var iandsliö
Sovétrikjanna i handknattleik hér-
iendis og lék einn leik. Greiösia til
liðsins nam fjögur þúsund doliur-
um, en vegna margra fridaga um
þetta leyti var erfiöleikum bundiö
aö inna greiösluna af hendi þegar
Rússar voru hér. Liöið átti aö fara
til Sviþjóöar á mánudagsmorgni og
bauðst HSt til aö senda greiösluna
þangaö tafarlaust. Rússar tóku þvi
víösfjarri og aö endingu var þaö
fyrir sérstaka greiöasemi Lands-
bankans, aö bankinn var opnaöur á
sunnudegi og gengiö frá greiðsl-
unni.
Er .þetta gott dæmi um þann
stirðbusahátt sem Rússar hafa
sýnt i samskiptum viö islenzka
handknattleiksmenn. —SG
ÞRIÐJUDAGUR
1. JÚNÍ 1976
alþýöu
blaðiö
Heyrt: Aö væntanlegir
samningar viö Breta I fisk-
veiöideilunni geti dregiö al-
varlegan dilk á eftir sér i
stjórnarflokkunum, eink-
um i Framsóknarflokkn-
um. Margir þingmenn
flokksins i dreifbýliskjör-
dæmum eiga I vök aö verj-
ast vegna óánægju heima-
manna meö samningana,
og hafa þessir þingmenn
látiö þung orö og stór falla
viö umræöur um samn-
ingsdrögin.
Frétt: Aö þótt mörgum
þyki dýrt aö búa á Islandi
séu erlendir feröamenn
himinlifandi ogtelji fremur
ódýrt aö feröast um Island,
matur sé tiltölulega ódýr,
svo og þjónusta og feröir
innanlands. Hins vegar
þyki þeim áfengi á veit-
ingahúsum dýrt.
Lesiö: 1 Alþý öum anninum
á Akureyri, aö bæjarráö
Akureyrar hafi samþykkt
aö greiöa eigendum jaröar-
inn Glerár 18 þúsund krón-
ur i ársleigu vegna skiða-
hótels og annarrar a&stööu
i Hliöarfjalli fyrir árin 1974,
1975 og 1976. — Þetta- er
hófleg greiösla, ef miöaö er
viö þær kröfur, sem ýmsir
landeigendur hafa uppi
vegna almenningsnota af
landi þeirra.
Frétt: Aö á borgarafundi i
Borgarnesi um helgina,
þar sem rætt var um brú
yfir Borgarfjörð' hafi eng-
inn minnzt á áhrif brúar- og
vegager&ar á laxveiöi i
Hvitá. Fróöir menn telji
hins vegar, aö þessar
framkvæmdir muni hafa
mikil áhrif á laxagengd,
laxinn hætti að ganga upp
meö bökkunum og þar meö
’ veröi netaveiöi úr sögunni.
Hleraö: Að rikisstjórnin
hafi beðiö með nýja verð-
stöövun þar til gengiö hefur
veriö frá hækkun á veröi
búvöru. Þessi hækkun tek-
ur gildi i dag og má þvl bú-
ast viö veröstöövun ein-
hvern næstu daga.
Frétt: Aðeftir allt þaö um-
tal, sem glæpamálin stóru
hafa hrundiö af staö, hafi
margir rannsóknarlög-
reglumenn lýst áhuga sin-
um á þvi, aö komast til
framhaldsnáms ytra og
læra nýjustu tækni viö
rannsóknir alvarlegra af-
brotamála. Til þessa hefur
ekki veriö krafizt sérþekk-
ingar á þvi sviði.
Frétt: A& sala á laxveiði-
leyfum I sumar hafi gengið
einkar vel. Mikill áhugi sé
meðal útlendinga á þvi aö
renna fyrir lax á tslandi,
enda óvlöa i Evrópu og
Bandarikjunum meiri
veiöivon en hér á landi.