Alþýðublaðið - 13.06.1976, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 13.06.1976, Blaðsíða 1
alþýðu* blaoið Sunnudagur 13. |um 1976 116. tbl. — 1976 — 57. árg. SUNNUDAGSLEIDARI 11 (slenzki sjómaðurinn Það er kunnara en frá þurfi að segja, að is- lenzki sjómaðurinn afkastar meiru en nokkur starfsbróðir hans i nálægum löndum. íslenzkur sjómaður hefur aflað um 150 smálesta fisks á ári, norskur sjómaður hefur t.d. aflað 75 smá- lesta eða aðeins helming þess, sem islenzkur. starfsbróðir hans hefur framleitt. Þessi miklu afköst islenzkra sjómannsins valda þvi að sjávarútvegur hefir getað orðið sú undirstaða islenzks efnahagslifs og sá grundvöllur aukinn- ar hagsældar á íslandi sem raun ber vitni. Þýð- ing fiskveiða fyrir íslendinga i samanburði við aðrar þjóðir sést m.a. á þvi, að fiskafli ís- lendinga á mann hefur árlega verið um 3.400 kiló og þannig meiri en nokkurrar annarrar þjóðar i Evrópu. Norðmenn veiða um 450 kiló á mann, Bretar 18 kiló og Vestur-Þjóðverjar 18 kiló. Hér á landi á meira en fjórðungur þjóð- artekna rót sina að rekja til sjávarútvegs. Um allar erlendar þjóðir gildir það hins vegar, að tekjur þeirra af sjávarútvegi i heild eru undir 1% af þjóðartekjum þeirra. Að þvi er íslendinga snertir er hitt þó enn mikilvægara að 80-90% af útflutningstekjum þeirra hafa verið tekjur af út- flutningi sjávarafurða. 1 þessum dúr er venja að tala um islenzkan sjávarútveg og islenzka sjómanninn: Sem drif- fjöður islenzks efnahagslifs og útflutnings. Á hitt er sjaldan minnzt, að islenzkir sjómenn eru menntuð stétt og merkileg frá menningarsjón- armiði, enda hefði þeir ekki tileinkað sér aukna þekkingu og tækninýjungar með jafnskjótum hætti og raun ber vitni, ef svo væri ekki. Með is- lenzkum sjómönnúm, ekki siður en islenzkum bændum, hefur varðveitzt sú gamla islenzka menningarhefð, sem gert hefur íslendinga að þvi, sem þeir eru. Með þeim hefur islenzk menning blómgazt sem alþýðumenning, en ekki yfirstéttamenning, sem aldrei hefur verið til á íslandi og vonandi verður hér aldrei til. Þegar ég stundaði háskólanám á meginlandi Evrópu fyrir siðari heimstyrjöldina, voru engar flugsamgöngur við önnur lönd. Við náms- mennirnir sigldum milli landa haust og vor. Einu sinni bauð námsfélagi minn mér og öðrum félaga okkar far með togara til Grimsby, en fað- ir hans var skipverji á togaranum. Þaðan skyldf svo haldið með járnbraut til Þýzka- lands þar sem við vorum allir við nám. Fyrsta eða annað kvöldið um borð bauð skipstjórinn okkur inn til sin og veitti ölglas. Fljótlega kom þó i ljós, að ekki var tilætlunin að efna til öldrykkju, heldur hafði skipstjórinn á- huga á þvi að ræða við okkur „menntamennina” ýmis óljós atriði varðandi ættfræði Sturlungu, sem hann gerði ráð fyrir að við bærum eitthvert skynbragð á. í ljós kom, að hann var sérfræð- ingur i ættartengslum á Sturlungaöld, en við mjög fáfróðir um þessi efni. Ýmislegt varð okk- ur þó ljósara en áður þetta kvöld. Af okkur lærði hann hins vegar ekkert. Á siðari árum höfum við hjónin nokkrum sinnum notað sumarleyfi okkar til þess að ferð- ast með flutningaskipum Eimskipafélagsins milli Evrópuhafna, en slikar ferðir taka 4-5 vik- ur. Þessar ferðir hafa ekki aðeins reynzt ein bezta hvild, sem völ er á, heldur hafa þær einnig skapað kynni við fólk, sem reynzt hefur frábært að mannkostum, og lagt grundvöll að varanlegri vináttu. Ég þekki að visu ekki til farmanna annarra þjóða, en óliklegt þykir mér, að þær hafi á að skipa mörgu fólki á borð við ýmsa þá, sem kynni hafa skapazt við á þessum ferðum. Á ég þar ekki við verkkunnáttu, sem ég er ekki dómbær um, heldur mannkosti og menningar- áhuga. Meðal þeirra er einn mestur kunnáttu- maður á ritverk Halldórs Laxness, sem ég hefi hitt fyrir. Annar kunni tugi af kvæðum Daviðs Stefánssonar utan bókar, og þannig gæti ég lengi talið. Á sjómannadegi er sjálfsagt að minnast þess hverja björg i bú sjómaðurinn færir þjóð sinni. En hitt má ekki gleymast, að menningarviðhorf hans er einn af hornsteinum islenzks sjálfstæðis. Það er þjóðarsómi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.