Alþýðublaðið - 15.06.1976, Síða 7

Alþýðublaðið - 15.06.1976, Síða 7
Þriðjudagur 15. júní 1976 Listahátíð í Reykjavík 7 Velheppnaðir tón- leikar konungsins Benny Goodman: Stopping at the Savoy. Þeir, sem komu af hljómleikum Benny Goodman og hljómsveit- ar hans á laugardags- kvöldið, voru síður en svo vonsviknir og hafa sjálf- sagt gert tvennt, er þeir komu heim, brugðið jazz- plötu á plötuspilarann, og farið i bað. Þrúgandi hiti var nefnilega allt kvöldið og loftleysi í Höllinni. Þetta var það eina sem hægt var að f inna að frá- bærum hljómleikum, fyrir utan smágalla í hl jóðnemum. Enginn Goodman. Tónleikarnir hófust á þvi, aö fimm af hljóöfæraleikurum hljómsveitarinnar léku i rúman hálftima til aö hita upp mann- skapinn. Fyrst er þeir komu inn á sviöið, án þess að Goodman væri með, hugsuöu margir, aö þessa karla heföu þeir ekki komið til aö hiusta á, þeir vildu Benny Goodman. Þar sem eng- inn af þessum hljóðfæraleikur- um var i gamla kvartettnum, sextettnum eða gömlu stór- hljómsveit (big band) Good- mans, héldu margir aö þetta væri eitthvert skrapliö, sent til að sjá um undirleik meö klari- nett Goodmans, og þvi litt hæfir til að spila einir. Valinn maður i hverju rúmi Þvilikur m isskilningur. Þarna var valinn maður i hverju rúmi. Connie Kay, trommuleikari, gaf Gene heitn- um Krupa ekkert eftir, þegar Krupa var upp á sitt bezta. Þeir hafa nefnilega engin not fyrir lélega trommuleikara hjá Modern Jazz Quartet, en meö þeim lék Kay i ræp 20 ár. Pianóleikarinn John Bunch var mjög góður. Lék af innlifun og öryggi, enda hefur hann áöur spilaö með stórstjörnun, eins og Woody Herman og Buddy Rich. Michall Morre handfjatlaöi bassa sinn á einstaklega frá- bæran hátt og er hann talinn einn albezti jazz-bassaleikar- inn, sem fram hefur komiö um áraraöir. Gene Bertoriti, gitarleikari, var sá, sem kom undirrituðum mest á óvart. Hann lék af mikilli innlifun og þeir kaflar, sem hann lék einleik (sóló), voru einkar geöfelldir. Og þá er komið að Peter Appletard. Honum veröur ekki lýst með orðum. Fyrir utan það aö vera einhver snjallasti vibra- fónleikari, sem uppi hefur verið, er sviösframkoma hans skemmtileg. Þessir fimm komu fram i upphafi tónleikanna og léku i rúman hálftima, eins og áður sagöi. Léku þeir mikið af fingr- um fram og tóku langa einleiks- kafla (sóló^-Gerðu þeir þessu hin beztu skil, og þegar þeir hættu og fóru i 15 minútna hlé, var kominn mikill hugur i áhorfend- ur. Þegar huröir Laugardals- hallarinnar voru opnaðar, átt- aöi fólk sig á þvi hversu mikið var af þeim dregið sökum loft- leysis og hita, og er þaö grunur undirritaðs, að margir hafi keypt sér svalandi gosdrykk i hléinu. Nú birtist Goodman. Eftir hléið komu listamenn- irnir aftur inn á sviöiö og meö þeim sjálf kempan, Benny Goodman. Fagnaöarlæti áhorf- enda voru mikil og innileg. Goodman fór rólega af staö, spilaöi sig i stuö eins og sagt er á slæmri islenzku. Þvilikir tónar, sem hann gat galdraö úr þessu hljóöfæri sinu. Þaö heyröist einna bezt i „Sendin the Clowns”, rólegu lagi. Nú komu inn þeir George „Buddy” Tate, saxófónleikari, og Warren Vashe, trompetleik- ari, og voru þeir einnig yfir- burðarhljóöfæraleikarar. Lék nú hljómsveitin nokkur af þeim gömlu Iögum, sem gerðu Good- man og sveifluna fræga, svo sem „Lady be good, Stopping at the Savoy, Sing, sing, sing og fleiri. Fór nú heldur betur að færast fjör i áhorfendaskarann og skemmtu allir, bæði hljóö- færaleikarar og áhorfendur, sér konunglega. * I lokin varð Goodman að leika mörg aukalög og ætlaði fagnað- arlátunum aldrei að linna. Þeg- ar aukalögin voru leikin, voru dyr Hallarinnar opnaðar svo að áhorfendur gátu andaö aftur og færðust þvi i aukana. Áhugi að aukast á jazz Ahorfendur fylltu Höllina á laugardaginn, þrátt fyrir að miöaverð hafi verið heldur rif- legt og er liklegt að tónleikar Cleo Laine komi til með að bjarga Listahátið fjárhagslega, en það, að þetta skuli hvoru tveggja vera jazz-tónleikar, sýnir það, að áhugi fólks ájazz hefur stóraukizt siðustu árin. ATA Víbrafónsnillingurinn Peter Appeyard. Gérald Schneider A sýningu franska listmálar- ans Gérald Schneider eru alls 40 myndir málaöar á árunum 1960 til 1974. Við fyrstu sýn dettur manni i hug að hér sé á ferðinni venjulegur klessumálari. Svo er þó ekki. Að visu hefur það nokk- ur áhrif á mat manna á verkun- um að listamaðurinn hefur hlot- iö alþjóðlega viðurkenningu og er sagður eftirsóttur i frægum listasölum erlendis. Hvað sem þvi liður virkar þessi sýning þannig á mann, aö hér sé á ferðinni stórt nafn af litaprufum. Allar eru þær mál- aðar á pappir með þykkum aug- lýsingalitum, svipaöar þvi, sem sjá má i barnaskólum bæði hér og erlendis. Myndirnar koma þvi yfirleitt mun betur út ljós- prentaðar heldur en i sinni upp- runalegu mynd. Það hefði tvimælalaust verið áhrifameira og sanngjarnara gagnvart málaranum sjálfum, að hafa meiri fjölbreytni en þarna getur að lita. Hinar risa- stóru oliumyndir Schneiders hefðu vel mátt taka eitthvað af rúmi sýningarinnar og hefðu gouache-myndirnar þá notið sin mun betur en raun ber vitni. Allar myndirnar á sýningunni einkennast af sama handbragð- inu og sömu grundvallar aðferð- inni. t fyrsta lagi er það grunn- urinn sem ýmist er grár, hvitur, rauður, brúnn, blár, grænn eða gulur i hinum ýmsu afbrigðum. Siðan koma sveiflurnar. Mynd- irnar bera svo heiti samkvæmt þeim litasamsetningum, sem grunnur og sveiflur hafa. Svo tekin séu dæmi má nefna eftir- farandi: Fjólublár grunnur, rauö sveifla á svörtu. Grænn grunnur, gul og fjólublá sveifla. Himinblár grunnur, rauð og svört sveifla og hvitur grunnur, fjólublá og skærblá sveifla. Svonalagað geta stórmeistar- ar leyft sér og Gérald Schneider er svo sannarlega einn þeirra manna, sem ekki telur sig þurfa að biðja menn afsökunar á þvi, að hann skuli vera til. Þó er maðurinn sagður mjög hlé- drægur, af kollegum sinum, sem margir hverjir hafa orðið að leggja á sig mikla vinnu við að auglýsa sjálfa sig upp. Þrátt fyrir allt verður að telja mikinn feng i þvi, að fá þessa sýningu hingað á Listahátið. Einn grunnur með sveiflu. A KJARVALSSTÖÐUM Sex óllkir grunnar með sveiflum. Menn komast ekki hjá þvi að sagt eitthvað um list franska tala um svona sýningu og þegar listmálarans Gérald Schneider. á allt er litið munu flestir geta —BJ Schneider

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.