Alþýðublaðið - 08.08.1976, Page 1

Alþýðublaðið - 08.08.1976, Page 1
ðu blaöið Sunnudagur 8. ágúst—163. tbl. — 1976 —57. árg. SUNMUDAGS LEIÐARI Afnemum tekjuskatt af launatekium! u:,* O Enn er dunið yfir þjóð- ina það álega hneyksli, sem birting skattskrár- innar er. Hún hefur verið og er auglýsing á ein- hverju stórf el Idasta félagslega misrétti, sem hér á sér stað í íslenzku þjóðfélagi. Það er fyrst og fremst tekjuskatts- heimta ríkisins, sem er fáránleg. Fólk með venjulegar launatekjur verður að tína upp úr vasa slnum verulegan hluta tekna sinna og greiða ríkinu, samtímis verður það vitni að því, að fjöldi manna, sem allir vita, að lifa lúksuslifi, greiðir mun minna eða jafnvel alls ekki neitt til sameiginlegra þarfa þjóðfélagsins. Þetta hafa menn mátt horfa upp á árum saman. Allar ríkis- stjórnir hafa sagzt vilja breyta skattalögunum og laga ágalla þeirra. Þeim hefur verið margbreytt á mörgum undanförnum árum. En ranglætið helzt. Misréttinu linnir ekki, heldur virðist það þvert á móti fara vaxandi. Mæl- irinn er orðinn fullur. Alþýðuf lokkurinn er eini stjórnmálaf lokkur- inn, sem dregið hefur af þessu djarfa og skynsam- lega ályktun. Hann hefur lagt til, að afnema alger- lega tekjuskatt til ríkisins af launatekjum, en láta óbeinan skatt, fyrst sölu- skatt og síðar virðisauka- skatt, koma í staðinn. Alþýðuf lokkurinn vill m.ö.o. taka að skatt- leggja eyðsluna í stað þess að skattleggja tekj- urnar. Hins vegar vill hann, að atvinnurek- endur, hvort heldur um er að ræða einstaklinga eða félög, haldi áfram að greiða tekjuskatt, og meira að segja miklu meiri tekjuskatt en þessir aðilar hafa greitt, því að í Ijós hefur komið, að tekjuskattur af öllum at- vinnurekstri í landinu er ekki nema brot af þeim tekjuskatti, sem einstakl- ingar greiða. Einmitt í því er hið stórkostlega félagslega ranglæti fólgið. Tvennt hefur fyrst og fremst verð fært fram gegn þessari hugmynd. Hið fyrra er, að láglauna- fólk, sem nú greiðir litinn eða engan tekjuskatt, myndi samkvæmt hinu nýja kerfi greiða meiri skatt en áður. Þennan mismun er vandalaust að jafna. Nú þegar eru greiddar barnabætur og komið hefur verið á vísi að kerfi svo kallaðra nei- kvæðra skatta, þ.e. tekju- »*2%$mssSgl m lagt fólk getur fengið greiðslur úr ríkissjóði í stað þess að greiöa til hans. Þessi kerfi mætti stækka í því skyni, að breyting úr beinum í óbeinan skatt bitnaði ekki að láglaunafólki. Síðara atriðið, sem bent hefur verið á, er, að einstakl- ingar, sem nú hafa mjög háartekjur, myndu sleppa við skattgreiðslu. Um þetta er það aó segja, að þeir launþegar sem hafa mjög háar tekjur, eru sárafáir. Þeir, sem hafa hinar háu tekjur, eru atvinnurekendur af einhverju tagi, en sam- kvæmt tillögum Alþýðu- flokksins eiga atvinnu- rekendur að greiða tekju- skatt áfram, það eru ein- mitt þessir hátekjumenn, sem nú greiða alltof lágan tekjuskatt. Hafa verður í huga, að atvinnu- rekendur eru ekki ein- ungis þeir, sem eiga t.d. togara, verksmiðju eða hei Idverzlun, heldur einnig t.d. lögfræðingur, sem rekur lögfræðiskrif- stofu með mörgu starfs- fólki, læknir, sem notar dýr tæki og hefur aðstoðarfólk o.s.frv. Þó að einhverjir launþegar, sem hafa háar tekjur, myndu samkvæmt hinu nýja kerfi greiða minna til ríkisinsen áður, og það sé í sjálfu sér ekki æski- legt, þá er það hégóminn einber miðað við það ranglæti, sem núverandi kerf i hef ur í för með sér. Tekjuskattur allra ein- staklinga á landinu mun nú nema um 7.500 millj. kr. Um 90% þessarar upphæðar er greiddur af launþegum, en aðeins um 10% af einstaklingum, sem stunda atvinnu- rekstur. Rikið myndiþví missa um 6.750 millj, kr. tekjur við kerfisbreyt- inguna, og þann tekju- missi yrði að sjálfsögðu að bæta ríkissjóð . Það ætti fyrst og fremst að gerast a þann hátt, að rikissjóður skilaði neyt- endum aftur þeim tveim söluskattsstigum, sem lögð voru á vegna nátt- úruhamfaranna í Vest- mannaeyjum og á Norð- firði, en tekjur af hverju söluskattsstigi nema nú um 1400 millj. kr. svo að hér yrði um 2800 millj. kr. að ræða. Þegar það er haft í huga, að ríkisút- gjöldin hafa vaxið úr rúmum 9000 millj. kr. 1970 í 60.000 millj. kr. á þessu ári, ætti það ekki að reynast torvelt, enda nauðsynlegt að draga úr ríkisútgjöldum af öðrum ástæðum. Þá er nú inn- heimteitt söluskattsstig í olíusjóð, og falla ákvæði um það úr gildi 28. fe- brúar á næsta ári. Ef hægt væri að komast hjá að framlengja þessi ákvæði, bættust 1400 millj. kr. við, en óvíst er þó, að hægt muni vera að afnema þau í bráð. Hins vegar er í tillögum Alþýðuf lokksins gert ráð fyrir því, að breyta hinum ranglátu reglum skattalaga um fyrningar- frádrátt og vaxtafrádrátt í atvinnurekstri og reglunum um tekjuskatt af söluhagnaði eigna. Erf itt er að áætla, hversu mikið tekjur ríkisins mundu geta vaxið með þessum hætti. En augljóst er,að ekki vantar mikið á, að ríkissjóður fengi bættan þann ca. 6500-7000 millj. kr. tekjumissi, sem hann yrði f yrir. Það, sem á vantar, hefur Alþýðu- flokkurinn lagt til, að jafnað yrði með sér- stökum veltuskatti á fyrirtæki, semstunda at- vinnurekstur, hliðum aðstöðugjaldi því, sem sveitarfélög innheimta nú, og er sá skattstofn þegar fyrir hendi. Þegar það er haft í huga, að í fyrra greiddu aðeins 55- 60% af þeim aðilum, sem atvinnurekstur stunda, tekjuskatt, alls um 1600- 1700 millj. (tölur fyrir þetta ár eru ekki fyrir hendi), og að heildarvelta allra atvinnufyrirtækja í ár mun nema um 400 milljörðum króna, þá er augljóst, hversu lágur slíkur veltuskattur gæti verið til þess að halda ríkinu skaðlausu af kerfisbreytingunni, en meðtilliti til þess, hversu lítið atvinnureksturinn hefur greitt til ríkissjóðs, er slíkur skattur rétt- látur. Þessar tiliógur Alþýðu- flokksins eru einu raun- hæfu tillögurnar, sem fram hafa komið til þess að bæta úr því ógnarlega ranglæti, sem núgiidandi tekjuskattskerfi hefur í för með sér. Almenningur mun áreiðanlega fylgjast vel með þvi, hver gaumur þeim verður gefinn af hálfu stjórnvalda. GÞG.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.