Alþýðublaðið - 29.08.1976, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.08.1976, Blaðsíða 4
10 Sunnudagur 29. ágúst 1976 fflSf RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPÍTALINN HJtJKRUNARKONUR óskast til starfa á Barnaspitala Hringsins og öldrunarlækningadeild, Hátúni 10B. SJÚKRALIÐAR óskast til starfa á sömu deildir. Upplýsingar veitir forstöðukona, simi 24160. KLEPPSPtTALINN FÉLAGSRAÐGJAFI óskast til starfa nú þegar. Upplýsingar um starfið veitir yfirfélagsráðgjafi simi 38160. Umsóknir er greini frá aldri, menntun og fyrri störfum sendist Skrifstofu rikisspitalanna, Eiriks- götu 5 fyrir 1. október n.k. HJÚKRUNARKONUR óskast til starfa á hinar ýmsu deildir spital- ans svo og HJÚKRUNARKONA á næturvakt á Flókadeild. Upplýsingar hjá forstöðukonu, simi 24160. Reykjavik, 27. ágúst, 1976. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5,SÍMI 11765 * Lausar stöður Deildarfulltrúi i fjölskyldudeild. Umsækj- andi þarf að hafa lokið námi i félagsráð- gjöf og starfsreynsla er æskileg. Félagsmálastarfsmaður i fjölskyldudeild. Umsækjendur með próf i félagsráðgjöf ganga fyrir. Laun samkvæmt launakjörum borgar- starfsmanna. Nánari upplýsingar veittar i sima 25500. Umsóknir skulu berast Félagsmálastofn- un Reykjavikurborgar sem allra fyrst, og eigi siðar en 10. september. gRS Felagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Í K i Vonarsíræti 4 sími 25500 Laus staða Staða aðalbókara sem jafnframt er skrif- stofustjóri við embætti bæjarfógetans i Keflavik, Grindavik og Njarðvik og sýslu- mannsins i Gullbringusýslu er laus til um- sóknar. Staðan veitist frá 1. okt. 1976. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna, nú launaflokkur B 16. Umsóknir óskast sendar undirrituðum fyrir 10. sept. n.k. ásamt uppl. um aldur menntun og fyrri störf. Keflavík 25. ágúst 1976, bæjarfógetinn i Kefiavik, Grindavik og Njarðvik, sýslumaðurinn i Gullbringusýslu, Jón Eysteinsson sign. Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi: Bretti — HurWr — Vétarlok — <»; Geymskiiok á Wolkswagen i allflestum litum. Skipium á . einum degi meö \iagsfyrirvara fyrir ákveöiö verö. Reyniö viöskiptin, - v* Bilasprautun Garðars Sigmundssonar. jSkipholti 25 Simar 19099 og 20988. „Það sem er góð „spánska” í dag kann að vera af- leit „spánska” á morggn” Ólafur Hannibalsson, skrifstofustjóri ASÍ skrifar vegna útvarpsþáttarins„Þistla” 1 annars ágætum út- varpsþætti þriggja ung menna sunnud. 22. ágúst um ófrelsi á Spáni var veitzt að Al- þýðusambandi Islands fyrir hópferðir Alþýðu- orlofs til Spánar. Töldu stjórnendur þáttarins (er ber heitið„Þistlar’ ’) að ASl hefði skorist úr leik varðandi skipulagt ferðabann („boycott”) á Spán, sem önnur verkalýðssamtök hefðu gengist fyrir, og þar meðóbeint léð fasista- stjórn Spánar stuðning sinn eða a.m.k. óbeint lagt blessun sina yfir- athæfi hennar. Undir þessum um- mælum vill Alþýðu- sambandið ekki liggja,en vonar að þessi ummæli stjórn- enda þáttarins stafi fremur af ókunnug- leika en löngun til að sverta Alþýðusam- bandið i augum frelsis- unnandi Islendinga. Þeim þremenningum hefði þó verið í lófa lagið að leita upp- lýsinga hjá skrifstofu ASÍ um varðandi þetta mál og hefðu þær verið fúslega veittar. 1. Um allmörg undanfarin ár hefur það verið yfirlýst stefna Alþjóðasambands frjálsra verkaiýöstélaga og aöUdarsam- taka þess að hamla gegn ferða- mannastraumi til Spánar. Raunverulegur árangur var þó næsta litill enda skipulagði fjöldi ferða- og orlofssamtaka á vegum verkalýðshreyfingar- innar áfram ferðir til Spánar þrátt fyrir yfirlýsingar þinga og ráðstefna. Orlofssamtök þessi erusjálfstæðar stofnanir og þótt þau séu i tengslum við verka- lýðshreyfinguna eru sam- þykktir hennar ekki bindandi fyrir þær. Sama gildir um Al- þýðuorlof. 2. Á sl. hausti er hrikta tók I innviðum fasistastjórnarinnar fyrir alvöru voru aðgeröir gegn henni hertaraf hálfu verkalýðs- hreyfingarinnar og þá — og þá fyrst — lögöu ferðasamtök verkalýðshreyfingarinnar á Norðurlöndum niður ferðir til Spánar en hófust handa um að beina ferðum launþega til Portúgals (einkum Madeira) i sta*:m 3. Þessi áróðursherferð hafði þó ekki staðið lengi þegar i ljós kom, að við þær nýju aðstæður, sem voru að skapast i landinu taldi spánska verkalýðs- hreyfingin þessar aðgerðir ekki lengur rétta pólitlk, heldur V*—___ þvert á móti, og kom þessu áliti sinu á framfæri við systursam- böndin i V-Evrópu. Þetta sjónarmið var einna skilmerki- legast settfram i fréttabréfi frá Alþjóðamatvælaiðnaöarsam- bandinu, IUF, dags. 27 april sl. en þar segir á þessa leið: „Þann 14.-18. apríl dvaldi Dan Gallin frkv.stj. á Spáni og átti þá viðræður við þessa fulltrúa spönsku hótelstarfsmannasam- bandanna: Verkamannanefndina á Mallorka, sem er sósialisk og hefur þó náð fullum tökum á hinum opinberu verkalýðssam- tökum á eynni og sinnir þvi öll- um verkefnum, sem frjáls verkalýðssamtök hafa með höndum (og hefur með þvi tök á 40% af tekjum Spánar af ferðamönnum). Samband hótelstarfsfólksinn- an UGT á Kanarieyjum og Malaga (Costa del Sol). Þessi samtök bæði eru i Matvæla- iðnaðarsambandi UGT, en það er aftur meðlimur i IUF. (UGT hefur starfað leynilega um áratuga skeið með aðsetur i S-Frakklandi. Það á aðild að Al- þjóðasambandi frjálsra verka- lýðsfélaga. Dagana 15.-18. hélt það I fyrsta sinn þing sitt i Madrid og var ASÍ boðið að senda þangað fulltrúa en varð að láta sér nægja að senda árnaðaróskir og tjá samstöðu með spönskum verkalýö á þess- um tlmamótum I baráttu hans). Bæði þessi samtök leggja til einróma og með sömu rökum, að ferðabanni verkalýðs- hreyfingarinnar á Spáni verði aflétt. Rök þeirra eru þessi: 1. Virkt andóf á einu land- svæði leiðir til þess að rikis- stjörnin visvitandi reynir að beina ferðamannastraumnum til annarra landsvæða. Á Mallorka t.d. eru verkalýðs- samtökin mjög sterk og við minnsta tilefni gæti rikisstjðm- in skipulagt eigið ferðabann þar með þvi að beina ferðamönnun- um til staöa sem lakar standa að vigi hvað skipulögð verka- lýðssamtök snertir jafnskjótt og hótað er faglegum aðgerðum. (Þetta er einmitt það, sem hefði getað gerst eftir að sambandið hótaði að stöðva allan erðaiðnaðinn á eyni ef launa- kröfum þess væri ekki sinnt. Verkfalli, sem boðað var 17. april var þó aflýst þar eð orðið var við meirihluta krafna). Stjórnin mundi siöan reyna að snúa almenningsálitinu gegn verkalýðssamtökunum með þvi að kenna þeim um atvinnuleysi og samdrátt i efnahagslifinu (allir 400.000 ibúar Mallorka eiga sitt undir túrismanum, og rikjandi stöðnun i hótelrekstri hefur keyrt verðlag neðar en áður hefur þekkst). Það sama gæti gerst á Kanarieyjum og öðrum mikilvægum ferðamið- stöðvum Spánar. 2. Vaxandi andóf verkalýös- samtaka um allt land á Spáni leiðir til þess, að ferðaskrif- stofur — beina ferðamönnum til annarra Miðjarðarhafslanda (sögusagnir um „vaxandi ólgu meðal launþega” á Mallorka voru birtar f breskum og þýsk- um fjölmiðlum, með hvatningu til ferðafólks um að leita annað). Stjórnin hagnýtir þetta I póli- tiskum tilgangi, til styrktar hægri öflunum, sérstaklega ef skella mætti skuldinni fyrir til- finnanlega tekjurýrnun af túrisma, þjóðmála- og efnahagskreppu á frjálsu verkalýðssam tökin. Við þessar aðstæður hefur hið alþjóðlega ferðabann einungis þau áhrif að auka á þann þrýsting, sem stjórnvöld þegar beita gagnvart þeirri verka- lýðshreyfingu, sem er að risa úr öskunni og mótast, og sérstak- lega til að knýja á stéttvisustu svæðin þar sem til verkfalla gæti komið, ef samtökin fá tæki- færi til að treysta raðirnar og byggja sig upp. Verkalýðsfélögunum er ljóst, að yfirgnæfandi meirihluti ferðafólks til Spánar er laun- þegar og beina þvi eindregið til evrópskra verkalýðsfélaga, að þau útskýri fyrir féiögum sin- um, að við núverandi aðstæður tjái þau samstöðu sina við spánska launþega best með þvi að halda áfram að ferðast til Spánar, jafnvel þótt þeir með þvi taki áhættuna af þvi að lenda i óþægindum vegna verk- falla. Varðandi þau rök, að ferða- banndragi úr gjaldeyristekjum Spánar og veiki með þvi stjórn- ina, svara verkalýðssamtökin þvitil, að þau virði og samþykki þann tilgang, sem upphaflegalá að baki þessum aðgerðum, en með þvi að auka á efnahags- kreppu Spánar nd sé aðeins verið að leika upp I hendur hægri aflanna og auka á mögu- leika á valdatöku ofstækis- fyllsta fasistaarmsins. Slik þró- un yrði alvarlegt áfall fyrir þá frjálsu verkalýðshreyfingu, sem er aðrisa, mótastog skipu- leggja sig um allt landið upp úr ólöglegri starfsemi.” Svo mörg voru þau orð fram- kvæmdastjóra IUF. Af þeim er væntanlega ljóst, að aðstæður á Spáni eru sibreytilegar og að „taktik” andstæðinga stjórnar- innar verður að breytast til samræmis. Það sem er góð „spánska” i dag getur verið af- leit „spánska” á morgun. Það má margt að starfsemi Ál- þýðusambandsins finna með nokkrum rétti,þ.á m. að nokkuð skortir á að við sýnum 1 verki samstöðu okkar með kúguðum stéttarsystkínum útí f íi éinii af sama myndarskap og bræöra- samtökin i nálægum löndum. Hins vegar eru þvi takmörk sett sem átta manna starfslið Al- þýðusambandsins getur gert og þvi eðlilegt að starfskröftum sé beint að brýnustu hagsmuna- málunum hverju sinni. Það er þvi dálitið fljótfærnislegt að álykta sem svo, að I hvert sinn sem ASÍ lætur undir höfuð leggjast að mótmæla kúgun og ofbeldi sé það að leggja blessun sina yfir ógnarstjórn og fasisma. ASl vonar þvi að stjórnendur þáttarins „Þistla” sjái sér fært að koma þessari leiðréttingu á framfæri, en þar sem þátturinn er ekki á ferð aftur fyrr en eftir hálf an mánuð, þykir óhjákvæmilegt annað en að biðja aðra fjölmiöla að koma á framfæri þessum skoðunum spænskra verkalýössamtaka varðandi andróður gegn feröa- lögum til Spánar. Ólafur Hannibalsson skrifstofustjóri ASÍ.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.