Alþýðublaðið - 29.08.1976, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 29.08.1976, Blaðsíða 1
btaXfö" (Sunnudagur 29. ágúst — i76.tbl, —1976 — 57. árg. 7 SUNNUDAGS UEHBARI f Alþýðublaöinu hefur nokkuð verið rætt um stöðu kirkjúnnar i íslenzku samfélagi. ( framhaldi af þessum umræðum hefur Alþýðublaðið lagt þá spurn- ingu fyrir nokkra kirkjunnar menn hvað Guðs kristni vilji gera og geti gert til þess að hamla á móti því sið- leysi, sem nú veður uppi. Svör nokkurra þeirra eru birt í blaðinu í dag. Biskup Islands, herra Sigurbjörn Einarsson, segir meðal annars: „Tímarnir eru misjafnir, að sjálfsögðu. Það er mjög ríkjandi einkenni á okkar samtíð, að hún sinnir lítt um hin eilífu rök lífsins, áhuginn snýst um efnisleg verðmæti, lífshugsjónin mótast mjög af því, að peningar og þægindi veiti hina fullu hamingju. Þetta lífsviðhorf hlýtur að tæra allar siðferðislegar undirstöðu einstaklinga, og þjóðfélagið í heild hefur verið næsta fáskiptið um þessa hlið málsins. Aðstaða kristinnar kirkju hefur um langt skeið verið slík, að hennar raust hefur verið rödd hrópandans í eyði- mörk". Séra Lárus Halldórsson segir meðal annars: „Afsiðun er staðreynd. Ræturnar teygja anga sína víða. En slíkt gerist og hefur áður gerst í sögunni, ér menn hætta að hirða um að varðveita þekkingu sína á þeim reglum og lífslögmálum, sem þeir siálf ir hafa gengizt undir í samfélaginu. Sé þetta afrækt og svo látið sem litlu máli skipti eða engu, er voðinn vís. Það er alltaf dýrt spaug að breyta gegn betri vitund, gegn því bezta í sjálfum sér. Hugtök brenglast, menn hætta að skilja mun á réttu og röngu, viljaiíf ið sljóvg- ast, dómgreind og ábyrgðartilfinning. Við látum gjarna Ijúga að okkur um mat siðrænna gilda og auðvitað svíkst bæði heimilið, skólinn og söfnuðurinn um að kenna hinum ungu réttan veg. Við getum ekki lýst ábyrgð á hendur neinum öðrum." Dr. Jakob Jónasson segir meðal annars í svari sínu: „En hvað getur Guðs kristni gert? Hún getur í fyrsta lagi boðað fagnaðarerindið um Guðs ríki, þar sem maðurinn er ekki aðeins sköpunarverk Guðs, og ekki aðeins þjónn Guðs, heldur barn Guðs, en af því leiðir, aðannað fólk er systur og bræður Guðs kristni flytur einnig boð og bönn — siðalögmál og síðast en ekki sízt heldur kristnin fram ákveðnu lífsmynstri, sem felst í fyrirmynd Jesú Krists. Nú er sú mynd af Jesú, sem geymist í Nýja testa-' mentinu, bundin við ákveðinn tíma, ákveðið land, og tengd lífsmynstri fornaldarinnar í Rómaríki. Það þarf því stöðugt nýja rannsókn og nýja innlifun til að finna hvernig nútíminn getur lifað sig inn í þaði mynstur, sem birtist í lífi hans. Þess vegna verður kristin boðun og rannsókn ritninganna fyrsta skrefið til siðgæðis að kristnum skilningi, að því ógleymdu að guðræknin er einn þáttur breytninnar. Ég er einn þeirra manna, sem er sannfærður um, að siðgæði hlýtur að grundvallast á trú, sem að kjarnanum til er í samræmi við guðsríkisboðin Krists". Séra Óskar J. Þorláksson, dómsprófastur, segir meðal annars í sínu svari: ,, Kristindámuruinn telur það einu öruggu leiðina til aðdraga úr spillingu og ef la siðgæði þjóðarinnar, að boða fagnaðarerindi Jesú Krists. Má í því sambandi minna á orð hans í f jall- ræðunni: „Leitið fyrst ríki Guðs og réttlætis, þá mun allt annað veitast yður að auki". og ennfremur þessi orð: ,, Allt, sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra." Þetta eru bæði gömul og ný sannindi. Ef fólk almennt vildi tileinka sér þessi sannindi, þá yrði auð- veldara, að halda uppi merki trúar og siðgæðis með þjóðinni. I trúar og siðferðilegum efnum verður vandinn ekki leystur með þvi einu að vita hið sanna, eða með óskhyggju einni saman, heldur með hinu, að <geta sýnt lífsstefnu sína í verki, með viljafestu og ábyrgðartilf inningu." Nokkru siðar segir séra Óskar J. Þorláksson: „Forystumenn þjóðarinnar á ýmsum sviðum, blaða- menn og aðrir góðviljaðir menn, mega ekki vera afskiptalausir og hálfvolgir í afstöðu sinni til kristin- dóms og kirkju, heldur veita þar jákvæðan stuðning í orði og verki... Verði tækni og menning nútimans við- skila við trúar og kærleiksboðskap Jesú Krists, bíða mannkynsins ill örlög." Alþýðublaðið vill vekja athygli á orðum þessara merku manna. Andvaraleysi ráðamanna gagnvart þeirri spillingu og siðleysi, sem graf ið hefur um sig í islenzku þjóðlífi, er hættuleg. Forheimskandi feimni og ótti við að játa kristna trú og fylgja siðalögmálum hennar hefur orðið stærri ríkjum að falli en hinu íslenzka. —ÁG— Hvað getur Guðs kristni gert?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.