Alþýðublaðið - 08.09.1976, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 08.09.1976, Blaðsíða 13
biaSld'' Miðvikudagur 8. september 1976. -Flokksstarfrid----------------------------------------- Ráðstefna S.U.J. um utanrikismál veröur haldin laugardaginn 25. september 1976. öllum F.U.J.- urum er heimil þátttaka. Dagskrá: Kl. lO.OOf.h. Skýrsla utanrikismálanefndar S.U.J. og umræður um starf og stefnu nefndarinnar, svo og framtíðarhorfur. Fram- sögumaður: Gunnlaugur Stefánsson. Kl. 13.00 e.h. Barátta S.U.J. fyfir alþjóðamálum, innanlands sem utan. Framsögumaður Jónas Guðmundsson. Kl. 14.00Umræðuhópar taka tilstarfa: I. Starf og stefna S.U.J. á alþjóðavettvangi. II. Alyktanir um utanrlkismál. Kl. 17.00 Afgreiðsla ályktana. Allir F.U.J.-arar eru hvattir til að mæta og taka þátt I mótun stefnu S.U.J. I utanrlkismálum. Utanrikismálanefnd S.U.J. Styrktarmannafélagið — Ás — Skrifstofa félagsins Hverfisgötu 8-10 verður lokuð frá 15/8 — 13/9 Alþýðuflokksfólk Norðurlandskjördæmi eystra. Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðuflokksins i Norðurlandskjör- dæmi eystra verður haldinn að Strandgötu 9 á Akureyri nk. laugardag 11. september og hefst kl. 13.30. Gestir fundarins verða Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins^og Finnur Torfi Stefánsson, lögmaöur. f.h. stjórnar kjördæmisráðs Hreinn Pálsson, formaður. Frá F.U.J. i Reykjavik: Aðalfundur félagsinsverður haldinn 20. sept næstkomandi. Dag- skrá verður auglýst siðar. Guðmundur Bjarnason formaöur Alþýðuflokksfólk Norðurlandskjördæmi vestra. Aðalfundur Kjördæmisráðs Alþýðuflokksins verður haldinn á Siglufirði n.k. sunnudag, 12. sept. og hefst kl. 13.30. Gestir fundarins verða Benedikt Gröndal, for- maður Alþýðuflokksins, og Finnur Torfi Stefánsson, lögmaður. Allt Alþýðuflokksfólk velkomið. Stjórnin. Alþýðuflokksfólk Suðurlandi. Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðuflokksins I Suðurlandskjördæmi verður haldinn I Vest- mannaeyjum 18. og 19. september og hefst fundurinn kl. 20.00 á laugardaginn. Gestir fundarins verða þeir Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins, og Arni Gunnars- son, ritstjóri. f.h. stjórnar Kjördæmisráðs Þorbjöm Pálsson. Kvíðir þú vetrinum? Sigurður Kristjánsson, nemi: Guðbjörg Sigurjónsdóttir, hús- Nei, ég hlakka mjög til vetrarins, móðir: Nei, en ég vona bara að þvi nú byrjar hin raunverulega við fáum góðan vetur. vinna, þaö er að segja skólinn, I ...TILKtfOLPS II fgg HOWiH—i1 „AÐ FRIKA UT Á DJOBBINU" Það er ekki ósjaldan, sem kvartað er undan strætisvögnum Reykjavikur. Ýmist er það, að vagnarnir halda ekki áætlun, vagnstjórarnir þykja ekki nógu liðlegir við farþega og svo mætti lengi telja. Og nú langar mig að segja frá svolitið bros- ^ legu atviki, sem kom einmitt fyrir í einum af þessum margumræddu vögnum. Vagnstjórinn sem ók þessum vagni, var ungur að árum og hreint ekki ógjörvilegur maður. Vissulega ók hann nokkuð hratt og skrykkjótt, en ekki svo að það væri farþegum til baga. Hins vegar var útvarpsgarmur einn með I förinni, og fór það ekki fram hjá neinum, né heldur það, að við getum hlustað á blessaðan kanann að vild. Þvi þarna vall ameriskan yfir bæði réttláta sem rangláta, án þess að nokkur fengi rönd við reist. ■ Eitthvað virtist þetta koma við hinar finni máltaugar vagn- stjórans, þvi þegar komið var að endastöð, stökk hann upp með fyrirgangi miklum og öskraði yfir vagninn svo undir tók I öllu: „Ég er sko gjörsam- lega að frika út á djobbinu.” Og þegar hann hafði látið dauð- skelkuðum farþegum þessa vitneskju i té, stökk hann út. Mér er ekki grunlaust Um að nokkrar gamlar konur, sem staddar voru I vagninum hafi farið út fyrr en þær ætluðu. Að minnsta kosti tæmdist hann all- skjótt eftir þessa uppákomu. ________________________Hulda j i ÍÍHRINGEKJAN Brúðhjón skilja á brúðkaupsdaginn Hjónaband hins 36 ára Guiseppe Buonasperna og hinn- ar 33 ára Rosu Braglia entist ekki brúökaupsdaginn. Veit- ingahúsið, sem brúðkaupsveizl- an var haldin á, setti upp 55 þús- und krónur fyrir matinn, en gestirnir neituöu að borga reikninginn. Foreldrar brúðar og brúðguma rifust ákaft, og brúðurinákvað aö skilja við eig- inmanninn. Miller ástfanginn Bandariski rithöfundurinn, Henry Miller, 84 ára, hefur lýst þvi yfir, að hann ætli ekki að kvænastaftur, en hann á aö baki fimm hjónabönd og fimm skiln- aði. Þetta kemur samt ekki i veg fyrir, að hann verði ást- fanginn. Núna elskar hann unga, kinverska leikkonu, sem hann harðneitar að nafngreina. Vopnasérfræðingur grípur til vopna GENF: Egypskur vopnasér- fræöingur, sem myrti banda- riska unnustu sina með 39 hnifsstunggum, var dæmdur I fimm ára fangelsi I Genf. Motie Ismail, 37 ára vopnasérfræð- ingur, myrti Jean Stewart, 29 ára, þegar hún hótaði aö yfir- gefa hann. Stígvél og aftur stígvél Sjaldan eða aldrei hafa stigvél af öllum gerðum verið eins mikið i tizku og nú. Enda er óhætt að segja, að fátt hentar betur islenzkri veðráttu, en einmitt slíkur fóta- búnaður. Erlendis þurfa menn þó ekki að ganga á stigvélum allt árið, llkt og hér og geta þvi lagt þau á hill- una þegar vorar. En vetur og haust er timi stigvélanna. Skó- framleiðendur erlendis eru þegar farnir að keppast við að kynna, hvað á boðstólum verður á vetri komanda Meðfylgjandi mynd sýnir okkur einmitt hvernig einn framleiðandinn vill að við verðum til fótanna I vetur. V______________________

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.