Alþýðublaðið - 08.09.1976, Blaðsíða 9
8 0R VIVISUM ATTUM
Miövikudagur 8. september 1976. blaSfð*'
sasr. Miðvikudagur 8. september 1976.
VETTVANGUR 9
Ógreidd
skuld
Okkur sem yngri erum að árum
gleymist oft á tiöum sú skuld sem
viðstöndum i við hinar eldri kyn-
slóðir.Þær gerðuþetta land að þvi
sem það er, við njótum ávaxt-
anna.
Margt eldra fólk þarfnast sér-
stakrar umönnunar, vegna
heilsuleysis, sem i mörgum til-
vikum stafar af of mikilli vinnu á
stuttu lifsskeiði. En svo er málum
háttað iþessu landi allsnægtanna,
þar sem ekki þykir ástæða til þess
að menn neiti sér um að kveðja
hefði á sinum sokkabandsárum
talið neittþaösem til þæginda má
teljast, að eldra fólk sem á um-
hyggju lærðs hjúkrunarfólks þarf
að halda á ekki i neitt hús að
venda. Heldur er miskunsami
samverjinn I okkur tslendingum
orðinn nærsýnn.
í nýútkomnu hefti Heimilis-
póstsins riti sem gefið er út fyrir
starfsfólk og vistfólk á Elli- og
hjúkrunarheimilinu Grund, er
grein eftir forstööumann heim-
ilisins.
Greinin heitir „Simtal”. Þar
segir maðal annars:
„Siminn var að hringja og sam-
talið var svo nauðalikt og ótal
mörg önnur. Spurt um vistpláss
fyrir aldraðakonu, sem var veik.
Ogsvariövar hið sama og svo oft
áður: — Þvi miður ekkert pláss
laust og rúmlæga sjúkl. getum
við þvi miður ekki tekið lengur.
Verðum að nota sjálf þau pláss er
losna fyrir sjúklinga frá
Asi/Asbyrgi i Hveragerði.
Flest kemst upp i vana, en þó
vona ég að aldrei verði það svo
hjá okkur á Grund, eða á öðrum
dvalarheimilum, að það verði
sársaukalaust að þurfa að gefa
slikt svar. Samúöin og mannúðin
má ekki gleymast i þessum al-
varlegu vandamálum, ef það ger-
ist, þá er voðinn vis — ekkert
verður að gert. Oft virðist mér
svo komið, að mannúðin og sam-
úðin með þeim, sem við vanda-
málin eiga að striða — gamla
fólkinu — sé hverfandi litil eða
engin.”
Þá bendir greinarhöfundur á
þörfina á langlegudeildum við
sjúkrahúsin. 1 þeim málum hafi
litið verið gert, en þegár liði að
kosningum rjúki allir upp tii
handa og fóta og þá skuli allt
gera — venjulega fyrirhyggjulitið
ogaflitlum efnum, og útkoman ei
eftir þvi.
Þá heldur greinarhöfundur
áfram:
„Oddur A. Sigurjónsson bað
mig um að skrifa grein fyrir
Alþýðublaöið um þessi mál, og
var það gert og hefur greinin
þegar verið birt. Handhægast
hefði veriö að senda gömul blöð af
Heimilispóstinum. Þar hef ég
skrifað um málin i ellefu ár og
nokkru betur. Arangurinn er
mjög litill. Fólkið sinnir ekki öld-
ruðu fólki — yfirleitt. Gleggsta
dæmið er um hjúkrunarkonur —
nú hjúkrunarfræöinga — og ljós-
mæður. Hjúkrunarkonur eru eins
og sjaldgæfustu frimerki — þær
eru ekki margar við störf hjá
okkur á Grund — en þar koma
ljósmæðurístaðinn oghafa staöiö
sig eins og Ijón.
Hjúkrunarheimili á að minni
hyggju aö vera fyrir lasburða
sjúklinga — langlegu sjúklingar,
yngri sem eldri, eiga að fá hjúkr-
un á svonefndum langlegu-
deildum,sem reistar eru og starf-
ræktar i beinu sambandi vð
sjúkrahús. A þann hátt er hægt að
veita bestu fáanlegu hjúkrun og
aðhlynningu. Um þessa lausn
mála eruskoðanirskiptar. Margir
telja, aö gamalt og sjúkt fólk eigi
að vera á hjukrunarheimilum,
þar sem ekki eru föng á að veita
þvi fáanlega hjúkrun — allt er
nógu gott fyrir það. Myndir tvær,
sem birtust nýlega i dagblaði I
»'1 , :
P •:
Reykjavik, voru táknrænar, þar
var á fyrri myndinni sýnt aldraö
fólk — en á þeirri siðari var gam-
alt járnadrasl. Ég er ekkert for-
viða á þessu — yfir 40 ára reynsla
hefur fært mér heim sanninn um
það, að þjóðin hugsar ekki of vel
fyrir sinu aldraða fólki. Ef það
vinnur sér inn nokkurt fé til við-
bótar ellilaunum, sem ekki eru
ein næg til lifsframfæris, þá eru
það skattarnir. Aður var búið að
brenna upp sparifé þess i verð-
bólgu, sem er að gera fjárhags-
lega út af við allan fjöldann. Þeir,
sem komast á elliheimili eru
nokkuð vel settir, þar er greitt
fyrir þá, auk þess 100 krónur á
dag i vasapeninga.”
Hátíð á
Þórs-
höfn
Lengi hefur árstiðabundið at-
vinnuleysi verið landlægt á norð-
austurhorni landsins. Þar hafa
menn verið háðir stopulum
sjávarafla um lifsafkomu sina.
Þvi er það að fólki á þessum slóð-
um þykir ástæða til þess að gleðj-
ast þegar ný atvinnutæki bjóða
S?
.1
mönnum upp á tryggari og örugg-
ari vinnu.
1 leiðara Islendings á Akureyri,
fimmtudaginn 2. september er
sagt frá „Hátiö á Þórshöfn”. Þar
segir m.a.
Nýlega gerðu menn sér daga-
mun á Þórshöfn i Norður-Þing-
eyjarsýslu. Fyrir skömmu var
þar tekið i notkun nýtt og glæsi-
legtfrystihús, sem er langstærsta
atvinnufyrirtæki á staðnum og
nýlega kom þangað litill skuttog-
ari, sem keyptur var þangað frá
Suðurnesjum. Full ástæða var til
hátiðarbrigða af þessu tilefni, þvi
miklar vonir Þórshafnarbúa eru
bundar við tilkomu þessara
tveggja atvinnufyrirtækja.
A ð unanförnu hefur afli smærri
báta á Þórshöfn dregizt mjög
saman m.a. vegna skefjalausrar
rányrkju Breta á miðunum þeirra
s.l. vetur. Afli bátanna var á hinn
bóginn mun betri á þeim tima
þegar ráðist var i fyrstihúsbygg-
inguna. Vegna þessa aflabrests
virtust horfur á þvi að hið nýja og
glæsilega frystihús hefði úr allt of
litlu hráefni að spila. Þvi var sá
kostur einn fyrir hendi að auka
við skipaflotann, þannig að jöfn-
um höndum yrði sótt á fjarlæg
miö frá Þórshöfn og á heimamið.
Þetta er eina leiðin til þess að
nýta frystihúsið og bægja at-
vinnuleysi frá, en atvinnuleysi
var einna mest á Þórshöfn af ein-
stökum stööum á landinu s.l. vet-
ur. óhætt er að fullyrða að for-
ráðamenn Þórshafnarbúa hafa
mætt skilningi hjá stjórnvöldum I
þessu efni og hefur enginn legið á
liði sinu um að koma þessum
nauösynjamálum Þórshafnarbúa
i heila höfn.
Éít '; w
„Sjáiði strákar. Þaö væri sko ekki amalegt aö vera I bekk meö þess-
um”.
Ekki var búiö hleypa inn hjá tfu ára krökkunum ennþá, og þvf var
um aö gera aö mynda smá þrýsting á nágrannan. Þarna var þvi
samkominn hópur peyja, sem þrýstu hver á annan (þrýstihópur?)
,Gvöö hvaö hann Gunni er nú annars sætur”!
I SKÓLANUM,
f SKÓLANUM...
mmm
i"
f
Ólög Sighvatsdóttir, kennari, segir nemendum sinum frá þvf, hvenær þeir eigi aö mæta næst. Ekki virö-
ast allir hafa mikinn áhuga á þvi.
Á mánudaginn var
voru flestir skólarnir i
Reykjavik settir.
Blaðamenn Alþýðu-
blaðsins fóru af þvi til-
efni i tvo skóla, Álfta-
mýrarskóla og
Menntaskólann i
Reykjavík til að festa á
filmu það sem fyrir
augu bar.
Voru þar saman-
komnir hressir krakk-
ar, sem flestir hafa
notið dásemda hins
sunnlenzka sumarveð-
urs, brúnir og sællegir.
í Álftamýrarskólanum
var mikið rætt um,
hvað Valsmenn voru
heppnir að sigra i ís-
landsmótinu (skólinn
er i Framarahverfi),
hvað það var ofsalega
gaman að fá að aka
dráttarvélinni i sveit-
inni, og hvað litill pen-
ingur fæst fyrir barna-
pössun.
Strákarnir voru nokkuð gefnir
fyrir stympingar, ogef fleiri en
þrir strákar voru saman, var
strax farið að ýta og þrýsta,
hrinda og lemja. Og af hvaða
orsökum sem það nú er, stóöu
stelpurnar rólegar og fylgdust
af fyrirlitningu meö ólátunum I
peyjunum. Kannski spilar upp-
eldið eitthvað þarna inní.
Menntskælingar ró-
legri
Nokkru meiri spenna rikti i
herbúðum menntskælinga. Þar
stóðu menn saman I hópum
(klikuhópum, hagsmunahóp-
um?), og spjölluðu saman i
hálfum hljóðum. Voru þetta
aðallega 3. bekkingar, það er að
segja busar og nýgræöingar,
svo að ennþá báru þeir örlitla
óttablandna virðingu fyrir
þessu aldna menntasetri.
Hverjar ógnir og skelfingar biða
margra þeirra vita þeir ekki
„0, hvaö þaö væri mikiö skemmtilegra aö fá aÖ spila fótbolta en aö
þurfa aö hanga hér inni”.
Anzinn sjálfur. Þaö veröur ekki nema einn smiöatfmi á viku i vetur.
Veöur hins sunnlenzka síösumars hefur áhrif á klæöaburö þessara
stúlkna, sem eruaðhefja sitt menntaskólanám, en I bakgrunni trónir
Pallas-Aþena, og er hún léttklædd.
ennþá, þó að flestir hafi eflaust
heyrt minnst á toileringar með
seinni tima viöbót, sem er böðun
i Tjörninni okkar skitugu, sem
skreytt hefur verið með
sprungnu vatnsröri nýverið.
Jafnrétti i reynd!
A þessum vigstöðvum barst
talið gjarnan að sumarvinnunni
og þá sumarhýrunni.” Ég vann
að visu hálfum mánuði skemur,
en ég hafði ekki nema nokkrum
þúsundum meira i kaup en Lilla
frænka,” sagði sármóðgaður
jafnréttismaður, og allir tóku
undirþað, aðþetta væri alveg til
háborinnar skammar.
Ennfremur ræddu menn verð-
lagsmálin, nýjustu hækkanir á
tóbaki og áfengi, hvað Siggi var
heppinn að skriöa á landspróf-
inu, sem sagt um landsins gagn
og nauðsynjar.
Þó að sumarið hafi veriö
sunnlendingum erfitt, hvað veð-
ur snertir, er engin ástæöa til
bjartsýni hvaö veturinn snertir.
Þess vegna er um að gera aö
vera hres og kátur, láta hinar
einstöku kennslustundir ilja
nemendum, i stað sólarinnar
sem hvarf.
Textiog myndir: ATA
fn
„Æi, ætti maöur annars nokkuö aö vera aö standa f þessu striti i
fjögur ácÞaö er miklu þægilegra aö giftast bara og láta karlinn svo
sjá fyrir sér.”