Alþýðublaðið - 08.10.1976, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 08.10.1976, Blaðsíða 7
VETTVANGUR 7 blaoiö Föstudagur 8. október 1976 Avarp Áslauear Einarsdóttur frá Akurevri á Landsfundi Sambands Albvðuflokkskvenna: Kynslóðir koma - kyn- slóðir fara FYRRI HLUTI Kynslóðir koma, kynslóðir fara. Þannig er það og þannig mun það verða. Hver kyn- slóðin af annarri hverf- ur af sjónarsviðinu og tekur með sér sin ein- kenni. Hefur það nokkurn tima, verið metið að verðleikum hvað hver kynslóð var sinu tima- bili? Veit raunverulega nokkur hvað hinir gengnu einstaklingar taka með sér? Hugsar nokkur um allt það erfiði er unnið var við hin frumstaBðustu skil- yrði? Tökum sem dæmi, móður með barnahóp, fyrirvinnan langtimum fjarverandi t.d. til sjós, jafnvel i siglingu á er- lendum skipum, en fyrr á árum mun öll sú at- vinna er bauðst, tekin fegins hendi, burtséð frá þvi hvort hægt var að vera á heimaslóð eða ekki. Tryggingar voru engar, mæðúr strituðu i fiskvinnu eða stóðu við þvottabalana frá morgni til kvölds, til að hafa ofan i sig og börn- in. Eða sveitabóndinn og hans hjú, sem erj- uðu jörðina, allt að þvi með höndunum einum saman. Hefur nokkur hugleitt, hvilik þreyta hefir búið i likömum þessa fólks er það lagðist til hvildar seint að kveldi en árla næsta morgun var risið og sama baráttan hafin á ný. En börnin uxu úr grasi. Bernskan, æskan tók við, full- orðinsárin og að lokum ellin, er beygir bök og dæmir að lokum alla úr leik. Já ellin er óvægin og fer ekki i manngreiningarálit, undan henni kemst enginn er háum aldri nær. En hvernig var búið að öldruðum og hvernig erbúið að öldruðu fólki i dag? Það var ekki fyrr en trygg- ingafélögin gengu i gildi aö hag- ur aldraðra vænkaðist. Þegar Alþyðuflokkurinn var stofnaður i marz 1916 voru almannatrygg- ingar svo til óþekktar hér á landi. En Alþýðuflokkurinn tók upp baráttu fyrir tryggingamál- um. Haustið 1944 gekk Alþýöu- flokkurinn til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og Sósial- istaflokkinn um myndun rikis- stjórnar. Samkvæmt kröfu Al- þýðuflokksins var gerður mál- efnasamningur milli þessara flokka, sem stjórnarstarfið átti að byggjast á. Eitt af skilyrðum Alþýðu- flokksins fyrir samstarfi og þátttöku i rikisstjórn var það, aö sett yrði á þvi ári fullkomin lög- gjöf um heildarkerfi almanna- trygginga. Gengu hinir flokkarnir að þessu skilyrði, og segir svo i yf- irlýsingu forsætisráðherra Ólafs Thors þ. 21. okt. 1944, um þetta atriði. Ríkisstjórnin hefur með sam- þykki þeirra þingmanna er aö henni standa, ákveðið að komið verði á, á næsta ári, svo full- komnu kerfi almannatrygginga, sem nái til allrar þjóðarinnar, án tillits til stétta eða efnahags, að Island verði á þessu sviði i fremstu röð nágrannaþjóöanna. Mun frumvarp um slikar al- mannatryggingar lagt fyrir næsta reglulegt Alþingi, enda hafi sérfræðingar þeir, sem um undirbúning málsins fjalla, lagt fram tillögur sinar i tæka tiö. Margar hafa samt vangavelt- umar orðið hjá háttvirtu Al- þingi, áður en frumvarpið varð að lögum, en þar kom þó að, aö alþingi afgreiddi þetta sem lög, og skyldu greiðslur lifeyris og annarra bóta samkvæmt lögum, hefjast 1. janúar 1947. Samkvæmt lögum var starf- semi tryggingana tviþætt: Heilsugæzla og alþýðutrygg- ing. Hlutverk heilsugæzlunnar var að vinna að þvi, að koma i veg fyrir sjúkdóma og draga úr af- leiðingum þeirra, skyldi unnið að þvi að koma á fót sem full- komnastri heilsuverndarstarf- semi um land allt og lækningar- stöðvum með nauðsynlegum tækjum til rannsóknar og læknisaðgerða, þar sem þörfin væri mest, auk sjúkrahúsa eða i sambandi við þau. Trygging- amar greiða að fullu alla nauð- synlega sjúkrahúsvist og læknishjálp, lyf umbúðir og fleira á sjúkrahúsum. Utan sjúkrahúsa greiðist læknishjálp sérfræðinga og almennra lækn- ingar að 3/4 hlutum, lifsnauð- synleg lyf að fullu og önnur nauðsynleg lyf að hálfu. Alþýðutryggingarnar flokkast þannig: 1) Ellilifeyrir, 2) örorkulifeyrir, 3) Barnalifeyrir, 4) Fjölskyldu- bætur, 5) Mæðra- og ekknabæt- ur 6) Dagpeningar tvennskonar, slysadagpeningar og sjúkra- peningar. Af þessu má sjá að örygg'i landsmanna jókst með tilkomu tryggingalaganna. Þó hverjum einasta lið i tryggingalöggjöf- inni væri fagnað, held ég aö elli- lifeyririnn hafi verið kærkomn- astur. 1 mörgum tilvikum þreytt og aldrað fólk, er lokið hafði sinu dagsverki ihorninu sinu, sá ekki fram á neitt, sá aldrei eyri nema þegar einhver góðhjart- aður rétti þvi eitthvað litilræði, nú skyldi þetta fólk fá vissa greiöslu. Ellilifeyririnn var krónur 1200.- á ári i Reykjavik og öðrum kaupstöðum með yfir 2000 ibúa en kr. 900.- annars- staðar á landinu, hvort tveggja auk verðlagsuppbótar. Miðað við visitölu 285 stig varð lifeyr- irinn þvikrónur 3.420.- á 1. verð- lagssvæði og krónur 2565 á 2. verðlagssvæði. 1 dag er eitt verðlagssvæði yf- ir allt landið og nú við siöustu greiðslu voru ellilaun til ein- staklinga 20.319. á mánuði, en til hjóna kr. 36.574. Vistmaður á elliheimili fær til eigin afnota kr. 4000, á mánuði, enannar styrkur gengur til elli- heimilisins. Rétt til lifeyris eiga allir, sem náð hafa 67 ára aldri. Hér hefi ég tekiö nokkrar glefsur úr grein eftir Harald Guðmundsson er hann nefnir Alþýðuflokkurinn og almanna- tryggingarnar. Ellilifeyririnn, þó ekki væri hann stór, var samt sem áður mikil lyftistöng fyrir aldraða. Ég man t.d. eftir henni ömmu minni, þegar hún fékk fyrstu krónurnar, að mig minnir I bláu umslagi. Hún sat og horföi á þessar fáu krónur, ég held hálf feimin, en sagði svo: Að hugsa sér að láta rétta sér þetta upp i hendurnar án þess að hafa unnið fyrir þvi. En hún var vön þvi frá blautu barnsbeini að þurfa að vinna fyrir hverjum eyri. Þá var ellilifeyririnn, og er i dag, engan veginn nægur til framfærslu, en þó mikil hjálp. Flest þetta aldraða fólk var hjá sinum nánustu i mörgum til- vikum við mjög erfið skilyrði t.d. þröngan húsakost og barna- mergð og sjálft lasburða. Af þessu sköpuðust vissir erfiðleik- ar. 28. september 1930 var elli- heimilið Grund i Reykjavik vigt, hefur það heimili ekki get- að tekið nema smábrot af þvi fólki sem nauðsynlega þurfti elliheimilisvist, en þar á ég við að fólk sem voru algjörir ein- stæðingar og i mörgum tilvikum gátu ekki séð um sig sjálfir. Elliheimili hafa risið og eru að risa, viða um land. A Akureyri eru tvö elliheimilið i Skjaldar- vik. Fyrir elliheimili Akureyrar hefur kvenfélagið Framtiðin þar á staðnum, unnið i a.m.k. 20 ár. Fjáröflunarleiðir hafa verið með ýmsu móti, svo sem kaffi- sölu, tizkusýningum, bösurum og merkjasölu. Meira að segja voru félagskonur svo bjartsýnar og fullar áhuga, að eitt vorið var fengin jarðarskiki til aðsetja niður kartöflur, unnu konur þetta allt sjálfar. Sumarið var gott og sprettan með fádæmum góð, sömuleiðis dafnaði arfinn vel og mikil vinna lá i þvi um sumarið að reyta garðinn. Uppskera varð ágæt og hugðu konur gott til gróðans, en þegar Framtiðarkartöflurnar komu á markaðinn var svo mikið fram- boð á vörunni að kartöflur féllu mjög i verði. Eftir þetta hafa Framtiðarkonur ekki stundað kartöflurækt. Elliheimili Akureyrar var svo vigtá 100 ára afmæli Akureyrar- bæjar 29. ágúst 1962, og færðu þá Framtiðarkonur heimilinu 1 milljón að gjöf sem var töluverö upphæð þá. Siðan hafa veriö byggðar tvær álmur við húsið, rúmar það nú um 90 vistmenn og fullnægir það hvergi eftir- spurn og er langur biðlisti. Elliheimilið i Skjaldarvfk er staðsett utan viö bæinn á falleg- um stað niður við sjóinn. Það heimili stofnaði Stefán Jónsson, sem lengi var klæö- skeri á Akureyri. Upphaf þessa heimilis var það, aö Stefán keypti jörðina Skjaldarvik og fyrstu vistmenn þar voru öldruð móðir hans ásamt annarri gam- alli konu. Stefán flutti klæð- skeraverkstæðið út i Skjaldar- vik og rak það þar um árabil, jafnframt stækkaði hann heim- ilið og vistmönnum fjölgaði. Má segja að hann væri allt i senn forstöðumaður, læknir og hjúkrunarkona. Elliheimilið var svo vigt um 1940. Þetta heimili rak Stefán á meðan kraftar hans entust, en þá gaf hann Akureyrarbæ elli- heimilið, ásamt6rúmum og öll- um aðbúnaði. Þá má ekki láta hjá liða að minnast á Dvalar- heimili aldraðra sjómanna i Reykjavik og elliheimili i Hafn- arfirði, þær myndarlegu stofn- anir. Ekki eru allir á eitt sáttir um ágæti elliheimila, og vist er um það að margur einstaklingurinn stigur sin þyngstu spor i þessu lifi, inn um dyrnar á þvi elli- heimili er á að hýsa hann það sem eftir er af jarðvistuninni. Vitaskuld hefur hver einstak- lingur sinar tilfinningar og er ekki með öllu sársaukalaust að rifa sig upp frá gömlum heim- kynnum. jafnvel frá barnaböm- unum, en samband þessara ætt- liða er oft á tiðum allt að þvi enn innilegra en nokkurn tima sam- band barns við foreldra, enda kunna börnin vel að meta frá- sögn og alúð ömmu og afa eða langömmu og langafa. Ég vil skjóta þvi inn, hér til gamans, að unga fólkið segir i dag, að það sé tilgangslaust að biðja ömmu um að gæta barn- anna kvöldstund, hún er nefni- lega svo upptekin annað hvort úti að skemmta sér eða þá i fé- lagsmálum. Hinsvegar sé það möguleiki að langamma hafi tima. 1 mörgum tilvikum skapar það barninu öryggi aö vita af henni ömmu heima t.d. þegar komið er heim úr skólanum og hún amma hefurtilbúið eitthvað gott i svanginn vegna þess að mamma er komin út á vinnu- markaðinn og kemur ekki heim fyrr en i kvöld. Mérer nær að halda, aöþaö sé eitt augnablik i lifi skólabarns- ins eöa unglingsins sem þvi er nauðsynlegt. Það er að einhver sé heima þegar komið er heim eftir siðustu kennslustund. Aldrei er hungrið eins sárt eins og einmitt þá. Stöðvast ungmennið ekki heima, yfir t.d. kakóbolla og brauðsneið, i stað þess að koma að tómri ibúðinni, öllu köldu. Er þá ekki i mörgum tilvikum töskunni hent inn og hlaupið út i næstu sjoppu til að kaupa kók. tltiveran veröur oft lengri en upphaflega var áætl- að. Væri gaman, að skólar gerðu úttekt á þvi hvort einhver mun- ur er á þeim börnum, i skóla, þar sem einhver er á heimilinu til þess að hlúa að og þeim börn- um sem ganga með lykilinn i bandi um hálsinn. Annars eru nú æ háværari raddir um það að elliheimili sem slik eða eins og þau eru rekin i dag, séu orðin úrelt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.