Alþýðublaðið - 10.10.1976, Side 1

Alþýðublaðið - 10.10.1976, Side 1
SSSfðu' Sunnudagur 10. október —211'. tbl. —1976 — 57. árg. SUNNUDAGSLEIÐARI V iðf angsef ni Alþingis Alþingi kemur saman á mánudag. Það er engin nýlunda, að löggjafarsamkomunnar bíði mörg og vandasöm verkefni. Á erfiðum tímum, og þeir hafa reynzt margir í sögu íslendinga á síðustu áratugum, hefur þurft að grípa til ráðstafana, sem skert hafa hag almennings og hafa ekki verið líklegar til vin- sælda. I góðærum, er hafa einnig verið mörg, sem betur fer, hefur ekki síður reynzt vandasamt að halda um stjórnvölinn. Sannleikurinn er sá, að í lýð- ræðisríki er jafnvel enn vandasamara að stjórna í góðæri en þegar á móti blæs. Þá magnast kröf ugerð af hálfu allra aðila í þjóðfélaginu, þá færast þrýsti- hóparnir i aukana, þá sjá ýmsir stjórnmálamenn og f lokkar sér leik á borði að bjóða kjósendum betur en keppinautarnir. Þá er vandi valdhafanna sá, að láta ekki velgengnina valda sér glýju í augum, þannig að þeir blindist og sjái ekki nauðsyn þess að kunna fót- um sínum forráð í ef nahagsmálum. Það er oft erf ið- ara að segja nei við órettmætri kröfu eða ástæðu- lausri ósk í góðæri en á erfiðum tíma. Þessa sannleika eru mörg dæmi á undanförnum árum, hér á landi og annars staðar. Viðreisnar- stjórnin, sem var við völd f rá 1959 til 1971, hóf starf starf sitt við mjög erfiðar aðstæður. Hún brást við vandanum með mjög róttækum ráðstöfunum. Hún gerbreytti efnahagsstefnunni á skömmum tíma, samtímis því sem hún stofnaði til stórfelldra breyt- inga í félagsmálum, skattamálum og skólamálum. Árangurinn varð skjótur og góður.Skeið mesta hag- vaxtar í sögu þjóðarinnar hófs. Ráðstöfunum var tekið með skilningi. Stjórnarflokkarnir störfuðu saman allt kjörtímabilið og héldu velli í kosningum. Um miðjan sjöunda áratuginn var hér mikið góð- æri, mikil síldveiði og hagstæð viðskiptakjör. Þá reyndist erfiðara að fá almennan skilning á því, að aðhald og efnahagsstjórn væri nauðsyn. Ýmislegt fór þá verr en skyldi. Svo komu síldarleysisárin. Þau höfðu í för með sér atvinnuleysi og mikla erf iðleika. En þá reyndist unnt að koma á víðtækri samvinnu rikisvalds, launþegasamtaka og vinnuveitenda. Stjórnarflokkarnir unnu enn kosningar 1967, og hafði slíkt ekki gerzt áður, að ríkisstjórn ynni tvenn- ar kosningar i röð. Ráðstafanir þær, sem grípa hafði þurft til í því skyni að vinna bug á erfiðleikunum vegna hvarfs síldarinnar og óhagstæðra viðskipta- kjara, voru þungbærar. En þær báru árangur. Arið 1970 hafði verið unnínn bugur á vandanum, og þjóð- artekjur voru aftur teknar að vaxa. En í kosningunum 1971 var nýtt viðhorf komið til skjalanna í stjórnmálunum. Nýr f lokkur bauð fram, og reyndist sigurvegari kosninganna, Samtökin. Eftir tólf ár missti ríkisstjórnin meiri hluta sinn, og má raunar segja, að ekki hafi verið óeðlilegt, þótt ýmsir, einkum ungir kjósendur, hafi talið breytingu æskilega, breytingarinnar sjálfrar vegna. Ný stjórn tók við völdum. Á valdatíma hennar naut þjóðin mesta góðæris í sögu sinni. En sú stjórn fékk að reyna, að ekki er auðvelt að stjórna í góðæri. Þeir, sem við völdum tóku, höfðu verið i stjórnarandstöðu í tólf ár og höfðu enga reynslu í störfum. Samstarfið virtist og ekki byggt á nægilegum heilindum. Þvi fór, sem fór. Stjórn efnahagsmála fór algerlega úr böndunum. íslendingar urðu heimsmethafar í verð- bólgu. Skuldir hlóðust upp erlendis. Ríkisstjórnin sundraðist áður en þjrú ár voru liðin. Núverandi ríkisstjórn tók við erf iðu búi, og hún hefur mátt reyna það, að slíku fylgir vandi. Þeim vanda hef ur hún ekki reynzt vaxin. Hún er ekki sam- hent. Henni hefur ekki tekizt að móta nauðsynlega heildarstefnu. Þingstyrkur er ekki nægilegurtil þess að geta stjórnað. Innri styrkur er enn nauðsynlegri. Hann hefur skort. En vandamál þau, sem nýtt þing stendur nú and- spænis, eru stærri og alvarlegri en þau ein, .er f elast í efnahagserf iðleikum. Sagnritarar munu ekki kenna hin síðustu ár við verðbólgu eða viðskiptahalla fyrst og fremst, heldur við f jársvik, afbrot og glæpi. Það hefur komið alvarleg sprunga í þann siðgæðisgrund- völl, sem heilbrigt þjóðfélag hlýtur að byggja á. Það er uggur í brjósti almenns borgara. Sakamál vef jast árum saman fyrir dómstólum. Skattsvikarar og smyglarar halda áfram miklum umsvifum í við- skiptalíf inu, eins og ekkert hafi í skorizt. Glæpir eru framdir. Hverju á almennur borgari að trúa? Getur hann ekki treyst þeim, sem hann verður að geta treyst, ef hann býr í réttarríki? Þettaástand er að eitra þjóðfélagið, spilla því trausti, sem ríkja þarf milli þjóðar og valdhafa i lýðræðisriki. Alþingi þarf að sameinast um að bæta hér úr. gþg 7

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.