Alþýðublaðið - 20.10.1976, Síða 4

Alþýðublaðið - 20.10.1976, Síða 4
4 ÚTLÖND Miðvikudagur 20. október 1976 mSmT' Engin eftirlitslaus losun úrgangsefna í hafið lengur ( siðustu viku septembermánaðar var haldinn í aðal- stöðvum Alþjóðasiglingamálastofnunar sameinuðu þjóðanna, IAACO, í London fyrsti fundur aðildarríkja að Alþjóðasamþykktinni um varnir gegn mengun sjávar vegna losunar úrgangs og annarra efna í haf ið, almennt nefnd Lundúnarsamþykktin frá 1972. Undanfari þessa fyrsta fundar aðildarríkjanna var ákvörðun sú, sem aðildarríkin tóku samhljóða í desember 1975, að fela Al- þjóðasiglingamálastofnuninni, IAACO, að annast ritara- störf þessarar alþjóðasamþykktar. Val IAACO, sem ritara-aðila var eðlilegt með tilliti til brautryðjenda- starfs Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar að vörnum gegn mengun sjávar og eftirliti með henni. Eftirlit og væntanlegt algjört bann gegn mengun sjávar af völdum oliu og annarra skaðlegra efna frá skipum hefur verið til umræðu á alþjóðavettvangi um árabil og ýmsar aðgeröir eru þeg- ar komnar til framkvæmda, en önnur og enn banvænni gerð af mengun sjávar er losun iðnaðar- úrgangs og annarra úrgangsefna, sem upprunnin eru á landi, og þessi gerð mengunar sjávar hefur ekki verið tekin til athugunar og alþjóölegra aðgerða fyrr en á allra siðustu árum. Alþjóðasa mþykkt um varnir gegn mengun sjávar. Arið 1972 var haldin i London alþjóðaráðstefna i boði brezku rikistjórnarinnar, og þar var þá undirrituð alþjóðasamþykkt um varnir gegn mengun sjávar vegna losunar úrgangsefna i haf- iö. Þessi alþjóðasamþykkt er oft- ast nefnd Lundúnarsamþykktin um losun efna i hafið (London Dumping Convention). Þessi mikilvæga alþjóðasam- þykkt, sem tók gildi 30. ágúst 1975, hefur að meginmarkmiði takmörkun og eftirlit með losun úrgangsefna i hafsvæði allstaðar á jörðunni og verður þannig enn eitt vopn mannanna i barátt- unni til varnar heimshöfunum gegn mengun þeirra og um leið vörn gegn eyöingu mikilvægrar fæðuöflunar úr sjó, svo og til varnar alls annars lifs i höfunum. t alþjóðasamþykktinni er i viöauka greint milli tveggja flokka úrgangs, að þvi er eftirlit varðar. 1 fyrsta flokknum eru úr- gangsefni, sem algjörlega er bannað að losa i höfin, nema al- gjört neyðarástand riki. Meðal efna i þessum flokki eru lifræn halogen efnasambönd, kvikasilf- ur og kadmium og efnasambönd þeirra, svo og þrávirk gerfiefni, t.d. kaðlar og net, sem kunna að fljóta eða mara i sjónum, þannig að þau hamli fiskveiðum, sigl- ingum eða öðrum löglegum not- um hafsins. Þá eru einnig í þess- um bann-flokki öll mjög geisla- virk úrgangsefni og ýmsar teg- undir hráoliu og svartoliu, sem teknar eru um borð i skip i þeim tilgangi að losa i hafið. I stórum dráttum má segja, aö i þessum flokki úrgangsefna séu þau efni. sem ekki eyðast á skömmum tima vegna áhrifa sjávar frá ölduróti, eða vegna efnafræði- legra eða liffræðilegra áhrifa, eða efni sem á einhvern hátt geta skaðað lif i hafinu eða verið hættuleg heilbrigði manna beint eða óbeint. Annar flokkur úrgangsefna eru þau efni, sem losa má i hafið að fengnu sérstöku leyfi stjórnvalda aðildarrikjanna. Meðal þessara efna eru arsenik, blý, eir, zink og efnasambönd þeirra, ennfremur cyanið- og fluorið- efnasambönd, brotamálmar og annar rúmfrek- ur Urgangur, sem sekkur til botns og getur verið veruleg hindrun við fiskveiðar og siglingar. Skilyrði gegn losun efna í sjó 1 þriöja viðauka samþykktar- innar er gerð nánari grein fyrir þeim skilyröum, sem sett eru um útgáfu heimildar til losunar efna i sjó. Enga heimild má veita til los- unar efna i sjó, nema að aflokinni nákvæmri athugun á öllum að- stæðum svo og mögulegum áhrif- um losunarinnar. Víðtækar aðgerðir sem þessar verða að sjálfsögðu að byggjast á samstarfi og samvinnu milli aðildarrikjanna. Ein af skyldum alþjóðasiglingamálastofnunar- innar, IMCO, sem ritaraaðila þessarar alþjóðasamþykktar er að sjá um fundi aðildarrikjanna, eigi sjaldnar en annað hvort ár. Auk þess er IMCO falið að safna saman og birta tilkynningar og upplýsingar um losun efna i hafið, sem leyfð hefur verið samkvæmt samþykktinni. A fyrsta fundi aðildarrikja Alþjóðasamþykktarinnar um varnir gegn mengun sjávar vegna losunar úrgangs og ann- arra efna i hafið, sem haldinn var i aðalstöðvum IMCO i London dagana 20,—24. september, voru mættir fulltrúar 14 rikja af 29 aöildarrikjum samþykktarinnar, auk 23 annarra rikja, sem flest eru að undirbúa staðfestingu á samþykktinni. Auk þessa voru áheyrnarfulltrúar frá ýmsum öðrum sérstofnunum Sameinuðu þjóðanna, Visindastofnunum og ýmsum fjölþjóðasamtökum og stofnunum. Hjálmar R. Bárðarson sigl- ingamálastjóri Islands var ein- róma kjörinn formaður. Hann hefur átt verulegan þátt i þeim samningum, sem aö lokum leiddu til þessarar alþjóðasamþykktar og hann hefur tekið virkan þátt i starfi IMCO, einkanlega að þvi er varðar öryggi fiskiskipa og varn- ir gegn mengun. Sem vara- formenn voru kjörnir þeir dr. V. Kotliar frá Ráðstjórnarrikjunum og G. Lopez-Lira sjóliðsforingi frá Mexico. I setningarræðu sinni lagöi C.P. Srivastava, aðalritari IMCO, áherzlu á það mikilvæga hlutverk sem IMCO hefði verið falið með þvi að gegna ritarastörfum þess- arar Alþjóðasamþykktar og hann fullvissaði fundarmenn um, að allar sérfræðingadeildir IMCO myndu eftir fremsta megni stuðla að lausn þeirra vandamála, sem þessi Alþjóðasamþykkt fjallaði um. Tilgangur þessa fyrsta fundar aðildarrikja samþykktarinnar varð að ræða og taka ákvörðun um mörg mikilvæg málefni varð- andi framkvæmd hennar. Fund- urinn náði fullkomnum árangri i öllum mikilvægum málum, og samþykkt var framkvæmdaáætl- un fyrir starfið i framtiðinni, og þá dregin sérstaklega fram þau atriði, sem telja ber meginatriði. Losun geislavirkra úrgangsefna. Fundurinn ræddi lika efnislega mörg mál og tók ákvörðun um framkvæmd áriðandi málefna. Eitt þeirra var losun geislavirkra úrgangsefna. Fundurinn ræddi frumdrög að skilgreiningu á mjög geislavirkum úrgangsefnum og ráðleggingum um meðhöndlun þeirra, sem samin hefur verið af Alþjóða-kjarnorkustofnuninni (IAEA). Þessi greinargerð verður nú send rikisstjórnum sem leiðbein- ing við framkvæmd Alþjóða- samþykktarinnar, en efni greinargerðar IAEA verður þó endurskoðað og endurbætt af IAEA og þá með hliðsjón af þeim umræðum, sem fram fóru á fund- inum i London. •fii / Skipulagt alþjóðakerfi. Rætt var um hvernig bezt mætti skipuleggja alþjóðakerfi um heimildir til losunar i hafið og samræming tilkynninga og skráningu slikra heimilda hjá IMCO, ásamt birtingu þeirra. Þá var og rætt um samstarf við einstakar hafsvæða-samþykktir þannig að samræmdar yrðu allar aðgerðir til varnar gegn losun úrgangsefna á öllum hafsvæðum undir heildaryfirsýn Lundúna- samþykktarinnar fyrir öll haf- svæði jarðar. Þá var og töluverður fundar- timi helgaðurumræðum um leiðir til að auka tæknilega aðstoð til þeirra landa heims, sem þurfa á slikri aðstoð að halda til að geta hrundið i framkvæmd ákvæðum þessarar Alþjóöasamþykktar. Þessi fyrsti fundur aðildarrikja samþykktarinnar varö þannig mjög árangursrikur og þar með er fenginn nauðsynlegur vett- vangur til að hægt sé að vinna ötullega að vörnum gegn þessum mikilvæga þætti i mengun sjávar á alþjóðlegum grundvelli. Alls hafa 29 riki nú staðfest þessa alþjóðasamþykkt varðandi losun úrgangsefna i hafið, en þess er vænzt að enn fleiri riki muni á næstunni staðfesta hana, þannig að ákvæði samþykktarinnar geti sem fyrst náð raunhæfum árangri um allan heim.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.