Alþýðublaðið - 20.10.1976, Side 11

Alþýðublaðið - 20.10.1976, Side 11
ssr Miðvikudagur 20. október 1976 11 Blindir eiga í erfiðleikum með að fá atvinnu „Ég hefði ekki þurft að læra svo mikið sem raun ber vitni, ef ég væri ekki blindur. „Slikar setningar er ekki ó- algengt að heyra i þeim skólum sem settir hafa verið á stofn fyrir blint fólk. Þeir sem standa utan við þau vandamál, sem blindir þurfa að leysa, geta með engu móti gert sér i hugarlund, hvílik barátta það er, að ætla sér að komast út á vinnumarkaðinn, þó áð fólkið hafi notið tiltölu- lega góðs undirbúnings i þvi augnamiði. I Sviþjóö hefur veriö gerö út- tektá möguleikum blindra til aö komast út á vinnumarkaöinn aö námi loknu, og var hún unnin þannig aö 122 nemendum var fylgt eftir, þegar þeir höföu lok- iö námi, og leitast viö aö gefa raunhæfa mynd af þeim erfiö- leikum sem þá steöjuöu aö. Endurhæfing. Margir hinna blindu hafa endurhæft sig, ef svo mætti segja, meö tilliti til atvinnu- möguleika annars vegar og áhugamála hins vegar. Þeir hafá haldiö áfram námi til aö reyna aö koma i veg fyrir aö fötlunin hái þeim á vinnumark- aöinum og eins aö hún standi ekki i vegi fyrir aö þeir geti haft sin áhugamái, og stytt sér stundir á einhvern hátt. Nokkrir þeirra, sem fylgst var með — eöa 13% — sáu sig neydda til aö afla sér starfs- menntunar i a.m.k. 3 greinum, þar sem þeir óttuöust aö þeir fengju ekkert starf, ef þeir byndu sig aöeins viö eina starfs- grein. Nokkrir þessara álitu, aö fyrsta greinin sem þeir völdu heföi verjö valin af handahófi, og þeir heföu ekki getað hugsaö sér aö enda i einhverri vinnu sem þeim heföi leiöst. Erfitt að fá vinnu Þó aö svo margir heföu orðið sér úti um einhverja starfs- menntun, sem raun bar vitni, kom i ljós, að mjög erfitt reynd- ist fyrir þetta fólk aö fá vinnu. Helsta leiöin sem hægt var aö fara og vænta um leiö einhvers árangurs, voru vinnumiölanirn- ar. Auglýsingar i blööum eöa viötöl reyndust i flestum tilfell- um árangurslaus. Annaö var einnig áberandi meðal þess hóps, sem fylgst var meö, og þaö var að undantekn- ingarlaust allir þeir sem fengu einhverja atvinnu lentu i láglaunastörfum. Þeir sem höföu undirbúiö sig undir skrifstofustörf, málmiðn- að, hljóðfærakennslu eöa pianó- stillingar áttu auöveldast meö að fá eitthvað aö gera, aö visu fyrir lág laun. Flestir þeirra, sem unnu allan daginn komust upp i um það bil 100.000 króna mánaðarlaun, en margir þeirra náöu ekki þessari upphæö. Ánægðir með heimilislif og fristundir Tveir þriðju hiutar þeirra, sem fylgst var meö á fyrr- greindan hátt, voru ánægðir meö heimilislif sitt og fristund- ir. Þó óskuöu flestir þeirra eftir þvi, að hafa meiia samband við sjáandi fólk, og einnig eftir meiru þjóöfélagslegu öryggi. Þeir sem bjuggu meö sjáandi fólki, og nutu aöstoöar þess á einhvern hátt, t.d. varðandi há- miö, létu best af sér. Hinir, sem bjuggu einir og voru jafnvel at- vinnulausir, voru mun óánægö- ari meö hlutskipti sitt. FRAMHALDSSAGAN Staðgengill stjörnunnar^ & fr' eftir Ray Bentinck neita, þvi aö þaö ósennilega gat gerzt. Kannskieiskaði hann hana. — Hverju svararðu, Shirley? Hún kinkaöi kolli. — Já. Kom- um okkur þá, sagði hann. Shirley skrifaðiá miöa til foreldra sinna, setti dálitiö af fötum i tösku og fór út með honum. Fyrst ók Max hratt, en svo minnkaöi hann hraö- ann og bað hana að kveikja i sigarettu fyrir sig. — Bragðið er betra, ef þú kveikir i henni, Shirley, sagöi hann. — Varir þin- ar hafa snert hana. Allt er svo unaðslegt við þig... jafnvel skap- ið. Fyrst skemmtirðu mér, svo fórstu i taugarnar á mér, og nú elska ég þig. Þú ert yndislegasta stúlkan i heiminum. — Yndislegri en Paula? gat hún ekki stillt sig um að segja. — Viö erum að tala um þig, en ekki Paulu. Ég veit ekki einu sinni, hvaö ég hef elskað þig lengi. — Þaö veit ég ekki heldur, Max, sagði hún hikandi. — En þetta kemur svo flatt upp á mig, svo að þú verður aö leyfa mér aö venjast tilhugsuninni. Ég vil heldur, að þú biðir með það, sem þú þarft að segja þangað til... seinna. Ég sagðist ætla aö hjálpa þér, og þú þarft ekki aö múta mér. Hann leit undrandi á hana. — Það liturútfyrir, aöþú hafir skipt um skoðun, sagöi hann. — Þú seg- ir, að þetta komi flatt upp á þig, en þaö er ekki satt. Ég hef barizt allan timann og tapaö. — Hvort þú hefur barizt! sagði hún. Max roðnaði. — Shirley, ég biö ekki um svo mikiö, sagöi hann biðjandi, — en viltu segja, aö þú hafir ekki breytzt? Ekki á einum degi? Hún brosti. — Ég vil ekki tala um ást nú, sagöi hún. — Ég hætti lifi minu vegna þess, að þú biöur mig um þaö, og það ætti að nægja. Hann tautaöi eitthvaö óskiljan- legt og sat þögull, meöan þau óku hliðarveg, sem lá bak við herra- setrið. — Farðu innum þetta hliö og notaöu eldhúsdyrnar’skipaöi hann. — Walt sér um, að enginn verði á vegi þínum, Janet meðtal- in, fyrr en þú kemur upp til þin. A rúminu þinu er náttkjóll af Paulu... Faröu i hann og settu föt- in þin i töskuna, svo aö þú getir tekiö þau með i sjúkrabilinn. Svo ferðu i slopp af Paulu, stekkur upp i rúm og þykist vera veik. Hann brosti uppörvandi til henn- ar. — Fljót! Shirley opnaöi og fór út. Hún læddist aö eldhúsdyrunum og fór upp þjónamegin að herbergi sinu. Náttkjóllinn lá á rúminu hennar og hún flýtti sér i hann og setti fötin sin i töskuna. Hún sléttaði úr lokkunum, svo aö háriö féll niður um axlirnar, púðraöi sig, svo að hún varð föl, og var rétt komin undir sæng, þegar hún heyrði sjúkrabilinn koma. Um leið var barið aö dyrum. Það var Janet Gibbs. — Vantar yöur eitthvað, frk. Langton? spurði hún. — Hr. Silverstein sendi mig til aö láta yöur vita, að sjúkrabillinn væri kominn. — Látið mig i friði, sagöi Shirley fýld. — Þvi fyrr sem ég kemst af þessu bannsetta... Janet flýði, og svo komu Max og Barney meö sjúkrakörfu, sem þeir settu við rúmiö. — Segið Walt, að við förum strax, sagöi Max við Barney. Þegar hann var farinn, flýtti Max sér aö segja viö Shirley: — Ég set þig i körfuna, svo berum við þig út. — VeitBarney ekkert? hvislaöi hún. Max hristi höfuðið og lagöi visifingurá varirnar. Bráttlá hún vafin i teppi i körfunni, og andar- taki siðar kom Barney. Þegar þau komu niður gekk Silverstein um gólf.-Viltu nú ekki vera, Paula? baö hann ákaft. — Við skulum gæta þín vel og það eru aöeins fjórtán dagar eftir. — Það er fjórtán dögum of mikiö fyrir mig, svaraöi Shirley hvasst. — Samskiptum okkar er lokið, Walt. Af stað, Max! Shirley sá aðdáunarglampa bregða fyrir 1 augum Silversteins um leið og þau gengu fram hjá honum. Sjúkrabillinn beið fyrir utan. Karfan var sett i að aftan. Max fór inn... svo skellti Barney og fór og settist undir stýri. Um leið og þau lögðu af stað, benti Max Shirley að klæða sig. Hann rétti henni töskuna meö fötunum. — Barney getur ekki séð okkur og hann heyrir aðeins til okkar, ef ég opna fyrir talstöðina. Klæddu þig... ég skal ekki horfa á... hann horfði út um litlu túðuna i afturhuröinni, meðan Shirley fór i fötin. — Nú máttu snúa þér, sagbi hún. Max leit brosandi viö. — Þú varst svei mér fljót! sagði hann. — Taugaóstyrk...? — Voðalega! játaði hún og hann tók utan um hana. — Bara róleg! Það getur ekkert komið fyrir fyrsta hálftimann. — Eltir lögreglan okkur? spurbi hún titrandi. — Ég sé þá ekki, en þeir þora heldur ekki aö vera of nálægt, sagöi Max. — Hættulegasti stað- urinn er i fimmtán milna fjar- lægð. Shirley þrýsti sér skjálfandi aö honum. Max þrýsti henni að sér og sleppti henni svo. Hann tók upp byssuna, hlóö hana og fór aftur aö rúðunni. Hann leit á klukkuna. — Nú getur það byrjað, sagöi hann rólega. — Leggstu á gólfið, þegar skothriðin byrjar, og ef allt fer illa, skaltu hlaupa eins og fætur toga! Um ieið og hann sagöi þetta hristist sjúkrabillinn mikið og gekk upp og niöur eins og þau hefðu farið út af þjóöveginum og ækju nú út í móana. — Hver skoll- inn? byrjaöi Max, opnaöi svo tal- stöðina og sagöi: — Hvað ertu að gera, Barney? Inn á þjóðveginn meö þig! — Allt i fina, húsbóndi! Ég ek ekki þær götur, sem Luke er á. — Hlýddu mér asninn þinn! öskraði Max. — Þessi stigur ligg- ur hvergi út á þjóðveginn. Það heyrðist óhugnanlegur hlátur. — Ekki það? Barney var spozkur. — Það var leitt, en takið öllu með ró. Ég ákvaö fundarstab ykkar. Max stökk til dyra, en hurðin var læst. Á svip hans sá Shirley, að versti grunur hennar hafði rætzt. Allt var til einskis og þau höfðu verið svikin ... af Barney. Shirley satsem lömuð af hræðslu, en Max kallaði aftur til Barneys að nema staðar. — Þú kemst ekki upp með þetta! hrópaði hann. — Lögreglan eltir okkur! — Lögreglan eltir sjúkrabíl, sem fór út um hliðið fimm minút- um á undan okkur. Þeir eru i margra milna fjariægð á eftir sjúkrabil á leiðinni til flugvallar- ins. Það gekk eins og i sögu. Max þerraði svitann af enninu og horfði á Shirley. — Við erum fönguð i gildru! tautaöi hann. — Ég get ekki skotið mér leið út, þvi að sjúkrabillinn er skotheldur. Guð minn góður, hvað hef ég dregið þig meö mér i! Allt i einu nam sjúkrabillinn staðar, og Barney sagði i talstöð- ina: — Brjótið glerið og hendið byssunni út, Calder. Ég sendi táragas til þin, ef þú hlýðir ekki. Max hikaöi, en hlýddi svo. Hann kreppti hnefana, þegar dyrnar opnuðust og mannsrödd sagði: — Haldiö höndunum fyrir ofan höfuðið, her. Calder, þá kemur ekkert fyrir. Ot meö þig, Paula. Þetta var Glen Mallory. Shirley stóð hreyfingarlaus á efstu riminni og starði undrandi á Mallory. Hún sá i ljósi bils hans, að hann var með byssu i hendinni. En hún var ekkert hrædd við Glen. Hún hafði óttazt að hitta Luke Castle og ekkert gat verið jafnslæmt og það. — Niður! sagði Mallory hörkulega. Hún hlýddi. Max elti hana með hendurnar fyrir ofan höfuðið, en skyndilega stökk hann á Mallory, sló byssuna úr hendinni á honum og sló hann til jarðar. Þegar Bandarikjamaðurinn stóð upp réðst Max á hann. Þeir slóust tryllingslega, en svo kom Barney. Shirley veinaði, þegar hún sá Barney sveifla byssunni. Hún heyrði dynkinn, þegar skeftið ienti á höfuð Max. hún þaut til hans, þegar hann datt. Mallory hörfaði og þerraði blóðugan munninn. — Fifl! sagði hann við Barney. — Þetta hefði gengið án þessa! Láttu hann vera, Paula, hann jafnarsig. Farðu að bilnum. Shirley starði á hann svo að hann kom og hrifsaði i hana. Hún leit á hann og Mallory greip andann á lofti. — Þetta er ekki Paula! Þetta er staðgengill hennar! Það var engu likara en hann missti móðinn á stundinni. Hann virtist ringlaður og örvæntingar- fullur. — Hvar er Paula? tautaði hann. — Hvað á þetta að þýöa? Shirley laut yfir hinn meðvit- undarlausa mann og hvæsti: — Þér getið sagt lögreglunni það! Við vorum að aðstoða við að ná morðingja, og nú hafið þér eyði- lagt allt.... — Ég...ég ætlaði að ná i Paulu, stamaði hann. — Hvar er hún? Shirley sá, að Mallory hafði al- veg misst stjórn á sér. Barney stóð og starði af einum á annan, meðan hann beið eftir nýjum fyr- irmælum, en það var enginn til að skipa fyrir, og Shirley skildi, aö nú gafst henni gott tækifæri. — Paula er á herrasetrinu, og þang- að eigið þér að aka okkur! sagöi hún skipandi. Hún leit á Barney. — Hjálpið mér að bera hr. Cald- er að sjúkrabilnum! KOSTABOÐ á kjarapöllum KJÖT & FISKUR Breiðholti Siini í 1211(1 — 742(11 & © PðSTSENDUM TRDLOFUNARHRINGA Joiiaimca Ucilason TUiiaancgi 30 á>imi 10 209 Dunn Síðumúla 23 /ími 94200 Heimiliseldavélar, 6 litir - 5 gerðir Yfir 40 ára reynsla Rafha við Óðihstorg Simar 25322 og 10322 Birgir Thorberg málarameistari simi 11463 önnumst alla málningarvinnu i— úti og inni — gerum upp gðmul hútgögh '

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.