Alþýðublaðið - 20.10.1976, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 20.10.1976, Blaðsíða 15
'Miðvikudagur 20. október 1976 15 Bíóin / Leikhúsin Þau gerðu garðinn frægan Bráðskemmtileg viðfræg banda- risk kvikmynd sem rifjar upp blómaskeið MGM dans- og söngvamyndanna vinsælu á árun- um 1929-1958. ISLENZKUR TEXTI. Hækkað verð. Sýnd kl. 7 og 9. Fimm manna herinn með Bud Spencer. Bönnuð innan 14 ára. Endursýnd kl. 5. 3* 3-20-75 Spartacus Sýnum nú i fyrsta sinn með is- ienzkum texta þessa viðfrægu Oscarsverðlaunamynd. Aðalhlutverk: Kirk Douglas, Laurence Olivier, Jean Simmons, Charles Laughton, Peter Ustinov, john Gavin, Tony Curtis. Leikstjóri: Stanley Kubrich. tSLENZKUR TEXTI. Bönnuð börnum innan 12 ára. Sýnd kl. 5 og 9. ÆÞJÓÐLEIKHÚSIt) tMYNDUNARVEIKIN i kvöld kl. 20 laugardag kl. 20 SÓLARFERÐ fimmtudag kl. 20 föstudag kl. 20 sunnudag kl. 20 LITLI PRINSINN sunnudag kl. 15 Litla sviðið DON JUAN t HELVÍTI i kvöld kl. 20.30 Miðasala 13,15-20. Sfmi 1-1200 LEIKFÉLAG REYKJAVlKUR STÓRLAXAR i kvöld kl. 20.30 laugardag kl. 20.30 SKJALDHAMRAR fimmtudag — Uppselt. sunnudag kl. 20.30 SAUMASTOFAN föstudag kl. 20.30 Miðasala i Iðnó kl. 14-20.30. Simi 1-66-20. TRÚLOFUNARHRINGAR Fljót afgreiðsla. Sendum gegn póstkröfu GUÐM. ÞORSTEINSSON gullsmiður, Bankastr. 12 PETER FONDfl anvin' nard! GEORGE ridm'easy! DIIITY WIAIiV. ciiAZY uinuY Þokkaleg þrenning ISLENZKUR TEXTI. Ofsaspennandi ný kappaksturs- mynd um 3 ungmenni á flótta undan lögreglunni. Bönnuð innan 12 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. lonabíó 3* 3-11-82 Hamagangur á rúmstokknum Djörf og skemmtileg ný rúm- stokksmynd, sem margir telja skemmtilegustu myndina i þessum flokki. Aðalhlutverk: Ole Söltoft, Vivi Rau, Sören Strömberg. Stranglega bönnuð börnum innan 16 ára. ISLENZKUR TEXTI. Sýnd kl. 5, 7 og 9. *3 2-21-40 FRAMED Lognar sakir Amerisk sakamálamynd i litum og Panavision. Aðalhlutverk: Joe Don Baker, Conny Van Dyke. ISLENZKUR TEXTI. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. gslg: B §g & 11 1 ru O 3*16-444 Spænska flugan LESLIE PHILI.IPS V TERRV THOMAS Dotnbufd by tMI Fim D»t..bulo.> Ud ^ Cafax byt»chn«oto Leslie Phillips, Terry Thomas. Afburða fjörug og skemmtileg ný ensk gamanmynd i litum, tekin á Spáni. Njótið skemmtilegs sum- arauka á Spáni i vetrarbyrjun. ISLENZKUR TEXTI Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Sími 50249 Pabbi er beztur DAD FLIPS OUT! \NA\J DISNEY ^ PRODUCTIONS' (Gj Bráðskemmtileg ný gámanmynd1* frá Disney fél. i litum og með isl. texta BOBCRANE BARBARA RUCH KURT RUSSELL Sýnd kl. 9. Stone Killer ISLENZKUR TEXTI Æsispennandi amerisk saka- málamynd i litum með Charles Bronson. Bönnuð börnum. Endursýnd kl. 6 og 10. Emmanuelle II Heimsfræg ný frönsk kvikmynd i litum. Mynd þessi er allsstaðar sýnd við metaðsókn um þessar mundir i Evrópu og viða. Aðalhlutverk: Sylvia Kristel, Un- berto Orsini, Cathaerine Rivet. Enskt tal, ISLENZKUR TEXTI. Stranglega bönnuð innan 16 ára. Nafnskirteini. Miðasala frá kl. 5 Hækkað verð Sýnd kl. 8. Allra siðasta sinn. Auglýsingasími Alþýðu blaðsins 14906 Hversvegna að ala snákinn? Hvenær eru tími og tækifæri? Launamenn hafa nú um hrið hlýtt á horjarm stjórnvalda um allskonar hremmingar, sem yf- ir þetta blessað land hafa duniö. Jafnframt þessu hefur hvað eftir annað verið vegið i þann knérunn, að sverfa að launafólki með hækkunum á lífsnauðsynj- um og þannig þrengt kosti al- mennings. Það hefur greinilega komið i ljós, að „rauðu strikin” voru ekki sett ófyrirsynju inn i siðustu kaupgjaldssamninga verkalýðsfélaganna. Langur vegur er þó frá, að sú lúsarlega launahækkun, sem af þeim orsakast, vegi nokkuð á móti þverrandi kaupmætti. Það má svona kallast, að gerð hafi verið eilitil afsökun i þvi aö bæta fárið með að sletta hrossskinns- bót á sárin. Það fór ekki framhjá neinum, þegar útflutningsvörur okkar lækkuðu i verði, vegna krepp- unnar, sem hrjáði viðskipta- þjóðir okkar, og verkalýðsstétt- in og aðrir launamenn tóku sannarlega mið af þessu með vægari kröfugerðum. Stjórn- leysi innanlands lagðist svo á sömu árina, með þvi að ráða- menn vissu ekki sitt rjúkandi ráð i hvernig við skyldi snúast efnahagsvandanum. Það er komið á daginn, að þrátt fyrir meira en hálfnað kjörtimabil, er það fyrst nú, aö rumskaö er, til þess að freista að hefja baráttu (?) gegn verö- bólgunni; sem allir eru þó sam- mála um i orði, aö sé okkar aðal bölvaldur og i fleira en einu til- liti. Þá er enn róið á sömu miö. Að visu er sú staðreynd öllum ljós, að tekjur okkar af útflutn- ingsvörum muni hækka á árinu um 35%, og hefur stundum þótt mega sjá minna grand i mat sinum! Samt sem áður jarma nú rikisstjórn og atvinnurekendur i einum samhljóma sultarkór, þar sem gamli textinn er sung- inn, að launafólk verði að fara sérstaklega varlega i öllum kröfugerðum, vegna hins alvar- lega ástands! Þetta viöhorf ráðamanna sér- staklega, hlýtur að kalla á þá spurningu. Hvenær er timi til, að krefjast kjarabóta? Látum svo vera, að allir geti skilið og reynt að sætta sig. Við að heröa ólina, þegar á móti blæs. En þegar nákvæmlega sama stað- an kemur upp, sem nú er raun- in, fer máliö að verða torskild- ara. Nú er það vissulega svo, að það er launafólki litilhuggun, þó einhver hækkun i krónutölu félli þvi i skaut, ef kaupmátturinn er jafnframt rýrður að sama skapi, eða meira. Og ekki lækk- ar það á neinn hátt verðbólgu- kýliö. Rösklega 40% hækkun fjár- laga nú i ár, er ekki einstaklega traustvekjandi um að alvarlég viðleitni, til þess að slaka á spennunni i efnahagslifinu, sé fyrirhuguð. Það er svona rétt eins og með hin „alvarlegu augu”, sem forsætisráðherra setti svo oft upp i upphafi liöandi árs! En hvað mundi vera helzt til ráða? Sjálfsagt er það ofrausn, að ætla sér þá dul, að hafa uppi I erminni einhverja allsherjar- lausn. Vert væri þó að minna á, að ef viö ætlum aö sttga ein- hverntima af baki þessa há- hests, og semja okkur að öörum siðum en nú hafa verið iðkaðir um hrið með kunnum árangri, verður að taka miö af öðrum leiöarmerkjum en áður. Fyrir röskum hálfum öðrum áratug var gerö tilraun með svokallaða verðhjöðnunarleið i efnahagsmálum. Reynslan af henni var engan veginn slik, að hún skildi eftir sig spor, sem hræða. Á einn veg eru til aö- stæður, sem vissulega gætu stuðlað hér að einmitt nú. Fyrirhugað er að verðbæta okkar ágæta lambakjöt ofan i útlendinga með tæpum 2 milljörðum á næsta ári. Þetta eru krónur, sem við kveðjum i siðasta sinn um leið og þær eru af höndum reiddar. Hvers vegna ekki að nota þetta fé innanlands, til þess að lækka verðið hér og hætta þess- um heimskulega útflutningi? Hér er um að ræða talsvert stóran þátt i viðurværi lands- manna, og þegar við nú búum við verulega hækkandi verð á fiski, væri sannarlega ástæða til aöleggja meira kapp á þann út- flutning. Hér væri vissulega um aö ræöa nokkra lifsvenjubreyt- ingu, en þó engan veginn svo, að ófæra mætti kalla. Að minu viti væri vel þess vert að gera hér tilraun. Auðvitað væri þetta eitt ekki einhlýtt, en aðalatriðið er, að einhversstaðar væri hafizt handa. Sifelld vixláhrif kaupgjalds og verðlags ættu að hafa fært fólki heim sanninn um, að svokallað- ar kjarabætur gufa undarlega fljótt upp og verða raunar að minna en engu. Skynsamleg breyting skattalaga ætti og að geta stuðlað hér að. Ef við á annað borð viður- kennum, sem rétt er, að snákur verðbólgunnar sé mestmegnis heimaalinn, er mál aö taka hann öðrum tökum en tiðkazt hefur um hrið. 11! HREINSKILNI SAGT |||||| Byggingatækni- fræðingur Ölfushreppur óskar að ráða bygginga- tæknifræðing. Einbýlishús fyrir hendi. Umsóknarfrestur til 29. október. Upplýsingar gefur sveitarstjóri i sima 99-3726, Þorlákshöfn. Sveitarstjóri Ölfushrepps.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.