Alþýðublaðið - 29.10.1976, Síða 11
MaÍðöV Föstudagur 29. október 1976
11
Markmiðið er:
ALLIR MEÐ ENDUR-
SKINSMERKI
Mikilvægt að ökuljós séu í lagi og stillt
Dreifing-kynning
Umferðarráð hefur nýlega
hafið árlega dreifingu endur-
skinsmerkja og kynningu á gildi
þeirra fyrir umferðaröryggið nú
i skammdeginu. Þegar hefur
endurskinsmerkjum verið
dreift i mjólkurbúðir á sölu-
svæði mjólkursamsölunnar og i
kaupfélög út um land. Mark-
miðið i ár er að dreifa ekki færri
endurskinsmerkjum en á síð-
astliðnu ári en þá seldust60 þús-
und merki sem lætur nærri að
fjórði hver Islendingur hafi
keypt endurskinsmerki. Endur-
skinsmerkin eru mikið öryggi i
skammdegismyrkrinu og þvi
ætti hver einasti maður að
ganga með endurskinsmerki.
Merkin eru ekki einungis fyrir
börn. Fullorðnir og unglingar
eru oft meira á ferðinni eftir að
skyggja tekur og eru þar af leið-
andi oftar i hættu.
A sama hátt og undanfarin ár
verður nú fyrirtækjum, skólum
stofnunum og sveitarfélögum
gert kleift að fá endurskins-
merki með nafni og / eða merki
en á siðastliðnum árum hafa
margir notfært sér slikt.
Þá verður dreift um allt land
veggspjaldi sem á að minna
vegfarendur á að nota endur-
skinsmerki.
Endurskinsmerkja-
dagur
i skólum
Jafnframt dreifingu endur-
skinsmerkja hefur verið mælst
til þess að einn dagur i skólum
verði tileinkaður endurskins-
merkjum, svokallaður endur-
skinsmerkjadagur. Allir nem-
endur skólans (eða ákveðinna
bekkjardeilda) kæmu með end-
urskinsmerki og kennarar
ræddu við þá um gildi merkj-
anna. Skólunum er i sjálfsvald
METRAR 20 40
setthvaðadagþeirveljaen bent
hefur verið á heppilegastan
tima frá 18.-30. október.
Ökuljósin i lagi
og rétt stillt
Til þess að endurskinsmerki
komi að fullum notum er mjög
mikilvægt að ökuljós séu i lagi
og rétt stillt. Endurskinsmerki
er gert úr þúsundum örsmárra
glerperlna beggja megin á
þunnri plötu. Þegar ljós bifreið-
ar fellur á plötuna endurkastar
hún ljósinu með miklum styrk
til bifreiðastjórans. Ef ökuljós
eru ranglega stillt þá er mikil
hætta á þvi að ljósgeislinn nái
ekki endurskinsmerkinu oe
kemur það þviað engum notum.
Nú stendur yfir almenn ljósa-
skoðun bifreiða og lýkur henni
31. október. Talsvert hefur borið
á þviað undanförnu að bifreiðar
hafa verið á ferii með gölluð og
eða vanstillt ökuljós. Eftir 31.
125
Fótgangandi nr. 1 er klæddur dökkum fötum, nr. 2 er I jósum fötum og nr. 3 ber endurskinsmerki. Bfllinn
er með lág ökuljós — og fjarlægðin gefur til kynna hvenær fótgangendurnir sjást. A 50 km/klst. hefur
bilstjórinn enga möguleika á að stöðva fyrir nr. 1 og 2.
Fullorðnir
bera líka
endurskinsmerki
október mun lögreglan gera
gangskör að þvi að athuga ljós
og ljósabúnað bifreiða og þá
eiga menn það á hættu að verða
krafðir um ljósastillingarvott-
orð. ökuljósineru mikilvægustu
öryggistæki bifreiðarinnar nú i
skammdeginu. Það er þvi vita-
vert að vanrækja athugun á
þeim og viðgerð ef með þarf.
Hvernig notum við
endurskinsmerki?
Endurskinsmerkin er best að
næla innan á vasana t.d. frakka-
vasa, jakkavasa eða buxna-
vasa. Þegar þér eruð á ferli i
myrkri sem gangandi vegfar-
andi þá látið þér endurskins-
merkin hanga niður með hliðun-
um. Þannig er það bæði sjáan-
legt framan og aftan frá. Ef þér
eruð á ferii þar sem engin gang-
stétt er þá skuluð þér ganga á
vinstri vegarhelmingi þá er
auðvelt að fylgjast með umferð
sem kemur á móti.
öldruðu fólki er nauðsynlegt að
bera endurskinsmerki með sið-
unum sitt hvoru megin. Með þvi
sést það betur þegar það þarf að
ganga yfir götu.
Barnavagn sést timanlega ef
framan á hann eru sett tvö end-
urskinsmerki.
FRAMHALDSSAGAN
Staðgengill stjörnunnar ^ * *
eftir Ray Bentinck
umtal, Paula, en öll samúðin
verður þin megin, sama hvaða
lygasögur Luke Castle segir.
Castle er þekktur lygari og
afbrotamaður. Þú þarft bara að
vera falleg og sæt í vitnastúk-
unni... sú Paula Langton, sem all-
ir þekkja og unna, og þá verður
öllu trúað, sem þú segir.
Hún andaði léttara... og það
sama gerðu hinir. Luke hafði
verið leyndarmál, sem aðeins
þriðji maður hennar, Dwight
Yarrow þekkti, og hún var sann-
færð um, að það veslings flón væri
þrátt fyrir allt of ástfanginn af
henni til að vitna gegn henni.
— Við eigum lika að bera vitni,
sagði Max kæruleysislega. —
Luke sagði okkur sitt af hverju,
meðan við vorum fangar hans.
Paula leit á þau og sá, að þau
vissu allt um ástarævintýri henn-
ar og Lukes. Andartak leiftruðu
augu hennar af reiði, en svo brosti
hún blitt. — Taktu ekki skrýtlurn-
ar minar svona hátiðiega, Walt,
sagði hún glaðlega. — Auðvitað
ljúkum við myndinni og hjálpum
lögreglunni og erum góð við
Shirley og Max.
— Þú þarftekki að vera góð við
mig, sagði Shirley reiðilega.
Paula gekk til hennar og kyssti
hana á vangann. — Þú mátt velja
þér hvaða skartgrip úr skrininu
minu, sem þú vilt i brúðargjöf,
sagði hún. — Þarna sérðu, hvað
ég er þakklát! Ég var bara að
striða þér með Max!
— Þá er þetta ilagi! Silverstein
néri brosandi saman lófunum. —
Við erum öll góðir vinir, og þetta
verður bezta mynd, sem ég hef
nokkru sinni gert, ef heppnin er
með okkur!
22. kafii.
Heppnin var með þeim... eða
með Silverstein. Næstu viku var
gott veður og hann gat lokið öllum
útiatriðum. Luke Castle sat i
fangelsi, og kvikmyndin yrði til-
búin, áður en þau áttu að bera
vitni. — Og þá má Paula min
vegna fara til Tókió eða
Timbúktú, sagði Silverstein hrif-
inn við Shirley .
— Ég vona, að hún fari sem
lengst! sagði Shirley örg, en hún
stóð og horfði á Paulu og Max,
sem voru að leika. — Eru fleiri
ástaratriði, hr. Silverstein?
— Aðeins það stóra siðast,
sagði hann rólega. — Bara róleg,
vinan... Max getur séð um sig.
Shirley varð undrandi yfir, að
Max gat verið svona vingjarnleg-
ur við Paulu i tilliti til þess, sem
þau vissu nú um hennar innri
mann. Henni fannst hann satt að
segja, alltof móttækilegur fyrir
töfra Paulu, bæði i vinnu og utan
hennar. Hún beit á jaxlinn, þegar
þau komu gangandi til hennar.
Þau leiddust og hlógu hvort til
annars... næstum eins og þau
væru trúlofuð, hugsaði hún æst.
Það var kominn timi til að taka
þetta i sinar hendur. — Mig
langar að tala við þig, Max, sagði
hún.
— Allt i lag, elskan min, en við
byrjum aftur eftir tiu minútur.
Hún dró hann með sér bak við
runnana.
— Heyrðu nú, Max, sagði hún.
— Ég vona, að ég sé ekkert sér-
lega eigingjörn, og ég er ekki
afbrýðisöm, en finnst þér ekki, að
þú ættir að hugsa meira um mig
og minna um Paulu?
Max skellti uppp úr: — Þú ert
flón, Shirley! Ég er að reyna að
hafa Paulu i góðu skapi okkar
allra vegna. Þvi fyrr, sem mynd-
inni lýkur, þvi fyrr er ég laus við
hana, þess vegna geri ég alit til að
flýta fyrir. Hefurðu fleira að
segja?
— Já, Max! Ég...
— Segðu það þá ekki, greip
hann fram i fyrir henni, — þvi að
nú kyssi ég þig, og eftir nokkra
daga, kaupi ég handa þér trúlof-
unarhring með stærsta demanti,
sem þú hefur séð, þvi að þú hefur
orðið að biða svo lengi. Og eftir
það geturðu merkt mig með
skilti, sem á stendur: ég á hann!
Þá gat shirley ekki verið
reið lengur. Hún hló hamingju-
söm, og Max þrýsti henni að sér
og kyssti hana af ástriðuþunga,
en allt i einu sleppti hann henni
svo snögglega, að hún riðaði og
var næstum dottin. Hún náði jafn-
væginu i tima til að sjá hann þjóta
gegnum runnana, og andartaki
seinna heyrðust högg.
Shirley ætlaði að hrópa á hjálp,
en um leið kom Max og hélt i
jakkakraga einhvers.
— Glen Mallory, sagði Shirley.
— Ég sá hann læðast milli runn-
anna og njósna um okkur, og nú
skulum við fá að vita ástæðuna!
sagði Max móður. Hann dró
skelfdan manninn með sér inn, en
þar sat Paula og drakk te ásamt
fleira fólki. — Við náðum i dular-
fulla manninn, sagði Max glað-
lega.
Paula leit upp, en svo spratt
hún á fætur og henti sér i faðminn
á Mallory: — Elskan! sagði hún
niðurbældri röddu.
Shirley starði bara. — Þekkirðu
hann? stundi Max.
— Auðvitað þekki ég hann!
hrópaði Paula. — Þetta er mað-
urinn minn! Dvight Yarrow!
Fögnuður Paulu virtist koma
manninum á óvart. Hann virtist
bæði skelfdur og feiminn og hélt
laust utan um Paulu eins og hann
vissi ekki, hvað hann ætti að gera
við hana.
— Ætlarðu ekki að kyssa mig,
elsku Dwight?
— Get ég ekki fengið að tala við
þig i einrúmi, Paula? tautaði
hann.
Um leið hringdi bjalla.
— Jú, jú, en ekki núna! sagði
Paula. — Nú byrja upptökurnar.
Gættu hans, Shirley, svo að hann
stingi ekki aftur af!
Þegar upptökum var lokið
þennan daginn fóru Paula og
Dwight upp til hennar, en hún
sagði brosandi, þegar þau komu
niður:
KOSTABOÐ
á kjarapöllum
KJÖT & FISKUR
Breiðholti
Simi 7120(1 — 71201
4>* ©
^ POSTSENDUM
TROLOFUNARHRINGA
'Tlnli.iinifS UnfSBon
It.iusoUrQi 30
éumi 19 209
,
dúoa Síðumtíla 23 /ími 64300
Heimiliseldavélar,
6 litir - 5 gerðir
Yfir 40 ára reynsla
Rafha við Óðinstorg
Símar 25322 og 10322
Birgir Thorberg
málarameistari
simi 11463
önnumst alla
málningarvinnu
(— úti og inni —
gerum upp gömul húsgögh '