Alþýðublaðið - 29.10.1976, Side 15

Alþýðublaðið - 29.10.1976, Side 15
biaðið Föstudagur 29. október 1976 15 Bíóin / Leikhúsin Spartacus Sýnum nú í fyrsta sinn með is- lenzkum texta þessa viðfrægu Oscarsverðlaunamynd. Aðalhlutverk: Kirk Douglas, Laurence Olivier, Jean Simmons, Charles Laughton, Peter Ustinov, John Gavin, Tony Curtis. Leikstjóri: Stanley Kubrich. ÍSLENZKUR TEXTI. Bönnuð börnum innan 12 ára. Sýnd kl. 5 og 9. Siðasta sýningarhelgi. Sími50249 Þau gerðu garðinn frægan Fred Astaire Frank Sinatra Bing Crosby Elizabetr Tavlor Gene Kelly James Stewart Judy Garland Debbie Reynolds Mickey Ronney Ester Williams Clark Gable Ginger Rogers Jean Harlow Ann Miller o.fl. Islenzkur texti Sýnd kl. 9 LEIKFÉLAG 2f2 REYKJAVtKUR ÆSKUVINIR eftir: Svövu Jakobsdóttur. Leikstjórn: Brlet Héðinsdóttir. Leikmynd: Steinþór Sigurðsson. Leikhljóð: Gunnar Reynir Sveinsson Lýsing: Daniel Williamson. Frumsýning i kvöld. — Uppselt. 2. sýn. sunnudag kl. 20,30. 3. sýn. miðvikudag kl. 20,30. Rauð áskriftarkort gilda. SKJALDHAMRAR 100. sýn. laugardag. — Uppselt. SAUMASTOFAN þriðjudag kl. 20,30. STÓRLAXAR fimmtudag kl. 20,30. Miðasalan i Iðnó kl. 14-20,30. Simi 1-66-20. YOl'NG FRANKENSTKIV GENK \VILI»EH- l’ETKK H0YI.K MAI5TY FKI.DMW • (T.0RIS LEACHMAN TERIGARR _________hKVNKUI MARS MADKI.INK RAHN tSLENZKUR TEXTI. Ein hlægilegasta og tryllingsleg- asta mynd ársins gerð af háð- fuglinum Mel Brooks. Bönnuð börnum innan 12 ára. Hækkað verð. Sýnd kl. 5, 7,15 og 9,30. T&nabió 3*3-11-82 Varið ykkur á vasaþjófun- um Harry in your pocket JAMES COBURN MICHÁEL SARRAZIN TRISHVAH DEVERE • WALTER PIDGEOH "HARRYIH YOUR POCKET’1 ABWCtCaiCRPWOUCTION • Wnnwb, WJtSO»VlOBUCtUNA« wlROHAIBTK hMuCKHnbtAmlribfBWaCmtR • t*«-iAL0SOWRIN IPGl'S^-SS’l Uratad Artnts Spennandi ný amerisk mynd, sem sýnir hvernig þaulvanir vasaþjóf- ar fara að við iðju sina. Leikstjóri: Bruce Geller. Aðalhlutverk: James Goburn, Micael Sarresin. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ífJMÓÐLEIKHÚSÍfi SÓLARFERÐ i kvöld kl. 20. Uppselt 20. sýn. laugardag. kl. 20. Uppselt sunnudag kl. 20. Uppselt LITLI PRINSINN sunnudag kl. 15 Litla sviðið: NÓTT ASTMEYJANNA eftir Per Olov Enquist. Leikstjóri: Helgi Skúlason. Leikmynd: Birgir Engilberts. Frumsýning þriðjudag kl. 20.30. 2. sýning miðvikudag kl. 20.30. Miðasala 13,15-20. Sími 1-1200 Arnarborgin eftir Alistair MacLean. Hin fræga og afar vinsæla mynd komin aftur með islenzkum texta. Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 5 og 9. 3*16-444 Morð mín kæra MITCIIUM Afar spennandi ný ensk litmynd, byggð á sögu eftir Raymond Chandler, um hinn fræga einka- njósnara Philip Marlowe, sem ekki lætur sér allt fyrir brjósti brenna. ISLENZKUR TEXTI. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Partizan Mjög spennandi og sannsöguleg mynd um baráttu skæruliða i Júgóslaviu i siðari heimstyrjöld. Tónlist: Mikis Theodorakis. Aðalhlutverk: Rod Taylor, Adam West, Xenia Gratsos. ÍSLENZKUR TEXTI. Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Siðasta sinn. cnnRione RHTMOKD CtlflKDl£K5 RfihrUHG 3 1-89-36 SERPIC0 ISLENZKUR TEXTI. Heimsfræg sannsöguleg ný amerisk stórmynd um lögreglu- manninn Serpico. Kvikmynda- handrit gert eftir metsölubók Peter Mass. Leikstjóri Sidney Lumet. Aðalhlutverk: A1 Pacino, John Randolph. Myn þessi hefur alls staöar fengið frábæra blaðadóma. Bönnuð innan 12 ára. Hækkað verð. Sýnd kl. 6 og 9. Ath. Breyttan sýningartima. Verkmernitun í orði, eða á borði Engin þjóð, sem vill vera sjálfstæð, getur komizt af án verkmenntunar. Þó við sleppum stóriðju þjóða, sem tekizt hefur að komast af, og reyndar meira en það, með vinnutækni reista á mjög svo takmarkaðri verk- kunnáttu hvers einstaklings, er þörfin sama fyrir gjörmenntaða verkkunnáttumenn. En smáþjóð eins og okkur er vitanlega ekki kleift að feta i fótspor milljónaþjóðanna i allri þeirra færibandatækni. Bezt er einnig að hafa það i huga, að mismunandi vinnu- brögð falla auðvitað misjafn- lega að huga og geðslagi. Það er reyndar ekki neitt öfugmæli, sem Stephan G. Stephansson orti um sjálfan sig, sem þurfti að sinna óskyldustu viðfangs- efnum : „Löngum var ég læknir minn....” o.s.frv. Það er fjarri mér, að vilja ýta undir neinn þjóðrembing vegna umræðu um fjölhæfni tslend- inga. En ég hygg, að nokkur leitun mætti vera á þjóð, sem stæði þar feti framar, jafnvel jafnfætis. Hversem gengur um byggða- söfn, sem góðu heilli hefur verið efnt til viða um land, getur ekki annað en undrast, hvernig Is- lendingum hefur tekizt að gera hina fjölbreyttustu og hagleg- ustu hluti, þrátt fyrir að kalla allsleysið. Er þó ekki unnt að draga i efa, að gifurlega margt hefur glatazt, sem ekki ætti sið- ur heima á söfnunum en það, sem þar er að finna. Með hliðsjón af þessu, má leiða að þvigild rök, að hér sé að finna möguleika á, að Islending- ar geti orðið verkmenntaþjóð i fremstu röð, ef rétt er á haldið. Fámenniokkar og sú aðstaða, að vera háðir miklum samskipt- um við aðrar þjóðir, gerir það að verkum að okkur er bein lifs- nauðsyn að virkja allan þann hagleik.sem þjóðin hefur fengið i vöggugjöf. Allir viðurkenna, að nú er svo komið, að gömlu undirstöðu- greinarnar geta ekki tekið á móti vaxandi fólksfjölda, svo neinu nemi. Við horfum þess- vegna til iðnaðarins, sem eins- konar bjarghrings i þeim efn- um. Það ætti að vera nokkuð ein- sætt, að þjóðin verður að snúa sér alfarið að þvi, að vinna — fullvinna —úr þeim hráefnum, sem hér eru fyrir hendi og stefna að þvi að það sem við flytjum úr landi þurfi ekki um- bóta við. En enginn skyldi ætla, að þetta gerist af sjálfu sér. Þrátt fyrir það, að handiðn- aður verkmenntaðra manna eigi sérhér talsverða sögu, er á- standið siður en svo loflegt, þó bjargazt hafi verið við. Fyrir 30 árum var sett hér ný skólalöggjöf, og hún hafði inni að halda ákvæði, að minnstakosti heimildarákvæði, um að auka og efla verkmennt- un i islenzkum skólum. Niður- Oddur A. Sigurjónsson staðan af þeirri viðleitni var nánast sagt raunasaga. Óhætt er að segja, að þar kom margt til. I fyrsta lagi voru skólarnir alls ekki viðbúnir að gera verk- námi nokkur skil, sem það nafn var gefandi, vegna skorts á húsakynnum, tækjum og siðast en ekki sizt verkmenntuðum kennurum. I annan stað er hin landlæga hugmynd okkar, að binda við hugtakið menntun að- eins bóklærdóm. Þar sem reynt var að koma á fót bók- og verkmenntun nokk- umveginn samhliða, varð nið- urstaðan sú, að verknámsdeild- irnar fengu á sig einskonar tossamark með réttu eða röngu, en þar voru bóknámskröfurnar vægari. Þetta vanmat á verk- kunnáttunni varð svo til þess, að menn sneru sér frá henni sem litilsverðri. Hér við bætist auð- vitað, að tæki og aðstaða til verkmenntunar eru margfalt dýrari, og það var aðstandend- um skólanna viðast ofviða að búa út sæmileg verkból. Þessi blákalda staðreynd hef- ur skólamönnum oft sviðið, en óhægt um vik til úrbóta. Það eru reyndar fleiri en skólamenn, sem hafa séð hvert stefndi.og ætla hefði mátt, að i þeim hópi væruýmsir i röðum landsfeðra. En þvi miður verður þá að segja, að þeirra hefur litið gætt — svo lítið, að eftir 30 ár stönd- um við nú i nærfellt sömu spor- um. Að visu hefur nú ný löggjöf komið til, sem kveður nokkuð fastar að um þessa hluti en áð- ur. En allt um það verður ekki betur séð en að þau orð stangist nákvæmlega eins við gerðirnar eins og fyrir 30 árum! Un hið eiginlega iðnnám, sem þó hefur verið stundað i a.m.k. þrjá aldarfjórðunga er svo á- statt i þokkabót að þar hefur að- eins tekizt, að skipulegga (hanna) 3-4 iðngreinar af 66-67, sem þó eru löggiltar hér! Fá- tæktin var min fylgikona.... kvað gamli Jón á Bægisá. En nú ætti að vera nóg komið af orða- gjálfri, sem ekkertinntak hefur. Viö eigum ekki margra kosta völ, annarra en að snúast mann- lega við, ef það er raunveruleg ætlun að koma fótum undir verkmenntun unga fólksins. Það kann að vera rétt, að dýrast sé að vera fátækur. En höfum við efni á, að spara eyrinn en kasta krónunni með þvi að láta við svo búið standa, sem nú blasir við i verkmenntunarmál- um? III HREINSKILNI SAGT HORNID Auglýsingasími Skrifið eða hringið Alþýðu blaðsins í síma 81866 14906 Míisíamb IiI* Grensásvegi 7 Sími 82655. InnlánMiidMkipG lefid ^ lÉII !BÚN/\D/\RBANKI ' ISLANDS Austurstrætl 5 5imi 21,-200 Hatnarijaröar Apótek Afgreiðslutimi: Virka daga kl. 9-18.30 'Laugardaga kl. 10-12.30. Helgidaga kl. 11-12 Eftir lokun: Upplýsing^simi 516Ó0. \S£NDiMlASTÖDIN Hf

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.