Alþýðublaðið - 31.10.1976, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 31.10.1976, Blaðsíða 3
8 FRÉTTIR í Sunnudagur 31. október 1976;,biai Iþýöu- laóiA Frtw-Arm 8000 í’íM* Kr. 51.700 TOYOTA SAUMAVELIN er óskadraumur konunnar. Toyota-saumavélin er mest selda saumavélin á Islandi í dag TOYOTA varahlutaumboðið h.f., Ármúla 23, Reykjavík, sími 81733. Einkaumboð d íslandi 37.600 Samband dýravernd- arfélaga íslands: Kemur sér upp trún- aðarmanna- kerfi Stjórn Sambands dýraverndunarfélaga hefur nýlega ritað öilum oddvitum landsins bréf/ þar sem þess er farið á leitr að þeir tilnefni trúnaðarmenn fyrir Samband dýra- verndunarfélaga íslands. Starf dýraverndunarfélaga er rekið af áhugamönnum, eins og flestum er kunnugt. Þessir ein- staklingar eru oft á tiðum önnum kafnir i starfi sinu, og eiga erfitt með að vinna það fyrir sam- bandið sem þeir vilja. Einnig eru staðir á landinu, þar sem ekkert dýraverndunarfélag er starfandi og erfitt um eftirlit með skepnu- haldi. Að sögn Jórunnar Sörensen formanns Sambands dýra- verndunarfélaga tslands, er ætlunin að þessir trúnaðarmenn verði „augu og eyru sambandsins um land allt”. — Það kemur oft fyrir að við fáum ábendingar frá fólki úti á landi, en getum ekki sinnt þeim, vegna þess að við höfum ekki tök á að fara. Þá er auðvitað ómetan- legt að hafa einhvern á staðnum, sem getur farið og séð hvort hér er um að ræða illa meðferð á dýrum. Eða hvort hér er um nágrannakrit að ræöa, eins og stundum á sér stað. Þessir menn eiga sem sagt að meta málið og senda okkur siðan skýrslu. Jórunn sagði, að þegar væru farin að berast svarbréf frá odd- vitum. Þeir sem hafa svarað hafa allir tekið vel i erindið og ýmist tilnefnt einhvern sveitunga sinn, eöa einfaldlega tekið starfið að sér sjálfir. Hér er að sjálfsögðu um ólaunaö starf að ræöa. Trúnaðarmenn þessir munu fá send lög og reglugerðir um dýra- vernd til að byggja starf sitt á. Jórunn bað að lokutn um, að þvi yrði beint til oddvita þeirra sem enn hafa ekki svarað erindisbréfi Sambands dýraverndunarfélaga, aö gera það hið fyrsta. —hm. ( frétt frá Nemendaráði Tækniskóla íslands segir, að aðalfundur nemenda- ráðs skólans mótmæli harðlega þeim gerræðis- legu vinnubrögðum sem viðhöfð hafi verið við samningu og frágany' út- hlutunarreglna Lánasjóðs islenzkra námsmanna. Segir, að aðalf undurinn krefjist þess að ráðherra dragi undirskrift sína til baka og leiðrétti út- hlutunarreglur þannig að sanngjarnar megi teljast, ella segi ráðherra af sér. Er þetta efnislegt innihald bréfs sem sent var menntamálaráðherra, Vil- hiálmi HiálmarQcvni — ARH Hjúkrunar- fræðingar óánægðir A fundi hjúkrunarfræðinga við Heilsuverndarstöð Reykja- vikur, sem haldinn var fyrir skömmu, kom fram megn óánægja vegna úrskurðar kjaranefndar um sérsamninga Reykjavikurborgar og Hjúkrunarfélags íslands, er staðfestur var 22. september siðast liðinn. f frétt frá hjúkrunar- fræðingunum segir, að störf hjúkrunarfræðinga almennthafi verið mjög vanmetin i úr- skurðinum, og engar sérkröfur hjúkrunarfræðinga Heilsu- verndarstöðvarinnar teknar til greina. Þá segir: „Úrskurður kjara- nefndar um hækkun um einn launaflokk, sem allar aðrar starfsstéttir fá, breytir engu um það vanmat, sem hjúkrunar- fræðingar hafa sætt i launum miðað viðmarga þá starfshópa, er gegna ábyrgðarminni störfum hjá Reykjavikurborg, eöa störfum, sem krefjast minni menntunar.” STRINDBERG í NÝJU LJÓSI Þjóðleikhúsið er nú að hef ja sýningar á leikritinu Nótt ástmeynna, eftir sænska höfundinn Per Olov Enquist. Þýðinguna gerði Stefán Baldursson. Æfingar hafa staðið yfir dag hvern síðan 3. sept. Leikurinn gerist i Kaup- mannahöfn 1889. Agust Strindberg á í miklum f járhagserfiðleikum. Enginn fæst til að birta eftir hann greinar, gefa út bækur hans, né þá sýna leikrit hans. Auk þess stendur hann í skilnaði við konu sína Siri von Essen. Siri er það eina áhugamál að komast út i atvinnulifiö aftur, fara að leika. Verið er að æfa einþáttung eftir Strindberg, þar sem Siri von Ess- en fer með aðalhlutverk. Strind- berg mætir á eina æfinguna, og hefst þar hið heiftarlegasta rif- rildi milli hjónanna. Strindberg heldur þvi fram aö kona hans eigi vingott við danska stúlku Marie David, en hún leikur annað hlut- verk i einþáttungnum, sem æf- ingar standa yfir á. Kvöldið liður i einu allsherjar rifrildi, þar sem hvorki Strind- berg né kona hans virðast geta gleymt þvi eitt andartak aö þau standa i skilnaði. Inn i rifrildið blandast siðan aö sjálfsögðu hin danska vinkona Siri, Marie og auk þess danskur leikari Viggo Schiwe að nafni. Leikrit þetta er um ársgamalt og hefur verið sýnt við góða að- sókn á flestum Norðurlöndunum. Nokkrar ritdeilur urðu um verkið i sænskum blöðum, og var höf- undur gagnrýndur harðlega fyrir túlkun sina á persónu Strind- bergs. Fyrirhugað er að sýna verkið i Þýzkalandi og Englandi. Einnig hefur leikritið verið selt vestur um haf, og mun þaö hinn kunni kvikmyndaleikari Jack Nicholson sem fara á með hlutverk Strind- bergs. Allar horfur eru á að höfundur verksins komi hingað til lands i boði Norræna hússins, og verði þá viöstaddur sýningu á Nótt ást- meyjanna. Með hlutverk Strindbergs i Þjóðleikhúsinu fer Erlingur Gislason, konu hans leikur Helga Bachmann, Edda Þórarinsdóttir leikur Marie hina dönsku og Bessi Bjarnason og Sigmundur örn Sviðsmynd úr „Nótt ástmeyjanna” Arngrimsson skiptast á um að leíka danska leikarann Viggó Schiiwe. Leikstjóri er Helgi Skúlason. Nótt ástmeyjanna verður sýnt á Litla sviðinu i Leikhúskjallaran- um og er frumsýning þriðjudag- inn 3. nóvember og hefst kl. 20.30. —Af Félag áhugamanna um heims- speki stofna félag Klukkan 14.30 i dag verður fluttur fyrirlestur, á vegum félags áhugamanna um heimsspeki, fyrirlestur i Lög- bergi húsi Lagadeildar Háskóla tslands. Fyrirlesari er Halldór Guðjónsson, stærðfræðingur og nefnir hann erindi sitt „Málfræði Chomskys og gagnrýni á hana”. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Félag áhugamanna um heims- speki var stofnað hinn 16. október og er tilgangur félagsins að efla kynni áhugamanna um heims- speki og gangast fyrir fyrirlestra- haldi um heimsspekileg efni. Fyrirlestur Halldórs Guðjóns- sonar er hinn fyrsti i röð 8 fyrir- lestra, sem fyrirhugaðir eru i vetur. Tækniskóla- nemar vilja setja Vil- hjálm af! i ur 31. október 1976 FRÉTTIR g Farsælu dagsverki að Ijúka: w Sr. Oskar J. Þorláksson lætur af embætti í dag A sunnudaginn kemur mun sr. óskar J. Þor- láksson, dómprófastur vinna sitt siðasta opinbera embættisverk í dómkirkjunni, er hann setur inn í embætti eftir- mann sinn sr. Hjalta Guðmundsson ný- skipaðan dómkirkju- prest. Þar með lýkur 45 ára farsælu starfi hans innan þjóðkirkjunnar. Alþýðublaðið átti ör- stutt rabb við sr. óskar i tilefni af þessum tíma- mótum i lífi hans. „Hvenær tókst þú prestvigslu, sr. Óskar, og hvar hófust þin prestsstörf ? ” ,, Eg var vfgður þann átjánda október 1931, af dr. theol Jóni Helgasyni, biskupi, og tók við embætti að Kirkjubæ á Siðu strax þar eftir, en þar þjónaði ég i 3 1/2 ár.” „Og þaðan lá leiðin til Siglu- fjarðar?” „Já, ég tók þar við af sr. Bjarna Þorsteinssyni, þeim landsþekkta klerki.” „Fannst þér vera vandi á höndum, að taka við af honum?” „Bæði já og nei, er óhætt aö segja. Sr. Bjarni Þorsteinsson var, eins og allir vita mikill hæfileikamaður, og starf hans i þágu tónmennta og þó einkum við söfnun þjóðlaga er ómetanlegt. Þar var ekki heiglum hent að ganga i hans fótspor, enda reyndi ég það ekki. En hann skildi eftir mikla virðingu fyrir prestsstarfinu, sem ég naut góðs af.” "Stundaðirðu þar einhver störf samhliöa prestsstarfinu?” „Ég fékkst dálitið við kennslu bæði i gagnfræðaskólanum og barnaskólanum, og svo voru auðvitað ýmiskonar félagsstörf, eins og gengur, þarna þjónaði ég i 16 ár.” „Og svo komstu til höfuð- borgarinnar?” „Já, 1951. Þar tók ég við af sr. Bjarna Jónssyni, vigslu- biskupi.” „Ekki var hann nú siður ástsæll prestur en nafni hans á Siglufirði?” „Nei, það er óhætt um það. Hann skildi við góðan söfnuð, sem handgenginn var sálu- sorgara sinum.” „Hefurðu haldið áfram félagsmálastörfum, eftir að þú fluttist til Reykjavikur?” „Ofurlitið já. Það hefur helzt verið að slysavarnamálum, auk þess sem ég hefi tekið þátt i Rotary-hreyfingunni.” „Hvað viltu segja, sr. Óskar, um starf prests i stórum söfnuði?” „Það er vitanlega nokkuð annað en að hafa smærri söfnuð. Kynning við alla safnaðarmenn verður ekki eins náin og kostur er þar sem safnaðarfólkið er færra. Almennar húsvitjanir eru t.d. meiri erfiðleikum bundnar. En það var siður minn, að hafa samband við for- eldra allra fermingarbarna, og svo hafði ég auðvitað fasta viðtalstima, sem talsvert eru notaðir.” „Hvað er þér nú efst i huga, þegar þú lætur af 45 ára þjónustu?” „Mér er þakklæti efst i huga, bæði til Guðs og manna. Ég hefi mætt alúð yfirleitt safnaðar- barna, og ég hefi verið heilsu- góður alla ævi, sem ég get ekki fullþakkað Guði minum.” „Er eitthvað, sem þú vildir segja sérstaklega um lifsviðhorf þin, sem manns og prests?” „Já. Ég hefi alltaf talið, að hvort heldur eru menn almennt og ekki siður prestar, eigi að vera jákvæður, láta ekki ýmis- konar vonbrigði, sem alla hendir einhverntima á lifs- leiðinni, villa sér sýn og myrkva hugskotið. Það er meira af góöu fólki i veröldinni en ýmsir vilja vera láta. Sé þess leitað, finnst það.” „Og hvað tekur nú við?” „Eins og er, hefi ég ekki ákveðið neitt um það. Timinn verður að leiða i ljós, hvað mér kann að vinnast og i hverju”, sagði sr. Óskar J. Þorláksson, Síöastliöinn laugar- dag var stofnuö deild hinnar alheimslegu Rósarkrossreglu, A.M.O.R.C., hérá landi og hefur þún hlotið nafniö Atlantic Pronaos. Rósarkrossreglan er bræðra- lag karla og kvenna, sem helga sig námi, rannsóknum og hag- nýtingu náttúrulegra og andlegra lögmála. Hér er ekki um að ræða sértrúarflokk, en tilgangur reglunnar er aö auö- velda mönnum að lifa i sam- hljóm við hin skapandi og upp- byggjandi kosmisku öfl. Reglan er öllum opin án tillits til trúar- eða stjórnmála- skoðana, en Rósarkross- þekkingunni er miðlað á þann hátt, að meðlimir fá send vikulega bréf, sem þeim er gert að vinna úr innan veggja heimilis sins. Auk þess geta þeir gerzt þátttakendur i þvi sam- starfi, sem hófstmeð stofnun Atlantic Pronaos hér á Islandi. Atlantic Pronaos heyrir undir Norrænu Stórregluna, en aðal- stöðvar reglunnar eru i San José i Kaliforniu. Deildir Rósarkrossreglunnar eru starfandi i milli 60 og 70 löndum, svo ólikum sem Danmörku, Madagaskar, Liberiu og Israel. Rósarkrossreglan er ævagömul og rekja reglumenn regluna aftur til daga Thutmose 111., sem rikti i Egyptalandi um 1500 fyrir Krist. RÓSARKROSSREGLAN ST0FNAR DEILD HÉR A LANDI FLUGLEIÐIR HEFJfl SAMSTARF MEÐ T.M.A. Flugleiöir hafa gert samning við fraktflug- félagið Trans Mediterran- ean Airways á Heathrow- flugvelli í Bretlandi um aö þeir taki við afgreiðslu af brezka flugfélaginu Brit- ish Airways á vörum til flutnings með vélum félagsins. Samningurinn kemur til framkvæmda hinn 30. október n.k. klukk- an 3 síðdegis, er hinn nýi umboðsaðili hefur móttöku á vörum viðskiptavina félagsins. Trans Mediterranean Airways, sem venjulega gengur undir heit- inu T.M.A., er libanskt fraktflug- félag og er það eitt hið stærsta i heimi á sviði vöruflutninga. Heimilisfangið er Heathrow Air- port Cargo Terminal, Shoreham RoadEast, Hounslow, Middlesex, og siminn er 01-7590081. Skrifstofa stöðvastjóra Flugleiða á Heath- rowflugvelli veitir alla fyrir- greiðslu um pantanir viðskipta- vina vegna vöruflutninga með vélum félagsins. Slmi stöðva- stjórans er 01-4996721 og 01- 4999971. Flugleiðir vænta þess, aö breyt- ing þessi verði viðskiptavinum félagsins til hagsbóta og fyrir- greiðsla öll og þjónusta við þá betri en áöur var, þar eö i hlut á minna fyrirtæki, sem getur betur sinnt þörfum hvers og eins. Varnarmál og varnarstöðvar 37. þing Alþýðuflokksins harmar, að flota- og kjarnorkukapphlaup stór- veldanna, risavaxin uppbygging sovézka flotans við Murmansk og vaxandi mótaðgerðir Bandaríkjanna skuli hafa aukið spennu á norðanverðu Atlantshafi i þann mund er Helsinki- samkomulagið gaf von um að draga mætti úr ófriðarhættu. Flokksþingið telur þvi rökrétt með tilliti til öryggis íslands og viðhorf i heimsmálum, að íslendingar leiti að svo stöddu trausts i varnarbandalagi grannþjóðanna og taki þátt i sameiginlegum vörnum Atlantshafs- bandalagsrikjanna. Þingið leggur jafnframt áherzlu á að vakað verði yfir fyrsta tækifæri til þess að láta varnarliðið hverfa úr landi án þess að öryggi þjóðarinnar stafi hætta af og að um þá ákvörðun verði höfð þjóðaratkvæðagreiðsla. Ný stjórnarskrá • viðreisn Alþingis 37. þing Alþýðuflokksins telur brýna nauðsyn að setja lýðveldinu nýja stjórnarskrá i stað þeirrar úreltu, ni- tjándu aldar stjórnarskrár, sem enn er litt breytt i gildi. Ný stjórnarskrá á að tryggja raun- hæft frelsi og jafnrétti allra Islend- inga fyrir lögum, við skattheimtu og skiptingu þeirra þjóöartekna og þess fjármagns, sem til ráðstöfunar er hverju sinni. Ný stjórnarskrá á að tryggja raun- hæft lýðræði, sem kallar á virka þátt- töku allra landsmanna, stjórnmála- legt lýðræði, félagslegt lýðræði og at- vinnulýðræði. Flokksþingið ályktar að rétt sé að afgreiða fyrst breytingar á stjórnar- — --------------—;------smv&k: Stóraukið fræðslustarf um málefni launþega-samtakanna 37. þing Alþýðuflokksins telur brýna nauðsyn á að eflt verði mjög starf verkalýðsmálanefndar flokksins I þeim tilgangi að samhæfa sem mest má verða stefnu og markmið flokksins og launþegasamtakanna og ná fyrr og betur raunhæfum árangri I baráttu beggja fyrir hagsmunamálum alþýöu manna. Þingið telur nauðsynlegt i þessu sambandi að ráðinn verði hið fyrsta sérstakur starfsmaður verkalýðs- málanefndarinnar og felur flokks- stjórn og stjórn verkalýðsmálanefnd- ar að vinna að þvi að svo megi verða. Þá tclur þingið einnig aö efla þurfi hópstarf flokksmanna og fylgismanna flokksins i launþegasamtökunum i þeim tilgangi að flokksmcnn verði þar almennt mun virkari en nú er. Sömu- leiöis að stórauka fræðslustarf flokks- ins um málefni launþegasamtakanna og gera flokksmenn á þann hátt hæfari til að vinna innan launþegasamtak- anna, fyrir þau og meö þeim. skrárákvæðum um jöfnun kosninga- réttar og rétt kjósenda til persónu- legra vals milli frambjóðenda, jafn- ræði milli flokka með uppbótarkerfi, 18ára kosningarétt og skipan Alþingis i eina deild. Flokksþingið skorar á Al- þingi að hefjast handa með þvi að samþykkja frumvörp Alþýðuflokks- manna um breytta starfsháttu Alþing- is til að auka áhrif þess i stjórnkerfinu og umboðsnefnd þingsins til að verja einstaklinga fyrir misrétti af hálfu stjórnsýsluaðila og skrifstofubákns> hins opinbera. Að lokum þessum fyrsta áfanga við umbætur stjórnkerfisins ber að endur- skoða stjórnarskrána að öðru leyti og afgreiða hana eins fljótt og unnt er. Þingið minnir á 30 ára aðild Islands að Sameinuðu Þjóðunum og tilgang þeirra samtaka að koma i veg fyrir ófrið i heiminum og tryggja öllum þjóðum frið og öryggi. Reynslan hefur sýnt, að tilvist hernaöarbandalaga ein sér hefur ekki komið i veg fyrir hernaðarátök og nauðsynlegt er aö tryggja frið með öðrum hætti. 1 þvi sambandi er mikil- vægast að efla Sameinuðu þjóðirnar og friðargæzlustarf þeirra, ná samkomu- lagi um gagnkvæma afvopnun, auka friðsamleg samskipti þjóða og stefna aðafnámi hernaðar-bandalaga. Flokksþing Alþýðuflokksins bendir á að óeðlilegt er, að varnarliðsmenn njóti sérréttinda umfram landsmenn. Þingið krefst þess, að sem allra fyrst verði öll slik sérréttindi varnar- liösmanna afnumin, svo sem sér- stakur gjaldmiðill, tollfriðindi o.fl.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.