Alþýðublaðið - 16.11.1976, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 16.11.1976, Blaðsíða 5
jMa&fö' Þriðjudagur 16. nóvember 1976 5 í Skólavörubúðinni. meira af hjálparbókum og bók- um sem miðaðar væru við sjálf- stæðari vinnubrögð og fjöl- breyttara skólastarf en nú tiðk- ast. Handbækur fyrir kennara er eftir að gefa út i flestum námsgreinum...” Mér er ánægja að geta skýrt frá þvi að siðan þetta var ritað hefur Rikisútgáfan gefið út mik- ið af hjálpargögnum og kennsluleiðbeiningum, m.a. með góðum tilstyrk Skólarann- sóknardeildar Menntamála- ráðuneytisins. SérstökUtgáfa fyrir vangefna nemendur er nú lika að komast á rekspöl og verður reyntað efla hana á næstunni. Af öðrum sér- stökum framtiðarverkefnum kemur mér helst i hug aukin og fjölbreyttari útgáfa hljóm- banda. Enn má nefna fram- leiðslu á efni til notkunar i tengslum við ýmis hinna nýju kennslutækja, sem nú eru að ryðja sér til rúms i skólunum, eins og t.d. glærur i myndvarpa. Svonenfd myndsegulbönd fyr- ir sjónvarp eiga lika vafalaust eftir að verða veigamikill þáttur i skólastarfseminni hér á landi. Mér virðist ekki ósennilegt að útgáfa þeirra og dreifing kunni einhvern tima i framtiðinni að verða einn af starfsþáttum Rikisútgáfunnar”, sagði Jón Emil Guðjónsson að lokum. Frá lager Skólavörubúðarinnar, Brautarholti tt. Skólavörubúðin er þjónustustofnun en ekki gróðafyrirtæki Sé rekstrarafgangur fer hann til útgáfu ýmissa hjálparbóka Bragi Guðjónsson, framkvæmdastjóri Skólavörubúðar. Skólavörubúð rikisútgáfunnar er annai sá þáttursem stutt hef- ur livað rækilegast að möguleik- um skólanna, til þess að sam- hæfa sig nýjum kennsiuháttum. Forstöðumaður hennar hefur frá upphafi verið Bragi Guðjónssnn, og nú fýsir okkur að heyrafrekar uin þá starfsemi „Upphaf Skólavörubúðarinn- ar var árið 1957”, segir Bragi. „Við fengum smálán hjá ríkis- útvarpinu, til þess að geta kom- ið henni á fót. Þetta hefur vitan- lega verið endurgreitt fyrir löngu, en fleytti okkur yfir erfið- asta hjallann fyrst. Það var komið i ljós, að skólana skorti margháttaðar nauðsynjar til starfrækslunnar, sem ekki var aðfá á almennum markaði. Það varð þvi hlutskipti Skólavöru- búðarinnar að freista að mæta þessari þörf. Þess skal getið með þökkum, að þá verandi fræðslumálastjóri, Helgi EUas- son, var þessa mjög hvetjafídi og aðstoðaði okkur með ráðum og dáð, sem hans var von og visa. Samband okkar við skólamenn hefur einnig verið mjög gott alla tið, og eiga þeir lika sinar þakkir skyldar. Fyrstu ár okkar voru i senn mjög erfið, þó ánægjuleg væru einnig. Við þurftum að koma upp lager, velja tæki, sem i senn væru hentug og hæfilega dýr, og frá þvi öllu er margs að minnast.” ,,Þú ert forstöðumaður nú og hefur verið starfsmaður frá upphafi, B.ragi. Hvert er að öðru leyti þitt verksvið i fyrirtæk- inu? ” ,,Segja má, að það sé nokkuð margþætt. Mér ber að hafa yfir- stjórn bókhaldsdeildar og þar með yfirumsjón með þvi sem viðkemur fjármálum, þar með talið sjá um launagreiðslur, og einnig yfirstjórn afgreiðslu- deildar”. ,,Það mun þá stundum vera þörf að liggja ekki á lötu hliðinni?” „Auðvitað er oftast nóg að gera, en um það leyti sem skól- arnir eru að hefja störf sin verður oftast að halda á spöðun- um. Þá verðum við að sinna samtimis þjónustu við skólana, almenning, sem verslar Hér og bóksala. Við reynum vitanlega að koma nauösynjum skólanna til þeirra á sumrin, eftir þvi sem föng eru til. En stundum veldur það okkur nokkrum erfiðleikum hve pantanir berast seint. Ef vel ætti að vera, þyrftum við að fá þær sem timanlegast ár hvert, og það myndi einnig þýða betri fiármagnsnýtingu hjá okkur.” ,,En hver er meginstefna ykk- ar sem verzlunarmanna?” „Skólavörubúðin hefur frá upphafi verið hugsuð og rekin sem þjónustustofnun, en ekki gróðafyrirtæki. Samt verður hún auðvitað að bjargast af rekstri sinum. Þar er ekki til annarra að flýja. Ef við eigum afgang fer hann til útgáfu ýmissa hjálparbóka eftir ákvörðun útgáfustjórnarinnar. Þetta er bækur, sem hafa ekki verið meðal þeirra, sem úthlut- að er til nemenda. Þar kemur einnig annað kennsluefni til, eft- ir þvi sem þörf og geta leyfa. Þannig kemur allt það fé, sem búðin kann að ávinna sér umfram rekstrarþarfir, aftur ti! skólastarfsins.” „Virðist þér vera um ein- hverjar gagngerar breytingar að ræða, sem þið þurfið að snúast við?” ..Það hefur greinilega komið i ljós, að skólarnir hafa aukið tækjakost sinn mikið, og sumir búa vel. En talsvert skortir á um allskonar leiðbeininga- þjónustu, sem er okkar di'aum- ur að geta snúizt við, betur en nú er unnt. Við höfum um nokkuð langa hrið haft mikinn áhuga á að safna og koma fyrir i sér- stökum sal sýnishornum af kennslutækjum, þar sem með- ferð þeirra væri einnig kennd og ýmsar leiðbeiningar væru gefn- ar. Þetta er alls ekki hugsað sem neitt minjasafn, en gripirn- ir og tækin væru á þeirri hreyf- ingu, að beztu tækin væru ætið fyrir hendi. Að þessu er stöðugt unnið, þótt afl þeirra hluta, sem gera skal sé ónógt og við verð- um enn að lifa i voninni.” ..Hvernig telur þú. að skólar landsbyggðarinnar séu settir um tækjakost?” ,.Ég tel, að þrátt fyrir erfið- leika, hafi dregið taisvert sam- an meö dreifbýlis- og þéttbýlis- skólunum i þessu efni á siðari árum. Dreifbýlismenn eru ekki siður áhugasamir, og námskeið sem kennarar og skólastjórar þaðan hafa sótt hingað, hafa greitt talsvert úr um alla kynn- ingu á þvi. sem á boðstólum er.” ,,Eru nokkrar nýjungar i starfrækslu ykkar annaðhvort á döfinni, eða hafnar?” ,.Við höfum breytt mikið um úthlutun bóka. Það er fólgið i þvi, að i stað þess að hver nemandi fái úthlutað árlega ákveðnum bókastafla fær hann nú ákveðinn kvóta, sem hann hefur i samráði við skóla sinn ráðstöfunarrétt á. Þetta er þannig hugsað, að unnt sé að nyta áumar bækur betur en áður. þar sem yngri systkini á heimilum geta tekið við bókum hinna eldri. þegar þau hafa þeirra ekki lengur þörf. eða svo skipast. Þess i stað geta nemendur fengið ýmsar hjálparbækur upp i kvótann. Þetta kostar vitanlega meiri þjonustu en áður. En við gerum okkum miklar vonir um að það þyði tvennt i senn, bétri nýtingu bókanna og aukna fjölbreytni i bókakosti og bókanotkun en áður var. Þetta á einnig að bæta meðferð námsbókanna hjá nemendum, þegartil nokkurs er að vinna". lauk Bragi Guðjóns- son máli sinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.