Alþýðublaðið - 08.12.1976, Síða 1

Alþýðublaðið - 08.12.1976, Síða 1
MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 261. tbl. — /976 — 5'j r árg. Áskriftar- síminn er 14-900 NORÐURSTJARNAN í HAFNARFIRÐI: Enga hugmynd um framtíðina — segir Guðmundur Ólafsson hjá Framkvæmdastofnun - Nei, blessaöur vertu, við höfum enga hugmynd um framtið Norðurstjörnunnar. Ef svo væri, væri allt miklu auðveldara, sagði Guðmundur ólafsson hjá Framkvæmda- stofnuninni, þegar blaðið ræddi við hann i gær. Þeim Guðmundi og Pétri Péturssyni fyrrum forstjóra og starfsmannastjóra Energoproject, hefur verið falið að gera úttekt á rekstri Norðurstjörnunnar i Hafnar- firði, með tilliti til reksturs fyrirtækisins i framtiðinni. Staða Norðurstjörnunnar er mjög slæm framleiðslulega séð, miklarbirgðir af Kippers- sild liggja hjá fyrirtækinu og verður ekki séð, hvernig unnt er að koma þeim i verð. — Við sjáum enga snjalla lausn, eins og stendur, sagði Guðmundur. — Markaðurinn fyrir Kippers er dvinandi erlendis, sérstaklega i Banda- rikjunum, þannig að þetta er skelfing bágborinn fram- leiðsluvegur. Áherzla á vörur til framleiöslu Guðmundur sagði að þeir myndu leggja mesta áherzlu á að finna einhverja aðra vöru til að framleiða, sem nægur markaður væri fyrir. Þetta þýddi breytingar á vélakosti, þar sem hann væri gerður fyrir Kippers-framleiðsu. Hins vegar væru þarna allt of mikil verðmæti innandyra, til að hægt væri að snúa baki við fyrirtækinu. Þessi könnun á framleiðslu- vöru og markaði verður gerð i samráði við Sölustofnun lag- — Timinn verður ekki betur notaður til annars en að horfa i kringum sig eftir mörkuðum, en i Kippersáttina verður ekki litið, sagöi Guðmundur að lok- um. -hm Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í gær: Hnakkrifust um geðdeild Miklar umræður urðu um málefni geðsjúkra á íslandi á Alþingi i gær, i framhaldi af fyrirspurn Ragnhildar Helga- dóttur til heilbrigðisráðherra, Matthiasar Bjarnasonar. í ræðu ráðherra kom m.a. fram, að áætlaður kostnaður við að full- gera geðdeild Landspitalans væri áætlaður um SOOmilljónir, sem þýddi að til þess að fullgera hana, þyrfti að veita til hennar 200 millj. árlega. Einnig kom fram, að gert væri ráð fyrir að ....... ^___—— tók Jón Armann Héðinsson. nú vantaði hér á landi um 200 vistunarrými á geðsjúkrahús- um, um 140 á geðsjúkraheimil- um og um 140 á sérstökum stofnunum fyrir geðveila og drykkjusjúka.Þá kom það fram hjá ráðherra, að leitað hefur verið eftir þvi við Háskóla tslands, að heimilt verði að nota hluta byggingarfjár háskólans til áframhaldandi fram- kvæmda við geðdeildina. Er gertráð fyrir um 50 milljon kr. láni i þessu skyni. Hörð orðasenna flokks- systkina Að lokinni ræðu ráðherrans tóku til máls þau Magnús Kjartansson og fyrirspyrjandi, Ragnhildur Helgadóttir. Lögðu þau bæði áherslu á mikilvægi þess að framkvæmdum við geð- deildina yrði hraðað sem mest, enda væri vandséð hvernig ný- bygging Landspitalans kæmi geðsjúkum til góða i þvi ástandi sem hún nú væri. 1 sama streng Bæjarútgerðin eignist nýtt frystihús A fundi Borgarstjórnar Reykjavikur siðastliðinn fimmtudag skýrði Björgvin Guðmundsson borgarfulltrúi Alþýöuflokksins frá þvi að út- gcrðarráð B(JR hefði samþykkt i einu hljóði að bæta starfs- mannaaðstöðu i fiskiðjuverinu þannig aö hagræði i tfinnslu afl- ans yrði meira og vinnuaðstaða öli betri. Þá var einnig samþykkt að koma upp nýjum matsal fyrir starfsfólkið. Fagnaði Björgvin þessu sér- staklega með tilvisun til tillögu þeirrar er hann hafði flutt i Borgarstjórn um að bæta þyrfti aðstöðu verkafólks i fisk- vinnslustöövum i Reykjavik yf- irleitt. Jafnframt skýrði hann frá þvi að i útgerðarráði heföi hann látiö bóka, að þrátt fyrir þessar breytingar i fiskiðjuveri B(JR Björgvin Guðmundsson þyrfti eftir sem áður að stefna aö þvi aö Bæjarútgerðin eignaö- ist nýtt frystihús. -BJ Matthias Bjarnason tók til máls á ný og var nú þungorður mjög i garð þingmanna, en sér- staklega setti hann þó ofan i við flokkssystur sina, Ragnhildi, og sagði að það vantaði ekki ákaf- ann i þingmenn þegar þeir vildu hraða einhverjum fram- kvæmdum. Minna yrði venju- lega úr þeim ef þeir ættu að sjá til þess að afla fjármagns vegna 'þeirra. Hann sagði að hér væri um að ræða dæmigerð vinnu- brögð þrýstihópa. Það væri ein- blint á aðeins eitt verkefni og viðkomandi aðilar vildu að allt snerist ávallt i kring um það. Ragnhildur reyndi að bera af sér lagið og sagði m.a. að það væri illa komið fyrir stærsta stjórnmálaílokki landsins, ef ráðherra úr röðum hans væri farinn að tala um að málefni geösjúkra væru borin upp af þrýstihópi. Sagði þingmaður- inn að það að hraða fram- kvæmdum við geðdeildina væri einmitt i anda ótal samþykkta frá þingum Sjálfstæðisflokks- ins. Hún sendi svo ráðherran- um til baka skeytið, þar sem hann likti þingmönnum við þrýstihópa, og kvað sjálfa sig nota þinglega aðferð til að koma máli þessu á framfæri og að hún teldi sig vera i fullum rétti til þess að gera svo. Matthias sagði að það væri að Ragnhildur Helgadóttir: þú hef- ur þó ekki gleymt ölium sam- þykktunum okkar, Matthías? visu rétt að landsfundir Sjálf- stæðisflokksins hefðu ályktað um mál þetta, en hins vegar hefði þingflokkur Sjálfstæðis- manna gert samþykkt um for- gangsröð mála i þinginu og á þvi væri þetta byggt. Pétur Sigurðsson bar blak af ráðherranum og sagði að Matthias Bjarnason: dæmigerð aðferð þrýstihópa Magnúsi Kjartanssyni færist manna sist aö gagnrýna slælega framgöngu ráðherrans i heil- brigðismálum, þar sem hann sæti sjáifur i sömu sök. Yrði að vekja athygli á þessari stað- reynd, ,,ef svo færi að Matthias Bjarnason yrði sakfelldur”. —ARH Hyggjast nota skip við vatnamælingar Hópur manna býr sig undir að taka á móti Kötluhlaupi, segir Sigurjón Rist, vatnamælingam. A vegum Hafrannsóknar- stofnunar er nú verið að kanna möguleika á, breyttum aðferð- um við vatnamælingar. Að sögn Sigurjóns Rist vatnamæiinga- manns hefur verið rætt um að nota skip við að mæla leysingar- vatn frá jöklum sem rennur út i sjóinn. ,,Þessi hugmynd er ekki ný af nálinni, sagði Sigurjón, þvi það var dr. Trausti Einarsson sem kom fyrstur með hana fyrir 20 árum. Þessi aðferð var svo reynd fyrir nokkrum árum út af Skeiðarársandi, en þótti ekki gefast nægilega góða raun þá. Þetta var svo teidö aftur til umræðu núna, hjá hópum, sem eru að búa sig undir aö taka á móti Kötluhlaupi, ef það kemur einhvern tima. Þá sagði Sigurjón, að liklega kæmi ekki til þess, að mælinga- skip yrði staðsett undan strönd- um landsins langan tima i senn, þvi það yrði nokkuð dýrt fyrir- tæki. Hins vegar yrði siglt á staðinn um leið og eitthvert útlit væri fyrir jökulhlaup, enda væri mælingaútbúnaðurinn einfaldur og þvi fljótlegt að koma honum fyrir i skipinu. -JSS Rltstjórn Slðumúla II - Sfml 81866

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.