Alþýðublaðið - 08.12.1976, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.12.1976, Blaðsíða 2
2 STJÓRNMÁL Miðvikudagur 8. desember 1976 Útgeíandi: AiþyAuriukkurim). ; Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgöarmaður: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjórnar er i Síöumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftarsfmi 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftarverð: 1100 krónur á mánuöi og 60 krónur I lausasölu. alþýöu- blaöið Þar duga ekki upp- hlaup og slagorðaglamur Hvernig sem menn deila um þing Alþýðu- sambands Islands og árangur þess, störf þing- sins, innbyrðis deilur, stjórnmálaátök og bar- áttu einstaklinga, fer ekki á milli mála, að þetta var eitt merkasta þing, sem Alþýðusam- bandið hefur háð. Á þinginu voru teknar veigamiklar ákvarðanir, sem móta eiga stefnu sambandsins í næstu kjarasamningum og störf þess í náinni framtíð. Þetta var jákvætt þing og stef numarkandi. — Ákvarðanir þess leggja þungar skyldur á herðar því fólki, sem til forystu var kjörið. Því ber fyrst og fremst að stuðla að myndun breiðfylkingar verkalýðshreyf ingarinn- ar, sem í væntanlegum kjaraátökum tekur þátt í baráttunni af einlægni og samstarfsvilja. Þessi fylking verður ekki eingöngu bundin við verkalýðsf lokkana, því hreyfingin á stuðnings- menn í öllum stjórnmála- flokkum. Þessir stuðn- ingsmenn eiga að vera með í baráttunni, án til- lits til pólitískra skoðana þeirra. Segja má, að á þessu Alþýðusambandsþingi hafi komið í Ijós batnandi sambúð verkalýðsf lokk- anna, þ.e. hinna öfga- lausu afla innan þeirra. — Alþýðuflokkurinn gegndi mikilvægu hlut- verki á Alþýðusambands- þínginu sem málamiðlari og andstæðingur þeirra öfgamanna, sem telja. að hvergi náist árangur nema með róttækri bylt- ingu. Fulltrúar Alþýðu- flokksins á þinginu voru andvígir þeim fyrirætl- unum sumra Alþýðu- bandalagsmanna, að út- hýsa f orystumönnum ýmissa verkalýðshópa vegna pólitískra skoðana þeirra. Þessir Alþýðu- bandalagsmenn spurðu hvorki um mannkosti né starf þessara manna fyrir verkalýðshreyfing- una. Þeir litu aðeins á flokksstimpilinn, sem á þeim var, og dæmdu þá samkvæmt honum. — Árangurinn af þessari stefnu Alþýðuflokksfull- trúanna er sá, að það tókst að mynda miðstjórn Alþýðusambandsins á breiðum grundvelli. Bægt var frá þeirri hættu, að Alþýðusambandið klofn- aði. í þessari miðstjórn eiga verkalýðsflokkarnir fleiri fulltrúa en áður en hún er eftir sem áður byggð á breiðum fagleg- um grundvelli, sem er mun vænlegri til árangurs en hefði ein- angrunarstefnan fengið að ráða. Á Alþýðusambands- þinginu kom berlega í Ijós, að nokkrir helztu og reyndustu verkalýðsleið- togar Alþýðubandalags- ins voru í stórum dráttum sammála Alþýðuf lokks- mönnum um þá stefnu, sem taka bæri. Nægir í því sambandi að nefna afstöðu Björns Jónssonar og Eðvarðs Sigurðssonar I byrjun þingsins. Þessir menn meta meira barátt- una fyrir bættum kjörum verkalýðsins á þessari stundu, en valdabaráttu stjórnnhálaf lokkanna innan verkalýðshreyf ing- arinnar. Þeir gera sér Ijósa þá ábyrgð, sem á þeim hvílir í átökunum, sem framundan eru. Þar duga ekki upphlaup eða slagorðaglamur, heldur stanzlaus og ákveðin bar- átta í sókninni til bættra lífskjara og betra lífs. EIN- DÁLKURINN I þágu eiginmannanna? t Reykja- vík, á Suður- landi, Suður- nesjum, Akureýri og kannske oröiö viöar hér á landi er til félagsskapur sem taldi fyrir þrem árum þjóðlegri viröingu og reisn ekki nægilega fyrir aö fara og mæltist til þess aö islenzki fáninn skyldi settur upp í öllum skólastofum landsins. Ekki var ljóst hvort félagsmenn hyggöust sjálfir efla þjóölega reisn á einhvern hátt sem slikir, en félagsskapur þessi heitir þvi mjög svo þjóðlega nafni ,,Junior Chamber.” Vilji félagsmenn vera alþýölegir má titla þá skamm- stöfuninni djei-sfs (JC’s) upp á amerisku. Hiö islenzka heiti, sem aldrei náöi aö festa rætur i þess- ari islenzku siöabótarhreyfingu, er Ungir athafnamenn. Ungi maöurinn, sem myndin hér aö ofan er af, er landsforseti samtakanna og ber aö sjálfsögöu viðeigandi gullkeöju, likt og borgarstjórinn I Reykjavik gerir á tyllidögum. Ef til vill mætti fánastöng meö Islenzka fánanum ganga upp af höfðinu, svona til aö undirstrika þjóölegheitin. Sagt er aö Junior Chamber hreyfingin, sem er angi af JC International hreyfingunni sé félagsskapur öllum opinn — og þá væntanlega konum lika. En hvernig sem á þvi má standa þá er innan vébanda þessa merka félagsskapar starfandi Eigin- kvennafélag JC. Og tilgangurinn hjá þvi göfuga félagi er aö standa viö hlið eiginmanna sinna I bliöu og strföu og styöja þá á alla lund i velgengnisbaráttu þeirra. —BS O P A L h/f Sœlgœtisgerð Skipholti 29 - SÍMI24466 Látið rafmagns

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.