Alþýðublaðið - 08.12.1976, Side 10

Alþýðublaðið - 08.12.1976, Side 10
10 AAiðvikudagur 8. desember 1976 gaas1 — Hættan af óheftu frelsi er mun minni en hættan af því að bera alls kyns fjötra Framhald af blaðsíðu 7 að allt, sem birtist sé gott eða gagnlegt. Ég tel, að allt frelsi verði að vera borið uppi af ábyrgðartilfinningu, og margt, sem birt er, sé ábyrgðarlitið. En ég er lika siður en svo sam- mála öllu, sem opinber stjórnvöld birta, eða láta hafa eftir sér, heldur ekki ýmsu þvi, sem alls- kyns framagosar hafa uppi, eða viðskiptahöldar, eða verkalýðs- hreyfingin. Og oft er ég hneyksl- aður á fðlki, sem streymir út á götur og torg, til að mótmæla hinu og þessu! Það er bezt aö játa, að stjórn- málakerfi okkar er i mörgu ærið ósnoturt. Við höfum verið fremur óformlegir i það heila tekið siðan 1776 og erum það enn. Kosningabaráttan sem háð er fyrir forsetakjör er oft óhrjáleg, eða svo virðist mörgum öðrum. Þvi verður að lita svo á, að ef fjöl- miðlar sjást ekki fyrir oft og ein- att, sé það fremur afleiðing en or- sök. Fjölmiðlar ljóstruðu upp um Watergate-hneykslið, sem lauk með afsögn forsetans, og þeir áttu sinn góða þátt i að afhjúpa hneykslismál innan CIA. Þessi starfsemi gerði beinlinis ókleift fyrir stjórnvöld, að dyija, eða vanmeta uppljóstranimar, Vel má vera, að ýmisiegt, sem fram kom, hafi verið miðlungi sanngjarnt gagnvart sumum ein- staklingum, eða stjórnarherrum. Þar hafa ekki allir átt óskilið mál. En hvað sem öðru liður var ekk- ert dulið, hvorki fyrir okkur ne" umheiminum. Við létum okkur hafa það, að þvo óhreinu fötin okkar i augsýn alls heimsins! Spyrja má — og það gera ef- laust einhverjir— ,hvort rétt hafi verið að haga sér svo. Var allur þessi fyrirgangur ekki ranglátur gagnvart stjórnvöldum — jafnvel samfélaginu? Var þetta ekki til þess fallið, að grafa undan traust- inu á forsetaembættinu, ef vikið erað Watergate-hneykslinu? Eða 1 hefur CIA-málið ekki skaðað og tálmað starfsemi CIA, sem stjórn okkar telur nær ómissandi? Þetta eru eðlilegar spurningar. En aftan í þeim hangir þá annað ihugunarefni. Eiga Bandarikja- menn að fá að vita ef stjómvöld misnota vald sitt eða ekki? Okkar svör eru hiklaus. Það er betra að fá vitneskjuna en ekki, jafnvel þó það kosti allskonar fjaðrafok. Fólkið á rétt til að fá nauðsynlegar upplýsingar, til að geta metið málin réttilega. Við þá, sem finnst þessi háttur hættulegur, vil ég segja þetta: Þegar Watergate-hneykslið endanlega upplýstist, eftir allt það japl og jaml og fuður, sem það kostaði, hrundi himinninn sannarlega ekki yfir okkur! Nixon forseti hvarf af sjónar- / sviði embættisins og Ford tók við ákaflega einfaldlega og hvergi sáust á götum höfuðborgarinnar neinar æsingar, hvað þá heldur nein striðstæki eöa vopnaðir her- menn! Vel má kalla okkur óformlega — fjölmiðlana ekki siður en fólk almennt. En viðhöfum samt yfir- leitt og öll sem eitt, rika tilfinn- ingu sjálfsstjórnar, sem hindrar okkur frá ótimabærri múgsefjun. Tökum forsetakosningar sem dæmi. Forsetinn getur verið kosinn með 1500 atkvæða mun, þó 70 millj. greiði atkvæði. Enginn ef- ast um réttmæti þess. Forseti hverfur af vettvangi, annar tekur við, samkvæmt stjórnarskrá okkar. Ollum finnst þetta eðlilegt — og lögmætt. Auðvitað gagnrýna fjölmiðlar Ford forseta, eins og gerzt hefur um forvera hans. En menn viður- kenna eigi að siður rétt hans til embættísins-og annarra stjórnar- starfa. Viðurkenna skal, að frjálsræði fjölmiðlanna i Bandarikjunum er eða getur oft verið misnotað. En það er trútt hugsjónum frelsins. Vissulega skal játað, að ég þekki ekki neitt frjálsræði, sem fólkið hefur, sem ekki er unnt að misnota. Þar gildir einu, hvort um ræðir tal eða skrif, eða kosn- ingarétt. Þanniggetur fólkið —ef svo ber undir — steypt góðri stjórn af stóli og komið illri stjórn á laggimar. Engin trygging er fyrir þvi, að frelsið sé ætið notað skynsam- lega. Við þetta vil ég bæta þessu. Ef fólkinu er ekki treystandi til að rata um myrkviði frjálsræðisins, er engin von eftir skilin fyrir hina bandarisku tilraun, sem hófst 1776! Þessi tilraun byggðist og bygg- ist enn, fremur á trú en rök- hyggju, trú, sem er fullvissum að hættan af óheftu frelsi sé mun minni en hættan af því að bera allskyns fjötra. Ég vil ennfremur benda á, að hingað til hefur þessi trú sannað réttmæti sitt með þeirri staðreynd, að stjórnarform okkar hefur nú varað óbreytt i tvöhundruð ár. Mér virðist óumdeilanlegt, að frjálsræðið hafi þjónað okkur betur — þar með talið frjálsræði fjölmiðianna — heldur en við hefðum án þess verið. Þannig er þetta svarið — ef til vill eina svarið, sem ég get gefið — um hvort frjálsræði fjölmiðla þjóni hagsmunum okkar betur eða verr. 2-21-40 Frumsýning á Aðventumyndinni N£ /J Blaöaummæli: sýnishorn: AAbl.Nog eitt er alveg víst. Þessa mynd má óhikað auglýsa fyriralla f jölskylduna. Börnin munu njóta hennar sem skemmtilegrar ævin- týramyndar meðan hinir eldri geta jafnframt hlegið innra með sér að f jölmörgum persónum og sviösetningum, sem þeir munu kannast við úr alvarlegri myndum um sama efni. Alan Parker, höfundi og leikstjóra myndarinnar, hefur nefnilega tekist að búa til einstaklega aðlaðandi mynd, sem á yfirborðinu er spenn- andi ævintýraland fyrir börn (enginn fullorð- inn sést í myndinni) en undir niðri er botnlaust grín og háð um aðrar myndir, sem f jalla um svipað efni." SSP Dagbladet í Oslo: „Skemmtilegri mynd hef ur aldrei verið gerð." Aftenposten Oslo: NVið fullyrðum að þessi mynd ætti að slá öll met, besta músikin, frum- leg og fyndin, fyrir alla aldursflokka, frá barnæsku til áttræðisaldurs." Fjölbreytilegir lokkar á örfáum mínútum BRflun Braun Quick Curl Gufa og rétt hitastig gefur endingargóða lokka Auglýsing Til eigenda gjaldmælaskyldra leigubif- reiða og notenda þeirra. Hinn 13. október s.l. heimilaði verðlags- stjóri hækkun á gjaldskrá leigubifreiða. Af þvi tilefni, og með hliðsjón af ákvæðum reglugerðar nr. 181/1974, sbr. rg. 432/1975, skal eftirfarandi tekið fram: Eftir 1. des. s.l. er notkun verðskrár við ákvörðun ökugjalds leigubifreiða með öllu óheimil, og ber notendum þessara öku- tækja ekki skylda til greiðslu annarrar upphæðar en gjaldmælirinn sýnir hverju sinni. Bent skal á að brot gegn téðum reglum getur varðað eiganda gjaldmælaskylds ökutækis refsingu samkvæmt VII. kafla umferðarlaga. Kærur samkvæmt ofansögðu verða um- svifalaust sendar viðkomandi lögreglu- stjórum. Reykjavik, 3. desember 1976 Samgönguráðuneytið. Bandaiag islenskra leigubifreiðastjóra Löggildingarmenn gjaldmæla. Sóknorkonur sem eiga rétt á styrk úr Vilborgarsjóði, sendi umsóknir sem fyrst. Stjórnin VIPPU - BIISKURSHURÐIN 1-kmnmr Lagerstærðir miðað við jnúrop: hæð;210 sm x brekki: 240 sm - x - 270 sm Adrar stá»rðir. smíðaðar eftir beicktc OLU%AS MIÐJAN „ Si&umúla 20, simi 38220 Heildsala — smásala Skóiavörbustig 1-3 og Bergstaðastræti 7 Siglufjarðar- kaupstaður Starf bæjarritara er hér með auglýst laust til umsóknar frá og með 1. janúar 1977. Tilskilið er að umsækjandi sé viðskipta- fræðingur eða löggiltur endurskoðandi. Umsóknum skal skilað fyrir 10. desember n.k. til bæjarstjórans á Siglufirði, sem veitir allar nánari upplýsingar. TRUL0F- HRINGAR Kljót afgreiðsla Sendum gegn póstkröfu Guðmundur Þorsteinsson gullsmiður ^Bankastræti 12, Reykjavik. j Siglufirði, 15. nóvember 1976. Bæjarstjfinn i Siglufirði Bjarni Þór Jónsson. Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir —Vélarlok — Geymslulok á Wolkswagen f allflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. Reyniö viðskiptin. Bilasprautun Garðars Sigmundssonar. Skipholti 25 Simar 19099 og 20988. Auglýsií 5 í Alþýðublaðinu

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.