Alþýðublaðið - 08.12.1976, Side 16

Alþýðublaðið - 08.12.1976, Side 16
J ólakrásirnar eru ekki gefnar: MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1976 Þrjár máltíðir fyrir 20 þúsund krónur! Liklega hefur það ekki farið fram hjá neinum, hve ein verslunarferð tekur i pyngjuna. Þú ferð út i verzlun og kem- ur út með slatta i poka, og a.m.k. fimmtán hundruð krónum fátæk- ari. En hvað skyldi það þá kosta visitölufjöl- skylduna margum- ræddu að halda jólin hátiðleg? Alþýöublaöið hafði samband viö eiganda einnar af stærri mat- vöruverzlunum hér í borg, og lét hann þvi góðfúslega i té upp- lýsingar um verö á jólakrásun- um, og var miðaö við matarkaup fyrir fjóra. Viö gerö matseöilsins var og miöaö viö heföbundnar matarvenjur islendinga á þessari hátíö hátiöanna. Mörgum finnast rjúpur ómiss- andi á jólunum, og þvi var ákveöiö að hafa þær á abfanga- dagskvöld. Stykkið kostar kr. 750, og fyrir f jóra kostar máltiðin 3000 krónur. Auk þessa má reikna með blönduðu grænmeti fyrir kr. 260 og rauðkáli á krónur 330. Við þetta bætist svo krydd, sósá-og sulta. Forréttinum má ekki gleyma, en sé miðað við algenga súpu- tegund, kostar pakkinn 111 krón- ur. Ef einhver vill gera sér daga- mun, og bæta aspas i súpuna, þá er verðið á dósinni krónur 330. 1 eftirmat er grjónagrautur og rjómi, en 1/4 liter af rjóma kostar 280krónur. Lauslega áætlað kost- ar máltiðin þvi 4.500 krónur. Fyrir þá, sem vilja hafa mikið við á jólunum, má geta þess, að jólagæsin kostar nú 11.000-13.000 krónur.og er þá miöaö við meðal- fugl. Ekki virðist fólk þó setja verðið fyrir sig, þvi viðkomandi verzlunareigandi tjáði okkur aö aligæsir væru nú viðast hvar upp- seldar. Svinasteik til vara Rjúpur eru einnig viðast hvar uppseldar, vegna dræmrar veiði, það sem af er vetri. Þaö þótti rétt að taka hamborgarhrygg inn i dæmið svo að sem gleggst mynd fáist. af matarkos.tnaði um jólin. Þá litur matseðillinn svona út: Súpa -f Aspagus kr. 441 Hamb. hryggur 11/2 kg kr. 3900 Rauðvin til matargerðar kr. 600 Blandað grænmeti kr. 260 Rauðkál kr. 330 Pickles kr. 330 Grjónagrautur og Rjómi kr. 280 6.141 kr. Hangikjöt er ómissandi á jólun- um, en meðallæri kostar krónur 2.200. Við það bætast svo grænar baunir á kr. 211, 2 kiló af rófum á kr. 208 og rauðkál kr. 330, auk uppstúfs. Ef menn vilja hafa mik- ið við i súpugerð og bæta svepp- um i súpuna, þá kostar hún 470 krónur. Eftirrétturinn er ávextir og rjómi, ávaxtadósin á kr. 350 og rjóminn á 280krónur. 011 máltiðin kostar um það bil 4.300-4.500 krónur. A öðrum degi jóla gæti mat- seðillinn svo litið út eitthvað á þessa leið: Bættsúpa kr. 450 2kjúklingar kr. 2400 Grænmetissalat kr. 250-300 Sveppirisósu kr. 360 og brúnaðar kartöflur. 1 eftirrétt er tilvalið að hafa is og ávexti samtals krónur 560.- Svo máltiðin kostar þá 4.200- 4.500 krónur. Ekki er þó öll sagan sögð með þvi sem hér hefur verið talið upp, þvi við það bætist jólaölið, sem er sennilega á hvers manns borði yfir hátiðina svo og ýmislegt smávægilegt sem ekki er talið. Gera má ráð fyrir, að 4 manna fjölskylda þurfi minnst tvo kassa af öli, en kassinn kostar kr. 1000. Auk þess má reikna með ein- hverju sælgæti og kosta pokarnir semeinkum eru keyptirfrá kr. 229 og allt upp i 350 krónur pokinn. Svo það er kannski ekki að furða þótt jólahaldið komi við pyngju margra, þegar einungis matarkostnaður nálgast tuttugu þúsundin, þessa þrjá daga sem um er að ræða, en þá er miðað við eina máltið á dag. Epli og aðrir ávextir eru ekki reiknaðir með, og þá ekki kökur og sælgæti. —JSS — jólagæsin kostar 13 þúsund krónur Man ekki eftir svo rólegu hausti í fasteignasölunni — sagði Ragnar Tómasson hjá Fasteignaþjónustunni — Ég man ekki eftír jatn rólegu hausti I þessari grein siöan ég byrjaði i þessu, sagði Kagnar Tómasson hjá Fast- eignaþjónustunni i samtaii i gær. Ragnar sagði að á skrá hjá fyrirtækinu væru nú nær 400 eignir, en það væri mun meira en verið hefði áður. Hann sagði þetta ástand leiöa iðulega til þess að ibúðir skiptu um eigendur á lægra veröi en þær kostuöu i raun og að útborganir dreifðust nú á iengri tlma en áður. Ragnar tók sem dæmi, að Ibúð sem seld væri á 10 milljónir króna með 6 milijóna útborgun og 4 milij. króna skuldabréfi tii 8 ára, væri að staögreiöslu- verðmæti aðeins 8 milijónir. Væri þetta raunhæfari tala til að miða við, þar sem að sá sem byggja vill sjálfur þyrfti að sjáifsögðu að greiða alla vinnu og efni I reiöufé. Þetta atriði yrði að taka með i reikninginn þegar íbúðaverö væri athugað. 1 ljósi þess sem fyrr sagði, mætti þvi sjá að samkeppnisaöstaða nýsmiðaðra ibúða væri lakari nú en oft áður, vegna si- hækkandi byggingarkostnaöar á sama tima^og vegna þess að verð fullfrágenginna fbúða hækkaði óvenju iitið. Þá sagöi Kagnar það vera athyglisvert, að áður hafi menn sem ætiuðu að skipta um hús- næði gjarnan fest sér nýja eign áöur en þeir skráðu þá gömlu til sölu. Nú væri það hins vegar al- gengara, að menn byrjuðu á þvi að skrá gömiu eignina og færu siðan að ieita aö nýrri. Þessa staðreynd yrði að hafa i huga þegar metinn væri fjöldi þeirra ibúða sem nú eru skráðar tii söiu I borginni. Kappsmál að sem flestir eignist eigið húsnæði. — Við sem vinnum viö fasteignasölu höfum oft orðiö vör við þá skoðun margra, að fasteignasalar eigi þá hugsjón hæsta, aö halda ibúðaverði uppi. Ég held nú að þaö sé okkur öllum kappsmál, að sem flestir sjái sér fært að eignast sitt eigiö húsnæði. Þaö er jú sá þáttur sem varðar mest efnahagslegt sjálfstæði hverrar fjölskyldu. En það er greinilegt, að þessi skoðun manna, að hægt sé að lækka verð ibúða á auöveldan hátt — með beinni ihlutun hins opinbera I söiu fasteigna er bæði útbreidd og almenn. Til dæmis hafa nú siðast 3 þingmenn ljáð skoöun þessari fylgi sitt með frumvarpi um fasteignasölu rikisins. þessari rikisstofnun er vist ætlað það hlutverk að iækka fasteignaverð á islandi. Ég get hins vegar ómögulega skilið hugsunina á bak við þetta frum- varp, sem hefur þann kostulega yfirlýsta tilgang að fá fólk til þess að seija ibúðir sinar ódýrari en verið hefur. Hræddur er ég um að seint verði að vænta góðra úrræða frá Aiþingi ef aö þessi grautarhugsunarháttur á að heita dæmigerður fyrir hugvit þingmanna. Þvi það mega þeir vila, að einn höfuð- vandi okkar, sem við fasteigna- söiu fáumst, er einmitt sá að brýna fyrir seljendum að halda sig viö jörðina þegar eignir eru verðlagðar. Þess vegna er þessi tiiiaga annað hvort vanhugsað varaþingmanns-uppátæki eða fyrsta skrefið I opinberri verð- ákvörðun Ibúöarhúsnæðis. ARH alþýðu blaðiö Lesið: 1 Alþýðumanninum á Akureyri:,,Morgunblaðið notar ekki lengur bók- stafinn K til að auðkenna þingmenn Alþýðubanda- lagsins i þingfréttum sinum, og auðkennir þá með Ab og er nú spurningin hvort mogginn hafi hjóna- sængina þegar tilreidda fyrir Alþýðubandalagið og hvort hjónaband Sjálf- stæðismanna og Fram- sóknarmanna sé þegar svo slæmt að skilnaöúr verði óum'flý janlegur, þótt Framsókn sé treg til að gefa hnn eftir.” o Séð: 1 Lögbergi-Heims- kringlu, að útgáfunefnd blaðsins hafi fyrir skömmu efnt til kveðjuhófs fyrir Carolinu Gunnarsson, rit- stjóra blaðsins. Það voru margir vinir gennar, sem vildu þakka henni fyrir vel unnin störf. Um þessar mundir er Friða Björns- dóttir, blaðamaður á Timanum, ritstjóri Lögbergs Heimskringlu, en hún kemur til lslands fljót- lega eftir áramót. Innan Blaða mannafélagsins hefur nú verið auglýst eftir karli eða konu, sem vill taka að sér ritstjórn Lög- bergs-Heimskringlu til- tekinn tima. o LESIÐ: 1 auglýsingu i Mbl. að auglýst er nauðungar- uppboðá Oxnalækjarlandi I Hveragerðishreppi að undanteknum lóöarspild- um þriggja aðilja. Einn þremenninganna er Eyjólf- ur Konráð Jónsson, alþing- ismaður og fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins, Ahugi Eyjólfs á búskap þar eystra hófst nokkru áður en þessar jarðir komust i verð vegna þá fyrirhugaðrar þjóðvegalagningar um landið. o Frétt: Að innan Alþýðu- bandalagsins sé litið á þá Eðvarð Sigurðsson og Snorra Jónsson, sem sigur- vegara i þeirri hatrömmu baráttu, er átti sér stað i hópi verkalýðsforystu Alþýðubandalagsins á ASl- þinginu. Þeir hafi sýnt bæði sanngirni og manndóm, þegar til kastanna kom, og ekki tekið undir með þeim Alþýðubandalagsmönnum, sem heimtuðu byltingu, byltingu og ekkert nema byltingu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.