Alþýðublaðið - 09.12.1976, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.12.1976, Blaðsíða 2
2 STJÚRIMMÁL Fimmtudagur 9. desember 1976 alþýðu* tolaðið 'ÍJtgefandi: Alþýftiiflokkurinir.---------------------------------------------------------------------------------- Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaóur: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggsson. Aösetur ritstjórnar er i Slðumúia 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Aiþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftarsimi 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Askriftarverð: 1100 krónur á mánuði og 60 krónur i lausasölu. Endurskoðun landbúnaðarstefniuinar Hundruð bænda, einkum á Suðurlandi, hafa síðustu daga haldið fundi og rætt veigamikil málefni bænda- stéttarinnar. Komið hefur fram megn óánægja með kjör stétt arinnar oq greiðslur fyrir afurðir. Bændur hafa einnig lýst yfir því, að þeir hafi óskað eftir niðurgreiðslum á land- búnaðarafurðum og vilja að kannað sé hvort ekki sé unnt að afnema þetta fyrirkomulag. Það fer ekki á milli mála að kjör verulegs hóps bænda eru rýr. Sjálfir segja þeir, að mikið vanti á að kaup þeirra sé jafnhátt og hjá viðmiðunarstéttunum, þar muni 20 til 30 af hundraði. i þessu sambandi er vert að vekja athygli á. þeim umræðum, sem að undanförnu hafa orðið um íslenzk landbúnaðar- mál. Bændur hafa tekið óstinnt upp þá gagnrýni, sem að þeim hefur verið beint, enda sumir látið vaða á súðum í dómum sinum um landbúnaðar- málin. En bændur verða að gera greinarmun á sanngjarnri gagnrýni, sem byggist á rökum, — og flaumósa einstakl- ingum, sem fella dóma kannski í góðri trú, en á röngum forsendum. Alþýðuf lokkurinn hefur verið sakaður um að vera andstæðingur bændastéttarinnar. Fullyrðingar af því tagi eru byggðar á því einu, að flokkurinn hefur reifað þær hugmyndir, að endurskoða bæri land- búnaðarmálin með tilliti til betri nýtingu búanna, meira jafnvægis í land- búnaðarf ramleiðslunni og að þetta yrði gert á vettvangi bændasam- takanna sjálfra. Alþýðuf lokkurinn hefur gagnrýnt það skipulag í landbúnaðar- málum, sem veldur því að þjóðin greiðir milljarða króna í útflutningsbætur á land- búnaðaraf urðir, einkum dilkakjöt, vegna offram- leiðslu og vegna þess að þjóðin sjálf getur ekki nýtt það sem f ramleitt er. Það er einnig full ástæða til þess að spyrja bændur á Suðurlandi, sem nú hafa lýst óánægju með kjör sín og hve seint gengur að fá greitt fyrir afurðir, hvað stjórni því að samtök þeirra noti f jármuni sína til reksturs stórverzlana í Reykjavik. Er ekki hugsanlegt að greiðslur fyrir afurðir hafi komið seint vegna þess að mikið fjármagn hefur verið bundið í þessum verzlunum? Hlutverk kaup- félaganna hefur einnig verið til umræðu. Sum þeirra hafa fært svo rösklega út kvíarnar, að þau eru komin langt út fyrir þau mörk, sem þeim voru sett í upphafi. Ýmis fyrirtækjarekstur |Deirra snertir hvergi svið land- búnaðarins, en til stofnunar og reksturs hefur farið fjármagn, sem bændastéttin leggur til. — Ekki væri heldur úr vegi að líta til sjóða land- búnaðarins. Dæmi eru til þess að fjármagni úr þeim hafi verið varið til lánaf yrirgreiðslu til manna, sem beinlínis hafa unnið gegn aug- Ijósum hagsmunum bændastéttarinnar. Alþýðublaðið vill enn á ný ítreka þá skoðun sína, að Stéttarsamband bænda eigi nú þegar að hefja endurskoðun á grundvelli landbúnaðar- stefnunnar. Þessi grund- völlur þarf að vera í stöðugri endurskoðun, ef vel á að fara. AG Landssambandið gegn áfengisbölinu: Afnema á tollfrfðindi ferðafólks og annarra á áfengi og tóbaki við komuna til landsins EIN- DÁLKURINN Hraða verður framkvæmdum við geðdeild Landspítalans segir yfirlæknirinn á Kleppi Morgunblaðið birti i gær viðtal við Tómas Helgason yfirlækni á Kleppi i tilefni af þeirri umræðu sem nú fer fram um málefni geð- sjúkra á islandi. Tómas segir þar, að það muni hafa i för með sér mikla erfiðleika fyrir þá er starfa aö máiefnum geðsjúkra, ef framkvæmdum við geðdeiid Landspitaians verði ekki hraðað. Hann var spurður að þvi, hvaða þætti i geðdeildarbyggingu bæri að leggja meiri áherzlu nú, göngudeild, eöa sjúkradeild. Yfirlæknirinn sagði orðrétt: ,,Ég tel að það eigi að leggja mesta áherzlu á að koma sem allra fyrst á alhliða geðlæknis- þjónustu og ljúka fyrst við eina sjúkradeiid fyrir 15 sólarhrings- sjúklinga og 3 dagsjúklinga ásamt hluta af fyrirhugaðri göngudeildaraðstöðu. Ég tel bráðnauðsynlegt aö h vort tveggja veröikomið í gagnið ekki siðar en i árslok 1977 eða ársbyrjun 1978. Siðan verði unnið að næstu legu- deild með það fyrir augum aö hún verði tekin i notkun i árslok 1978 og um leið verði aukið göngu- deildarpláss. Það skiptir mjög Skorar þingið á fjármálaráð- herra að láta fara fram f járhags- lega úttekt á þvi efnahagstjóni sem áfengisneyzla veldur, og veröi sú úttekt birt opinberlega. Komi þar fram tap vinnustunda, stytting starfsaldurs, aukinn sjúkrakostnaöur, aukinn kostnað- ur viö löggæzlu og dómsmál og fleira. Hvetur þingið stjórnvöld til að stórauka fjárframlög til þeirra æskulýðssamtaka sem vinna fyrirbyggjandi starf á sviöi bind- indismála. Landssamband gegn áfengis- bölinu skorar á stjórnvöld að framfylgja banni við hvers konar auglýsingum á áfengi og varar sérstaklega við lævislegri auglýs- ingastarfsemi áfengisseljenda svo sem með prentunum á plast- poka, öskubakka og fleira. —SB miklu máli að koma á samhliða sjúkradeild og göngudeild. Til þess að göngudeild nýtist vel þarf sjúkradeiidin að vera komin á og göngudeildin býður einnig upp á betri nýtingu sjúkradeildar. Það þarf að vera unnt að ieggja fólk inn til skyndimeöferöar og að- hlynningar og þvi liggur mest á sjúkradeild, en göngudeildin verður að fylgjast að við sjúkra- deildina. Þessi hluti geödeildarbygg- ingarinnar, sem búiö er að steypa upp, getur fulibúinn rúmað 60 rúm, göngudeildaraöstöðu og kennsluaðstöðu. Meö tilkomu geðdeildarinnar mun batna mjög öll þjónusta viö geðsjúklinga og aðra sjúklinga sem koma á Landspitalann. Þessi fram- kvæmd verður þvi geðsjúkum að miklu liði.Landspitalanum i heild og menntun heilbrigðisstétt- anna.” —4RH ríkisstjórnina 12. þing Landssambands gegn áfengisbölinu var haldið laugar-. daginn 13. nóvembersiðastliðinn i Templarahöllinni við Eiriksgötu. Margar samþykktir voru gerð- ar og fer úrdráttur úr nokkrum þeirra hér á eftir. Þingið vekur athygli á þvi þjóð- arböli sem af áfengisneyzlu staf- ar og hvetur fólk til aö nota hvert tækifæri sem gefst til að vinna gegn áfengistizkunni, aö aukinni bindindissemi. Þingið þakkar dómsmálaráð- herra fyrir að auka eftirlit meö vinveitingastöðum og beinir þvi til rdöherra að engar vinveitingar verði um hönd haföar i veit- ingahúsum tvö kvöld i viku, ann- að kvöldið um helgi og skiptist veitingahúsin á um að hafa vin- laust kvöld. Leggur þingið einnig til aö leyfisgjald til vinveitinga- húsa verði hækkað i eina til tvær milljónir til eins árs i senn. 12. þing Landssambands gegn áfengisbölinu telur að nú þegar eigi aö afnema tollfriðindi feröa- Einar Karlsson, formaður Verkalýðsfélags Stykkishólms, sagði siðasta dag þingsins, að hann væri mjög ánægður og „Verkamannasambandiö og lág- launafélögin eru orðin sterkari”, sagði Einar Karlsson. fólks, flugliöa og farmanna af áfengi og tóbaki við komu þess til landsins. Þingið telur fráleitt að erlendir seljendur hafi hér sérstaka um- boösmenn þar sem áfengislögin geri ráð fyrir að „rikisstjórninni einni” sé „heimilt að flytja hing- að til lands áfenga drykki”. Þingið samþykkir einnig að skora á stjórnvöld enn á ný að af- nema með öllu áfengisveítingar i gestamóttökum og veizlum rikis- og sveitarfélaga. Yrði það öörum gott fordæmi. 12. þing Landssambands gegn áfengisbölinu þakkar mennta- málaráðherra fyrir að afnema á ný vinveitingar i skólahúshæöi ut- an skólatima. Einnig telur þingið nauðsynlegt að banna áfengis- veitingar á öllum samkomum á vegum skóla. miklu ánægðari en efni stóðu til i byrjun. „Vinstrifylkingin hefur aldrei verið eins sterk og nú, og það verður ekki hægt að túlka útkom- una af þinginu á annan veg, en að þetta sé mikið vantraust á rikis- stjórnina.” ,,Ég lit svo á að það sem hefur gerzt hér sé beint framhald af þvi sem gerðist i Sjómannasamband- inu fyrir nokkrum dögum. Annars má segja um þetta þing, að það hefur verið málefnalegt og mikil- virkt. Faglega hliðin hefur breytzt. Verkamannasambandið og láglaunafélögin eru orðin sterkari,” sagði Einar Karlsson. „Svo er það stefnuskráin. Hún markar timamót i sögu og starfi Alþýðusambandsins og ég efast um að menn geri sér almennt grein fyrir þvi hvaö hér er á ferð- inni.” „Ég vona bara að þessi nýja stjórn ASt verði sterk i baráttunni fyrir bættum kjörum. Það er það sem við þurfum mest á að halda núna,” sagði Einar Karlsson. Mikið vantraust á

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.