Alþýðublaðið - 09.12.1976, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 09.12.1976, Blaðsíða 13
SlaSfð * Fimmtudagur 9. desember 1976 ,...TIL KVÖLDSl Flokksstarfid Alþýðuflokksfélag Hafnarfjarðar heldur almennan félagsfund fimmtudaginn 9. desember n.k. kl. 21 í Alþýöuhúsinu. Fundarefni: Hvaöerframundanikjaramálum aö afstöðnu A.S.l þingi? Frummælandi: Karl Steinar Guðnason, varaformaður Verka- mannasambands Islands. Stjórnin. Kvenfélag Alþýðuflokksins i Kópavogi og Garðabæ Fundur verður haldinn i Hamraborg 1 4. hæð — fimmtudaginn 9. desember klukkan 8.30 siðdegis. Kaffi. Stjórnin. r Framkvæmdastjórn Alþýðuflokksins "N V er boðuð til fundar i félagsaðstöðu Alþýöuflokksins i Kópavogi, að Hamraborg 1 n.k. laugardag klukkan 12 á hádegi. Eyjólfur Sigurðsson, form. J FRAM TIL BARÁTTU ALÞÝÐUFLOKKSFÓLK - Seljið og kaupið happdrættismiða flokksins - Styðjið með því flokksstarfið - Eflið Alþýðuflokkinn ýtvarp Fimmtudagur 9. desember 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00 8.15 og 10.10 Morgun- leikfimikl. 7.15 og 9.05 Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dag- bl.). 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.50 Morgunstund barnanna kl. 8.00: Sigrún Sigurðardóttir les spánskt ævintýri „Prinsess- an sem fór á heimsenda” i þýð- ingu Magneu J. Matthiasdótt- ur. Fyrri hluti. Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atriða. Við sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson sér um þáttinn. Tónleikar Morgun- tónleikar kl. 11.00: Georges Barboteu og Genevieve Joy leika á horn og pianó Adagio og Allegro op. 17 eftir Schumann / Edward Power Biggs og Columbiu sinfóniuhljómsveitin leika sónötur fyrir orgel og hljómsveit eftir Mozart: Zolan Roznuai stjórnar / Alfred Brendel leikur á pianó Sónötu nr.'23 i f-moll op. 57, „Appas- sionata” eftir Beethoven. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Til- kynningar. A frivaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Brautin rudd: — þriðji þátt- urUmsjón: Björg Einarsdóttir. 15.00 Miðdegistónleikar Michel Béroff og hljómsveit leika Kon- sert fyrir pianó og blásturs- hljóðfæri eftir Stravinski: Seiji Ozawa stj. Konunglega fil- harmoniusveitin i London leik- ur Konsert fyrir hljómsveit eft- ir Béla Bartók: Rafael Kubelik stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tónleikar. 16.40 Lestur úr nýjum barnabók- um Umsjón: Gunnvör Braga. Kynnir: Sigrún Sigurðardóttir. 17.00 Tónleikar. 17.30 Lagið mitt Anne-Marie Markan kynnir óskalög barna innan tólf ára aldurs. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki Til- kynningar. 19.35 Landsleikur I handknattleik Þýzka alþýðulýöveldið — ís- land Jón Asgeirsson lýsir fyrri leiknum frá Austur-Berlin. 20.00 Daglegt mál Helgi J. Hall- dórsson flytur þáttinn. 20.05 Leikrit Leikfélags Akureyr- ar: „Glerdýrin” eftir Tennessee Williams Þýðandi: Gi’sli Asmundsson. Leikstjóri: Gisli Halldórsson. Persónur og leikendur: Tom...Aðalsteinn Bergdal. Amada...Sigurveig Jónsdóttir Lára...Saga Jdnsdóttir, Jim...Þórir Stein- grimsson 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöldsagan: „Minningabók Þorvalds Thoroddsens” Sveinn Skorri Höskuldsson les (20). 20.40 Hljómplöturabb Þorsteinn Hannessonar. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. Auglýsið í Alþýðublaðinu Úr fortfð og nútíð Siðari hluti greinar eftir Sæmund Lárusson, Réttlætismál heitir grein er Arni Helgason, Stykkishólmi ritaði og birtist hún I Morgunblaðinu fimmtu- daginn 25. nóvember 1976. Arni er sjálfstæðismaður, en hann finnur þó greinilega til þess óréttlætis sem rikt hefur og rikir enn I okkar þjóðfélagi. Upphaf greinar Arna er á þessa leið: Það er mikið rætt um kjaramál I dag. En hvað eru mannsæmandi kjör? Ennþá hef ég ekki fengið svar við þeirri spurningu, sem ekki er von”. Slðan segir Arni: „Það dylst engum lengur, að hin almenna verkamannavinna verður að greiðast með hærri launum en nú er. Nýlega var ég að greiða fyrir slika vinnu hjá Pósti og sima hér. Dæmið leit þannig út, að verkamaður sá sem um ræðir, vann við viðgerðir á slmalínum i nágrenninu. Hann fékk I vikulaun kr. 15.191, eða sem svarar 40 stunda vinnu- viku. Þá hafði hann 10 stundir i eftirvinnu sem gerðu kr. 5.310. Samtals nam vikukaup verka- mannsins þá krónum 20.501 og mánaðarlaun voru 82.000 krónur. Þessi maður hafði ekki stofn- aö heimili, og varð þvl að snæða á matsölu. Það þótti ódýrt að fá mánaðarfæði fyrir 50.-60.000, en þá var ekki allt innifalið. Ég held, að ég þurfi ekki að reikna dæmið lengra”. Þá segir orörétt: „Mér er spurn: Hvers vegna eru laun þessara opinberu starfsmanna svona mikið feimnismál....Ég veittil dæmis, að stöðvarstjórar eru i allt að 10 mismunandi flokkum eftir því hvar þeir eru staðsettir en ekki eftir þvi hverju þeir afkasta. Það skyldi þó ekki vera meinið hér, að meiri samræmingar sé þörf, og að það mat, sem lagt hefur verið til grundvallar, þurfi að endur- skoðast?” Loks minntist Arni á innflutn- ing á bifreiðum, hljómflutnings- tækjum og litsjónvarpstækjum og það sé ekki spurt um verð. Þá tali sala á áfengi og tóbaki sinu máli. „Hitter svo auðsætt, segir Arni, að verkamannakaupið þarf að hækka. Núverandi stjórn getur ekki látiö það af- skiptalaust, ekki fremur en kaup hinna lægst launuðu I þjónustu ríkis og bæja, en bæta ekki við laun þeirra hæstlaun- uðustu”. Það hefur farið eins fyrir Arna og undirrituðum að okkur mun hafa verið svipað innan- brjósts undanfarið. Heill sé manni sem lætur skoðanir sinar i ljós með slikum sannfæringar- krafti og Arni Helgason gerir i umræddri grein. Kauphækkun ráðherra, bankastjóra, og hæstaréttardómara. 1 niðurlagi greinar sinnar benti Arni réttilega á nauðsyn þess, að hækka ekki kaup hærri launastétta. En I sama tölublaði og Arni ritar grein slna I, gaf að líta aðra grein, sem bar yfir- skriftina: 10% kauphækkun til ráðherra, bankastjóra og hæstaréttardómara. Það er furðulegt, svo ekki sé meira sagt, að launahæstu menn þjóðarinnar skuli altént fylgja verkalýðnum eftir Ikaup-’ hækkunum, nema hvað hinir fyrrnefndu fá kjarabætur sem nema 10% meðan láglauna- fólkið verður að sætta sig við sín 6%. Þar að auki skulu þeir sam- kvæmt rauða strikinu fá 3,11%, en þeir hafa litlar 215-330 þús: undir I mánaðarlaun. Maður skyldi ætla, að það væri engin ofrausn, að verka- fólkið fengi 100 þúsund, auk verðlagsuppbóta skv. visitölu, við næstu samninga. Þegar ofangreindar tölur voru birtar I Mbl. þann 25. nóvember, brá mér satt að segja við þá hreinskilni sem blaðið sýndi þar. Ég hélt satt að segja að þar væri heldur unnið að þvl að breiða yfir ósómann og ranglætið, sem birtist i slikum uppljóstrunum. Enda er sóma- tilfinning þeirra sem með völdin fara, sennilega skorin við nögl, eins og Arni Helgason benti réttilega á I grein sinni. Sæmundur G. Lárusson. HlftlNGEKJAN Mynd þessi heitir „Dóm- kirkja og barn" og hlaut fyrstu verðlaun á sýningu landkynningarvegg- mynda í sýninguslíkra veggmynda á (talíu. Dómkirkjan er hin fræga Kölnardómkirkja. Dóm- kirkja og barn Mynd þessi er á þýzku landkynningarplagati, sem hlaut fyrstu verð- laun á sýningu á slíkum veg OJ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.