Alþýðublaðið - 09.12.1976, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.12.1976, Blaðsíða 3
sx&r Fimmtudagur 9. desember 1976 f RÉTTIR 3 Hljóðið í verkafólki hér: Jafnslæmt og annars staðar - segir Jón Helgason formaður Einingar á Akureyri „Atvinnuastand hér á Akureyri hefur veriö goti nú i haust, og er það fyrst og fremst þvi að þakka hve tið hefur verið góð. Vegna veðursins hafa ýmsir, sem i byggingarframkvæmdum standa, lagt kapp á að klára sln verk og hefur það veitt stórum hópi fólks vinnu.” Svo fórpst Jóni Helgasyni hjá verkalýðsfélaginu Einingu orð, er blaðamaður Alþýðublaðsins ræddi við hann I gær. Sagöi Jón jafnframt, að varla væri hægt að tala um at- vinnuleysi hjá þeim, sem gætu gengið i alla vinnu. Jón Helgason formaður verka- lýðsfélagsins Einingar á Akureyri Sagði Jón að mikið hefði veriö byggt á Akureyri i sumar og væru þeir bjartsýnir á að frágangur þeirra bygginga myndi veita nokkra atvinnu fram eftir vetri. Ekki kvað Jón vera farið aö bera á samdrætti i framkvæmd- um á Akureyri, en ef til þess kæmi myndi það bitna fyrst á verkamönnum i byggingarvinnu. Annars taldi Jón að hljóð i verkafólki á Akureyri væri jafn- slæmt og annarsstaðar, þvi dag- vinnan nægði engan veginn til að endar næðu saman.til þess þyrfti gifurlega mikla yfir- og nætur- vinnu. Sagði Jón, aö ef yfirvinna hjá verkafólki minnkaði myndi það skapa neyðarástand. Hvað varðaði atvinnuhorfurnar sagði Jón, að Akureyringar bindi nú vonir við að nægilegt hráefni verði hjá fiskvinnslustöövunum I ' vetur. Sagði hann jafnframt, aö menn vonuðu i lengstu lög, að ekki kæmi til þess að togarar færu að sigla á erlendar hafnir með fiskinn, en það sem af er þessu hausti hefur aðeins einn togari selt erlendis. Sagði Jón að það væri alltaf erfitt að eiga viö þetta vandamál. vegna þess hve sjó- mennirnir hefðu mikinn áhuga á þessum siglingum. Að lokum sagði Jón „Ef þeir fara að stunda þessar siglingar að einhverju ráði og okkur finnst að . atvinnuástandi hér stafi hætta af þeim, munum við beita okkar ráöum til að koma i veg fyrir þær.” —GEK Batnandi afkoma sparisjóða á Islandi skiluðu 164 millj. hagnaði á síðasta ári t nóvemberhefti Hag- tiðinda er birt yfirlit um rekstur sparisjóða á íslandi, samkvæmt upp- lýsingum bankaeftirlits Seðlabankans. Fram kemur i yfir- litinu, að nú eru I landinu alls 44 sparisjóðir.en þeim hefur fækkað um 2 siöan á árinu 1974: Spari- sjóður Arnfirðinga á Bildudal var lagöur niöur 20. okt. 1975, er hann rann inn i útibú Landsbankans þar. 30. okt. sama ár var svo Sparisjóður Vestur-Skaft- feiíinga i Vik i Mýrdal lagður niöur og tók útibú Búnaðar- bankans i Vikvið hlutverki hans. Sparisjóðsinnistæðufé hefur aukizt ár frá ári undanfarin ár, eða um 1180 millj. árið 1974 og 1800 millj. á siðasta ári. Þá rúmlega tvöfölduðust hlaupa- reikningsinnistæður á sama timabili. Staða sparisjóða landsins virðist traust, samkvæmt efnahagsreikningi þeirra. Tekju- afgangur þeirra hefur þannig aukizt talsvert siðustu árin. Til dæmis var tekjuafgangur siöasta árs um 169 millj. kr„ rúmlega 81 millj.árið 1974og 55milljónir árið 1973. Tekjuafgangur af rekstri sparisjóðanna, miðað við meðaltal af eignum i ársbyrjun og árslok, var 1.2% árið 1973. 1.4% 1974 og 2.1% 1975. rsdml UM „VILJUM BYRJA SLAGINN STRAX EFTIR ÁRAMÓT” - Segir Jón Kjartansson, hjá Verkalýðsfélagi Vestmannaeyja „Það er engan veginn fallegt hljóðið i okkur hér i Eyjum, við erum óhressir yfir allt of löngum samningum, miðað við hina lélegu kaupgetu sem nú rikir. Það er ekkert launungamál, að við hefðum viljað hefja slaginn strax eftir áramót, þvi við teljum að vegna gengissigsséu samningar uppsegjan- legir.” Það var Jón Kjartansson, hjá Verkalýðsfélagi Vest- mannaeyja, sem mælti þessi orð, er blaðamaður Alþýðu- blaðsins ræddi við hann i gær. Sagði Jón að atviunuástand I Eyjum væri svipaö þvi sem vant væri á þessum tima árs, eða dauft. Þó hefði verið þar mikil vinna við sildarsöltun i haust og væri enn ólokið talsverðri vinnu viðsildina, þó svo að söltun væri lokið. Gat Jön þess að menn væru mjög óhressir yfir sölum islenzku togaranna erlendis, en skildu þó afstöðu sjómanna sem fengju greitt hærra verð fyrir aflann erlendis en hér. Þess bæri þó að gæta, hvað það væri óhagkvæmt frá þjóðhagslegu sjónarmiði að selja fiskinn óunninn úr landi, i stað þess að vinna hann hér heima og tryggja með þvi móti atvinnu, um leið og útflutningsverð- mætið ykist. Um útlitið I atvinnumálum i Eyjum, sagði Jón, að þar bindi menn vonir við að vetrar- vertiðin verði góð, en sem kunnugter var hún léleg i fyrra. í gær efndu forsvarsmenn Dráttavéla h.f. til fundar með fréttamönnum, i þvi augnainiöi að kynna fyrir hinum siðar- nefndu nýja gerð Massey Ferguson dráttavéla, sem fyrir- tækið er nú að hefja inr.flutning á. Nýju dráttarvélarnar, sem nefndarhafa verið 500 linan, eru talsvert frábrugðnar eldri gerðunum sem seldar hafa verið hérá landi siðustu ár. Ber þar fyrst að nefna, að nýtt öku- mannshús sem byggt er sem hluti af dráttarvélinni sam- kvæmt nýjustu kröfum um að- búnað ökumanns og hljóð- einangrun, sem settar voru i Bretlandi á siðast liðnu sumri. Þá væri loðnuvertiðin framundan, væri þvi ekki aö neita að verkamenn i Eyjum væru mjög hressir yfir þvi að Norglóbal kemur ekki. En á undanförnum árum hefði Norð- glóbal stytt loðnuvertiðina i Eyjum um allt að hálfum mánuði. Sagði Jón að sér væri ljós sú áhætta, sem fylgdi þvi að sigla langa leið með loðnu- aflann.en hann héldi þó að hægt væri að leysa það vandamál með þvi að hafa sérstök flutningaskip i fylgd með flotanum. Það væri bagalegt þegar stórar verksmiðjur i landi væru verkefnalausar á meðan útlendingar ynnu fyrir okkur verkin. Með nmkun þéttilista og gúmmipiúðaer dregið stórlega úr liávaða aí víildum i itrings, en einnig ei húsiö einangrað að innan. Fylgja húsinu mið- stöðvar og loftræstikerfi, 2ja hraða þurrkur og rúðusprautur, ljós, raftengi fyrir aftanivagna, fjaðrandi og bólstrað ökumannssæti auk útis[>egla. Þó svo að hafin sé inm-- flutningur á þessa.ri nýju gerð Massey Ferguson dráttarvéla, munu Dráttarvélar h.f. eftir sem áður ilytja inn eldri gerðina, en hún er nokkuð ódýrari þeirri nýju, enda ekki eins mikið til hennar vandað og þeirrar nýju. —GEK —GEK Nýr og endurbættur Ferguson FÓLK LEITAR MIKIÐ TIL 0KKAR - segir Jónína Guðmundsdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar Nú er hafin hin árlega söfnun Mæðrastyrksnefndar, en nefndin hefur sent jólaglaðning inn á ófá heimilin þau tæpu 50 ár sem hún hefur starfað. „Við reynum aö hjálpa öllum þeim,sem eru hjálparþurfi, sagði Jónfna Guðmundsdóttir formaö- ur, þegar Alþýðublaðiö ræddi við hana.” Það er nokkuð algengt, að aldr- að fólk leiti til okkar, og þá fólk sem getur ekki unnið fyrir aldurs sakir, og verður að greiða háa húsaleigu. Mig minnir, að þaö séu um 200 gamlar konur á biölista núna, sem hafa leitað til okkar af þessum sökum. Viö aðstoöum einnig einstæðar mæöur og ekkjur, sem hafa ekki fyrirvinnu, og eiga fleiri en eitt barn. Við teljum aftur á móti, aö einstæðar mæður með eitt barn geti séð sér farboða, ef aðstæður leyfa að þær vinni úti.” Aðstoð Mæðrastyrksnefndar hefur fram til þessa verið i formi fataúthlutana og fjárframlaga. Sagði Jónina, að nú yrði hins veg- ar ekki hægt að taka á móti fata- gjöfum, þar sem húsnæði væri ekki fyrir hendi. Kvaðst hún jafn- framt hafa orðið þess vör einkum á siðari árum, að fólk þægi ekki notuö föt með eins glöðu geöi, og áöur fyrr. ,, En fólkið leitar mikið til okk- ar, sagði Jónina. Þó held ég að megi segja að það hafi minnkað nokkuð, og i fyrra voru hjálpar- beiðnir nokkuð færri en oft áður. Hvað verður núna þori ég ekki aö segja um þvi dýrtiðin gerir það vitaskuld að verkum, að kjör fólks eru lakari. Hún viröist þó ekki koma i veg fyrir stöðugar utanlandsferðir fólks sem hlýtur aö einhverju leiti, a.m.k. að nota vixla til siglinganna. Þetta fólk ætlar auð- vitað aölifa spart eftir feröina, en það þýðir ekki að leita til okkar, ef eitthvað fer úrskeiðis, þvi þessu fólki sjáum við okkur ekki fært að hjálpa.” —JSS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.