Alþýðublaðið - 10.12.1976, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 10.12.1976, Blaðsíða 1
FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 263. fbl. — 1976 — 57. árg. Áskriftar- síminn er 14-900 i"__i ■ /___i '___ • x ■■ / ornar Börnin mega ekki fara í jólaköttinn Erfiðleikar í innfiutningi: Nóvember var óvenju daufur sölumánuður „Troðfylltist allt um leið og fyrstu snjókornin féllu” Nokkrir erfiðleikar munu hafa verið undanfarið hjá innflytj- endum, við að leysa lít þann varn- ing sem þeir háfa pantað erlendis frá. Þannig hafa safnazt saman miklar birgðir ósótts varnings i vöruskemmum Eimskipafélags- ins, að sögn Ingólfs Möller, sem hefurumsjón með skemmum fyr- irtækisins. Þetta stafar af þvi, að kaupmenn hafa pantað meira en þeir geta umsett og hefur þetta ástand verið rikjandi siðan í sum- ar. Ingólfur sagði blaðinu i gær, að innflytjendur rækju nú mjög á eftir þeim varningi sem væntan- legur er með næstu skipum félagsins, og munu ætla að leysa þær vörur út strax enda um jóla- varning að ræöa i flestum tilfell- um. Nóvember daufur Alþýðublaðið hafði i gær sam- band við nokkra innflytjendur og sþurði þá hvernig sala hefði gengið i desembermánuði. t)li Tryggvason skrifstofustjóri hjá Eggerti Kristjánssyni sagði, að fyrirtækið væri svo til ein- göngu með matvöru, og væri litil breyting á sölu slíks varnings frá fyrrimánuðum. Það væri þá helzt að fólk drægi i við sig kaup á niðursoðnum ávöxtum og slíkum dýrari vörutegundum. Ólafur Pálsson sölustjórihjá 0. Johnson & Kaaber sagði að nóvembermánuður heföi verið óvenjudaufur sölumánuður, en hins vegar hefði salan tekið mik- inn fjörkipp eftir mánaðamótin og desembermánuður væri i rauninni óvenjugóður sölu- mánuður. Sérstaklega væri mikil sala á matvöru. Jón Guðbjartsson hjá Kristjáni Skagfjörð sagði okkur að sölu- menn fyrirtækisins kvörtuðu und- an þyngri sölu i desember en und- anfarin ár. Kaupmenn væru nú varkárari i peningamálum en oft- ast áður og pöntuðu minna. Hins vegar væri fyrirtækið ekki með neitt sem flokka mætti undir beinan jólavarning, heldur aðal- lega nýlenduvörur og matvörur. Hjá Natan & Olsen fengum við þær upplýsingar að salan væri mjög jöfn allt árið og litill munur á desembermánuði og öðrum. Hins vegar hafði sölumaður sá sem við var rætt enga viðmiðun Framhald á bls. 10 Það kostar skildinginn að verzla til jólanna. í fyrradag fengum við reiknað út hvað al- gengar jólamáltíðir muni kosta meðalstóra fjölskyldu i ár, og á baksiðu i dag er sundur- liðað hvað það kostar að klæða tvö börn, svo þau fari ekki i jólaköttinn. Er blaðamaður og ljósmyndari fóru i verzlanir að skoða barnafatnað brugðu þau sér inn i Verzlanahöllina við Laugaveg 26 og litu þar inn i barnafataverzlunina LILLY, þar sem JA tók þessa mynd. Hin nýkjörna miðstjórn Alþýðusambands íslands kom saman til fyrsta fundar sins i gær. Við það tækifæri tók LÁ þessa mynd fyrir Alþýðublaðið. Nánar verður skýrt næstu daga frá ýmsum þingstörfum, sem enn er ógetið og birtar ályktanir 33. þings ASÍ: Það troðfylltist allt hérna hjá okkur um leið og fyrstu snjókoruin féllu til jarðar, sagði starfsmaður Hjól- barðaverkstæðisins í Höfðatúni, þegar við töluð- um við hann i gær. „Það var varla við öðru að búast, þvi menn hafa verið mjög rólegir i tiöinni, það sem af er vctri. Svo kom kippuri þetta idag, og við höfum ekki haft undan að skipta uin dekk og koma vetrardekkjunum undir i dag. Það er talið, að nú séu um það bil 10% bifreiöa cnn á sumardekkjum og er þá eingöngu iniðað við R- uúmerin. En þetta breytist væntanlega núna i dag og svo á morgun. Eftir þann tima ættu allir aö vera kom nir með vetrardekk undir bilana sina." —JSS Rltstfórn Sföumúla II - Sfml 8I8ÓÖ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.