Alþýðublaðið - 10.12.1976, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 10.12.1976, Qupperneq 2
2 STJÖRNMÁL Föstudagur 10. desember 1976 SESX" alþýöu- tjtgefandi: Alþýöiil'lokkuriitn. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgöarmaður: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjórnar er i Sfðumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Áskriftarsími 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Askriftarverö: 1100 krónur á mántyði og 60 krónur i lausasölu. Skemmdarstarfsemi og ógnun við verkalýðshreyfinguna Eins og margir höfðu óttast hafa umræður um þing Alþýðusambands Islands snúizt upp í stór- pólitískar deilur þeirra manna, sem þingið sá1u í þeim tilgangi, að mynda breiða faglega hreyfingu til að takast á við kjara- rýrnunarstef nu ríkis- stjórnarinnar. Skrif Þjóðviljans og Morgunblaðsins síðustu daga eru til þess eins fall- in að vekja úlf úð og óróa í nýrri miðstjórn Alþýðu- sambands íslands. Þessi skrif bera vott um póli- tíska móðursýki og eru ábyrgðarlaus með öllu. Þ jóðvi I j inn talar um mikinn sigur Alþýðu- bandalagsihs á Alþýu- sambandsþinginu. Þess hefur varla verið getið hve mikill sigur það var fyrir verkalýðshreyfing- una að samþykkja nýja stefnuskrá fyrir ASí og að takast skyldi í fullri sameiningu að leggja drög að kjarabaráttunni, sem framundan eh. Vissulega voru fulltrúar Alþýðubandalagsins sterkt afl á ASí -þinginu, en þeir réðu ekki úrslit- um mála. Þjóðviljinn sér ekki skóginn fyrir trján- um, og minnist þess varla að það voru hinir reynd- ari og víðsýnni verka- lýðsleiðtogar flokksins, sem í samvinnu við full- trúa Alþýðuf lokksins, leiddu málin til farsælla lykta. Hjá kommúnistum í hópi Alþýðubandalags- manna helgar tilgangur- inn meðalið. Það skal með öllum ráðum koma flokksstimplinum á allar gerðir Alþýðusambands- þingsins. En það eru ekki allir verkalýðsleiðtogar Alþýðubandalagsins sem kæra sig um þennan stimpil. Þeir vita sem er, að samstaðan er meira virði en sviðsettur stjórn- málasigur. Þeir vita, að grundvallaratriðið í bar- áttunni framundan er að verkalýðshreyf ingunni verði stjórnað í samstarfi við alla reynda og skyn- sama verkalýðsleiðtoga. Þar duga ekki ráð né at- ferli upphlaupsmanna. Alþýðubandalágið, eða nokkrir fulltrúar þess, gerðu þá kröfu að verka- lýðsf lokkarnir tækju ábyrgð á Alþýðusam- bandinu og fældu jafn- framt burtu alla fulltrúa verkalýðshreyfingar- innar, sem gætu talizt í hópi Sjálfstæðismanna. Alþýðuf lokkurinn sam- þykkti sameiginlega ábyrgð verkalýðsf lokk- anna, en hafnaði með öllu útilokunarstefnunni. Niðurstaðan varð sú, að í miðstjórn ASI voru kjörn- ir gegnir fulltrúar verka- lýðshreyfingarinnar, þótt í Sjáf Istæðisf lokknum væru. Þannig var komið í veg fyrir klofning innan ASf og miðstjórn sam- bandsins verður styrkari eftir. Morgunblaðið lætur að því liggja, að Alþýðu- flokkurinn hafi heilshug- ar gengið til samstarfs við kommúnista á þing- inu, og megi nú fara að vara sig. í augum Morgunblaðsins eru ein- göngu kommúnista og niðurrifsmenn í Alþýðu- bandalaginu. Þessi skýr- ing á ekki við um þá verkalýðsleiðtoga sem Alþýðuf lokkurinn átti samstarf við á Alþýðu- sambandsþingi. Þessi skýring er heldur ekki rétt um stóran hóp manna, sem hafa látið Alþýðubandalagið glepja sér sýn með því að breiða duluyfir Moskvuþjónkun sumra leiðtoga flokksins. Þessi hópur hefur líklega ekki tekið eftir því hve seint Þjóðviljinn þorði að minnast Maó formanns eftir andlát hans af ótta við reiði Moskvu-valds- ins, eða kannski vegna þess að línan var ekki komin að austan. Morgunblaðinu má vera Ijóst, að verkalýðsleið- togar Alþýðuf lokksins eru færir um að velja til samstarfs í verkalýðs- hreyfingunni þá Alþýðu- bandalagsmenn, sem þeir treysta eftir áratuga samstarf, þar sem þeir hafa sýnt, að það er hag- ur verkalýðshreyfingar- innar sem þeir bera fyrir brjósti fyrst og fremst. I öðru sæti er svo Alþýðu- bandalagið. Það er hrein skemmdarstarfsemi og ógnun við verkalýðs- hreyfinguna á þessum alvarlegu tímum, að reyna að etja saman f ylk- ingum innan hennar með rætnum og ögrandi skrif- um. Það er von Alþýðu- blaðsins, að þeir menn, sem nú hafa verið kjörnir til að gegna miklu ábyrgðarhlutverki í verkalýðshreyfingunni, láti ekki stjórnmálaþras- ið blinda sig og haf i ávallt í sjónmáli markmið verkalýðshreyf ingar- innar. —Á G— Við þurfum öll að vinna saman • Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, Jformaður Sóknar, var allmikið i • sviðsljósinu á Alþýðusambands- Jþingi. Hún var i framboði gegn • Snorra Jónssyni til varaforseta. • Margrét Auðunsdóttir fyrrver- • andi formaður Sóknar og mið- • stjórnarmaður ASf til margra • ára stakk upp á Aðalheiði. • 1 viðtali sem Alþýðublaöi átti • við Margréti fyrir stuttu kom ;• fram að Margréti þótti forystan • heldur slöpp. Sagðist hún telja • Aðalheiði mjög hæfa til forystu. • Alþýðublaðið hafði samband • við Aðalheiði i gær og spurði hana J fréttaafliðnu þingi. „Þetta var • baráttuglatt þing,” sagði Aðal- • heiður „Og það var virkilega • ánægjulegt hvaö fulltrúarnir tóku J virkan þátt i störfum þingsins aö • þessu sinni.” J „Égheld að þaðhafi verið mik- • ill einhugur hjá mönnum að við J ættum að hrista af okkur það orð, • að ísland væriláglaunaland. Lág- J launahóparnir voru samstilltir. • Þeir létu i sér heyra og þeir náðu J árangri. • Ég leiði algerlega hjá mér nart J i mönnum eins og Einari Karli á • Þjóðviljanum. Það vissu það allir J að ég var ekki með neinn stjórn- • málaflokk á bak við mig. Það var J bara fólk sem vildi gera eitthvað i • málefnum láglaunahópanna. J Fólk sem var alls ekki ánægt með • forystuna.” • Siðan sagði Aðalheiður: „Ég • hefði svo sannarlega viljað sjá • einhvern kraftmikinn mann við • hliðina á Birni. Annars er þetta J ekkert persónulegt gagnvart • Snorra, En hvað um það. Ég held • að nokkuð vel hafi tekist til við • kosninguna og ég vona bara að • þeirstandi sig vel þegar til átak- J anna kemur. Framundan er bar- • átta og þá þýðir ekki annað, en að J allir stilli saman krafta sina og • leggi niður illindi og misklið.” J „Við þurfum öll að vinna • saman”. sagði Aðalheiður J Bjarnfreðsdóttir. „Og ég held að • við sem reyndum að taka dálitið J hressilega á hlutunum á þinginu • getum vel við unaö og litið björt- • um augum til framtiðarinnar.” J —BJ „Þaö vissu það allir að ég var ekki meö neinn stjórnmáiafiokk á bak við- mig”, sagði Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir. STARFAR SEM FRAMHALDSSKÓLI EN ER REKINN SEM GRUNNSKÓLI A fundi borgarráðs sem haldinn var þann 7.desember siðastliðinn, var lagt fram bréf fræðslustjór- ans i Reykjavik ásamt bókun fræösluráös i tilefni af erindi kennarafélags Lindargötuskóla. En þar kemur fram sú ósk, að Lindargötuskóli verði gerður að sjálfsstæðri skólastofnun i stað þess aö vera rekinn sem hluti af grunnskólum Reykjavíkur. Afreiösla þessarar málaleitun- ar kennarafélagsins var á þann veg, að borgarráö féllst á ályktun fræösluráös og telur að ekki sé rétt aö gera skólann að sjálf- stærði stofnun á framhaldsskóla- stigi. Alþýðublaöið hafði samband viö skólastjóra Lindargötuskól- ans, Hafstein Stefánsson, og spuröi hann hvaöa ástæður lægju aö baki ósk kennarafélagsins. Sagði Hafsteinn að mál þetta ætti sér töluvert langan aðdrag- anda. Þaö heföi verið haustiö 1969 aö framhaldsdeiidum hefði verið komið fyrir til bráðabirgða i hús- næði Lindargötuskólans. Siðan þá hefði skólinn verið rekinn sem hluti af grunnskólum Reykjavik- ur, þrátt fyrir aö aimenn gagn- fræöadeild hefði veriö lögð niöur við skólann strax vorið 1970. „Lindargötuskólinn hefur starfað sem framhaidsskóli, en verið rekinn sem grunnskóli. Hefur þetta fyrirkomulag valdiö ýmsum erfiðleikum, til dæmis I sambandi við kjaramál kennara. Þá hefur þessi óvissa um stöðu skólans valdið erfiðleik- um, bæði i skólastarfinu og einnig þeim nemendum sem úr skólan- um útskrifast. Þetta eru ástæðurnar sem liggja að baki þegar viö sækjum um, að skólinn verði gerður aö sjálfstæðri stofn- un. ” Þó svo að bókun borgarráös gefi til kynna að erindi Kennara- félags Lindargötuskólans hafi veriö synjaö, taidi Hafsteinn að það segði ekki alla söguna. For- sendan fyrir afgrciðslunni væri sú, aö ráðgert væri aö endur- skipuleggja allt framhaldsskóla- stigiö með hiiðsjón af nýju grunn- skólalögunum. Þvi heföi ekki þótt rétt að taka Lindargötuskólann sérstaklega fyrir áður en sú heildarúttekt heföi fariö fram. —GEK

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.