Alþýðublaðið - 10.12.1976, Page 4

Alþýðublaðið - 10.12.1976, Page 4
4 VETTVANGUR Föstudagur 10. desember 1976 7. þingi Sambands byggingamanna nýlokið: UNNT ER AÐ LÆKKA BYGGINGAKOSTNAÐ HÚSA VERULEGA Benedikt Davíðsson endurkjörinn formaður Nýlega lauk i Reykjavík 7. þingi Sambands bygg- ingamanna. Þingið starf- aði bæði á allsherjarfund- um og í starfshópum og var f jallað um f imm mála- flokka: Kjara- og atvinnumál, fræðslumál, heilbrigðismál, fjárhags- mál og vinnulöggjafarmál. Nýstjórn var kosin fyrir sambandið og er hún þann- ig skipuð: Formaður er Benedikt Davíðsson, vara- formaður Daði ólafsson, meðst jórnendur Gísli Bjarnason, Tryggvi Þór Aðalsteinsson, Jón Snorri Þorleifsson, Magnús Stephensen og Ólafur J. Bachmann. í varastjórn voru kosnir þeir Torfi Sig- tryggsson, Grétar Þor- leifsson og Kári Krist jánsson, Auk þessa var kosin tíu manna sambandsstjórn og jafnmargir til vara. Einnig tveir endurskoðendur og jafnmargir til vara. Hér á síðunni eru birtar nokkrar helztu ályktanir þings Sambands bygg- ingarmanna. —HM 7. þing SBM ályktar: að nauðsynlegt sé að vinna bráð- an bug á þvi ranglæti, sem hefur viðgengist i þjóðfélaginu er varð- ar ibúðarverð. bingið telur að hægt sé að lækka byggingarkostnað veru- lega til hagsbóta fyrir allan al- menning. I þessari atvinnugrein virðast þrifast fleiri milliliðir en eðlilegt getur talist. Dreifingaraðilar byggingar- efna virðast taka þar drjúgan skerf. Þá er hneisa að fasteignasalar halda ibúðarverði háu, og taka í þóknun, jvanvel hundruð þúsunda króna, fyrir sölu á einni ibúð. Þá hefur þegar sýnt sig, að verulega má lækka verð ibúða, ef byggt er á félagslegum grund- velli. Með verulegri hagræðingu og stöðlun, má auk þess lækka byggingakostnað enn frekar. En skilyrði fyrir þvi er, að ibúðum sé skilað fullfrágengnum. bað er krafa 7. þings SBM að nú þegar veröi þetta ranglæti leiðrétt, þvi þetta er eitt helsta hagsmunamál verkafólks á Islandi i dag. Ályktun um kjara- og atvinnumál. Reynsla verkafólks hin siðustu ár ætti betur en flest annað áð hafa opnað augu þess fyrir þeim sannindum, hve nauðsynlegt er að verkalýðshreyfingin efli sina kjarabaráttu, og tryggi árangur hennar á fleiri sviðum heldur en þeim einum, sem að kaupsamn- ingum lýtur. Verkalýðshreyfingunni hefur lengi verið ljóst, að á ýmsum tim- um hefur rikisvaldinu verið óspart beitt til þess að breyta hlutfalli milli verkalauna og ann- ara verömyndunarþátta. bess vegna hefur hún oft sett fram kröfur við rikisstjórnir um, að umsömdum launakjorum yrði ekki raskað. Við gerð siðustu kjarasamn- inga t.d., reyndi verkalýðs- hreyfingin með kröfugerð sinni, að beina málum i þann farveg að með stjórnmálalegum aðgerðum yrði tryggt að kaupmáttur þeirra launa, sem um semdist, héldist ó- skertur yfir samningstimabilið. Til þess að auðvelda að slikum árangri yrði náð, lagði verkalýðs- hreyfingin fram við rikisstjórnina umræöugrundvöll i fjórtán liðum. Árangur af þessari viðleitni varð hins vegar sáralitill, þar sem rikisstjórnin fékkst ekki til að ræða málin á þessum grund- velli, vildi greinilega ekki hafa samstarf við verkalýðshreyfing- una, heldur framfylgja áður boð- aðri stefnu sinni, um að færa launakjör niður á svipað stig og var hér fyrir daga vinstri stjórnar innar. Á siðustu rúmum tveim árum hefur kaupmætti launa verið breytt svo til lækkunar, að þrátt fyrir gerð tveggja aðalkjara- samninga á timabilinu og ýmissa annara ráðstafana, til að koma i veg fyrir algert hrun kaupmáttar venjulegra launatekna, er nú svo komið, að frá þvi að samningar voru gerðir i febrúar 1974, hefur kaupmáttur launa rýrnað svo, að laun þyrftu nú að hækka um sem næst þriðjung til þess að launa- fólk stæði jafnfætis þvi, er þeir stóðu, að þvi er kaupmátt launa varðar, eftir gerð þeirra samn- inga. Atvinnuástand i byggingariðn- aði og húsgagnagerð hefur eins og oft áður verið ótryggt og i sumum greinum afleitt yfir vetrarmán- uðina. Þær kröfur gera byggingamenn til stjórnvalda, að horfið verði frá þeirri samdráttarstefnu i starfs- greininni, sem nú er fylgt og virð- ist geta haft sömu afleiðingar og var i lok siðasta áratugar, þegar hundruð byggingamanna þurftu að flýja land i atvinnuleit, til að foröa fjölskyldum sinum frá skorti og neyð. Full félagsleg nauðsyn er þvi að allir starfskraftar bygginga- manna séu fullnýttir hér innan lands. Einnig krefjast bygginga menn þess, að við yfirlýsingu félagsmálaráðherra frá 26. febrú- ar 1976, um byggingu ibúðarhús- næðis á félagslegum grundvelli, verði að fullu staðið. Þá er það eindregin krafa að hætt verði nú þegar þeirri gegndarlausu sóun gjaldeyris, sem nú á sér stað með innflutn- ingi tilbúinna húsa, húsgagna og innréttinga. Slikur innflutningur er alger þarfleysa, nema til að skapa fá- mennum hópi innflytjenda verslunargrðða, en veldur veru- legum samdrætti i innlendri framleiðslu. 7. þing SBM tekur i öllum meg- in atriðum undir stefnumótun þá, sem felst i tillögugerð miðstjórn- ar A.S.I., til 33. þings þess, um undirbóning og meðferð kjara- mála á komandi vetri. Þingið leggur áherslu á, að unnið verði gegn allri sundrunarstarfsemi mnan hreyfingarinnar og sam staða hennar styrkt. Þetta verður best tryggt með þvi að núverandi rikisstjórn viki, en i stað hennar taki við stjórn vinnandi fólks, sem sýnir i verki samhug til alls- verkafólks á sviði kjara-, fræðslu- og heilbrigðismála. Um málefni byggingamanna við gerð næstu kjarasamninga, telur þingið að nú sé brýnna en áður, að reyna að samræma samningsákvæði félaganna i SBM, og sé þvi nauðsynlegt að undirbúningsstarf að mótun krafna hinna einstöku félaga byrji sem fyrst, svo timi gefist til að vinna að samræmingu. Ályktun um fræðslumið- stöð S.B.M. Efling stéttarlegrar vitundar verkafólks er eitt allra brýnasta viðfangsefni verkalýðs- hreyfingarinnar i félagsmálum. Stóraukið fræðslu- og upplýsinga- starf i verkalýðsfélögunum sjálf- um er brýnt verkefni, sem hrinda þarf i framkvæmd og þróa i þá átt að takist að glæða skilning launa- fólks á eðli stétta þjóðfélagsins. Finna verður leiðir til að gera verkalýðsfélögin gildari þátt i félagslegum atöfnum almennings og gæða verður starfssemi þeirra þvi áhugaverða lifi sem er nauð- synleg forsenda fyrir þvi að al- þýðusamtökin fái staðið sig i si harðnandi samkeppni um skoðanamyndun og félagslegan áhuga fólksins i landinu. Einstaklingshyggjan, sem svo f mjög ræður afstöðu fólks, er and- stæð hugsjónum verkalýðs- hreyfingarinnar, sem eðli sinu samkvæmt byggir á hugsjónum samhjálpar og félagslegrar vit- undar. 1 þjóðfélagi, þar sem öfl ein- staklingshyggjunnar hafa ráðið svo miklu um langt skeið, verður verkalýðshreyfingin að finna nýj- ar baráttuleiðir og starfsaðferðir, til að ná eyrum félagsmanna sinna. 1 ljósi þess, sem hér hefur verið rakið, ályktar þingið eftirfar- andi: Stofna skal fræðslumiðstöð byggingamanna. Hlutverk fræðslumiðstöðvar- innar sé að hafa umsjón með allri fræðslu og útgáfustarfsemi á veg- um sambandsins og veita ein- stökum félögum alla þá aðstoð við eigið fræðslustarfs, sem hún megnar. 1 stjórn fræðslumiðstöðarinnar skulu sitja þrir menn kjörnir á sambandsþingi. Sambandsþing ákveður á hverjum tima hve mikið fé mið- stöðin fær til ráðstöfunar á hverju kjörtimabili og ákvarðar heildar stefnu er fylgja skal. Þingið samþykkir að veita kr. 1 milljón, til fræðslumið- stöðvarinnar, fyrir næsta kjör timabil. Hefur stjórn það fé til ráðstöfunar til útgáfu og fræðslu- starfsemi. Blað S.B.M. skal koma út a.m.k. sjórum sinnum á næsta kjörtimabili. Þingið samþykkir framlagða tilíögu T.F.A. um fyrirkomulag útgáfunnar, og fer þess á leit við félagið, að það annist útgáfuna fyrra árið, en felur jafnframt stjórn fræöslumiðstöövarinnar að Verulega má lækka verð íbúða ef byggt er á félagslegum grundvelli er álit þingsins.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.