Alþýðublaðið - 10.12.1976, Page 6

Alþýðublaðið - 10.12.1976, Page 6
6 SJÓNJUtMID Föstudagur 10. desember 1976 bla< alþýðu- laoiö HVAR ER HÁALEITISBRAUT 52? Veröldin á hjólum er furðuleg veröld, og santspil fólks og bila merkilegt umhugsunar- efni. í gær þurfti ég að hitta mann, sem mér var sagt að ætti heima á Háaleitisbraut 52. Fyrir tæpu ári var mér sagt að þessi maður væri til, en enginn vissi fyrr en fyrir nokkrum dögum hvar hann ætti heima. Þar sem umræddur maður var ekki skráður i simaskrá snaraði ég mér inn í bilinn minn og ók af stað. Ég var á Miklu- brautinni og stefndi út úr bæn- um. „Ekki alveg viss”, sagði strákurinn Þegar ég nálgaðist Háaleitis- braut fór ég að velta þvi fyrir mér hvort ég ætti að beygja til hægri eða vinstri. Ég mundi þá eftir þvi að númer 151 var á vinstri hönd. Ég dró þvi þá ályktun að 52 væri til hægri. Það reyndistrangt. Og ekki nóg með það, heldur voru öll hús þarna megin tilheyrandi öörum götum. Ég sneri þvi við, yfir Miklu- brautina aftur og fór að lfta eftir húsnúmerum. Loksins sá ég rangala einn mikinn þar sem hús voru númeruð frá 51 og upp i rúmlega 70. Þar ók ég inn og leitaði. Við hús númer 53 sá ég tvo menn. Ég stöðvaði bilinn og kallaði til þeirra, hvort þeir gætu sagt mér hvar númer 54 væri. Þeir sögðust ekki hafa hugmynd um það, enda væru þeir aðeins búnir að búa þarna i tvö ár. Ég hélt áfram leitinni. Nokkru siðar sá ég ungling framan við eitthúsið. Ég spurði hann hvar Háaleitisbraut 52 væri. ,,Ég er ekki alveg viss”, sagði strákur. „Ertu búinn að athuga þarna uppi i blokkun- um”? Ég hafði það. Þá bað hann mig að biða andartak, hljóp inn og kom að vörmu spori afturogsagði mérþau tiðindi að jöfnu tölurnar væru hinum megin götunnar. Þá vissi ég það. „Hann er í baði”, sagði konan Litli siðar fann ég húsið. Ég lagði bilnum og gekk inn. Ég hringdi efstu dyrabjöllu og spurði eftir manninum. Kona svaraði og sagði að maðurinn væri i baði. Ég sagðist vera með bókhald, sem maðurinn ætti að endurskoða. ,,Það hlýtur að vera einhver vitleysa”, sagði konan um leið og hún þrýsti á hnappinn, og hurðin opnaðist. Stuttu siðar var ég kominn upp á efstu hæð. Ég stóð þarna við stofugluggann og horfði á bilaumferðina meðan ég beið eftir manninum. „Þetta hlýtur að vera einhver vitleysa”, sagði konan, „þetta með bökhaldið”: Nokkru siðar kom maðurinn úr baðinu. Þetta var stór maður með mikið glansandi skegg. Hann brosti vingjarnlega til min þegar ég greindi honum frá erindi minu. „Að ég sé annar endurskoð- andi félagsins,” sagði maður- inn. „Nei, ég kannast alls ekki við það. Ég man ekki eftir að hafa heyrt talað um þetta fél- ag.” Ég leit framan i manninn og sagði: „Svo þú ert þá ekki endurskoðandi félagsins?” „Nei,” sagöi maðurinn, en ég hefði ekkertá móti þvi að ganga i þetta félag,” sagði hann og brosti. Bra^i josepsson HVAÐ SEGJA RÚSSAR UM 13. ÞING ALÞJÓÐASAMBANDS Willy Brandt er kunnur stjórnmálamaður með hófsamar og raun- sæjar skoðanir, segja Kremlverjar um hinn nýkjörna forseta Al- þjóðasambands Jafnaðarmanna. Wiliy Brandt lagði i viðtali við fréttaritara Pravda áherslu á að hugmyndafræðilegur ágreiningur kommúnista og sósialdemókrata ætti ekki að standa i vegi spennu- slökunar. Niðurstöður þrettánda þings al- þjóðasambands sósialista sýna að jákvæðar breytingar hafa átt sér stað i heiminum á siöustu árum og haft áhrif á óbreytta sósial- demókrata og leiðtoga þeirra. 1 dag knýr raunveruleikinn þá til að skilgreina ástand alþjóðamála af raunsæi. Þetta hafði sin áhrif á niðurstöður þingsins. JAFNAÐARMANNA? Niöurstööur þrettánda þings aðalþjóöasambands Jafnaðar- manna. — Juli Jakjontov, APN. 13. þing alþjóðasambands sósialista var haldið I Genf i lok nóvember, en yfir 50 sósialdemó- krata- og sósialistaflokkar eiga aðild að þvi. Þessir flokkar eru verulegt pólitiskt afl. 1 þeim eru miljónir verkamanna, bænda og menntamanna. Sósialdemókrat- ar eru aðilar aö rikisstjórnum i 19 löndum og hafa forustu i mörgum þeirra. Þess vegna er eðlilegt að störf þingsins og niðurstöður veki athygli heimsblaðanna og al- men'nings. A dagskrá þingsins voru mörg mál, m.a. varðandi stjórnmála- og efnahagsástandið i heiminum. TRULOF-^ UNAR- HRINGAR Fljót afgreiðsla Sendum gegn póstkröfu Guðmundur Þorsteinsson gulismiður Bankastræti 12, Reykjavfk. aukna spennuslökun, þróun al- þjóðlegrar samvinnu, nýtt efna- hagsskipulag i heiminum o.fl. Eitt helsta mál þingsins var kjör nýs formanns sambandsins. Var Willy Brandt, formaður sósial- demókrataflokksins i Þýskalandi kjörinn forseti. Willy Brandt er kunnur stjórnmálamaður með hófsamar og raunsæjar skoðanir. Hefur hann átt jákvæðan þátt i að koma á spennuslökun i Evrópu og að hinum róttæku breytingum i samskiptum V-Þýskalands og sósisalisku rikjanna, einkum V- Þýskalands og Sovétrikjanna. 1 ræðu sem hann flutti eftir að hann hafði verið kjörinn formað- ur lýsti hann jákvæðri afstöðu sinni til spennuslökunar og taldi að Helsinkiráðstefnan hefði haft mikla þýðingu. Hann benti á nauðsyn hernaðarlegrar spennu- slökunar og árangurs af Vinar- viðræðunum um fækkun i herjum og takmarkanir vigbúnaðar i Mið-Evrópu. Einnig lýsti hann stuðningi við baráttuna fyrir út- rýmingu hættunnar á kjarnorku- styrjöld svo og fyrir stöðvun vig- búnaðarkapphlaupsins. Ein- kenndist ræða hans i heild af já kvæðum anda og hefur hún tvi- mælalaust haft áhrif á störf og niðurstöður ráðstefnunnar. 1 ályktun ráðstefnunnar um al- þjóðlega spennuslökun og sam- vinnu er bent á nauðsyn þess að treysta friðinn og auka samstarf rikja i milli. Fagnað er niðurstöð- um Helsinkiráðstefnunnar og sú skoðun látin i ljós að lokaályktun- in sem þar var undirrituö marki mikilsvert stig i þróun samskipta austurs og vesturs og eflingu öryggis i Evrópu. Hvetur ráð- stefnan flokkana, er áttu aðild að henni, til þess að vinna að fram- kvæmd lokaályktunar og fram- þróun mála i anda hennar. Afvopnunarmál og eftirlit með vopnabúnaði voru rædd á ráð- stefnunni. Er i ályktunum hennar bent á mikilvægi þeirra og bent á að lokamarkmiðið sé allsherjar afvopnun. Hvetur ráðstefnan til strangrar aðgæslu varðandi út- breiðslu kjarnavopna, banns við öllum kjarnavopnatilraunum og að komið verði upp kjarnavopna- lausum beltum. . Þátttakendur i Genfarráð- stefnunni fordæmdu fasista- stjórnina i Chile og nýlendustefnu og töldu ástandið i Suður-Afriku ógnun við friðinn. Þótt afstaða þingsins til margra alþjóðamála þjóni friði og fram- förum, ráðust margir fulltrú- anna, likt og á siðasta þingi i Vin, á marxleninismann, kommún- istaflokka og sósialisku rikin. Sýnir þetta að hugarfar sumra sósialdemókrataleiðtoga er enn undir áhrifum úreltra skoðana. Á þinginu afhenti sendinefnd sósialiska einingarflokksins i Þýskalandi forseta þingsins bréf frá E. Honecker, aðalritara mið stjórnar sósialiska einingar- flokksins, og ályktun um „frið, öryggi, samvinnu og þjóðfélags- framfarir i Evrópu”, sem sam- þykkt var á Berlinarráðstefnu kommúnista- og verkamanna- flokka. t ályktuninni er hvatt til viðræðna kommúnista og sósial- demókrata. Ráðstefnan fékkst ekki til að gefa jákvætt svar við á- skoruninni, þótt margir fulltrú- anna i Genf krefðust viðtækari samskipta sósialdemókrata og kommúnista og eflingar allra vinstri aflanna i þágu verkafólks, friðar og öryggis, m.a. benti Kalevi Sorsa, formaður finnska sósialdemókrataflokksins, á að samvinna sósialdemókrata og kommúnista hefði borið góðan ár- angur á siðustu árum.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.