Alþýðublaðið - 10.12.1976, Side 9

Alþýðublaðið - 10.12.1976, Side 9
9 8 TAFLA 1 Um framjeiðslu frystra fiskafurða hjá frystihúsum irman Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna hjá frysti- húsum innan Sölumiðstöðvar Hraðfrvstihúsanna 1975. TAFLA4 Heifdarmagn Þar af: a) á Vestfjörðum b) á ísafirði 64.917 tonn 16.322 tonn eða 25,14% 6.893 tonn eða 10,62% Samanburður á framlciðslumagni og'framlciðsluverðmæli (úlborgunarverði) frcðfisk- framleiðslu frystihusa, sem scldu framleiðslu sína gegn um Sölumiðstöð Hraðfrsstihús- anna 1975. Framleiðsluhœstu frystihúsin hjá S.H. 1975 voru þessi: Útgerðarfélag Akureyringa ............. 3.450 tonn ísfélag Vestmannaeyja hf. ..............3.143 tonn íshúsfélag Ísfírðinga h.f. .............3.017 tonn íshúsfélag Bolungarvíkur h.f. ......... 2.866 tonn Fiskiðjan h.f., Vestmannaeyjum ........ 2.987 tonn Hraðfrystihúsið Norðurtangi h.f. ...... 2.596 tonn Bæjarútgerð Reykjavíkur ................2.510 tonn Vinnslustöðin, Vestmannaeyjum ......... 2.425 tonn Bæjarútgerð Hafnarfjarðar ............. 2.359 tonn Fiskiðjan Freyja h.f., Suðureyri .......2.152 tonn Skipting þessara frystihúsa eftlr landshlutum: 4 Vestmannacyjar 3 8.555 tonn Norðurland 1 3.450 tonn Reykjavík 1 2.510 tonn Hafnarfjörður 1 2.359 tonn Svæöi Fjöldi frystihúsa. Hlutdeild bolfisk- magni % Hlutdeild í heildarfram- leiðslumagni Hlutdeild í heildarverö- mæti (útb.v.) Söluverö pr. kg. (útb. v.) Framleiðsla pr. frystihús tonn Vestmannaeyjar 4 14.08 13.99 12.31 175.51 Suðurnes 20 12.44 12.70 11.73 184.21 Hafnarfjöröur 5 5.54 5,53 4.93 178.19 Rvk. og austanfjalls 10 10,09 10.19 9.44 184.81 Akranes 3 3.81 3.79 3.53 185.87 ' Breiöifjöröur 7 4.59 4.56 4.60 201.07 Vestfiröir 13 25.30 25.14 28.33 224.80 Norðurland 9 15.51 15.41 16.72 216.42 AustffrÖir 5 8.64 8.69 8.41 193.12 76 100 100 100 199.50 854 Vestfirðingar framleiddu 25,14% - af frystum sjávarafurðum SH árið 1975 Hlutur Vest- firðinga i fram- leiðslu frystra sjávarafurða innan Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna var 25.14% árið 1975. Sama ár voru fjögur af tiu framleiðsluhæstu frystihúsum hjá S.H. á Vestfjörðum. Þessar upplýsingar koma fram i samantekt sem Jóhann T. Bjarnason, frkvstj. Fjórðungs- sambands Vestfirðinga hefur tekið saman úr árs- skýrslum S.H. fyrir árið 1975, en þær voru birtar i siðasta tölublaði Vest- firzkra fréttablaðsins. Eru i blaðinu birtar ýmsar tölulegar upp- íýsingar um stöðu vest- firzkrar freðfisksfram- leiðslu i samanburði við aðra útgerðarstaði á landinu. Tölur þessar fjalla þó eingöngú um freðfisks- framleiðslu frystihúsa sem selja afurðir sinar hjá Sölu- miðstöð Hraðfrystihúsanna og gefa þvi ekki heildar- mynd fyrir öll frystihús á landinu. Er þar meðal annars tafla sem sýnir samanburð á framleiðslumagni og framleiðsluverðmæti (út- borgunarverði) freðfisks- framleiðslu frystihúsa sem seldu framleiðslu sina i gegnum S.H. Það ár framleiddi hvert frystihús á Vestfjörðum að jafnaði 1256 tonn og var útborgunarverð þeirrar framleiðslu pr. kg. 224.80 kr. Til samanburðar má geta þess að framleiðslu- magn hvers frystihúss i Vestmannaeyjum var á sama tima að jafnaði 2271 tonn, en þar var út- borgunarverð hvers kilós 175.51 kr. Lesendum Alþýöu- blaðsins til glöggvunar birtum við hér tvær af þeim fjórum töflum sem birtar voru i fyrrgreindu tölublaöi Vestfirzka fréttablaðsins. —GEK Varnarliðið gefur 3 slökkvibifreiðar Á siðasta fundi varnarmálanefndar afhenti varnarliðið þrjár slökkviliðs- bifreiðar að gjöf. Bifreiðar þessar eru nýuppgerðar, og verða framvegis notaðar á flug- v ö 1 1 u n u m i Reykjavik, á Akureyri og Siglu- firði. Hækkun á búvöruverði Rikisstjórnin efndi til fundar i gær, til þess að ræða verðhækkun á kjötvöru. Var samþykkt á fundinum, að sauðfjárafurðir skuli hækka um 6.61% til bænda. Er um sömu prósentuhækkun að ræða á öllum afurðum, þ.e. kjöti og gærum. Ekki er vitað nákvæmlega hversu mikil hækkun verður á smásöluverði kindakjöts, þar sem 6 manna nefnd á eftir að ganga frá einstökum atriöum varðandi út- reikninga. Þó má gera ráð fyrir, aö hækkun á hvert kiló nemi 5%-6%, eða verði i kringum 40 krónur. Þá kvað rikisstjórnin á fundi sinum i gær, að heimila hækkun á kartöflum, og verður hún hliðstæð verð- hækkun á kjöti. Það má þvi búast við, að hækkun á smásöluverði kartaflna og kindakjöts gangi i gildi einhvern tima i næstu viku. —JSS BHx 1 f u! i ■B í I I ij : V 1 W&'A * 1 1': k 1 I f 1 liv4'1 f Landssamband LIU þingar: MINNSTUR HALLI A LITLUM SKUTT0GURUM - segir Kristján Ragnarsson Þingi Lands- sambands íslenzkra útvegs- manna lýkur i kvöld, en það hófst á miðvikudag. f setningarræðu sinni sagði Kristján Ragnarsson formaður LIú, að afkoma fiskveiðanna a þessu ári væri með þvi alversta sem út- gerðin hefði þurftað búa við i mörgár. Bátaflotinn, að frá- dregnum loðnubáta- flotanum, væri rekinn með 1300 milljón króna halla, og afkoma loönuveiðanna hafði einnig verið mjög slæm vegna lágs verðs á loðnu. Hins vegar virtust ein- hverjar horfur á bata i þeim efnum, þar sem markaðir hefðu batnað. t ræðu Kristjáns kom einnig fram að af útgerð á Islandi væri sýnu skást að gera út litla skuttogara, að minnsta kosti er hallinn á þeim mun minni en á öörum fiskiskipum, um 360 milljónir. Björn Guömundsson frá Vestmannaeyjum er fundar- stjóri LítJ-þingsins, en fundarritarar þeir Jónas Haraldsson og Agúst Einarsson. Föstudagur 10. desember 1976 2&i,* Föstudagur 10. desember 1976 Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hf: Höfum viljað leysa þessi mál á friðsaman hátt - en talsvert ber á milli — Ég held að það sé óhætt að segja, að við teljum Viðlagasjóð ekki hafa gengið frá sinum málum hvað varðar Sildar- vinnsluna, sagði Ólafur Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Sildar- vinnslunnar hf. i sam- tali i gær. — Við höfum reynl að fá stjórn Viðlagasjóðs hingað austur á fund með okkur og mörgum fleiri aðilum, þannig að þeir geti fengið tækifæri til þess að gera grein fyrir þeim forsendum sem þeir hafa gefið sér vegna bótagreiðslna á Nes- kaupstað. Staðreyndin er sú að talsvert ber á milli þess sem við álftum vera réttar upphæðir bóta vegna tjóna og hins vegar þess sem stjórn sjóðsins hefur ákveðið. Við viljum ræða þessi mál, en það hefur enn ekki verið mögulegt að fá viðkomandi aðila til þess að koma hingað til okkar. Ég vil á þessu stigi máls- ins ekki tjá mig opinberlega um það, hver sú upphæð er sem hér er um að ræða og varðar mitt fyrirtæki, enda höfum við viljað leysa málið á friðsamlegan hátt. En ég get ekki að þvi gert, en mér finnst margt benda til þess að það að leggja Viðlaga- sjóð niður um næstkomandi áramót, sé orðið kappsmál vissra aðila. — Við erum, eins og gefur að skilja, ekki ánægðir með þessa þróun mála og við bindum enn vonir við að fulltrúar Viðlaga- sjóðs láti sjá sig hér alveg á næstu dögum. Það verður svo að reyna á það hvort af þvi verður sagði Ólafur Gunnarsson. —ARH Fyrsta verkefni Viðlagasjóðs var við uppbyggingarstarfið I Vestmannaeyjum eftir gosið. Bæjarstjórinn á Neskaupstað: Enn hefur ekki verið fjallað um beint tekjutap bæjarsjóðs — Ég tel að mikið vanti upp á að Viðlaga- sjóður hafi lokið við uPPgjör sin á Nes- kaupstað, sagði Logi Kristjánsson bæjar- stjóri, er Alþýðublaðið innti hann eftir stöðu bæjarfélagsins og fyrirtækja i bænum eftir að endurreisnar- starf vegna snjóflóð- anna miklu er komið vel á veg. — Það hefur verið gengið frá málum Bifreiðaþjónustunnar og Steypustöðvarinnar i megin- atriðum, en eftir er þó að taka fyrir fáein atriði er varða fyrr- nefnda fyrirtækið. Ég tel hins vegar að mikið skorti á til þess aö uppgjör Viðlagasjóðs við Sildarvinnsluna hf. geti talizt fullfrágengið. Hefur verið óskað eftir viðræðum við stjórn Við- lagasjóðs vegna þessa máls og annarra atriða varðandi upp- gjör vegna tjóns á Neskaupstað i snjóflóðunum. Hvað varðar tjón sem sjálft bæjafélagið varð fyrir og má rekja beint til náttúruhamfar- anna, þá var aðallega um að ræða skemmdir á oliumalar- götum i bænum, vegna um- ferðar stórvirkra vinnuvéla, um þær á meðan á björgunar- og hreinsunarstarfi stóð. Þetta tjón hefur Viðlagasjóður bætt að fullu, en hins vegar hefur enn ekki verið fjallað um ákveðnar óskir sem við sendum Viðlaga- sjóði fyrir 1. júlí á siðasta ári og sem vörðuðu beint tekjutap bæjarsjóðs vegna snjóflóðanna. Við viljum einnig ræða við stjórn Viðlagasjóðs um þetta atriði, sagði Logi Kristjánsson. —ARH Framkvæmdastjóri Viðlagasjóðs: Sjóðurinn hefur staðið við allar skuldbindingar - vegna snjóflóðanna — Það gildir ná- kvæmlega sama regla um bætur vegna tjóns i Neskaupstað og gilti um bætur vegna goss- ins í Vestmannaeyjum á sinum tima, sagði Bragi Björnsson fram- kvæmdastjóri Viðlaga- sjóðs i samtali í gær. — Við höfum okkar reglu sem farið hefur verið eftir að öllu leyti og þar hefur eitt yfir alla gengið sem málið hefur varðað. Það gefur auðvitað auga leið, að það kostar meira fé að reisa hús upp á nýtt, svo sem varð að gera á Neskaupstað, heldur en nemur bótum vegna tjónsins á þvi. Sá skilningur þekkist lika ekki á byggðu bóli, að einhver getifengið nýtthús fyrirgamalt hús, nýjan bil fyrir gamlan bil o.s.frv. þegar tryggingaraðili greiðirtjóná slikum hlutum. Ég tel þvi, að við höfum staðið við okkar skuldbindingar á Nes- kaupstað, enda voru bótakröfur þar afgreiddar á nákvæmlega sama hátt og þúsundir bóta- krafna vegna Vestmannaeyja- gossins. Við verðum að fara eftir lögum, en ekki eftir geð- þótta. — Jú, við erum nýbúnir að fá skeyti frá Neskaupstað, þar sem stjórn Viðlagasjóðs er boðið að koma austur og ræða þessi mál. Afstaða hefur enn ekki verið tekin til þessa, enda er það ekki mál okkar einna að ákveða þetta, þar sem svonefnd þingmannanefnd vegna snjó- flóða i Neskaupstað er einnig boðið i sama hópi, svo og full- trúum forsætisráöuneytisins. Við getum þviekki ákveðið tíma fyrir ferðina fyrir þessa aðila, heldur verðum við aðsamræma þær áætlanir. Ég veit hins vegar ekki hvernig þetta mál fer, þar sem þingmenn hafa i svo mörgu að snúast nú fyrir jólaleyfi, auk þess sem eríitt gæti orðiö að komast til Neskaupstaða r vegna snjóa. Þangað hefur vist ekki einu sinni fuglinum fljúg- andi verið fært siðastliðinn hálf- an mánuð, og mér sýnist ekki útlit fyrir að ferðafært verði þangað alveg á næstunni. —ARH Hinnkunni Viðlagasjóður lagður niður um áramót Hér getur að llta vegsummerki snjóflóöanna I Neskaupstað á at- hafnasvæði Sildarvinnslunnar h.f. Um næstkomandi áramót verður sá frægi Viðlagasjóður formlega lagður niður, en eins og mönnum er enn i fersku minni, varð hann til i kjölfar eldgossins i Vestmannaeyjum, á grundvelli sérstakra laga. Viðlagasjóður hafði það hlut- verk með höndum að ráðstafa bótum til tjónþola i Vestmanna- eyjum vegna gossins, byggja hús viðs vegar um land fyrir Vestmannaeyinga sem þurftu að flýja heimaslóðirnar vegna gossins og greiða ýmsan til- íallandi kostnað vegna þessara miklu náttúruhamfara. Við- iagasjóður aflaði tekna meðal annars með gjaldi sem lagt var á skattgreiðendur og með prósentuálagningu á söluskatts- stofn. Þetta ætti vist að vera óþarft að rekja nánar, þar sem þessi mál hafa verið svo mjög rædd manna á meðal undan- farin ár. Viðlagasjóði var i upphafi einungis ætlað að gegna þessu afmarkaða verkefni sem fyrr- greint er. Eftir að þeir atburðir gerðust, er snjóflóðið féll á Nes- kaupstað og á hús á Siglufirði, var ákveðið að Viðlagasjóður tæki á sig bótagreiðslur vegna þeirra lika, enda engin trygging til sem bætti slikt tjón. Sama gilti um tjón sem nokkrir bændur urðu fyrir, meðal annars bændur á Fljótdals- héraði, en þar urðu tjón af völdum snjóflóða. Lög um Viðlaga- tryggingu íslands. Þann 14. mai 1975 vorusett lög á Alþingi um svonefnda Viðlagatryggingu tslands. Segir i 1. grein þeirra, að „setja skuli á fót stofnun, er hgfi það hlut- verk að tryggja gegn tjóni af völdum náttúruhamfara.” Viðlagatryggingu Islands er ætlað að vátryggja gegn beinu tjóni af völdum eftirtalinna náttúruham fara: Eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjó- flóða og vatnsflóða. Vátryggingarskyldar eru allar húseignir og lausafé, þar með taldar vörubirgðir, vélar og tæki, sem brunatryggðar eru hjá vátryggingarfélagi, er ■ starfsleyfi hefur hér á landi. Tryggingarskyldan nær einnig tillausafjár.sem tryggt er sam- settri tryggingu er innifelur brunatryggingu, enda flokkist slik trygging undir eigna- tryggingar. Vátryggingarfjár- hæðir skulu vera hinar sömu og brunatryggingarf járhæðir á hverjum tima. Eigin áhætta skal vera 5% af hverju tjóni, þó eigi lægri f járhæð en kr. 100.000. Lágmark þetta má hækka eða lækka með reglugerð að fengnum tillögum stjórnar stof nunarinnar. Arleg iðgjöld skulu vera 0.25% af vátryggingarfjárhæðum tryggðra verðmæta, en það mun nú jafngilda 50-60 milljónum kr., eftir þvi sem Alþýðublaðið kemst næst. Hér er vitanlega ekki um að ræða háa fjárhæð, enda gert ráð fyrir að höfuðstóll safnist yfir langan tima. Hins vegar gildir hið sama um Viðlagatryggingu Islands og tryggingu skipa og flugvéla og fleiri tryggingar, að Viölaga tryggingin endurtryggir hjá er- lendum tryggingarfélögum og munu þvi erlendu trygginga- félögin koma við sögu, ef hér verða meiriháttar skaðar af völdum náttúruhamfara. Er timabært að leggja Viðlagasjóð niður? Nú þegar Viðlagasjóður er að renna sittæviskeið á enda, hafa heyrzt þær skoðanir hjá nokkrum aðilum, að ekki sé timabært á þessu stigi málsins að leggja sjóðinn niður. Er þvi haldið fram, að uppgjör sjóðsins við einstaka tjónþola, i Nes- kaupstað og Vestmannaeyjum, sé ekki lokið i veigamiklum atriðum, þrátt fyrir yfirlýsingar framkvæmdastjóra sjóðsins i Alþýðublaðinu um að Viðlaga- sjóður hai'i staðið við allar skuldbindingar sinar. Hefur m.a. sú skoðun heyrzt frá Vest mannaeyjum, að sjóðnum beri að starfa að minnsta kosti fram á mitt ár 1977, þannig að unnt verði að ganga frá ýmsum málum, sem óuppgerð séu. Greinilegt er þvi að skoðanir eru skiptar um málefni Viðlaga- sjóðs, þrátt fyrir það að leynt hafi farið, a.m.k. að þvi er varðar viðskipti hans við aðila á Neskaupstað. Búast má þó við að ef niðurstaða fæst ekki varðandi ágreiningsatriði máls- aðilja alveg á næstu dögum, að þá muni þeir sem teija sig hafa orðið illa úti i viðskiptum við sjóðinn, taka mál sitt upp opin- berlega, enda liður senn að ára- mótum og þar með ævilokum Viölagasjóðs. —ARH —hm

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.