Alþýðublaðið - 10.12.1976, Side 11

Alþýðublaðið - 10.12.1976, Side 11
Nýjar bækur: Bækur frá POB á Akureyri: Saga um fyrsta for- stjóra SÍS Hallgrímur Kristinsson - „Úr Djúpadal að Arnarhóli” Alþýðublaðinu hafa borizt nokkrar bækur frá bókaforlagi Odds Björns- sonar á Akureyri. Þrjár þeirra eru eftir fslenzka höfunda. Sagan um Hallgrím Kristinsson Merkasta bókin er eftir Pál H. Jónsson, „Cr Djúpadal að Arn- arhóli, — sagan um Hallgrim Kristinsson.” A þessu ári eru liðin 100 ár frá fæðingu Hall- grims, en hann var fyrsti for- stjóri Sambands islenzkra sam- vinnufélaga. Hann ólst upp i fá- tækt i inndölum Eyjafjarðar, en ruddi sér braut til frægðar og frama með einstæðum dugnaði, viljaþreki og atorku. A bókakápu segir: ,,Um það leyti sem hann var að stofna eigið heimili og hefja sjálfstæð- an búskap, var hann ráðinn framkvæmdastjóri Kaupfélags Eyfirðinga á Akureyri. Þessi ráðstöfun átti eftir að gjör- breyta högum kaupfélagsins, sem Hallgrimi tókst á ótrúlega skömmum tima að breyta úr fá- 'tæku pöntunarfélagi i öflugt verzlunarfélag.” Páli H. Jónssyni hefur tekizt að gera Hallgrim Kristinsson ljóslifandi fyrir hugskotssjón um lesandans. Bókin er i senn fjörlega skrifuð og stórfróðleg, prýdd mörgum myndum auk nafnaskrár”. Erlendur Einarsson, forstjóri SÍS, ritar formála að bókinni, og færir þar Páli H. Jónssyni sér- stakar þakkir fyrir vel unnið verk. Nýjar bækur frá Sögusafni heimilanna Þegar Sögusafn heimilanna hóf útgáfu á SIGILDUM SKEMMTISÖGUM fyrir nokkr- _ um árum var ekki vitað um undirtektir lesenda og þvi óvist um áframhald útgáfunnar. En brátt kom i ljós að bækur þær, sem valdar höfðu verið i flokk- inn, nutu mikilla vinsælda og er nú svo komið að margar þeirra eru uppseldar. Sögusafnið hefur þvi látið endurprenta þrjár fyrstu bækurnar, Kapitólu, Systur Angelu og Astin sigrar. Þá eru nýkomnar á markað- inn eftirtaldar bækur i þessum bókaflokki: Nr. 18, Rödd hjartans eftir Charles Garvice, en eftir þann höfund hafa komið út fjölmarg- ar vinsælar skáldsögur, m.a. i þessum flokki Aföllu hjarta (nr. 7) og Ættarskömm (nr. 14). Nr. 19, Ættareinkennið eftir Grant Allen, mjög spennandi saga sem oft hefur verið spurt um og óskað að yrði gefin út aft- ur. Nr. 20, A vængjum morgun- roðans eftir Louis Tracy, en sú saga hefur notið geysimikilla vinsælda, enda bæði viðburða- rik og spennandi. Fyrir tveim árum hóf Sögu- safn heimilanna útgáfu á nýjum bókaflokki undir heitinu Grænu skáldsögurnar. Fyrstu bækurn- ar, sem komu i þeim flokki var Nýjar bæk- ur frá Víkurút- gáfunni Kamala, skáldsaga eftir Gunnar Dal. Saga þessi gerist á indlandi og skrifar Sigvaldi Hjálmarsson formála fyrir aenni og kemst hann m.a. svo að orði: „Gunnar málar sögu- mynd sina sterkum dráttum og skýrum. Ekkert sem i sögunni gerist fellur utanvið hversdags- leika þeirra breytingatima sem nú ganga yfir iandið. Hún eri sannferðug lýsing á indverskui sveitalifi þar sem arfi fortiðar og möguleikum ókominna ára,1 eru að jöfnu gerð skil. Gunnar f.ærist mikið i fang og| kemst ágæta vel frá miklumj vanda. Hann opnar okkur nýjan heim.” , Með hörkunni hafa þeir það, niu eftirminnilegir æviþættir og smásögur eftir Ragnar Þor- steinsson. Guðmundur G. Haga- lin rithöfundur skrifar formála að bókinni og segir m.a. að ævi- þættirnir lýsi allt að þvi átakan- iega þeim úrræðum til lifsbjarg- ar sem fjöldi manns viðsvegar um land átti við að búa á fyrstu þremur áratugum þessarar aldar og að i smásögunum gæti mjög þess sem rikast sé i fari höfundarins, einlægrar samúð- ar i garð litilmagnans, glöggs skilnings á aðstæðum hans og aðdáunar á þreki og sönnum manndómi. Þær frásagnir beri af þar sem höfundur lýsi fang- brögðum slyngra sjómanna við Ægi i æstu skapi og eigi þær sér sárafáar hliðstæður i islenzkum bókmenntum. Þegar landið fær mál eftir Þorstein Matthiasson. Þetta eru frásöguþættir af ferðum Þorsteins um landið og viðtölum hans við ýmsa þá sem barizt litil efni. Ferðaþættirnir bera glöggan vott um opinn hug Þor- steins fyrir landinu. Hann er löngu þjóðkunnur maður af bók- um sinum. 1 fyrra kom út eftir hann fyrir jólin bókin I dagsins önn og seldist hún upp á skömmum tima. Ég trúi á kraftaverk eftir Kathryn Kuhlman. Höfundurinn er alþekktur i Bandarikjunum fyrir trúboð sitt og fyrirbænir og telur mikill fjöldi manna sig eiga óútskýranlega lækningu sina fyrirbænum ungfrú Kuhl- man að þakka. Bókin segir frá fyrirbænafundum hennar og hefur að geyma frásagnir af lækningaundrum sem reyndir læknar hafa ekki getað sagt annað um en það að þar hafi verið að verki sá læknir sem öll- um læknum sé æðri. Föstudagur 10. desember 1976 LISTIR/MEiyNING 11 Bergljót. Þá hefur POB gefið út bókina „Bergljót” eftir Ingibjörgu Sig- urðardóttur. Þetta er nýjasta ástarsaga skáldkonunnar og sú 17. i röðinni. Einhversstaðar i bókinni segir svo: „Bergljót virðir unga, ókunna manninn fyrir sér, háan og grannvaxinn með ljósliðað hár, með dimmblá augu, fölan yfirlitum, en friðan sýnum. Honum fylgir eitthvað nýtt og framandi... og hann átti eftir að verða örlagavaldur i lifi Bergljótar”. Frækilegt sjúkraflug Þá hefur POB gefið út nýja barna- og unglingabók eftir Ar mann Kr. Einarsson. Hún heitir „Frækilegt sjúkraflug”. Áður hefur POB gefið út fjölmargar bækur eftir sama höfund. Uppgjörið. POB hefur gefið út i islenzkri þýðingu bókina „Uppgjörið” eftir norska rithöfundinn Sigurd Hoel, Gunnar Kristinsson þýddi. A bókakápu segir, að þessi skáldsaga hins kunna norska rithöfundar sé persónulegust og risti dýpst af bókum hans. Höf- uðpersónunnisé teflt fram i höf- undarstað i enn rikari mæli en i öðrum bókurh hans. Uppgjörið fjalli um hluti, sem við öll þekkjum og skiljum. „við verð- um öll, fyrr en seinna, að gera upp reikningana við lifið”. K0STAB0Ð á kjarapöllum KJÖT & FISKU.R Breiðholti Simi 712011 — 7 1201 GlN? * P0STSENÐUM TRULOFUNflRHRINGA Joli.itmts TLtusson lUtitt.mrai 30 S'lllll 10 200 nunn Síðumiila 23 /ími 04200 Heimiliseldavélar. 6 litir - 5 gerðir Yíir 40 ára reynsla Rafha við Óðinstorg Símar 25322 og 10322 Birgir Thorberg málarameistari simi 11463 Onnumst alla málningarvinnu — úti og inni — gerum upp gomul husgögn A hverfandi hveli eftir Marga- ret Mitchell i þýðingu Arnórs Sigurjónssonar og Jene Eyre eftir Charlotte Bronte, hvort- tveggja heimsfrægar skáld- sögur. t ár koma út í þeim bókaflokki 3. og 4. bókin: Þriðja bókin er Þetta allt og himininn lika eftir Rachel Field, óviðjafnanleg saga, byggð á sannsögulegu efni. Hún hefur verið þýdd á fjölda tungumála og farið sigur- för um allan heiminn. Auk þess hefur hún veriö kvikmynduð og lék hin þekkta leikkona Bette Davis aðalhlutverkið. Fjórða bókin heitir Heitar ástir eftir Joy Packer, en sögusvið hennar er Suöur-Afrika. Þeir atburðir, sem hún greinir frá, eru þó á engan hátt staðbundnir og gæti hún gerzt hvar sem væri i heimi okkar. Þetta er ósvikin ástar- saga eins og nafnið bendir til. Þá hefur Sögusafn heimilanna gefið út nýja skáldsögu eftir hinn vinsæla danska höfund Morten Korch, en i fyrra kom út eftir hann sagan Tvibura- bræðurnir. Sagan, sem kemur út i ár, heitir Laundóttirin, en það er hugþekk og spennandi saga, auk þess sem hún er saga mikilla átaka og rómantiskrar ástar. Trésmiðjan Víðir h.f. auglýsir: Skattholin margeftirspurðu komin, TRÉSMIÐJAN tekk, ólmur, hnota og palesander. VIÐIR Gott verð og góðir greiðsluskilmólar. Laugavegi 166 Sími 22229

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.