Alþýðublaðið - 10.12.1976, Síða 15

Alþýðublaðið - 10.12.1976, Síða 15
Föstudagur 10. desember 1976 SJÖNIIRMIÐ 15 Bíórin / Lerikhúsrin *3 3-20-75 Vertu sæl Norma Jean Ný bandarisk kvikmynd sem seg- ir frá yngri árum Marilyn Monroe á opinskáan hátt. Aöalhlutverk: Misty Rowe, Terr- ence Locke o.fl. Framleiðandi og leikstjóri: Larry Buchanan. ÍSLENZKUR TEXTI. Bönnuð börnum innan 14 ára. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. & 2-21-40 Aðventumyndin i ár: Bugsy Malone Ein frumlegasta og skemmtileg- asta mynd, sem gerð hefur verið. Gagnrýnendur eiga varla nógu sterk orð til þess að hæla henni. Myndin var frumsýnd i sumar i Bretlandi og hefur farið sigurför um allan heim siöan. Myndin er i litum gerð af Rank. Leikstjóri: Allen Parker. Myndin er eingönguleikin af börnum. Meðalaldur um 12 ár. Blaðaummæli eru á einn veg: Skemmtilegasta mynd, sem gerð hefur verið. Mynd fyrir alla fjölskylduna. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Góða skemmtun. Kvartana- sími! Til lesenda blaðsins: Ef þið þurfið að koma á framfæri kvörtunum vegna dreifingar blaðs- ins er tekið við þeim í síma 14-900 frá klukkan 13 til 17 dag hvern. - Vinsamlega látið vita, ef blaðið kemur ekki. llasfawthF Grensásvegi 7 Simi <<2655. JON VOIGHT ’CONBACK' . Bráöskemmtileg ný bandarisk litmynd gerð eftir endurminning- um kennarans Pat Conroy. Aðalhlutverk: John Voight. Leikstjóri: Martin Ritt. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Tonabíó *& 3-11-82 Helkeyrslan Death Race Sími50249 Árásin á fikniefnasalana Hit Spennandi, hnitmiöuð og timabær litmynd frá Paramouth um erfið- leika þá, sem við er að etja i baráttunni viö flkniefnahringana — gerð að verulegu leyti i Mar- seille, fikniefnamiðstöð Evrópu. Leikstjóri: Sidney Furie. ÍSLENZKUR TEXTI Aðalhlutverk Billy Dee Williams, Richard Pryor. .Sýnd kl. 9. *& 1-89-36 Maöurinn frá Hong Kong ISLENZKUR TEXTI Hrottaleg og spennandi ný amer- isk mynd sem hlaut 1. verðlaun á Science Fiction kvikmyndahátíð- inni i Paris árið 1976. Leikstjóri: Roger Corman Aðalhlutverk: David Carradine, Sylvester Stallone Bönnuö börnum innan 16 ára Sýnd kl. 5, 7, og 9, Simi 11475 Hjálp í viðlögum Hin djarfa og bráðfyndna sænska gamanmynd með tSLENZKUM TEXTA. Bönnuö innan 16 ára. Endursýnd kl. 5, 7 og 9. LEIKFÉLAG lál líl , REYKJAVlKUR " “ SKJ ALDHAMRAR i kvöld kl. 20,30. ÆSKUVINIR laugardag kl. 20,30. SAUMASTOFAN sunnudag kl. 20,30. Siðustu sýningar fyrir jól. Miðasalan i Iðnó kl. 14-20,30. Simi 1-66-20. Austurbæjarbíó: KJARNORKA OG KVENHYLLI laugardag kl. 23,30. Síöustu sýningar fyrir jól. Miðasalan i Austurbæjarbiói kl. 16-21. Simi 1-13-84. Æsispennandi og viðburðarrik ný ensk-amerisk sakamálamynd i litum og cinema svope með hin- um frábæra Jimmy Wang Yu i hlutverki Fang Sing-Leng lög- reglustjóra. Leikstjóri: Brian Trechard Smith. Aðalhlutverk: Jimmy Wang Yu, George Lazenby. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 6, 8 og 10. hnffnarbío 2T16-444 ENTERTAINMENT INTERNATIONAL PICTURES REUEASE ZEBRA FORCE\ Drápssveitin Hörkuspennandi or viðburðahröð ný bandarisk Panavision litmynd um ófyrirleitin rán og ósigrandi hörkukarla Mike Lane, Richard X. Slattery. ISLENZKUR TEXTI. Bönnuö innan 16 ára. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. InolttnMtidNkipði leió triil liíllMVÍikliÍpltt !RI)NAOí\RBANKI V ÍSI.ANDS AusTurstræti 5 5:mi 21-200 Hafnarfjarðar Apótek Afgreiðslutlmi: Virka daga kl. 9 18.30 'Laugardaga kl. 10-12.30. Helgidaga kl. 1112 Eftir lokun: Upplýsing^simi 51600. Þetta var annað vers... Skyggnzt um bekki. Ég hygg aö það orki varla tvi- mælis, að almennt séð hafi is- lenzkir kennarar löngum staðið fyrir sinu og ekki verulega aö baki stéttarbræðra sinna i öðrum löndum. Hér gildir þó auðvitað um, að allir eiga ekki óskilið mál, enda mætti fyrr vera. Gleggsti votturinn um þetta er einmitt, að það er siðari tima fyrirbæri, eftir að tekið var að grauta i islenzu menntakerfi og samhæfa það erlendum fyrir- myndum, hafa orðið ýmsar breytingar, sem ekki verða taldar til bóta, á frammistöðu námsmanna héðan, sem att hafa kappi við nemendur i öðrum löndum um námsframa. Þess eru mýmörg dæmi, að islenskir námsmenn hafi áður unnið sér mjög góðan orðsti á erlendri grund borið saman við heimamenn. Fráleitt væri að þakka það eingöngu, að Islendingar hefðu áberandi gáfnafarslega yfir- burði almennt, þó það kynni að láta vel i eyrum. Miklu heldur má leiða likur að þvi að heimanbúnaður þeirra hafi verið i betra lagi og þeir neytt þess. Skil á þessum hlutum kunna vitanlega ekki þeir, „sem hafa verið fermdir upp á fræðin eða faðirvorið” ef svo mætti segja, og gildir auðvitað engu þó tyllt hafi verið i háar stöður i krafti einhvers annars en kunnáttu! Sama eðlis er um menn, sem telja bað sáluhjálparatriði að tyggja upp á útlenzku, hvort það var ill danska eða ekki. NU er það vitanlega sjálfsagt og eðlilegt, að islenskir skólar hafi opin augu gagnvart þvi, sem gerist i öðrum löndum og freisti að taka það upp, sem öðrum hefur vel eða ágætlega gefizt. Hitt er jafn sjálfsagt að gjalda varhuga við því, að r júka upp til handa og fóta ef einhver hundur rekur við erlendis, til þess að vekja athygli á ein- hverju vélstrokkuðu tilbera- smjöri i menntamálum þar, og demba þvi umsvifalaust og að órannsökuðu máli yfir okkur hér. Einn af merkustu skóla- mönnum islenzkum núlifandi, Steindór Steindórsson frá Hlöö- um, hefur vakið nýlega athygli að þvi islenzka sérkenni, að hér voru skólar reknir skemmri tima ársins en tiðkaðist i öðrum löndum. Steindór leiðir rök að þvi, semekki verða svo auðveld- lega hrakin, aö einmitt hin skamma skólavera árlega hafi gert tvennt i senn, sem náms- mönnum hafi verið einstaklega hallkvæmt. Langt sumarleyfi hafi gert mönnum kleift að vinna fyrir sér að verulegu leyti, og það sem þó varðar meiru, að vinnan úti i atvinnu- lifinu hafi gefið þeim rikuleg tækifæri til að kynnast landi, þjóð og þjóðarhögum. jOddur A. Sigurjónssor Bóklærdómur er góður og nauðsynlegur, en samt er hann alls ekki einhlitur fyrir þá, sem stefna að þvi að vinna landi og þjóð þaö gagn, sem menntun i skólum á að gera mönnum fært. En þegar þetta helzt i hendur á að vera góðs árangurs að vænta. Má um það gilda, að hvorugur þátturinn geti án hins verið, ef vel á að fara. Rétt er að hafa það hugfast, að við erum nú einu sinni fædd og uppalin á þessu blessaða, harðbýla landi. Og menntun okkar, hvortbókleg eða verkleg er, verður aö miðast við þær að- stæður, sem ætla má að mæti þeim, sem hér ætla að lifa og starfa. HUn verður i senn að vera þjóðleg og hagnýt, og þar duga ekki endilega betur uppskriftir af einhverjum erlendum, sull- kássukrásum, en aðlögun að okkar aðstæðum, þó misvitrir framagosar hafi um það aðrar hugmyndir. Umfram allt þurfum við að hafa það hugfast, að skóli á ekki aðvera neinn hlutlitill geymslu- staðurfyrir ungdóminn. Hann á að hafa þá reisn til að bera, að vera, auk þess sem almennri fræðslu viðkemur, stofnun, sem leitast við að auka á manndóm og ábyrgðartilfinningu. Hann veröur að hafa vald, til þess að aga og siða þá, sem leita i áttina til hverskonar ómennsku, þó beita verði þvi valdi af hófsemi og alls ekki valdsins vegna. Hann verður að kappkosta, að kenna nemendum að gera kröf- ur til sjálfra sin fyrst og fremst. Náist það mark er lagður traustur grunnur að framtiðar- heill einstaklingsins og þar með þesssafns einstaklinga, sem við köllum samfélag eða þjóð. Þetta á að geta verið einfalt stefnumark, þó leiðirnar að því marki séu engan veginn fá- brotnar og stundum verði að taka einhver hliðarspor, eftir þvi hverjir i hlut eiga. Fræðslumálayfirvöld eru nú rétt að byrja að fá smjörþefinn af allskonar rutli sem þau hafa komið á i skólamálum. Latum það vera, að svo sé. Hitt er verra hverhig það bitnar á þeim- sem sizt skyldi, fólki, sem hefur tekið hina nýju krókódila- eða kúatrú! Þessvegna er nú lands- lýður vitni að allskonar fárán- legum tilburðum frá þess hendi. Bót, ef bót skyldi kalla, i mál- inu, er þó, að þrekleysið veldur þvi, að aumingjaskapurinn af- hjúpast þrátt fyrir hátiðlegar heitstrengingar, eins og fór um „Hungurvökuna” sem ákveðin var en rann út i sandinn, þegar menn fundu hvað það er óþægi- legt að vera svangur!! .-.■.■.-ri \ HREINSKILNI SAGT SENDIBILASTOPIH Hf

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.