Alþýðublaðið - 10.12.1976, Page 16

Alþýðublaðið - 10.12.1976, Page 16
Jólafötin á tvö börn kosta um 25.000 krónur Launin eru fljót að fara, þegar jólainnkaupin eru annars vegar. Alþýðublaðið fjallaði fyrir skömmir um matarinnkaup til jólanna og þann kostnað sem þeim fylgir, vilji menn gera sér dagamun. En það er ýmislegt fleira, sem þarf að hafa i huga fyrir hátiðina, svo sem jólaföt á börnin, ef einhver eru. Og til þess aö grennslast örlitiö nánar, um hvaö þaö gæti hugsanlega kostaö aö klæöa tvö börn, dreng og stúlku, leituöum viö til Ormars S k e g g j a so n a r , verzlunarstjóra hjá Gefjun. Veitti hann eftirfarandi upp- lýsingar um verö barna- fatnaöar. Meöalverö vestis og buxna fyrir dreng á aldrinum 6-8 ára er núna um 6.455 krónur. Verö á drengjanærfötum er á bilinu 750-800 krónur og Jólanáttfötin kosta frá 1050-1695 krónur. Viö þetta b-ætastsvo skór á kr. 3.145. Og ef einhver ætlar aö gefa barni eöa börnum úlpu fyrir jólin, þá má gera ráö fyrir aö a, m, k, 5000 krónur þar. ódýrara að klæða stúlkurnar. Svo viröist, sem heldur ódýrara sé aö klæöa stúlkur en drengi. Kjóll á stelpu á aldrinum 6-8 ára kostar rúm fjögur þúsund, eöa 4.055 krónur. Verö á sokkabuxum er um þaö bil 800 krónur og nærfatasettiö kostar kr. 850. Jólanáttkjóllinn kostar kr. 1.550 en séu keypt náttföt, þá kosta þau 2.100-2.500. Loks kosta jólaskórnir kr. 2.789.00. Og þá vitum viö aö þaö getur kostaö rétt tæpar 25.000 krónur aö koma upp jólafatnaöi fyrir tvö börn, og 35.000 séu úlpurnar teknar meö í dæmiö. Vitaskuld geta útgjöld oröiö minni eöa miklu meiri eftir þvi hvar verzlaö er. En ef þessari upphæö er bætt viö kostnaö viö matarkaupin okkar fyrr I (vikunni, þ.e. eina máltiö á dag I þrjá daga, má gera ráö fyrir aö aðeins þetta tvennt nálgist 45.000 krónur. Þá er eftir aö kaupa jóla- gjafir, jólatré og ýmislegt fleira semekki veröur upp taliö hér. Þau duga þvi skammt, meðal- launin, þegar jólainnkaupin eru annars vegar. -JSS « Hér látum við nægja að heimta sjónvarp og útvarp FOSTUDAGUR 10. DESEMBER 197( alþýðu blaöið Tekið eftir: 1 siöasta Lög- birtingarblaði: „Nauðungaruppboð á eftir- töldum fasteignum verður sett i skrifstofu em- bættisins að Skólavörðustig 11 eftir kröfu Gjald- heimtunnar i Reykjavik samkvæmt lögtökum til lúkningar fasteigna- gjöldum, opinberum gjöldum o.fl. á neðan- greindum timum og siöar háð á fasteignunum sjálfum eftir ákvöröun uppboðsréttar.” Siöan eru talin upp 325 uppboð, og hafa þau sjaldan sést eins mörg auglýst i einu Lög- birtingarblaðinu. Af þessu má ráöf' aö margir eiga i veruleg ,m erfiðleikum með að greiöa skatta og skydur og er það nokkur mælikvaröi á ástandiö i þjóðfélaginu. — sagði Logi Kristjánsson bæjarstjóri á Neskaupstað — Hér á Neskaupstað er kominn vetrarsvipur á umhverfið og jörð orðin hvit, en mikinn snjó hefur ekki sett niður enn sem komið er, sagði Logi Kristjánsson bæjarstjóri i samtali i gær. — Annars er hljóöiö i okkur hér fremur gott, atvinnuástand er all-þokkalegt, þó svo aö gæfta- leysi hafi hamlaö sjósókn á stundum, en þaö er aöeins þaö sem búast má við á þessum árs- tima.Mér finnst annars athyglis- vert, að konur hér viröast sækja mun meira út á vinnumarkaöinn nú en áður. Þetta má marka meðal annars af mun meiri eftir- spurn eftir plássum á dag- heimilinu hérna. Við eigum ágætis dagheimili og höfum hingað til getað annað allri eftir- spurn eftir rúmi þar. Nú sem stendur eru hins vegar 20 börn á biðlista eftir dagvistarrúmi og er það i fyrsta sinn sem slikt kemur fyrir hér. Iðnskólinn hefur haft til afnota hluta húsnæðis dag- heimilisins undanfarna vetur fyrir sina starfssemi, en hann á við húsnæöisskort aö striöa. Þetta hefur þó ekki komiö niður á starf- semi dagheimilisins fyrr, enda eftirspurn eftir dagvistarrúmi minni yfir veturinn. En nú viröist sem sagt svo sem konur sæki meira út á vinnumarkaöinn en fyrr og ég geri ráð fyrir, aö fyrir þvi séu ýmsar ástæður. En fyrst og fremst að ástæðan sé sú, að nú er dýrara aö lifa en áöur og heimilin skortir hreinlega fé til daglegs reksturs. Mætti moka Oddskarðið oftar. — Viö eru all-vel sett hér hvað snertir samgöngur, þvl að segja má að viö komumst yfirleitt héðan eða hingað þegar við viljum —- annað hvort landleiðis eða loftleiðis. Reynt er að halda Oddskarðinu opnu tvo daga i viku, þegar snjó hefur sett þar niður og þykir mörgum það for- kastanleg þjónusta, að ekki skuli Logi Kristjánsson. gert ráð fyrir færum vegi yfir skarðið oftar I hverri viku yfir veturinn. Flugþjónustar er hins vegar f ágætu lagi. Hingað er flogið þrisvar I viku og notfæra menn sér þá flugið, ef Oddskaröið bregst. Þá má nefna þaö hér, aö Sveinn Sigurbjarnarson hefur veitt okkur afar góöa þjónustu undan- fariö með snjóbíl sinn. Sveinn hefur oft bjargað mörgum þegar mikið hefur legiö viö að komast leiðar sinnar I ófærð og er mikiö öryggi I þvi að njóta þjónustu hans. Látum okkur nægja að heimta sjónvarp. — Við Noröfiröingar höfum lítillega fylgzt meö umræöu manna þarna fyrir sunnan um litasjónvarp og stereo-útvarp, þ.e.a.s. þegar viö höfum heyrt og séö I þeim ágætu rlkissjölmiölum útvarpi og sjónvarpi. Viö höfum ekki enn sett fram kröfur um sllkar tæknibreytingar á fjöl- miðlunum, heldur látum viö nægja aö heimta þaö aö fá útvarp og sjónvarp hér. Sjónvarp sést hér afar illa, þegar eitthvaö sést á annað borð I þvl og menn eru hér oft aö hlaupa á milli bylgna á útvarpstækjum slnum á frétta- tlmum, til þess aö ná I fréttirnar. Skilyrðin eru þvl vægast sagt slæm. A þriöjudagskvöldiö misstum viö svo allt saman I einu: útvarp, sjónvarp og slma, þannig aö ekki er alltaf allt I lagi hvaö þessi mál varöar hér. Þvl finnst okkur heldur hjákátlegt að heyra menn fyrir sunnan bera fram kröfur um litaútsendingar og stereo-útsendingar hjá rlkisút- varpinu. Það má margt laga áður en sllkt kemst á, sagöi Logi Kristjánsson bæjarstjóri aö lokum. —ARH ,,Fráleitt að ég hafi haft hönd í bagga með handtökunni” — segir Kristján Pétursson um handtöku bilstjórans „Þaö er fráleitur hlutur, sem fram hefur komiö I frétta- flutningi, aö ég hafi haft einhverja hönd I bagga meö handtöku Guöbjarts Páls- sonar”, sagöi Kristján Péturs son I samtali viö blaöiö. „Þá vpr ég einmitt staddur inni i Reykjavlk, þegar þessi hand- taka fór fram”, bætti hann viö. ,, Hinu get ég ekki neitaö aö ég og viö, rannsóknarlögreglan I Keflavlk, höfum um skeið rannsakaö ýmislegt f sambandi viö framferöi þessa manns, og taliö okkur hafa gildar ástæöur þar til. Handtakan var hinsvegar á vegum Keflavikurlögreglunnar einvöröungu og við hana tel ég siöur en svo athugavert. Þaö var ekki fyrr en aö morgni næsta dags, aö ég var kvaddur til og er nú aö vinna f þessu máli. Þetta er f raun og veru allt, sem ég get sagt cins og sakir standa”, lauk Kristján Pétursson máli sinu. Lesið: 1 Vestfirzka frétta- blaðinu eftir Grim Jónsson: „Þaö fer ekki hjá þvi aö það hvarfli aö manni að helzti hagsmunaaði ) inn SIS, sem hefur sölsað undir sig stjórn á afurðasölu bænda og er um leið i föstum tengslum við annan stjórnarflokk núverandi rikisstjórnar, eigi þama einhvern hlut að máli (útflutningsuppbætur land- búnaðarafurða). SIS er þegar orðinn auðhringur með alltof mikil tengsl við stjórnmál og allt of viötæk fjármálavöld til þess aö það geti talizt eölilegt I jafn litlu samfélagi”. o HLERAÐ: Að atorka Vil- borgar Haröardóttur viö útgáfu Noröurlands, mál- gagns Alþýöubandalags á Noröurlandi, sé nú rómuö manna á meöal á þvi lands- horninu. Þetta hefur ekki fariö fram hjá framsóknar- mönnum i höfuðstað Norö- urlands og eru þeir nú að reyna aö klófesta blaöa- manninn að sunnan og ætla henni stað á málgagni slnu Degi. Dagur er aö skipta yfir I offsettprentun mjög bráölega og um leiö á aö fjölga útgáfudögum í tvo á viku . i staö eins áður. Heimildarmaður blaösins kvað svo að oröi, að menn nyrðra biöu nú spenntir málalokaiþvi að ef aö Degi tekst ætlunarverk sitt,yröu væntanlega talsverö átök um innihaldið í Degi, þvl þar myndu mætast stálin stinn Erlingur ritstjóri og Vilborgin.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.